Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 62
62 FIMMT UDAGUR 13. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Sleipnir o g Vegagerðin OTTO pöntunarlistinn , Laugalækur 4 • S: 588-1980, ÞAÐ HEFUR ekki farið fram hjá neinum sem kemur að ferðaþjónustu á Islandi þessa dagana að verkfall Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis stendur yfir. Margt bendir til þess að lausn deilunnar strandi á einum manni, nýjum framkvæmdastjóra SA, Ara Edwald. Þessi samtök og framkvæmdastjórinn eru farin að verða ferðaþjónustu á íslandi ansi dýr. Þau láta sér í léttu rúmi liggja að valda þessari ungu starfsgrein milljarða tjóni á nokkrum vikum, upphæðum sem jafnvel hefðu getað tryggt bifreiðastjórum ráðherralaun í áratug - en nei, ekki skal samið. Það er því alveg ljóst að eitthvað annað hangir á spítunni en kröfur Sleipnismanna. Á sama tíma og SA er að reyna að knésetja stéttarfélag bifreiðastjóra eru þeir greinilega að stokka upp innan dyra hjá sjálfum sér, að beita verkfallinu gagnvart fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þetta er kunnugleg aðgerð af hálfu at- vinnurekenda við vissar aðstæður. En hefði það nú ekki verið farsælla til lausnar mála að sinna þessum vandamálum atvinnu- greinarinnar með öðr- um hætti? Hefði ekki mátt byrja á að koma upp gæðakerfi í fólks- flutningum með svip- uðu sniði og gerst hefur í nágrannalöndunum þar sem rútur eru gæðastimplaðar eftir þægindum? Þar er ekki um neina 30% til 50% afslætti að ræða um há- annatímann eins og raunin er hér á landi. Ef afslættir væru af- numdir í rútuþjónust- unni þá væri hægur vandi að hækka laun bifreiðastjóra í samræmi við þá miklu ábyrgð sem þeir bera á lífi og limum farþeganna. En það er allt á sömu bókina lært. Nú eru bifreiðastjórum greidd mun hærri laun fyrir að flytja varning milli landshluta, dauða hluti, en fyrir að flytja lifandi fólk! Það hafa hins vegar verið settar reglur um hvíldar- tíma bifreiðastjóra. Það er ef til vill vert að benda á að þetta hefur verið gert af öryggisástæðum. Ekki hvað síst gagnvart öryggi farþega þó að þessi ákvæði eigi einnig við um vöru- flutningabílstjóra. Og þessi ákvæði gilda hvort sem um eiganda bifreiðar er að ræða eða ekki. Það var því ánægjulegt að verða þess var sl. vor að Vegagerðin gerði gangskör að því að kanna hópferðaleyfin og skífurnar í fylgd lögreglu. Það sem hins vegar stingur í augun nú er að þessir eftir- litsmenn Vegagerðar- innar eru gjörsamlega horfnir, ásamt lög- reglumönnunum, eins og jörðin hafi gleypt þá. Hvað varð um þá? Það læðist að manni sá grunur að atvinnurek- endur hafi haft afskipti af þessari starfsemi Vegagerðarinnar - og lögreglunnar. Það væri vel ef svo væri ekki. Verkfall Ég óttast, segir Borgþór S. Kjærnested, að lífi og limum farþega og leiðsögumanna geti verið hætta búin við nú- verandi aðstæður. Borgþór Kjæmested Bylting! hjoinota oyggingapiatan sem allir hafa beðið eftir! VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIR0C byggingaplatan er eidþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn. VIR0C byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8, 10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Viroc utanhússklæðnlng ÞP &CO Leitið upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 Werther's og Toffifee /r mmt f ^gasgri// 1. vinningur Ferð fyrir fjóra til Benidorm í 1 viku Samvinnuferðir Landsýn 2.-4. vinningur Char-Broil CB6000 gasgrill að verðmæti kr. 23.900.- Aukavinningar 20 sælgætiskörfur Kauptu Werther's og Toffifee. Taktu þátt í spennandi sumarleik í næstu verslun. KAELK.KASUSS>1 Sendu þátttökuseðil ásamt kassakvittun til Karls K. Karlssonar hf., Skútuvogi 5, 104 Reykjavík. Dregið í byrjun ágúst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.