Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Ein af myndum Elínar G. Jóhannsdóttur í Listasal Man, Skólavörðustíg.
Nafn rósarinnar eða J
aug’u Yggdrasils
Bunulæk-
ur blár
og tær
MYNDLIST
Listasalur Man,
S k ó I a v ö r ð u s t í g
MÁLVERK ELÍN G.
JÓHANNSDÓTTIR
Til 25. júní. Opið á verslunartíma
ELÍN G. Jóhannsdóttir sýnir
fimmtán málverk sem hún hefur
málað á undanförnum þremur ár-
um af sama myndefninu; vatni að
seytla í grjóti. Þetta myndefni er
vissulega gott og blessað, en eins
og það er sett fram gætir vissrar
einhæfni í efnistökum. Málaralist
er ekkert sérlega hentug til sköp-
unar myndraða nema því aðeins að
hver mynd leiði af sér nýmæli í
tæknibrögðum og inntaki.
Þetta skynjuðu þeir svo vel,
Goya, Turner, Matisse, Picasso og
Bacon. Þótt öllum léti vel að vinna
syrpukennt var ekki þar með sagt
að ein myndin væri endurtekning
hinnar næstu. Alltaf mátti finna út-
úrdúra, önnur sjónarhorn, aðrar
persónur, nýjar leiðir í samsetn-
„Elli“, er eflaust þekktaii fyrir norð-
an en á höfuðborgarsvæðinu. Af átta
einkasýningum hafa sex verið á Ak-
ureyri en aðeins tvær í Reykjavík.
„Náttúrubrot" eða „Helga jörð“ -
yfirskrift sýningarinnar í Galleríi
List og nokkurs konar sonnetta -
gefur strax tóninn. Hér er á ferðinni
býsna upphafin listsýning, sett upp
sem nokkurs konar vé, með altari í
miðjum salnum hvar á standa sjö
dökkleitir bikarar eins og kaleiks-
tákn, með mosa, steinum, sandi og
vatni, fengnu úr íslenskri náttúru.
Umleikis eru svo málverk Ella, af-
löng og stílfærð, með kúptum fjöll-
um og íbjúgum. Framan við fjöllin er
ingu eða tæknilegri útfærslu. Allir
voru þessir listamenn fígúratífir,
enda þolir fígúratíf list illa þá full-
komnu einsleitni sem er aðal og
bókstaflegt markmið ákveðinnar
abstrakt- eða minimallistar.
Elín þarf að athuga forsendur
myndefnis síns og finna marg-
breytilegri leiðir til að nálgast það.
Myndefni á borð við „Sprænur" er
of almennt og einsleitt til að geta
staðið undir heilli sýningu nema
eitthvað annað og meira komi til.
Það annað og meira gæti falist í
fjölþættari tæknibrögðum sem
reyndu á þanþol myndefnisins;
djarfara sjónarhorni; og öðru frem-
slétta sem minnir á borðplötu með
steinum, hringmynduðum eða hnött-
óttum eins og appelsínum. Myndirn-
ar málar hann á kartonpappa að því
sem best verður séð, sem síðan er
límdur á dökkmálaðar tréplötur. Út-
koman er stílfærð og stöðluð líkt og
fjöllin væru sniðin hjá skraddara.
Þessi stöðluðu vinnubrögð treysta
ekki beinlínis inntakið í sonnettu
Ella um jörðina helgu. Til þess er of
lítið af ástríðu og einlægni í málverk-
um hans. Jafn upphafmn boðskapur
og birtist í ljóðinu krefst smekkvísi
ur hugmyndaríkari útfærslu ásamt
auknu næmi í notkun miðilsins.
Vaninn er versti óvinur málar-
ans. Hann fletur út myndirnar og
varnar því að verkin skíni sem ein-
stæð kraftbirting ómaksins. Næsta
mál á dagskrá hjá Elínu er að yfir-
vinna þá deyfð sem tálmar ljóman-
um og kemur í veg fyrir að myndir
hennar sindri eins og lækjarspræn-
ur gera í raun og veru. Eilítil yfir-
lega og aukin tilraunastarfsemi
gæti gert gæfumuninn.
Stundum þarf ekki meir en
herslumun til að breyta dapurri
mynd í ljómandi málverk.
Halldór Björn Runólfsson
af látlausustu gerð. Stöðlun sú og
stílfærsla sem listamaðurinn temur
sér er hins vegar „smartness" af
þeirri tegundinni sem ekkert hefur
með helga jörð að gera. Það er ekki
hægt að ákalla sakleysi óspilltrar
náttúru með staðlaðri skreytilist.
Sem fyrr krefst listin órækrar af-
leiðslu inntaks og ásýndar, en slík
tengsl skortir því miður hvarvetna í
sýningu Ella. Útkoman er sú að verk
hans ganga í berhögg við boðskap-
inn sem þeim var ætlað að flytja.
Halldór Björn Runólfsson
MYIVDLIST
Lislhús Ófeigs,
Skólaviirfiustíg
TEIKNINGAR & TÖLVU-
PRENT BJARNI H.
ÞÓRARINSSON &
GUÐMUNDUR ODDUR
Til 21. júní. Opið mánudagatil
föstudaga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 11-16.
Sjónháttafræðingurinn Bjarni H.
Þórarinsson heldur um þessar
mundir sýningu hjá Ófeigi við Skóla-
vörðustíg. Sér til
halds og trausts
hefur hann fengið
með sér Guðmund
Odd Magnússon,
grafískan hönnuð,
sem sér um staf-
ræna vinnslu verk-
anna og umbrot
auglýsingaspjald-
anna.
Það hlýtur að
heyra td tíðinda í
hvert sinn sem
rektor Vísiakadem-
íunnar heldur sýn-
ingu, því hingað til
hafa verk hans ekki
gert annað en skýr-
ast og batna.
Formgerð þeirra
má rekja aftur til
miðalda, enda er
Bjami eini íslenski
listamaðurinn sem
er kominn af lýs-
ingameisturum
handritanna í bein-
an karllegg, eftir
að þeir Sölvi
Helgason og Einar
Jónsson hurfu til
feðra sinna.
Hann á hið sam-
hverfa blómkrúnuskrúð sammerkt
með þessum liðnu kollegum sínum,
en töfrar mynda hans eru ekki hvað
síst fólgnir í orðafléttunum sem
hvert blað geymir og mynda í heild
sinni þulu með ákveðinni og síbreyti-
legri hrynjandi. Það sem Bjarna
tekst svo vel að koma til skila er hug-
myndinni um lífsins tré sem orðsins
tré, en væntanlega var skilningstréð
í aldingarðinum þess eðlis. Öðruvísi
hefðu ávextir þess aldrei getað vald-
ið slíkum usla, enda er tungumálið
merkjakerfi mannkynsins og óskilj-
anlegt öllum öðrum skepnum jarð-
arinnar.
Ólíkt grafískum áherslum fyrri
verka er það litavalið sem nú
blómstrar í allri sinni dýrð. Dumbir
og mettaðir litirnir í tölvuprent-
myndunum eru hlaðnir þeirri dulúð
sem við þekkjum úr miðaldahandrit-
um keltneskra klaustra, en sam-
hverfri tilfinningu Bjarna svipar
mjög til írskra og enskra handrita
frá sjöundu og áttundu öld. Það þarf
vart að kalla til Umberto Eco til að
sanna eina ferðina enn hve mjög
þankagangi okkar svipar til hug-
mynda miðaldamannsins. Plúralísk-
ar og strúktúralískar vangaveltur
okkar kvikna og dafna í litlum lqör-
hópum líkt og gerðist og gekk á
miðöldum. Þær eru innsiglaðar í um-
ræðuna líkt og blaðskrúð plöntu sem
tilheyrir ákveðnum stofni með
ákveðnum rótum. Öll hangir umræð-
an saman á næringunni og rakanum
sem hún fær úr jarðveginum og
varnar þvi að hún fölni og dagi uppi.
Þótt kerfið virðist stundum lang-
sótt og flókið fara rósir Bjarna -
þessi Yggdrasils augu - ótrúlega
nærri þeirri formgerð sem þekkist
og þrífst í samtímanum og við könn-
umst við þegar við skoðum grafískar
töflur, talnakökur og samanburðar-
skífur hvers konar. Línuteikningu
Bjarna virðast fá takmörk sett, og
saman við stafræna mötun Guð-
mundar Odds er útkoman þrungin
tjáningu sem erfitt er að færa í orð.
Hið eina sem hægt er að sakna úr
þessum dularfulla heimi er að þeir
félagar skuli ekki þegar hafa brotið
handritsformið undir sig. Hvílík bók
hlyti það ekki að vera sem næði utan
um þetta óendanlega fléttukerfi.
Halldór Björn Runólfsson
Til nátt-
úrunnar
MYJYDLIST
Gallerí List,
Skiplioiti 50d
MÁLVERK & SKIPAN
ERLINGUR JÓN
VALGARÐSSON
Til 18. júní. Opið á verslunartíma.
ERLINGUR Jón Valgarðsson,
sm gegnir listamannsnafninu
i i i i i i i
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Frá sýningu Erlings Jóns Valgarðssonar, eða Ella, í Gallern List.
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Frá sýningu Bjarna H. Þórarinssonar og Guð-
mundar Odds, hjá Ófeigi við Skólavörðustíg.
Ný sýnisbók
bókmennta
BÆKUR
íí r v a I s a g n a « g I j ó ð a
ÞYRNAR OG RÓSIR
- Sýnisbók íslenskra bókmennta á 20. öld.
Krislján Jóhann Jónsson, Sigríður Stefáns-
dóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir völdu
efnið. Vaka-Helgafell. 2000 - 410 bls.
SÝNISBÆKUR bókmennta eru menningar-
pólitísk verk, ekki síst þær bækur sem fjalla um
nútímabókmenntir. Ég get ímyndað mér að höf-
undum þyki mildlsvert að verk þeirra birtist í
slíkum bókum. Mikilvægi þeirra felst umfram
allt annað í því að þeim er ætlað að vera kennslu-
bækur í framhaldsskólum og í gegnum slíkt úr-
val fá yngri kynslóðir nasasjón af bókmenntum
samtímans og kannski er þetta það eina sem
stór hluti þeirra kynslóða les. Því er mikilvægt
að vel takist til í slíku úrvali.
Þyrnar og rósir nefnist ný sýnisbók bók-
mennta á 20. öld og er ætluð framhaldsskólum.
Ritstjóramir, þau Kristján Jóhann Jónsson,
Sigríður Stefánsdóttir og Steinunn Inga Óttars-
dóttir segja í formála að textamir í bókinni séu
„ekki endilega sýnishom af því besta sem skrif-
að hefur verið á öldinni, heldur em þeir valdir
með það í huga að þeir endurspegli strauma,
stefnur og tísku hvers tíma.“
Jafnframt er bent á að titillinn og verkið kall-
ist á við bókmenntasögu Heimis Pálssonar sem
fjalli um sama tímabil.
I fljótu bragði virðist þessi háttur skynsam-
legur og heppilegur í ljósi bókmenntasögulegra
viðhorfa. Ritstjórarnir hafa valið þá leið að
spanna nokkuð víðfeðmt svið sagna og ljóða og
gamlar menningai’pólitískar væringar virðast
ekki setja mark sitt á valið. Þannig em verk
þeirra Sigurðar Einarssonar í Holti og Guð-
mundar G. Hagalíns hlið við hlið, sömuleiðis
verk þeirra Kristmanns Guðmundssonar og Ara
Jósefssonar og þeirra Indriða G. Þorsteinssonar
og Guðbergs Bergssonar. Meira að segja Guð-
rún frá Lundi á sér sinn sess milli þeirra Snorra
Hjartar og Jóns úr Vör. Athygli vert er einnig
hve ríkulegan þátt konur eiga í bókinni. Tuttugu
og átta kvenrithöfundar eiga verk í henni, nokk-
uð sem ritstjórar telja réttilega að sumhver
„hefði ekki verið að finna í sýnisbók íslenskra
bókmennta fyrir nokkmm áratugum...“
Sá sem þetta skrifar átti framan af dálítið erf-
itt að átta sig á röð höfunda. Ekki er miðað við
aldursröð né stafrófsröð, einna helst að sjá að
miðað sé við hvenær elsta ritverk höfundar sem
birtist í sýnisbókinni sé gefið út. Það er sjálfsagt
ekki verri regla en önnur. Raunar sakna ég ekki
svo ýkja margra höfunda ljóða og sagna í bók-
inni. Það er ánægjulegt að Kristján Karlsson
hefur fengið náð fyrir ritstjómnum enda er
hann eitt okkar fremsta nútímaljóðskáld þótt
ýmsum þyki erfitt að nálgast Ijóðheim hans.
Sömuleiðis gleður það mig að sjá að menn hafi
áttað sig á mikilvægi fyrstu ljóðabókar Sigfúsar
Bjartmarssonar, Út um lensportið, og valið ljóð
úr henni. Ef ég man rétt vakti hún svo litla at-
hygli við útkomu að um hana birtist enginn rit-
dómur. Þetta getur þannig orðið þeim höfund-
um uppörvun sem búa við fálæti alþjóðar.
Eins höfundar sakna ég þó því að hann er í
senn eitt mikilvægasta skáld sinnar kynslóðar
auk þess sem hann er kjörinn fulltrúi heillar
skáldskapargreinar innan ljóðlistai-innar, texta-
gerðar. A ég þar við Megas sem að vísu er um-
deilt skáld en hefur óneitanlega haft áhrif á
seinni tíma höfunda. Ég verð þannig oft var við
vísanir annarra skálda í verk hans.
í formála bókarinnar er þess getið að þýðing-
ar, leikrit og barnabókmenntir verði að liggja
óbætt hjá garði í sýnisbókinni. Þetta eru raunar
óhreinu börnin bókmenntastofnunarinnar og
enn einu sinni verða þau útundan. Mér finnst
það raunar ótækt. Ekki síst varðandi leikbók-
menntimar sem eru að sönnu ekki mjög fyrir-
ferðarmiklar. En á öldinni hafa þó komið fram
mjög merkir leikritahöfundar. Sama gildir um
barnasögur og þýðingar. Eitt ljóð er þó birt í ,
þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Þymar og rósir er þykk bók, 410 blaðsíður. r
Það er mín skoðun að heppilegra sé að prenta |
minni kennslubækur. Enn hafa nemendur þess-
ar bækur í töskum. Stórar bækur era þungar,
fara þar illa og em óhentugar í allri vinnu. Ég tel
því að skynsamlegra hefði verið að gefa sýnis-
bókina út í tveimur bindum og taka þá jafnvel að
einhverju marki tillit til þeirra bókmennta-
greina sem útundan hafa orðið.
í heildina verður þó ekki annað sagt en að vel
hafi tekist til um úrvalið í þessa sýnisbók þótt
sitthvað megi ávallt setja út á hana. Hún er
fagnaðarefni og aðstandendunum að flestu leyti |
til sóma.
Skafti Þ. Halldórsson