Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 2
2 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓL í brids
Islending-
ar í 5. sæti
ÍSLAND vann fullnaðarsigur á Pal-
estínu, 25-5, í 15. umferð riðla-
keppninnar á Ólympíumótinu í brids
í gærkvöldi en var í 5. sæti í sínum
riðli, tveimur stigum á eftir Nýja-
Sjálandi sem er í 4. sæti en fjórar
efstu sveitirnar í hverjum riðli kom-
ast áfram í úrslitakeppni sem hefst
á sunnudag. Tveir síðustu leikirnir í
undankeppninni verða spilaðir í dag.
Ítalía hefur 313 stig í efsta sæti
D-riðils, Argentína og Noregur 285,
Nýja-Sjáland 271 stig, ísland 269 og
Kína 254.
Urslit leiks Islendinga og Itala í
13. umferð í gærmorgun breyttust
síðdegis. Leikurinn var fyrst skráð-
ur 19-11 fyrir ítala en í einu spil-
anna hafði keppnisstjóri breytt
skor, Islendingum í óhag. Við nánari
athugun kom í ljós að keppnisstjór-
inn hafði fengið rangar upplýsingar
og byggði úrskurðinn ekki á réttum
forsendum. Því var úrskurðinum
breytt og endaði leikurinn þá 16-14
fyrir ítala.
Tveir síðustu leikimir í riðla-
keppninni verða spilaðir í dag og þá
etur ísland kappi við Malasíu og
Búlgaríu. Nýsjálendingar spila við
Tyrki og Kínverja og ættu að eiga
heldur erfiðari leiki fyrir höndum en
íslendingar.
■ Spennandi/62
Wolfgang Thierse í opinberri heimsókn á fslandi
Heimsótti Alþingi og
Pingvelli í gær
WOLFGANG Thierse, forseti þyska
Sambandsþingsins, kom í gærmorg-
un í opinbera heimsdkn til Islands í
boði forseta Alþingis. Thierse heim-
sdtti Alþingi í gærmorgun og átti
fund með Guðmundi Árna Stefáns-
syni, 1. varaforseta þingsins, og átti
einnig viðræður við Tdmas Inga 01-
rich, formann utanríkismálaneftid-
ar og Vilhjálm Egilsson, formann
íslandsdeildar þingmannanefndar
EFTA.
Að því búnu hélt Wolfgang
Thierse til Þingvalla og sat hádegis-
verð í boði Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra.
Síðdegis í gær átti Thierse fundi
með Jdnínu Bjartmarz, þingmanni
Framsdknarflokksins, Ama Stein-
ari Jdhannssyni, þingmanni Vinstri-
hreyfingarinnar og Ossuri Skarp-
héðinssyni, formanni Samfylk-
ingarinnar.
I gærkvöldi sat Thierse kvöldverð
í boði forseta Alþingis til heiðurs
forseta þýska Sambandsþingsins.
í dag fer Wolfgang Thierse í
skoðunarferð á Vatnajökul og í
Skaftafell en á sunnudag, síðasta
degi heimsdknarinnar, mun hann Morgunblaðið/Sverrir
heimsækja forseta íslands á Bessa- Davíð Oddsson forsætisráðherra sýnir Wolfgang Thierse, forseta þýska
stöðum. Sambandsþingsins, umhverfí Þingvallabæjar.
Útflutningur á hrossum kærður til dýraverndunarráðs
„Þola vítis-
kvalir vegna
sumarexems“
DÝRAVERNDUNARRÁÐI hefur
borist erindi þar sem óskað er eftir
áliti ráðsins á útflutningi á íslenskum
hestum. í erindinu er athygli ráðsins
vakin á því að íslenskir hestar, sem
fluttir eru úr landi, þurfi að þola mikl-
ar kvalir af völdum sumarexems. Vís-
að er til laga um vemd dýra frá árinu
1994 og laga um dýralækna og heil-
brigðisþjónustu.
Dýraverndunarlög nái
einnig til útflutnings
Það er Friðbert P. Njálsson sem
sendi umhverfisráðherra erindið og
hefur ráðherra vísað því til dýra-
vemdunarráðs. Erindinu hefur verið
dreift til þeirra sem sitja í ráðinu og
verður það tekið íyrir á fundi nk.
mánudag.
I erindinu er bent á að þær kröfur
sem gerðar séu um vernd dýra hér á
landi hljóti einnig að ná til þeirra þús-
unda hrossa sem seld séu úr landi í
umhverfi og aðstæður sem þau hafi
ekki vanist. „Á erlendri grundu fá þau
þúsundum saman svokallað sumar-
exem, mjög alvarlegan sjúkdóm, og
lifa mörg hver við vítiskvalir eftir það
í a.m.k. átta mánuði á ári hverju allt
það er þau eiga þá eftir ólifað.“
Friðbert spyr í bréfinu hvort ekki
sé óráðlegt að bíða eftir að erlendir
aðilar geri okkur þá skömm að stöðva
innflutning á íslenskum hrossum inn í
lönd sín á grundvelli dýravemdar og
náttúruverndar.
Hiti yfir
meðallagi
í ágúst-
mánuði
VEÐUR í ágúst var heldur
hlýrra í Reykjavík og á Akur-
eyri en í meðalári að sögn
Trausta Jónssonar veður-
fræðings. Það er að hans sögn í
takt við áratuginn sem hefur
verið í hlýrri kantinum.
I Reykjavík var meðalhiti
10,7 gráður sem er 0,4 gráðum
yfir meðalhita. Úrkoma var 71
mm sem er 15% yfir meðallagi.
Alls vora úrkomudagar 22 sem
er tveimur dögum meira en
meðaltalið er. Það segir hins
vegar ekki alla söguna að sögn
Trausta því suma daga sem úr-
koma mældist var hún varla
merkjanleg. Þess utan hafi 40%
úrkomunnar fallið á einum degi
þannig að ekki sé hægt að tala
um rigningatíð í ágúst.
Sólskinsstundir vora 113 sem
er 41 stund undir meðallagi.
Eingöngu fjóra daga var sól all-
an daginn en hins vegar vora
það ekki margir dagar sem
vora alveg sólarlausir.
A Akureyri var meðalhiti
11,3 gráður sem er 0,7 gráðum
yfir meðalhita. Það er ekkert
óvanalegt að sögn Trausta enda
hefur meðalhiti þrisvar sinnum
verið hærri í ágústmánuði sl.
áratug. Úrkoma var 40% undir
meðallagi eða 47 mm. Sól-
skinsstundir vora 150 sem er 13
stundum meira en í meðalári.
Að sögn Trausta er ekkert
óvenjulegt við þessar tölur
enda hefur verið heldur hlýrra
sl. áratug en áratuginn þar á
undan. Áttundi áratugurinn
var í meðallagi en sjöundi í
hlýrra lagi. Þess má geta að
meðalhiti ágústmánaðar byggir
á meðalhita ágústmánaða á
tímabilinu 1961-1990. Trausti
segir vera skipt um
viðmiðunartímabil á 30 ára
fresti og tímabilið sem miðað
var við áður, 1931-1960 hafi
verið hlýrra en það sem nú er
miðað við.
Niðurstaða valnefndar Seltjarnarnesprestakalls
Sr. Sigurður Grétar Helga-
son valinn sóknarprestur
SÉRA Sigurður Grétar Helgason
var í gær valinn af valnefnd
Seltjarnarnesprestakalls til að
gegna embætti sóknarprests í
prestakallinu.
Alls voru fjórir umsækjendur um
embættið en það var auglýst laust
til umsóknar fyrr í sumar þegar
séra Solveig Lára Guðmundsdóttir,
fyrrv. sóknarprestur á Seltjarnar-
nesi, tók við embætti sóknarprests í
Möðravallaprestakalli.
Sr. Sigurður Grétar hefur verið
prestur á Seltjarnarnesi undanfarin
tvö og hálft ár.
Hann sagði í sam-
tali við Morgun-
blaðið í gær að
sér væri efst í
huga innilegt
þakklæti fyrir
þann stuðning
sem hann hefði
orðið var við síð-
ustu vikur.
„Ég hef gegnt starfi prests við
Seltjarnarneskirkju í tvö og hálft ár
og það hefur verið afskaplega
ánægjulegur og lærdómsríkur tími.
Ég hef kynnst mörgu góðu fólki.
Það eru ákveðin forréttindi að fá að
starfa þarna því þetta er góður söfn-
uður. Fólk á Seltjarnarnesinu lætur
sig kirkjuna sína varða,“ sagði hann.
Sigurður Grétar er fæddur 5. maí
1968 í Reykjavík. Hann lauk
embættisprófi frá guðfræðideild
Háskóla Islands árið 1996. Sigurður
Grétar er kvæntur Ragnheiði Ás-
grímsdóttur viðskiptafræðingi.
Eiga þau eina dóttur en fyrir á Sig-
urður einn son.
Opinber heimsókn
Li Peng hefst í dag’
OPINBER heimsókn Li Peng, for-
seta þjóðþings Kína, til Islands
hefst í dag. Li Peng og fylgdarlið
hans koma með einkaþotu frá New
York og er gert ráð fyrir að hún
lendi á Keflavíkurflugvelli kl.
08.30.
Opinber dagskrá heimsóknar
hans hefst hins vegar ekki fyrr en
síðdegis í dag.
Fjölmörg félagasamtök hafa
boðað til mótmælafundar við Al-
þingishúsið vegna heimsóknar Li
Peng á sunnudag kl. 14.30.
Einstakar tímasetningar dag-
skrár heimsóknarinnar verða ekki
birtar fyrr en í dag en Li Peng
mun síðdegis í dag hitta Ólaf
Ragnar Grímsson, forseta íslands,
á Bessastöðum og Davíð Oddsson
forsætisráðherra í Ráðherrabú-
staðnum. Á sunnudag heimsækir
Li Peng Alþingi og á mánudag fer
hann í skoðunarferð á Þingvelli, að
Gullfossi og Geysi og mun einnig
skoða Nesjavallavirkjun.
Li Peng og fylgdarlið hans
dvelja á Hótel Sögu meðan á heim-
sókninni stendur en reiknað er
með að fylgdarmenn hans verði á
annað hundrað talsins. Heimsókn
Li Peng lýkur 5. september.
■ Mótmæli/14
Sérblöð í dag
___
LESBÖK
ÁLAUGARDÖGUM
Drög að korti yfir
genamengi
mannsins eru orð-
in að veruleika.
Blaðinu í dag fylg-
ir aukablað um
erfðafræði-
rannsóknir og
framtíðina.