Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 20

Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Áætlunarflug og sjúkraflug boðið út í sama útboði Sömu vélar verða notaðar í FYRIRHUGUÐU útboði vegna sjúkraflugs á landinu er gert ráð fyrir því að sömu flugvélar geti sinnt bæði áætlunarflugi og sjúkraflugi. Að sögn Jóns Karls Olafssonar, forstjóra Flugfé- lags íslands, er áætlunarflugið og sjúkraflugið boðið út í einum pakka en eru þó tveir aðskildir þættir. „í útboðinu er gert ráð fyrir því aðsamnýting sé á milli þessara tveggja þátta og heimild er fyrir því. Þannig er hægt að samnýta vélarnar. Gera þarf ráð fyrir ákveðinum viðbragðsflýti fyrir sjúkraflug en vélin sem sinnir því getur einnig nýst í áætlunarflugi,“ sagði Jón Karl. Varðandi áætlunarflug frá Akureyri sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, sagði Jón Karl að flogið væri til fímm staða. Er þáT UITi So "zSs. Isafjörð, Grímsey, Þórshöfn, Vopnafjörð og Eg- ilsstaði. Að sögn Jóns Karls getur t.d. áætlunar- flug til ísafjarðar einnig fylgt Vestfjarðasvæðinu en í útboðinu er landinu skipt upp í þrjú svæði. Jón Karl taldi víst að í útboði fyrir sjúkraflug og áætlunarflug út frá Akureyri gengi ríkið til samninga við einn og sama aðilann. „Mér finnst ÓMkJegt að það verði brotið upp,“ sagði Jón Karl. Undirbúningur hafínn vegna byggingar fjölnota iþróttahúss Skipað hefur ver- ið í sex manna verkefnalið UNDIRBUNINGUR vegna byggingar fjölnota íþróttahúss á Akureyri er nú að hefjast, en skipað hefur verið í svokallað verkefnalið sem halda mun utan um málið, en það er skipað sex mönnum. I verkefnaliðinu eru Þórarinn B. Jónsson frá íþrótta- og tómstundaráði, Þórarinn E. Sveinsson, tilnefndur af bæjar- ráði, Stefán Gunnlaugsson, KA, Árni Óðinsson, Þór, Haukur Valtýsson frá Ungmennafélagi Akureyrar og þá er Ásgeir Magnússon fulltrúi fram- kvæmdaráðs í verkefnaliðinu. Þórarinn B. Jónsson, formað- ur Iþrótta- og tómstundaráðs, sagði að fyrsti fundur liðsins yrði innan tíðar, en áætlanir gera ráð fyrir að hafíst verði handa við byggingu fjölnota íþróttahússins næsta sumar og verkið taki um tvö ár, þannig að gangi allt upp mun því verða lokið árið 2002. Að sögn Þórar- ins mun Akureyrarbær leggja fram um 230 milijónir króna vegna þessa verkefnis. íþrótta- húsið verður á félagssvæði íþróttafélagsins Þórs náist um það samkomulag við félagið, að sögn Þórarins. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Starfsmenn Stíganda;s Signý Hreiðarsdöttir, Alda M. Traustadóttir og Bryndís Gunnarsdóttir. Mikið að gera í fískvinnslu í Ólafsfírði Vantar starfsfólk Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, sunnu- dag kl. 11, séra Svavar A. Jónsson. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 og hefst hún með orgelleik. Hægt er að fá léttan hádegisverð í Safnaðar- heimilinu eftir kyrrðarstundina. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma ki. 20 annað kvöld, sunnudagskvöld. Heiðurs- hjónin Óskar Jónsson og Ingbjörg Jónsdóttir stjórna og tala. HVÍTASUNNUKIRKJ AN: Brauðsbrotning kl. 20 í dag, laug- ardag. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. G. Theodór Birgisson forstöðumað- ur Hvítasunnukirkjunnar sér um kennsluna. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Almenn vakning- arsamkoma kl. 20 um kvöldið, þar sem G. Theodór Birgisson mun predika. Fyrirbænaþjónusta. NÚ BER svo við að það vantar fólk til fiskvinnslu hér í Ólafs- fírði. Stóru fyrirtækin í fisk- vinnslu, Sigvaldi Þorleifsson hf. og Stígandi hf., eru hvort um sig með um það bil 20 manns í vinnu að meðaltali, en bæði fyrirtækin sárvantar fólk. „Já, það er satt,“ sagði Sigur- páll Gunnarsson hjá Stiganda við Tind í gær, fimmtudag. „Við höf- um verið með þetta tuttugu manns í vinnu að meðaltali, þar með talið skólafólk. Nú er það fólk farið í skóla og menn hafa meira að segja hætt óvænt! Það þýðir bara eitt, að okkur vantar fólk og það núna.“ Hann nefnir sem dæmi að nú sárvanti lyftara- mann hjá Stíganda. Það sem Sig- urpáli fínnst skrítnast er að það er hreint ekkert auðvelt að fá fólk í fiskvinnslu. Talsverðar framkvæmdir voru í húsnæði Stiganda á dögunum, meðal annars voru gólf brotin upp og steypt upp á nýtt. Nú er þeim framkvæmdum lokið. „Það er nóg af físki núna. Til dæmis bíða 47 kör af fiski á Ak- ureyri því að ég kemst ekki í að vinna það núna. Svo á ég eftir að pakka skreið, svo útlitið með vinnu er gott og ekki hægt að kvarta út af því,“ segir Sigurpáll Gunnarsson. Vika símennt- unar í Eyjafirði VIKA símenntunar í Eyjafirði verð- ur sett formlega af Bimi Bjamasyni menntamálaráðherra á Fiðlaranum á Akureyri kl 11 mánudaginn 4. sept- ember. Yfirskrift vikunnar er „Menntun er skemmtun“ og er vikan hluti af alþjóðlegu verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins. Dagskráin í Eyjafirði einkennist af þátttöku mjög margra aðila og lýsir þessí íjöldi þaíííakenda kannski best þeirri hugarfarsbreytingu gagnvart sí- og endurmenntun sem á sér stað í öllum heiminum í dag, eins og segir í fréttatilkynningu. Meðal dagskrárliða á viku símenntunar má nefna að fræðsluaði- lar á svæðinu ferðast á milli fjölfar- inna staða og kynna þá fræðslu sem þeir munu bjóða upp á á næstu önn. Einnig verða vinnustaðir sóttir heim. Nethátíð verður sett af Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, á netkaffinu Bláu könnunni þann 6. september. Þai' gefst fólki færi á að kynna sér nánar bankaþjónustu, þjónustu tengda net- væðingunni sem einstök fyrirtæki bjóða og kynningu á þeim tæknibún- aði sem í boði er. Nethátíðin stendur í þrjá daga. Að iokum munu fræðsluaðilar bjóða Eyfirðingum í heimsókn til sín laugardaginn 9. september en það verður kynnt nánar síðar. ------UH--------- Akureyrsk mynd sýnd á Aksjón MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 4. septem- ber kl 21.15 verður frumsýnd á Ak- sjón algjörlega akureyrsk kvik- mynd, FAR. Framleiðendur eru Baldvin Z og Trausti Björgvinsson. Leikstjóri er Baldvin Z og aðalhlut- verk eru í höndum Elmars Berg- þórssonar og Atla Hergeirssonar. Ónnur hlutverk í myndinni leika ýmsir vinir og vandamenn framleið- endanna. Kvikmyndin FAR fjallar um tvo sólarhringa í lífi fjögurra unglinga, æskuvina sem hittast aftur á ungl- ingsárunum. Endurfundirnir verða ekki eins og ungmennin vonuðust til, eitthvað fer úrskeiðis og endurfund- irnir verða að sannkallaðri martröð. Auglýsing um lausar byggingalóðir Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar og skipulags- og byggingaskilmálar liggja frammi á skrifstofu byggingafulltrúa og í upplýsingaanddyri bæjarskrifstofu á Geislagötu 9. Umsóknum skal skila á þessa staði fyrir 8. september nk. Eldri umsóknir skal endurnýja Eftirtaldar lóðir eru lausar til umsóknar Einbvlishús Bakkasíða 6 ein hæð Urðargil 2—6 ein hæð Bakkasíða 16 ein — ein og hálf hæð Valagil 2—14 tvær hæðir Borgarsíða 22 ein og hálf hæð Valagil 11—23 tvær hæðir Borgarsíða 23 hæð og ris Vesturgil 1—9 tvær hæðir Borgarsíða 29 hæð og ris Vesturgil 14—20 tvær hæðir Borgarsíða 39 ein og hálf til tvær Víkurgil 2—6 tvær hæðir Brekkusíða 6 ein hæð Miðteigur 8 tvær hæðir Brekkusíða 8 ein hæð Mosateigur 6 tvær hæðir Brekkusíða 10 ein hæð Steinatröð hæð og ris (kjallara) Brekkusíða 16 hæð og ris Raðhús—parhús Fjölbýlishús Valagil 1—9 tvær hæðir Iðnaðar- ob biónustulóðir utan miðbæiarsvæðis Kiðagil 1 þjónusta/verslun/6 íbúðir Freyjunes 4 iðnaður/þjónusta/verslun Óseyri 24 lóð á hafnarsvæði Sandgerðisbót verbúðir Ósvör verbúðir Morgunblaðið/Helgi Jónsson Þórgunnur Reykjalín, nýr skólastjóri í Ólafsfirði, lengst til vinstri ásamt Jónínu Björnsdóttur, nýjum iþróttakennara við skólann. Nýr skólastjóri ráð- inn í Ólafsfirði NÝR skólastjóri hefur verið ráðinn við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði. Þórgunnur Reykjalín heitir hún, Dalvíkingur að ætt og uppruna, en hún kenndi á Egilsstöðum sfðasta skólaár. Óskar Þór Sigurbjörnsson sem hefur verið skólastjóri Gagnfræða- skólans í tuttugu ár fer í tveggja ára leyfi, en hann hefur tckið að sér hið nýja starf skólamálafull- trúa á Úteyjafjarðarsvæðinu. ^gunbl.is -Al.LTAf= fJÝTT Bvssinsafulltrúi Akurevrarbæiar. Enski boltinn á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.