Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Krabbamein Lítið skref stigið í átt að þróun bóluefnis? Sálfræði Sagt frá hugtakinu „sturlun" og notkun þess Nýjungar Plastpillur gætu aukið verulega áhrifamátt lyfja Börn Sýkingar á barnaheim- ilum nauðsynlegar? Pillur úr plasti The New York Times Syndicate. VÍSINDAMENN eru nú að rann- saka hvort unnt sé að nota fjöl- liður sem plast er búið til úr til að bera lyf þangað sem þeirra er mest þörf, fremur en að þau fari um magann. Lyf á borð við asp- irín, til dæmis, innihalda sýru sem getur eytt „klæðningunni" á maganum og valdið blæðingu. Hið mjög súra umhverfí í mag- anum getur eytt lyfjum á borð við insúlin áður en þau ná að virka. En ef unnt er að blanda plasti við lyfín með einhverjum hætti gæti það komið í veg fyrir að þau brotni niður í maganum, að því er vísindamennirnir segja. „Með fjölliðum fæst staðbundin, stýrð losun Iyfja," segir Kathryn Uhrich, prófessor í efnafræði við Rutgers-háskóla í Banda- ríkjunum. Hún og samstarfsfólk hennar bjuggu til svokallað PolyAspr- inT, þar sem aspirín er blandað með plasti. Fyrsti þátturinn er acetýlsalisílsýra, sem er helsta virka efnið í aspiríni, og er það tengt við fjölliðuna, að sögn Uhrichs. PolyAsprinT er hannað til þess að sleppa framhjá melt- ingunni í maganum og brotna niður í smáþörmunum. Lyf sem búin eru til með þess- um hætti gætu nýst við meðferð á fjölda kvilla, allt frá þarma- bólgu til berkla, segir Uhrich. Þá gætu tannlæknar notað þetta til að bera aspiríngel á sár eftir að tönn hefur verið fjarlægð eða viðgerð farið fram og þannig myndi verkur linast einmitt þar sem hann á upptök sín. Þar eð Morgunblaðið/Ásdís lyfið er skammtað beint á þann stað þar sem verkurinn hefst tel- ur Uhrich að minna yrði notað af lyfínu. Gæti valdið byltingu Aðrir vísindamenn eru að reyna öðru vísi aðferðir til að ná sama markmiði. í stað þess að blanda lyfjum og plasti eru vís- indamenn við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum að gera tilraun með að setja lyf inn í örsmáar plastagnir til að koma í veg fyrir að þau meltist í maganum. Agn- irnar eru um einn hundraðasti af mannhársbreidd að stærð. „Þessi tækni lofar einstaklega góðu,“ segir Nicholas Peppas, prófessor í efna- og líffræðilegri læknisfræði við Purdue. „Þetta gæti valdið byltingu á þessu sviði.“ Uhrich líkir þessari að- ferð við smákökubakstur þar sem plastögnin er deigið og lyfið er súkkulaðimolarnir. Uhrich telur að þessar tvær aðferðir geti bætt hvor aðra upp, fremur en að önnur komi til með að útiloka hina. Líklega muni einstök lyf henta betur annarri hvorri aðferðinni og önnur betur hinni aðferðinni. Tenglar American Chemical Society: http://www.acs.org/ Bóluefni gegn krabba hugsanlegt? VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum telja að þeir hafi stigið fyrsta skrefið, smátt að vísu, í átt til þess að unnt kunni að reynast að þróa bóluefni gegn flestum tegundum krabba- meins. Greint var frá þessu á frétta- vef breska ríkisútvarpsins, BBC, á miðvikudag. Sérfræðingar vara við óhóflegri bjartsýni og taka fram að ólíklegt megi teljast að nokkurn tíma verði unnt að þróa bóluefni gegn öllum tegundum krabbameins. Hins vegar hefur hópur vísinda- manna við Duke-háskóla í Banda- ríkjunum uppgötvað prótín sem verður til við myndun helstu tegunda þeirra krabbameina sem leggjast á mannfólkið. Prótín þetta getur örvað myndun ónæmisfrumna til að vinna gegn sjúkdómnum. Onæmisfrum- urnar sem verða til fyrir tilstilli þessa prótíns hafa reynst þess megnugar að drepa ólíkar og ótengdar tegundir krabbameins- frumna úr mönnum í tilraunaglösum og í músum. Vonin er sú að þarna geti verið fundin leið til að þróa fram bóluefni gegn þessum sjúkdómi. Fram til þessa hafa rannsóknir yf- irleitt miðast við að einangra tiltekin prótín sem eru tilteknum tegundum krabbameins eiginleg. Hugsunin hefur þá verið sú að hver einstök teg- und krabbameins eigi sér tiltekna mótefnavaka. I rannsókninni sem E1 Gilboa pró- fessor stýrði við Duke-háskóla beindist leitin hins vegar að einum mótefnavaka sem dugað gæti til að kalla fram ónæmisviðbrögð hjá öll- Associated Press Vísindamenn telja hugsanlegt að þróa megi bóluefni gegn helstu teg- undum krabbameina. um krabbameinssjúklingum. Greint er frá þessari rannsókn í tímaritinu Natural Medicine en hún var unnin í samvinnu við einkafyrir- tæki er nefnist Geron Corporation. Tenglar Tímaritiö Natural Medicine: www.nature.com/nm/ Læknamiöstöö Duke-há skóla:www.mc. duke.edu/ Hvað er sturlun ? GYLFIÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Orðið sturlun er gamalt og gott orð um það þegar menn ruglast eða missa vitið. Er það not- að í fræðilegri merkingu í dag yfir geðveiki eða einhverja tegund hennar? Hvað felst í því að vera sturlaður? Svar: Sturlun er orð sem er vissulega í fullu gildi í dag og er notað af fræðimönnum á sviði geð- sjúkdóma. Sturlun kemur fyrir í ýmsum tegundum geðsjúkdóma, bæði sem langvinnt og skamm- vinnt ástand. Tímaritið Geðvemd gaf út þemahefti um sturlun árið 1993 og þar segir ritstjórinn, Eir- íkur Örn Arnarson, í formála: „Sturlun er ákveðið ástand sem sérkennist af truflun á raunveru- leikamati og -skyni ásamt röskun á persónugerð. Einkennin eru marg- vísleg og koma fram í óráði, rugli, hugvillum og skynvillum. Þau geta komið í kjölfar sótthita og eitrana. Að auki geta einkennin verið fylgi- fiskur annarra sjúkdóma, s.s. geð- klofa, geðhvarfa, hrörnunar- sjúkdóma og stafað af truflun á blóðrennsli í heila.“ í samræmi við þetta eru greinar í blaðinu sem fjalla um geðklofa, geðhvarfa- sjúkdóma, ölæði og elliglöp auk greinar um endurhæfingu vegna alvarlegra geðsjúkdóma. Eitt af því sem athugað er við geðskoðun er hvort sjúklingurinn sé áttaður á stað og stund. Sé hann það ekki er hann úr tengslum við veruleikann sem er eitt af einkenn- um sturlunar. Samfara þessu hef- ur hann oft ranghugmyndir og of- skynjanir eða skynvillur. Hann lifir í eigin hugarheimi og túlkar því það sem hann upplifir út frá eigin forsendum, hugmyndum sem eru byggðar á hans eigin ímyndun- um en eru ekki í samræmi við ytri staðreyndir eða það sem við nefn- um veruleika. Oft verða ranghug- myndir hans að rökheldu kerfi sem erfitt er að brjóta niður. Hann lok- ast inni í hugmyndaheimi sínum og getur þá einnig dottið út úr til- finningalegu og félagslegu sam- bandi við annað fólk. Þetta eru marktækustu einkenni geðklofa og geta orðið langvinn. Það sem flest- ir tengja þó við sturlun og er Geðrænt ástand stundum einkenni hjá geðklofa sjúklingum er óráðstal og rugl- ingsleg hegðun. Það sjáum við einnig í skammvinnri geðveiki og það getur veríð erfitt að greina hver sjúkleikinn er sem liggur að baki einkennunum fyrr en að nokkrum tíma liðnum þegar bráir af honum. Það á t.d. við um marga geðhvarfasjúklinga sem í fyrstu hafa einkenni sem mjög líkjast geðklofa, þ.e. röskun á veruleika- tengslum, ranghugmyndir og rugl- ingslega heðgun og tal. Með réttri meðferð hverfa þessi einkenni hjá þeim að mestu eða öllu leyti og þeir verða fullkomlega eðlilegir á ný. Hjá geðklofasjúklingum má hins vegar oftast sjá eftirstöðvar af þessum einkennum sem skerða starfshæfni þeirra og setja á þá mörk sín til lengri tíma. Ölæði er ein tegund sturlunar. Áfengi hefur deyfandi áhrif á mið- taugakerfið og getur valdið stjórn- leysi í hegðun. Jóhannes Berg- sveinsson segir í grein sinni um ölæði í Geðvernd: „Hegðun ein- staklingsins verður hömluminni, fljótfærnislegri og frumstæðari. Hugsunin verður óskýrari og það dregur úr skerpu skynjunarinnar en það getur síðan leitt til skyn- truflana, mistúlkana og hugsana- truflana hjá mikið drukknum mönnum. Allt hefur þetta svo áhrif á og mótar hegðun þeirra með af- leiðingum sem stundum geta orðið hroðalegar." Mjög er misjafnt hve einstaklingar þurfa að neyta mikils áfengis til að verða ölóðir og þar með sturlaðir. Sumir umhverfast eftir aðeins lítið magn. „Þannig getur annars dagfarsprúður, hæg- látur og feiminn maður eftir einn veikan áfengan drykk orðið uppi- vöðslusamur og árásargjarn," seg- ir Jóhannes í grein sinni. Hann nefnir dæmi um ölæði úr íslensk- um bókmenntum en þar eru minn- isstæðir menn eins og Egill Skalla- grímsson og Magnús í Bræðratungu. í elliglöpum koma stundum fram einkenni sturlunar. Mið- taugakerfið er hætt að starfa eðli- lega vegna hrörnunar og sjúklingurinn missir stjórn á hugs- un og hegðun sem stundum verður óráðskennd. Hið sama á sér einnig stað við líkamleg veikindi, t.d. þeg- ar fólk fær óráð við háan sótthita. Þar er þó um mjög tímabundið ástand að ræða sem á sér skýrar orsakir. Eins og fram hefur komið er sturlun geðrænt ástand sem er fylgifiskur margra sjúkdóma, bæði líkamlegra og geðrænna. Sturlun er geðveikisástand, stundum langvinnt eins og í geðklofa en einnig tímabundið á meðan verstu einkenni sjúkdómsins eru að gangayfir. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sál- fræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er móti spurningum á virkum dögum milliklukkan 10 og 17 í sfma 569110 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einniggeta lesendur sent fyrirspumir sfnnr með tölvupósti á netfang Gylfn Ásmundssonar: gylfias(S)li.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.