Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 46

Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 46
46 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 .... UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvernig getur verslunin tap- að á dvrustu mjólk Evrópu? NOKKUR umræða hefur verið um verðlag á matvöru hér á landi. Margir hafa kvatt sér- hljóðs og eru flestir sammála um að verðlag á íslandi er hátt. Um það er ekki deilt. Mikil keppni ríkir hinsvegar á milli manna um hverjum sé hægt að kenna um þetta háa verðlag. Sýnist þar sitt hverjum. I þessai'i umræðu hefur menn rekið nokk- uð af leið ogmálefnaleg umræða vikið fyrir vin- sældarpoti þingmanna og nú síðast með hreint ótrúlegri framgöngu landbúnaðarráðherra. Tölulegar staðreyndir um rekstur matvöruverslana Baugs liggja fyrir í opinberum reikningum félagsins, sem skráð er á Verðbréfaþingi Is- lands og hefur félagið þar upplýs- ingaskyldu skv. lögum. Par kemur fram að álagning Baugs sem hlutfall áf vörusölu árið 1999 var 22,3%. Pað hefur komið fram að álagning á sér- vörusölu Baugs sé hærri en álagning á matvörusölu og að álagning af sölu matvara var 19,3%. Það hefur einnig verið sýnt fram á að álagning Baugs stenst samanburð við best reknu smásöluverslanir í Evrópu og í Bandaríkjunum, sbr. Tesco í Bret- landi og Wal-Mart í Bandaríkjunum. Reikningar þessara félaga eru opnir og því samanburðarhæfir á opinber- um vettvangi. *' Upphrópanir um „brjálæðislega“ álagningu, eins og einn þingmaður komst að orði verður að skoða í ofan- greindu ljósi. Meðalálagning endur- speglar innkaupakörfuna eins og hún kemur fyrir og er það ljóst að sumar vörur bera minna en meðal- álagningu á meðan aðrar bera meira en meðalálagningu. Pað breytir ekki þeirri staðreynd að meðalálagning Baugs á matvöru er 19,3%. Er það ekki réttmæt krafa frá þeim mikla fjölda fólks sem vinnur í matvöruverslunum og tekur afleið- ingum upphrópana þingmanna og Finnur Arnason landbúnaðarráðherra um okur og aðra ólund að þeir horfi á meðal- álagningu og geri sam- anburð á réttum for- sendum? Meðal- álagning Baugs er sambærileg við Tesco og Wal-Mart. Getur verið að það sé rétt mat hjá mér að með upp- hrópunum sé ætlast til þess að Baugur sem starfar á 270.000 manna markaði sé rek- inn á mun hagkvæmari hátt en Tesco, sem vinnur á 60 milljón manna markaði eða Wal-Mart, sem vinnur á 250 milljón manna markaði? Eða er tilgangur þessara upphrópana e.t.v. allt ann- ar? Einn viðkvæmasti þáttur umræð- unnar um verðlag á matvöru hefur snúið að landbúnaðarvörum og þá m.a. mjólkurvörum. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, skrifar grein í Morgunblaðið 31. ágúst um þetta mál. Ari er málefna- legur í grein sinni, eins og hans er von og vísa. Ari vitnar m.a. til álagn- ingar á drykkjarmjólk í norskum verslunum, sem hann telur sambæri- legar og verslanir Hagkaups og Nýkaups. í greininni kemur fram að álagning sé 11,4% í Noregi skv. upp- lýsingum frá norska mjólkuriðnaðin- um. Alagning Nýkaups af drykkjar- mjólk er 12% sem hlutfall af söluverði án vsk. Ari óskar í grein- inni eftir útskýringum á því hvernig verslanir Baugs tapi á því að selja mjólkurvörur. Vegna þessarar óskar er dæmi um drykkjarmjólkina nærtækt. Versl- anir Nýkaups eru opnar 7 daga vik- unnar til klukkan 21:00 öll kvöld, ut- an verslun Nýkaups í Kringlunni, sem fylgir opnunartíma Kringlunn- ar. Virka daga munar einni klukku- stund á opnunartíma Nýkaups og svokallaðra klukkubúða. Launa- kostnaður Nýkaups og annarra mat- vöruverslana sem m,a. bjóða svo langan opnunartíma, hafa starfsfólk Útsala Stórkostleg útsala á golfvörum. Allt að 50% afsláttur. Nú er tækifærið að gera góð kaup á golfkylfum, -pokum, -kerrum, -fatnaði, -skóm o.fl. Allt á að seljast! Albatros G O L h' V E R S L V N FJARDARGÖTU 13 - 15 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 5G5 4533 Viðskipti Því er mjög skýr sú nið- urstaða, segir Finnur Árnason, að 12% álagn- ing á drykkjarmjólk dugar vart fyrir launa- kostnaði innan verslun- ar og húsaleigu. í kjöt- og fiskborðum, baka brauð í versluninni, bjóða heitan mat og reyna að bjóða mikið vöruúrval, er frá 7% og allt að 10%, sem hlutfall af söluverði. Húsaleiga er frá 3-5% af söluverði. Það er því ljóst að 12% álagning á drykkjarmjólk dugar að meðaltali vart fyrir vinnulaunum og húsaleigu. Það skal tekið fram að hér er eingöngu átt við þann launakostn- að sem fellur til innan veggja versl- unarinnar. Stjómun, gæðaeftirlit, innkaup, skrifstofuhald, markaðs- mál og öryggismál eru þar ekki með- talin. Þar fyrir utan er rýrnun á drykkjarmjólk innan matvöruversl- ana 0,3-0,7%, en eins og gefur að skilja þá kemur fyrir að mjólkurpott- ur lekur í verslun, dettur í gólfið eða einfaldlega selst ekki fyrir síðasta söludag. Þessi rýmun er á kostnað verslunarinnar. Mjólkurvömdeild matvöruverslana er auk þess dýr í rekstri sökum þess kostnaðar sem fellur til vegna fjárfestinga í kæli- tækjum og öðram kostnaði, m.a. orku sem þarf til þess að kæla vör- una. Nýmjólk og léttmjólk era mest seldu landbúnaðarvörar í verslunum Nýkaups og líklega í öllum matvöru- verslunum á íslandi. Ari bendir réttilega á að veltuhraði þessara vara er mikill, en það breytir engu um þá staðreynd að álagning drykkj- armjólkur er ekki fyrir kostnaði við að selja hana. Hár veltuhraði á vöra sem ekki skilar álagningu fyrir kostnaði er ekki eftirsóknarverður, hvorki í matvöraverslun né annarri verslun. Ari bendir á að álagning sé frjáls á mjólkurvörum, sem er rétt. Aii segir einnig að álagningarhlutfall á drykkjarmjólk sé lágt í Noregi, sem þýðir þá að Ari er sammála mér um að álagningarhlutfallið er lágt á Is- landi, því á Islandi er það nánast það sama og í Noregi. Ég er hinsvegar ósammála þeirri ályktun Ara að lág álagning Norðmanna á drykkjar- mjólk sé til komin vegna uppgötvun- ar þeirra á því að varan sé eftirsótt! Varan er eftirsótt, því mótmæli ég ekki. En það er einfaldlega sam- keppni í Noregi, sem er um 6 milljón manna markaður, sem veldur því að álagning er ekki hærri. í Noregi er einfaldlega samkeppni eins og á Is- landi. Því er mjög skýr sú niðurstaða sem að framan hefur verið tíunduð, að 12% álagning drykkjarmjólkur dugar vart fyiir launakostnaði innan verslunar og húsaleigu. Er þá ótal- inn allur annar kostnaður, sem fellur til við rekstur matvöraverslunar. Þessa skýringu er rétt að íslenskir neytendur hafi þegar þeir eru upp- lýstir um að íslensk matvöruverslun selur eina dýrastu drykkjarmjólk í Evrópu með tapi. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Nýkaups. Af virkjanaslóðum eystra og E1 Grillo UMHVERFISVINIR og aðrir talsmenn þess að íslensk náttúra sé metin að verðleikum unnu mikilvæg- an sigur í marsmánuði síðastliðnum, þegar fallið var frá fyr- irætlunum um Fljóts- dalsvirkjun og að sökkva Eyjabakka- svæðinu undir uppi- stöðulón. Eins og öllum ætti að vera ljóst í dag snerast þessar áætlan- ir um að hrinda af stað atburðarás, sem leiddi til stórvirkjana norðan Vatnajökuls, gífur- legra umbreytinga á Fljótsdalshéraði og risaálvers í Reyðar- firði. Eftir niður- stöðuna í Eyjabakka- málinu verður ekki lengur hjá því komist, að undirbúningur virkjanaframkvæmda vegna fyrir- hugaðs risaálvers í Reyðarfirði fari fram fyrir opnum tjöldum og sam- kvæmt gildandi lögum. Almenning- ur mun því hafa tíma til að kynna sér þetta mál betur og andæfa þessum fyrirætlunum. Farið á virkjanaslóðir Sérstök ástæða er til þess að hvetja fólk til að koma á slóðir fyrir- hugaðra virkjanaframkvæmda á Austurlandi og skynja betur um hvaða náttúraverðmæti og lífríkis- þætti er að tefla í þessu mikilvæga máli. Ýmsir aðilar efndu til ferða á þessar slóðir sumarið 1999 og Ferðafélag íslands efndi bæði í fyrra og nú í sumar til hálendisferð- ar þar sem fólki gafst kostur á að bera saman lón og virkjanastæði á Sprengisandi og landsvæði fyrir- hugaðra uppistöðulóna norðan Vatnajökuls. Talsverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína að Dimmugljúfr- um að vestanverðu og séð hina miklu fegurð þeirra. Betri yfirsýn fæst þó yfir fyrirhugað virkjanasvæði við Kárahnúka með því að koma austan að gljúfrunum og horfa yfir svæðið ofan af fremri Kárahnúk. Mjög víðsýnt er af 838 metra háum tindi hnúksins en þaðan sést m.a. norður til Dyrfjalla við Borgarfjörð eystri og að sjálfsögðu suður að Kverkfjöll- um og Vatnajökli. Konungur norða- usturhálendisins, Snæfell, blasir við í austri en drottning hans, Herðu- breið, í vestri. Á ferð sinni um Austurland í júlí- mánuði síðastliðnum gat undirritað- ur virt fyrir sér Eyjabakkasvæðið af 1833 metra háum tindi Snæfells, en þaðan að sjá liggur vatnasvæði Jökulsár í Fljótsdal frá Eyja- bakkajökli norður í Lagarfljót eins og landakort fyrir fótum manns. Útsýni þegar gengið er á Snæfell yrði vart svipur hjá sjón, ef Eyjabökkunum væri sökkt undir 45 ferkílómetra uppi- stöðulón. Það er góð tilfinning á þessum stað að hafa lagt sinn skerf til að bjarga þessu fallega svæði frá ÓlafurF. eyðileggingu og forða Magnússon því að sjóðir almenn- ings væra notaðir til að niðurgreiða slíkt skemmdarverk. Ógnvekjandi áform Núverandi virkjanaáform gera ráð fyrir 190 metra hárri risastíflu við Kárahnúka og löngu, mjóu og Náttúruvernd Nauðsynlegt er að verja þeim fjárhæðum til varnar gegn olíumeng- un, segir Ólafur F. Magnússon, sem dugar til að bjarga lífríki Seyðisfjarðar. djúpu Hálslóni sunnan stíflunnar al- veg inn að jökli. Það yrði 57 ferkíló- metrar að flatamiáli eins og miðlun- arlón Blönduvirkjunar, en vatnsmagnið í Hálslóni yrði fimm sinnum meira eða 2000 gígalítrar á móti 400. Vatnsyfirborð Hálslóns yrði í 550 metra hæð yfir sjávarmáli en vatnsyfirborð Blöndulóns er í 480 metra hæð. Blöndulón hefur verið borið saman við áður fyrirhugað Eyjabakkalón, vegna gróðurlendis sem sökkt er undir vatn. Slíkur sam- anburður er nánast út í hött því fyr- irhugað Eyjabakkalón yrði í um 650 metra hæð á einstaklega fögru landsvæði við rætur Snæfells. Blöndulón liggur hins vegar í tals- vert minni hæð og landsvæðið sem fór undir það var á engan hátt sam- bærilegt við Eyjabakkasvæðið varð- andi sérstöðu og náttúrafegurð. Til að ljúka þessum samanburði ber að geta þess, að Jökulsá á Brú eða Jökla er auragasta jökulfljót Islands og 4,5 sinnum vatnsmeiri en Jökulsá í Fljótsdal. Meðalvatnsrennsli Jöklu er 120 rúmmetrar á sekúndu en Jök- ulsár í Fljótsdal 27 rúmmetrar á sekúndu. Meðalrennsli til Blöndu- virkjunar er hins vegar 39 rúmmetr- ar á sekúndu. Þegar litið er á þessar stærðir liggur í augum uppi hvílík breyting verður á Lagarfljóti og Fljótsdalshéraði við að bæta rennsli Jöklu út í Lagarfljót. Olíumengun í Seyðisfírði Vikublaðið Austurland beindi því til forsvarsmanns Umhverfisvina fyrr á þessu ári, hvort hann vildi ekki berjast fyrir raunhæfum að- gerðum vegna þeirrar hættu sem líf- ríki Seyðisfjarðar stafaði af olíuleka frá flaki skipsins E1 Grillo á botni fjarðarins, enda væri hann ættaður frá Seyðisfirði! Þessu er fljótsvarað og hefur seyðfirskur upprani undir- ritaðs engin áhrif á þá skoðun hans, að nauðsynlegt sé að verja þeim fjár- hæðum til varnar gegn olíumengun, sem dugar til að bjarga lífríki Seyð- isfjarðar. Allt að 200 milljóna króna kostnaður vegna óhjákvæmilegra aðgerða í Seyðisfirði virðist standa í þeim aðilum sem tilbúnir voru til að sökkva Eyjabökkum og borga millj- arða með náttúruspjöllunum. Smá- plástraaðgerðir hingað til fyrir nokkrar milljónir króna hafa reynst gagnlitlar. Engu að síður sá bæjar- stjórinn í Seyðisfirði ástæðu til að tilnefna umhverfisráðheiTa sem mann ársins á liðnu ári! Skýrsla Skipulagsstofnunar frá desember síðastliðnum um mat á umhverfis- áhrifum vegna risaálbræðslu í Reyð- arfirði er ófógur lesning. Þess er varla að vænta að stuðningsmenn slíkrar framkvæmdar og tengdra náttúruspjalla á Fljótsdalshéraði og á hálendi Austurlands láti sig miklu varða lífríki fjarða og byggða á Aust- urlandi. Höfundur er læknir og borgarfulltnii. Hann erstofnandi og forsvarsmaður Umbvcrfisvina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.