Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
$30)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stórn s</iðii kt. 1U.00
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Sun. 18/6 kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning leikársins.
Miðasala Þjóðleikhússins lokar vegna sumarleyfa frá og með 21. júní.
Opnar aftur 1. september.
Sala áskriftarkorta auglýst í lok ágúst.
GLEÐILEGT SUMAR!
thore v @ theatre.is — www.Ieikhusid.Ls
trLEIKFÉLAc'lá^
RF.YKJAVÍKURJ®
BORGARLEIKHUSIÐ
Stóra svið:
Kysstu mig Kata
Söngleikur eftir Cole Porter,
Sam og Bellu Spewack
lau. 24/6 kl. 19.00 örfá sæti laus
sun. 25/6 ki. 19.00 örfá sæti laus
Ath.: Síðustu svninaar
Sjáið allt um Kötu á
www.borgarleikhus.is
Ósóttar miðapantanir seldar
daglega.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga
og sunnudaga og fram að sýningu
sýningardaga.
Simapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000, fax 568 0383.
Bandalag
Islenskra k'
Leikfélaga \g|
Skagaleikflokkurinn
sýnir
„LIFÐU“
eftir Kristján Kristjánsson
í Bjarnalaug, Akranesi.
sunnudag 18/6 kl. 20
Miðapantanir f síma 431 3360.
Í EIKFEIAG ISIANDS
KaífiLeihliú$i5
Vestufgötu 3
Bannað að blóta
í brúðarkjól
miðvikudag 21. júní kl. 21
föstudaginn 23. júní kl. 21
Fáar sýningar eftir
Ljúffengur málsverður fyrir sýninguna
MIÐASALA í síma 551 9055.
Wt
KflstflUNM
552, 3OOO
Sjeikspír eins og hann leggur sig
lau. 24/6 kl. 20
fös. 30/6 kl. 20
530 3O3O
Stjömur á morgunhimni
’ sun 18/6 kl. 20 laus sæti
Siðasta sýning í sumar
Miðasalan er opin frá kl. 12—18 alla virka daga,
kl. 14-18 laugardaga og fram að sýningu sýningar-
daga. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús
(Loftkastalinn/lðnó).
flth. Úsóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu.
www.landsbanki.is
Tilboð til
Nómufélaga
Internetkaf f i
thomsen
Frítt fyrir Nómufélaga
15% afsláttur af myndböndum
hjá solumyndir.is
Ýmis önnur tilboð og afslættir
bjóðast klúbbfélögum
Landsbanka íslands hf. sem
finna má á heimasíðu bankans,
www.landsbanki.is
L
Landsbankinn
| Opið frá 9 til 19
fAJœturgatmrisMssjeoso f
í kvöld leika hinir frábæru
!^l Stefán P. og Pétur p
*■
Happdrætti um Græna JÉ1||
kortið í Bandaríkjunum
Lærðu, starfaðu og njóttu lífsins í Bandaríkjunum
50.000 Græn kort í boði. Möguleiki á ríkisborgararétti.
Frestur fyrir DV-2002 verður tilkynntur seinna... Ekki missa af því!
ÓKEYPIS OPINBERAR upplýsingar - sendiö nafn, heiti fræðingarlands og fullt heimilsfang til:
National Visa Registry
PMB 725, 16161 Ventura Blvd.,
Encino, CA 91436
USA
Eða sækið um á:
www.nationaIvisaregistry.com
Netfang: info@nationalvisaregistry.com
Sími: 001 818 784 4618
HflRMONIKUBflLL
Gleðilega þjóðhátfð
Dansinn dunar dátt frá kl. 22.00 f kvöld í
ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar
úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir
dansi og Ragnheiður Hauksdóttir syngur.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir
FÓLK í FRÉTTUM
Sálarmenn afklæða eitt laga sinna á órafmögnuðum tónleikum.
Úr hljóðverinu
í leit að
full-
komnu
popplagi
Síðustu tvö ár hafa
ekki verið Sálarlaus.
Þetta ár verður það
ekki heldur. Birgir
••
Orn Steinarsson
hitti Guðmund
Jónsson, manninn
sem heldur Sálinni í
þjóðlífinu.
ÞEGAR kviknar á deginum og í líf-
inu ljós hljótum við að vera hlusta á
(þjóðar-) Sálina hans Jóns míns.
Hljómsveitin er orðin það samvaxin
þjóðinni að í dag er nánast hægt að
fullyrða að allir Islendingar sem ein-
hverjum tökum hafa náð á tungu-
málinu hafi raulað eitthvert laga
þeirra á ævi sinni. Ef tónlist þeirra
gæfi frá sér einhvern lit þá væri það
blái liturinn í íslenska fánanum.
Þó svo að hljómsveitin hafi ekki
gefið frá sér breiðskífu stútfulla af
nýjum lögum í fimm ár hefur hún
líklega aldrei verið vinsælli en nú.
Utgáfa safnplötunnar „Gullna Hlið-
ið“ var best heppnaða hjartahnoð
sem sveitin hefði getað fengið og eft-
ir að sú tvíréttaða þjóðhöfðingja-
slagaramáltíð hafði stökkbreyst í
gull var ljóst að hjörtu hljómsveitar-
innar og þjóðarinnar sló í takt.
Um síðustu jól deyfðu þeir félagar
ljósin, kveiktu á kertunum, drógu út
rauðvínsflöskuna og færðu okkur
eftirréttinn. Lög þeirra voru færð úr
spjörunum í náttsloppana eina sam-
an og þjóðin andvarpaði af sælu. Nú
er afmælismáltíðinni lokið og komið
er að þvi að taka upp pakkana. I ár
fáum við þann stóra frá hljómsveit-
inni.
Kúnst að taka sér frí
„Þessar upptökur eru fyrir stóra
plötu sem kemur út núna í haust,“
segir Guðmundur Jónsson, gítar-
leikari og aðallagahöfundur Sálar-
innar. „Þetta verður fyrsta stóra
hljóðversplatan í fimm ár. Við byrj-
uðum að undirbúa hana í janúar á
þessu ári.“
Síðasta hljóðversplata þeirra fé-
laga hét „Sól um nótt“ og var hún
gefin út í október árið 1995.
„Við höfum auðvitað gefið út ný
lög á safnplötum og á órafmögnuðu
plötunni síðasta haust. Þannig að við
höfum örugglega gefið út nægt efni
til þess að fylla stóra plötu á þessum
fímm árum. Þetta eru 12 -13 lög hér
og þar.“
Þó svo að platan verði ekki gefin
út fyrr en í haust ætlar hljómsveitin
að sleppa tveimur lögum út á safn-
plötuna „Svona er sumrið 2000“ sem
kemur í verslanir 3. júlí.
Hafa þessar vinsældir síðustu tvö
ár komið hljómsveitarmeðlimum á
óvart?
„Já, þetta er búið að vera alveg
með ólíkindum og kemur okkur mik-
ið á óvart. Þetta er svipaður tími og
þegar hljómsveitin var hve vinsæl-
ust, fyrir 7-8 árum. Þá vorum við
meira unglingaband. Við höfum allt-
af verið duglegir við það að spila en
það er líka kúnst að taka sér frí.“
Er það þá mikilvægur hluti af
ferlinu?
„Já, sérstaklega þegar þú ert í 12
ára gamalli hljómsveit eins og við
erum. Fyrstu 5 árin gáfum við út
plötu á hverju ári og spiluðum
hverja helgi. Hljómsveitin hefur
aldrei hætt. Við tókum okkur 1-2
ára pásu eftir þessi fyrstu 5 ár. Þá
sprakk mórallinn og allt fór til
fjandans svo við skildum áður en
vinskapurinn slitnaði. Þessi ákvörð-
un að taka því rólega milli syrpna
kom upp frá því.“
Það er öllum ljóst að eins miklar
væntingar hafa sjaldan verið gerðar
til Sálarplötu.
„Það er nokkurnveginn eins og
þessi plata sem er að koma núna sé
önnur platan okkar. Við erum að
drepast úr stressi við það að fylgja
eftir þessari velgengni."
Viðtökurnar á nýjasta lagi hljóm-
sveitarinnar eru þó það góðar að
óhætt er að segja að útlitið sé gott.
En það er aldrei verra að vera til-
búinn í slaginn.
„Við erum búnir að semja 18 lög
núna þannig að það er úr nægu að
velja, það hefur aldrei verið eins
mikill kraftur í bandinu.“
Eins og áður kom fram semur
Guðmundur flest lögin en einnig eru
þrjú nýju laganna eftir Jens Hans-
son, saxófóns- og hljómborðsleik-
ara. I gegnum árin hefur þó Sálin
sýnt á sér margar hliðar og spratt sú
djarfasta líklegast fram á plötunni
„Þessi þungu högg“ þar sem laga-
smíðarnar voru með örlítið öðruvísi
sniði en áður. Hverju megum við
eiga von á með þessari nýju skífu?
„Platan er bara á framleiðslustig-
inu þessa dagana,“ svarar Guð-
mundur og blaðamaður áttar sig á
því að í rauninni getur enginn vitað
hvernig afkvæmi sitt mun líta út
fyrr en það er fætt. „Hún verður all-
avega jafn melódísk og aðrar plötur.
Ástæðan fyrir því að „Þessi þungu
högg“ var svo sérstök var sú að það
var enginn einn sem samdi lögin.
Við mættum bara niður í æfingahús-
næði og fórum ekkert út fyrr en það
var komið lag sem við höfðum
djammað saman. Við gengum út frá
því að hafa þá plötu rokkaða, þannig
að önnur hljóðfæri fengu að víkja
fyrir gítörunum í hljóðblönduninni.
A þessari plötu ætlum við að finna
nýjan hljóm. Við erum alltaf að
reyna aðsemja hið fullkomna popp-
lag. Það hefur alltaf verið útgangs-
punktur þessarar hljómsveitar."
Skallað, stangað og spyrnt
SÉRKENNILEG mynd var sýnd
á ríkisrásinni að kvöldi 8. júní. Þar
lék aðalhlutverk leikari, sem búið
var eiginlega að afskrifa að gæti
leikið nokkurtíma framar á æv-
inni, eftir að hann féll af hestbaki
og lamaðist allur,
nema hvað hann
getur hreyft höfuð-
ið lítillega. Þetta
var Christopher Reeve. í kvik-
myndinni situr hann lamaður í sín-
um stól og má sig ekki hræra, en
getur læst dyrum og stjórnað lyft-
um með því að blása í rör sem er
sveigt að munni hans. Þennan
búnað notar hann í myndinni og í
raunveruleikanum. Myndin heitir
Glugginn á bakhliðinni, en Reeve
sér innum gluggana og fylgist með
sér til dægrastyttingar ýmslegu
basli íbúanna. Það sérkennilega
við þessa mynd er, að hlutverkum
er nokkuð snúið við og tekst alveg
ágætlega. Vegna fötlunar Reeve
verður myndin að koma til hans,
en ekki eins og í venjulegum
myndum, að leikarinn kemur til
myndavélarinnar. Reeve fer vel
með hlutverkið þótt hann geti lítið
beitt röddinni og enn minna hreyft
höfuð. Og þegar fílefldur bófinn
sækir að honum blæs sá fatlaði
bara í rörið og villir um fyrir hon-
um, en litlu munar þegar bófinn
ætlar að stúta honum með því að
skera á öndunarrörið.
Rúnar Gunnarsson er tekinn við
dagskrái’stjórn hjá ríkiskassanum
og er lentur nú þegar í fótboltag-
eðveikinni. Samt hefur honum tek-
ist að setja mark sitt á dagskrána.
Meira hefur verið um
innlenda þætti og
geðslegra erlent efni
en hjá undanförnum
þremur dagskrárstjórum, þótt er-
lenda efnið eigi lítið að geta breyst
vegna innkaupasiða. Ameríska
efnið er keypt inn í tíumyndapökk-
um og látin ein góð mynd fylgja
pakkanum til að gera hann seljan-
legri. Oft eru þessar myndir bara
rusl, eða þá amerísku þættirnir,
sem hingað eru keyptir um hegð-
un unglinga í Bandaríkjunum og
okkur varðar bara hreint ekkert
um. Við erum með nóg vandamál
fyrir. Vonandi tekist Rúnari að
hrinda af okkur vitlausu innkaupa-
okri Gyðinga í New York, en þeir
ráða mestu í kvikmyndaheiminum
vestra um þessar mundir.
Gaman hefur verið að upprifjun-
inni frá hernámsárunum undir
stjórn Helga Jónssonar. Við höf-
um alltof lítið sinnt þessum tíma í
þjóðarsögunni, svo einstæður sem
hann var. Reynir Oddsson gerði
kvikmyndina Hernámsárin og
tókst bara sæmilega, annars var
Reynir merkur brautryðjandi í ís-
lenskri kvikmyndagerð. Nú ættu
einhverjir fullvaxnir menn og full-
þroskaðir að taka að sér að gera
kvikmynd um hernámsárin á með-
an minningin vakir.
Þá er komið að helstu menning-
arþörfum Islendinga ef marka má
dagskrárgerð sjónvarpsins og
samsetningu hennar. Enn er ríkis-
kassinn lagstur í djúphugsaða
knattspyrnu og leggur um leið
undir sig fasta dagskrárliði eins og
fréttir, sem greiðendur sjónvarps-
gjalda borga fyrir. Þetta er í ann-
að eða þriðja sinn, sem sjónvarpið
varpar af sér „klæðum" (fréttum)
eins og mannegal poppkvinna, af
því einhverjir eru að spila fótbolta.
Það ætti hreinlega að athuga sál-
arheilbrigði þeirra sem þessu ráða
- þetta er nú einu sinni stöð ríkis-
ins, en ekki stöð Jóns Ólafssonar
og henni ber að flytja þjóðinni
fréttir en ekki öskur og óhlóð og
trumbuslátt af erlendum fótbolta-
völlum. I stað heimsfrétta situr
einhver aulinn og þylur um prívat-
hetju sína: Hann skallar, stangar
og spyrnir, en það gerist ekkert.
Væntanlega hefur fótboltahetj-
unni þótt leiðin torsótt að markinu
og heyrði hann þó ekki rövlið í þul-
inum. Við urðum að umbera það í
öllu markaleysinu.
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARP A
LAUGARDEGI