Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 47

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 47 UMRÆÐAN Símenntun eykur hagnað SÍMENNTUN lækkar kostnað og eykur gæði fi-amleiðslu og þjón- ustu fyrirtækja. Starfsmenn sem sækja námskeið eða fá þjálfun í tengslum við starf sitt afkasta meiru, gera færri mistök og eru ánægðari í starfi. Símenntun veitir starfmönnum hæfni, þekkingu og skilning á starfi sínu og starfsum- hverfi sem þeir myndu annars öðl- ast á ómarkvissari hátt og taka mun lengri tíma. Sjóndeildarhring- urinn víkkar og um leið munu fyr- irtæki geta gert meiri kröfur um framlag starfsmanna til starfsemi og stefnu fyrirtækis. Símenntun nær til allra þátta starfs og starfs- tæki í dag verða að leita að nýjum tækifærum og örva nýsköpun til að vera samkeppnisfær og slíkt verður aldrei án framlags starfs- manna. Nýsköpun gerir kröfur um að starfsmenn geti aðlagað sig breyttum aðstæðum, hugsun og framleiðslu á öllum stigum fyrir- tækisins. Markviss sí- og endur- menntun flýtir fyrir aðlögun starfsmanna að þeim breytingum sem nýsköpun hefur í för með sér. Kostnaður samskipta- örðugleika Starfsmenn eru í samskiptum við fjölda aðila bæði innan fyrir- tækis og utan þess. Samskiptahæfni starfsmanna hefur áhrif á andrúmsloftið á vinnustaðnum og um leið á afköst. Þar sem ekki er tekið á samskipta- örðugleikum munu þau að lokum hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Því er nauðsynlegt að einnig sé lögð áhersla á að auka hæfni starfsfólks í samskiptum, sam- vinnu og að það kunni að taka á ágreiningi og vandamálum sem koma upp. í þýsku viðskiptatíma- riti er því haldið fram að sam- skiptavandamál í fyrirtækjum kosti þýsk fyrirtæki 100 milljarða marka á ári. Ef þetta vandamál er af svipaðri stærðargráðu á íslandi kostar það íslensk fyrirtæki 13 milljarða á ári. Starfshópurinn Símenntun og atvinnulífið Mikilvægt er að fyrirtæki hafi stefnu í símenntun eins og það hefur í öðrum þáttum rekstrar. Markviss símenntun skilar aukn- um hagnaði. Mestur árangur næst ef símenntun er skipulögð í sam- ræmi við þróun fyrirtækisins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eða þau fyrirtæki sem hafa ekki fræðslu- stjóra hafa síður þekkingu innan- húss eða tíma til að sinna þessum málum. Það getur verið erfitt að átta sig á hvernig eigi að standa að árangursríkri símenntun starfs- manna. Starfshópurinn Símenntun og atvinnulífið sem er á vegum Menntar (www.mennt.is) vinnur að-c, því að vekja athygli forystumanna lítilla og meðalstórra fyrirtækja á mikilvægi símenntunar fyrir þróun þeirra og samkeppnishæfni. Hann ætlar sér að vekja athygli á því hve mikilvægt er að auka framboð, eftirspurn og gæði símenntunar. Einnig vinnur hann að því að finna leiðir svo stjórnendur eigi auðveld- ara með að meta þörf á sí- og end- urmenntun og hvernig þau geti staðið að árangursríkri símenntun. Höfundur er forsvarsmadur starfshópsins Símenntun og atvinnu- lífið sem er á vegum Menntar. Rannveig Einarsdóttir Símenntun Mikilvægt er að fyrir- tæki hafí stefnu í sí- menntim, segir Rann- veig Einarsdóttir, eins og það hefur í öðrum þáttum rekstrar. umhverfis og getur bæði verið skipulagt nám sem og þjálfun inn- anhúss. Meiri afköst - færri mistök Afköstin aukast því starfsmað- urinn lærir betur á þau verkfæri sem hann hefur í starfi sínu og þeim verkefnum sem hann á að sinna. Með því að skilja betur þarfir þess sem tekur við af starfs- manni í framleiðslukeðjunni er lík- legt að hann skili starfi sínu enn betur en áður, þ.e. gagnkvæmur skilningur eykst og það hefur já- kvæð áhrif á rekstur. Ef fyrirtæki nær að fækka mistökum eða göll- um hefur það bein áhrif á hagnað fyi-irtækis svo ekki sé minnst á án- ægðari viðskiptavini og áhrif á aukna sölu. Tíð starfsmannaskipti eru dýr Staðreynd er að starfsmenn sem hafa tækifæri til að bæta við þekk- ingu sína og hæfni þ.e. fá að þroskast í starfi eru mun ánægðari en ella. Fyrirtæki sem sinna ekki símenntun starfsmanna eiga erfið- ara með að halda í gott starfsfólk eða laða til sín nýtt. Tíð starfs- mannaskipti eru fyrirtækjum dýr því það tekur tíma þar til nýr starfsmaður skilar fullum afköst- um. Nýsköpun krefst sí- og endurmenntunar Hæfni og kunnátta starfsmanna verða að breytast í takt við örar breytingar í umhverfinu. Fyrir- \hreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. ALLIR A LOFT í ORRUSTUNA UM BRET 60 ára afmæli Battle of Britain! Viðhafnarflugsýning sem aðeins er haldin á 10 ára fresti! rilfíifS'IjDfílfi xt Gufjfjíjf Pur'Zizui'Zzuii ÞDfSÍíijfJíJ.r. iÚSI'ZUUn Difjíjf ítHiji&íúun Of&I'/t&z STdfií&imúúúzzun 40-50 gamlar herflugvélar sýna listir á lofti - 24 flughæfar Spitefire - Fjögurra klukkustunda lífleg flugatriði Duxford, stærsta flugminjasafn Evrópu - Landhernaðarsafn á Duxford - Hendon flugminjasafn RAF Gist á nýju 4 stjörnu hóteli á besta stað í London - Flugskemmtikvöld í glæsilegum kastala í sveitinni Fáið persónulega mynd af ykkur med Steina Jóns við Spitefire Verð 43.300 kr. Miðað við 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, flugvallagjöld, gisting í 3 nætur, morgunverður, rúta til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, upplýsingahandbók, nafnspjald. Söluaðili: Samvinnuferðir-Landsýn FYRSTA FLUGS FÉLAGIÐ Símar: 561 2900 & 899 2900 alla daga vikunnar frá kl. 10-22 FLUGÁHUGAFÓLK! BEINUM VIÐSKIPTUMTIL ÞESSARA FYRIRTÆKJA SEM STYÐJA FLUGÁHUGAMENNSKU!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.