Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ UIK 1 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 37
U|
m KaagMga
Ný „heilbrigðiskenning“
vekur sífellt meiri athygli
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Er nálægðin í leikskolanum nauðsynleg?
Sýking snemma á
ævinni nauðsynleg
ónæmiskerfinu
New York. AP.
ALLAR kvefpestirnar sem krakkar
smitast af á leikskólanum kunna að
hafa einn kost: Börn sem umgangast
önnur börn og sýklana úr þeim eiga
síður á hættu að fá astma síðar á æv-
inni, að því er vísindamenn hafa
komist að.
Rannsókn hefur leitt í ljós, að
börn, sem eru á barnaheimili á fýrstu
sex mánuðum ævinnar eða áttu tvö
eða þrjú eldri systkin, eiga helmingi
síður á hættu að þjást af astma þegar
þau eru þrettán ára en börn sem áttu
ekkert eða eitt eldra systkin og voru
ekki á barnaheimili fyrr en þau voru
orðin eldri.
„Þessi [rannsókn] endurspeglar
þá auknu trú, að því dauðhreinsaðra
sem umhverfið er á fyrstu árunum,
því meiri verða vandamálin síðar á
ævinni,“ sagði dr. Leonard Bielory,
framkvæmdastjóri astma- og of-
næmisrannsóknarmiðstöðvarinnar
við læknaháskólann í New Jersey í
Bandaríkjunum.
Samkvæmt hinni nýju „hreinlæt-
iskenningu" komast börn, sem fara
sjaldan út og verða sjaldan skítug,
ekki í snertingu við nógu mikið af
sýklum til þess að ónæmiskerfi
þeirra þroskist með eðlilegum hætti.
Vísindamenn við læknadeild Há-
skólans í Arizona í Bandaríkjunum
hafa fylgst með um 1.000 börnum í 15
ár, rannsakað öndunarfæri þeirra og
ofnæmisvaka í umhverfi þeirra. Eftir
að hafa áður sýnt fram á að börn sem
eru á barnaheimilum fá fleiri
öndunarfærasýkingar en önnur,
könnuðu vísindamennirnir nánar
áhrif bamaheimila og fjölskyldu-
stærðar.
Komust þeir að því, að vernd fyrir
astma fékkst með tíðri umgengni við
önnur börn en einungis ef sú um-
gengni var á fyrsta hálfa árinu sem
er lykiltímabil í þroska ónæmiskerf-
isins. Kenningin er sú, að ef ónæmis-
kerfið er ekki örvað af sýklum
snemma á ævinni fari það að bregð-
ast of heiftarlega við ofnæmisvald-
andi efnum, að sögn Anne L. Wright,
rannsóknarprófessors í barnalækn-
ingum, en hún stjórnaði rannsókn-
inni.
Þau börn sem mest umgengust
önnur börn voru um 40% líklegri til
að mása á íyrstu árunum en þau börn
sem umgengust önnur börn minna.
En læknar telja að más í unga-
börnum stafi yfirleitt af því hversu
smágerður öndunarvegur þeirra er
eða af sýkingu í öndunarfærum. En
másið hverfur yfirleitt alltaf við sex
ára aldur nema hjá astmasjúkum
börnum. Þessi nýja rannsókn var
kostuð af bandarísku lungna- og
blóðrannsóknastofnuninni og voru
niðurstöðurnar birtar í New Eng-
land Journal ofMedicine 24. ágúst.
Tvær nýlegar rannsóknir, er gerð-
ar voru í Þýskalandi, leiddu einnig í
ljós að astmi var óalgengari meðal
barna sem byrjuðu snemma að fara í
pössun. Dr. Marshall Plaut, yfirmað-
ur ofnæmisdeildar bandarísku of-
næmis- og smitsjúkdómastofn-
unarinnar, sagði að rannsóknin í
Arizona veiti sterkustu vísbending-
amar sem hingað til hafi komið fram
um gildi kenningarinnar. En hann
sagði að frekari rannsókna væri þörf
á þroska ónæmiskerfis barna og
hvernig og hvort hann hefur áhrif á
það hvort þau fái astma síðar og
hvort kostirnir við sýkingu snemma
á ævinni virðist vega þyngra en
hætturnar.
Tenglar
New England Journal of Medicine:
www.nejm.org.
Arunum fjölgar -
heilsunni hrakar
London. Reuters.
BRETAR lifa nú lengur en eyða
hlutfallslega stærri hluta ævinnai- í
veikindi, samkvæmt opinberum töl-
um sem birtar voru fyrir skömmu.
I ársfjórðungsskýrslu bresku hag-
stofunnar segir að líkur á heil-
brigðri ævi hafi ekki aukist til jafns
við ævilíkur „með þeim afleiðingum
að bæði menn og konur eyða fleiri
árum í heilsuleysi eða búa við heft-
andi, langvarandi sjúkdóm.“
Ævilíkur karla jukust á árunum
1981 til 1995 úr 70,9 ámm í 74,2 ár,
en sá fjöldi ára sem nýfæddur
drengur getur vænst að búa við
líkamlegt heilbrigði jókst ekki jafn
mikið, eða úr 64,4 árum í 66,4 ár.
Meðal kvenna jukust ævilíkur um
allt að þrjú ár á þessu sama tíma-
bili, úr 76,8 árum í 79,4 ár. En líkur
á heilbrigðri ævi jukust aðeins um
tvö ár, úr 66,7 árum í 68,7.
Þótt ævilíkur kvenna séu meiri
en karla geta konur búist við að
eyða stærra hlutfalli ævi sinnar við
heilsubrest eða langvinnan, heft-
andi sjúkdóm, að því er fram kem-
ur í skýrslu hagstofunnar.
Sælkerinn
Mikið um að vera
hjá matreiðslu-
meisturum
Það hefur verið mikið um að vera hjá
Klúbbi matreiðslumeistara og mörg verk-
efni framundan. Steingrímur Sigurgeirs-
son ræddi við formann klúbbsins.
fslenska kokkalandsliðið sem keppa mun á Ól-
ympíuleikunum í Erfurt í október.
SLENSKIR matreiðslumeistar-
ar hafa um árabil starfað saman
í félagsskapnum Klúbbur
matreiðslumeistara, sem hefui- haft
forgöngu um að efla fagþekkingu
matreiðslumanna.
I byrjun árs var ákveðið að taka
upp á þeirri nýjung í samvinnu við
Reykjavík sem menningarborg að
láta gesti veitingahúsa velja veit-
ingahús mánaðarins. Fer valið fram
á heimasíðu klúbbsins (www.ice-
landic-chefs.is) og segir Gissur Guð-
mundsson, formaður Klúbbs mat-
reiðslumeistara að á milli 200-300
gestir hafi til þessa tekið þátt í at-
kvæðagreiðslunni í hverjum mánuði.
.Auðrítað hefur þetta ekki verið
gallalaust. Það hafa til dæmis komið
inn nýir veitingastaðir á árinu, sem
ekki hafa komist með á heimasíðuna
en þá er þó engu að síður hægt að
velja með því að slá inn nafn þeirra.
Á heildina litið hefur þetta tekist
mjög vel og við höfum verið hvattir
til að halda þessu áfram. Markmiðið
er að hinn almenni borgari geti tjáð
sig um gæði veitingahúsa og tryggt
er að enginn getur greitt atkvæði
oftar en einu sinni í mánuði. Mánað-
arlega er svo dregið úr þátttakend-
um og fá þrír frítt út að borða fyrir
tvo á veitingastað mánaðarins."
Gissur segir greinilegt að ákveð-
inn kjarni veitingahúsa nær að halda
sér á toppnum í hverjum mánuði,
sem bendi til að þar sé að finna
ákveðið andrúmsloft, sem fólk sæki í.
I árslok verður síðan valið veit-
ingahús ársins og bendir Gissur á að
það sé ekki sá staður sem oftast hafi
verið valinn veitingahús mánaðarins
heldur sem hafi fengið flest uppsöfn-
uð atkvæði. Þannig gæti veitingahús,
sem verið hefur í öðru til þriðja sæti
nokkrum sinnum yfir árið, endað
sem veitingahús ársins.
Ólympíuleikar í Erfurt
Næsta stórverkefnið er svo ferð
kokkalandsliðsins til Erfurt í Þýska-
landi til að taka þátt í Ólympíuleik-
unum í matreiðslu dagana 22.-26.
október. Er áætlað að þúsund mat-
reiðslumenn frá fjölmörgum ríkjum
taki þátt í keppni þessa daga eða
fylgist með félögum sínum.
Gissur segir íslenska landsliðið
hafa æft stíft að undanfornu og að
það hittist nú vikulega. Einnig hafi
verið haldnar æfingar á Hornafirði
og Akureyri fyrir um hundrað
manns í hvort skipti. Þá er áformað
að halda æfingu á Hótel Loftleiðum
hinn 23. september þar sem almenn-
ingi gefst kostur á að bragða á þeim
matseðli, sem farið verður með í
keppnina. Verðið fyrir seðilinn er
3.500 krónur. Þeir sem ekki komast
þangað geta kíkt við í Kringlunni 14.
september en þá verða kaldir réttir
liðsins kynntir á stórri sýningu auk
þess sem haldinn verður matarbas-
ar.
Bocuse d’Or
í janúar á næsta ári mun svo ís-
lenskur kokkur taka þátt í hinni virtu
keppni Bocuse d’Or í annað skipti.
Er það Hákon Már Örvarsson sem
keppa mun fyrir Islands hönd en
hann hefur fyrir löngu getið sér orð
sem einn hæfasti kokkur landsins.
AIls verða keppendur frá 22 ríkjum.
Gissur segir að síðast þegar
keppnin var haldin hafi á sjöunda tug
Islendinga fylgst með henni og Ijóst
sé að áhuginn nú sé gríðarlegur. Því
hafi verið samið við Urval-Útsýn um
skipulagða ferð á keppnina dagana
19.-26 janúar. Samhliða matreiðsl-
ukeppninni er haldin heimsmeistara-
keppni kökugerðarmanna.