Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 14

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Boðað til mótmælafundar vegna komu Li Peng Mörg félög skora á ráðamenn að snið- ganga heimsóknina MÖRG félagasamtök efna til sam- eiginlegs útifundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, til að mótmæla opinberri heimsókn Li Peng, fyrrv. forsætisráðherra Kína, til Islands. A fundinum verður vakin athygli á ástandi mannréttinda í Kína og fórnarlamba blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar verður minnst. Eftirtalin samtök efna til úti- fundarins: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, ís- landsdeild Amnesty Intemational, Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra sjálfstæðismanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungt fólk í Vinstri hreyfingunni - grænt fram- boð og Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta. Fundurinn hefst kl. 14.30. I sameiginlegri fréttatilkynningu fundarboðenda segir: „í júní árið 1989 börðu kínversk stjórnvöld andóf námsmanna og lýðræðissinna niður í blóðbaði á Torgi hins himn- eska friðar. Fjöldi fólks lét lífið og þúsundir manna voru fangelsaðar fyrir andbyltingaráróður. Msundir manna eru í haldi í Kína í dag fyrir að opinbera skoðanir sínar, hvetja til umbóta eða stofna stjórnmála- samtök." Samband ungra sjálfstæðis- manna skorar í fréttatilkynningu á íslenska ráðamenn að hunsa vænt- anlega heimsókn Li Peng til Is- lands og taka þannig undir hörð mótmæli ungra sjálfstæðismanna vegna komu hans til landsins. „Fáir stjórnmálamenn samtím- ans skilja eftir sig jafn blóði drifna slóð og Li Peng, en hann og sú ógnarstjórn sem hann er í forsvari fyrir hefur síðustu áratugi haldið þjóð sinni í helgreipum eymdar og örbirgðar og neitað kalli kínversku þjóðarinnar og hins vestræna heims um lýðræðislega stjórnar- hætti í Kína,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu SUS. „Engin þjóð sem staðið hefur í framvarðasveit lýðræðisríkja heims á að taka opnum örmum á móti slíkum sem Li Peng er. Með slíkum móttökum væru íslenskir ráðamenn að gefa til kynna að þeir umbæru grimmileg mannréttindabrot ógn- arstjórnar kommúnista í Kína og það ofbeldi sem Li Peng og stjórn hans hefur beitt þegna sína og ber ábyrgð á,“ segir þar ennfremur. Breytingar í upplýsinga- deild Flugleiða GUÐJÓN Amgrímsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Flugleiða frá og með 1. september. Hann mun stýra daglegu starfi upplýsinga- deddar félagsins. Deildin verður eftir sem áður á stefnumótunar- og stjómunar- sviði fyrirtækis- ins undir stjórn Einars Sigurðs- sonar fram- Arngrímsson kv^mdastjóra. Emar helur venð upplýsingafulltrúi Flugleiða í 12 ár og nú um tveggja og hálfs árs skeið hefur hann gegnt því hlutverki ásamt framkvæmdastjórastarfi. Þessar breytingar á stefnumótunar- og stjórnunarsviði Flugleiða tengjast auknu hlutverki þess í stefnumótun og áætlanagerð Flugleiðasamstæð- unnar og mótun hennar. Guðjón Arngrímsson hefur starfað við fréttamennsku ogkynningarstörf um árabil. Hann var m.a. fréttamað- ur á Morgunblaðinu og Stöð 2 og var einn eigenda kynningarfyrirtækisins Athygli. Guðjón hefur einnig fengist við ritstörf og m.a. skrifað tvær bæk- ur um sögu vesturfaranna, Nýja Is- land og Annað ísland. Hann hefur frá 1999 verið dagskrár- og upplýs- ingastjóri Landafundanefndar. íslandsdeild Amnesty Inter- national hefur sent samhljóða bréf til forseta Islands, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og forseta Alþingis, þar sem vakin er athygli á ástandi mannréttindamála í Kína í tengslum við heimsókn Li Peng. „Dauðarefsingu er beitt í Kína fyr- ir fjölmörg brot, þ. á m. þjófnað og spillingu. Samkvæmt heimildum Amnesty International voru árið 1999 felldir 1.720 dauðadómar í Kína og 1.077 aftökur fóru fram. Þessar tölur eru þó samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun lægri en raunverulegur fjöldi dauðadóma og aftakna, þar sem kínversk yfir- völd meðhöndla upplýsingar um dauðarefsinguna sem „ríkisleyndar- mál“. Islandsdeild Amnesty Int- ernational vill vekja sérstaka at- hygli yðar á yfirvofandi aftöku kínverska þingmannsins Cheng Kejie sem dæmdur var til dauða 31. júlí sl. vegna spillingar,“ segir m.a. í bréfinu. „Hefur notað ríkisvaldið til að myrða og pynta saklaust fólk“ í fréttatilkynningu frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, er skorað á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að sniðganga opinberar móttökur til heiðurs fyrrverandi forsætisráðherra Kína, Li Peng. „Heimdallur hefur unnið að því síðustu daga að sameina félög ungs fólks í öllum stjórnmálaflokkum, Islandsdeild Amnesty International og samtök stúdenta við Háskóla ís- lands í mótmælum fyrir framan Al- þingi á sunnudaginn næstkomandi. Það er vonandi að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins verði í okkar fé- lagsskap í stað manns sem hefur notað ríkisvaldið til að myrða og pynta saklaust fólk. Frelsi.is mun fylgjast með hveijir taka þessari áskorun okkar,“ segir í fréttatil- kynningu Heimdallar. Einnig hefur Stúdentaráð Há- skóla Islands samþykkt ályktun vegna heimsóknar Li Peng þar sem atburðirnir á Torgi hins himnska friðar eru harðlega gagnrýndir. Stúdentaráð segir HI fá minni fram- lög á hvern nemanda Framlög ríkissjóðs á hvern nemanda í háskólum á íslandi þús. kr. --------------------------------- Háskóli Kennara- Háskólinn Tækni- Háskólinn Lista- Viðskipta- íslands háskóli áAkureyri skólinn ÍReykjavík háskólinn háskólinn _____________Islanris_____________________________________________________á Bifröst Fjársvelti gerir samkeppnis- stöðu HI erfíða STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands gagnrýnir innbyrðis skiptingu rík- isútgjalda til háskóla og segir Há- skóla Islands búa við fjársvelti. Samkeppnisstaða skólans gagn- vart einkareknum háskólum, sem ofan á ríkisframlög innheimti skólagjöld, sé af þeim sökum afar erfið. Háskóli íslands geti ekki staðið undir hlutverki sínu sem þjóðskóli og alþjóðlegur rannsókn- arháskóli nema með auknum ríkis- framlögum. Stúdentaráð skorar á menntamálaráðherra og stjórnvöld að veita auknu fé til Háskóla ís- lands í næstu fjárlögum. í ályktun sem Stúdentaráð sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag segir að HÍ hafi fengið næst- minnst framlag af þeim átta skól- um á landinu sem starfa á háskóla- stigi miðað við fjárlög fyrir árið 2000. Engu að síður hafi HÍ rann- sóknarskyldu umfram marga hina skólana. Stúdentaráð segir HÍ hafa fengið u.þ.b. 7% minna á hvern nemanda en Háskólinn í Reykjavík. Þegar dregin er frá sú fjárhæð sem Háskóli Islands þurfi vegna rannsóknarskyldu verði munurinn enn þá meiri enda hafi Háskólinn í Reykjavík ekki rann- sóknarskyldu. Eiríkur Jónsson, formaður Stúd- entaráðs, segir tölurnar miðaðar við innritaða nemendur í HI og framlög ríkisins til skólans í fjár- lögum árið 2000 enda gefi það Hlutfali framlaga til annarra háskóla miðað yið framlög % til Háskóla íslands 70 60 50 40 30 20 10 0 gleggsta mynd af raunverulegum fjárframlögum til HÍ. Samanburð- ur sýni að HÍ fái minni fjárfram- lög á hvern nemanda en aðrir há- skólar, þar á meðal einkareknir háskólar sem innheimti skólagjöld. „Samkeppnisstaða HÍ er gríðar- lega erfið þegar samið er um jöfn fjárframlög frá ríkinu en síðan innheimti aðrir skólar að auki skólagjöld," segir Eiríkur. Hann telur eðlilegt að HÍ fái hærri fjár- framlög frá ríkinu en þeir háskólar sem innheimta skólagjöld. Við bætist að fjárframlög til há- skólamenntunar séu þau lægstu á meðal OECD-ríkja og langt undir meðaltali. Því sé ekki verið að skipta stórri köku á milli skólanna. Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, um mjdlkursamlagsmálið Hagræðing er nauð- synleg í norðlensk- um mjólkuriðnaði EIRÍKUR S. Jóhannsson kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, segir nauðsynlegt að hag- ræða í norðlenskum mjólkuriðnaði og að enginn stjórnandi segi upp starfsfólki nema að vel athuguðu máli og að fyrir því séu gildar ástæður. Skipulagsbreytingar sem boðaðar hafa verið hjá mjólkursam- lögum MSKÞ og MSKEA hafa að undanförnu verið til umræðu, en allir mjólkurfræðingar sem starfa hjá MSKEA sögðu í vikunni upp störfum vegna þessara breytinga. Eiríkur sagði þær breytingar á rekstri mjólkursamlaganna sem kynntar hafa verið að undanförnu tengjast fyrirhugaðri stofnun á öfl- ugu norðlensku félagi í mjólkur- vinnslu með sameiningu MSKEA, MSKÞ og félags í eigu bænda sem nefnist Granir. Komið hefur verið á fót undirbúningsstjórn vegna stofn- unar hins nýja félags og var stjóm- inni kunnugt um þær tillögur til hagræðingar sem lagðar voru fram. Eiríkur sagði hins vegar ljóst að þær aðgerðir, sem nú hafi verið ráðist í, væru alfarið á sína ábyrgð. Mjólkuriðnaður hefur ekki efni á að biða Nefnir Eiríkur að efast hafi verið um nauðsyn á hagræðingu í mjólk- uriðnaði og bent hafi verið á að samlögin tvö hafi verið rekin með hagnaði. Það segi hins vegar ekkert um þá framtíð sem við blasi og vert sé í því sambandi að horfa til sögu iðnaðar á Akureyri. Fyrir fáum ár- um fiafi um 1.000 manns starfað við iðnfyrirtæki á Gleráreyrum, en nú láti nærri að það sé um 100. Þar hafi ekki verið hugað nægilega að framtíðinni og afleiðingarnar voru afdrifaríkar. Að sama skapi standi mjólkuriðnaður frammi fyrir stór- aukinni samkeppni frá útlöndum. Jógúrt hafi verið flutt inn í stórum stíl að undanförnu og þess sjái stað í sölu hjá MSKÞ, eins stærsta fram- leiðenda jógúrts hér á landi. „Það er skelfileg tilhugsun ef örlög norð- lensks mjólkuriðnaðar yrðu þau sömu og iðnfyrirtækjanna á Glerár- eyrum. Mjólkuriðnaðurinn hefur ekki, frekar en aðrar atvinnugrein- ar, efni á að bíða eftir því sem koma skal. Hann þarf að vera vel búinn undir framtíðina," segir Eiríkur Eiríkur segir vinnu við hagræð- ingu í mjólkuriðnaði á Akureyri og Húsavík eiga sér lengri sögu en lát- ið hafi verið í veðri vaka síðustu daga. Ágúst Þorbjörnsson stjórn- unarráðgjafi hafi haft veg og vanda að þeirri vinnu og hafi hann langa starfsreynslu að baki varðandi vinnu við mjólkuriðnaðinn. Segir Eiríkur allt tal um að með ráðningu Ágústar sem framkvæmdastjóra MSKEA og MSKÞ hafi á einhvern hátt verið komið aftan að starfsfólki með öllu óskiljanlegt. Ágúst hafi verið ráðinn af kaupfélagsstjóra til að leita hagræðingarleiða í mjólk- uriðnaðinum og tímabundin ráðn- ing hans í starf framkvæmdastjóra hafi einfaldlega verið talin nauðsyn- leg til að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem grípa þurfti til. Málflutningur kemur á óvart Þá sagðist Eiríkur hafa á síðustu árum átt gott samstarf við formann Félags mjólkurfræðinga, en mál- flutningur hans í þessu máli nú komi sér á óvart. Eiríkur segir gagnrýni fyrrver- andi samlagsstjóra Mjólkursamlags KEA, Þórarins E. Sveinssonar, á fyrir- hugaðar skipulagsbreytingar ekki svara verðar. „Ummæli af þessu tagi koma mér ekki á óvart, ég hef heyrt þetta allt áður, en það er al- veg á hreinu að ég karpa ekki í fjölmiðlum við fyrrverandi starfs- menn kaupfélagsins," sagði Eiríkur og óskaði Þórarni velfarnaðar í nýju starfi sem framkvæmdastjóri Matvælaseturs Háskólans á Akur- eyri. „Þótt gripið hafi verið til ákveð- inna aðgerða í hagræðingarskyni, m.a. uppsögnum nokkurra starfs- manna, er öllum ljóst að starfsfólk MSKEA og MSKÞ hefur unnið frá- bært starf á undanförnum árum og áratugum og er vonandi að samein- að, öflugt félag fái áfram notið krafta sem flestra. Á því veltur í raun framtíð norðlensks mjólkuriðnaðar. Þær aðgerðir sem ráðist var í hjá MSKEA og MSKÞ eru hlutur sem hver stjórnandi þarf að geta tekist á við. Þetta er mál sem nauðsynlegt er að vinna áfram innan fyrirtækisins en stóryrtar yf- irlýsingar í fjölmiðlum bæta engu þar við og valda öllum skaða. Eink- um rýra þær þó atvinnuöryggi framleiðenda og annars starfsfólks í greininni til lengri tíma litið,“ sagði Eiríkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.