Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Blóði drifinn gestur -'AÐEINS 11 árum eftir blóðbaðið mikla á Torgi hins himneska íriðar í Peking hefur sá ótrúlegi atburður gerst, að Alþingi hefur séð sérstaka ástæðu til þess að heiðra fjölda- morðingjann Li Peng með opinberu boði hingað til lands. Það er rétt að undir- strika að Li Peng er ekki bara einhver .skriffinnur, sem svo vildi til að sat í embætti þegar óhæfuverkin á torginu áttu sér stað. Hann bar beina ábyrgð á fjöldamorðinu, því hann skipulagði og fyrirskipaði innrás hersins inn á torgið að vandlega yfirlögðu ráði og gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að þurrka út lýðræðishreyfing- una ungu fyrir fullt og fast. Hann lét reisa götuvígi allt umhverfis torgið, hann lét flytja hersveitir skipaðar hermönnum frá fjarlægum héruðum langa leið til borgarinnar (til þess að minnka líkur á því að hermennirnir þekktu einhvem mótmælenda), hann sendi herinn inn á torgið úr þremur áttum til þess að engum yrði undan- kbmu auðið og hann skipulagði of- sóknir næstu ára á hendur lýðræðis- sinnum og ættingjum þeirra. Það er því von að margan reki í rogastans þegar elsta löggjafarsamkunda heims býður svona gerpi í heimsókn. Vöm Alþingis er sú að Li Peng sé forseti kín- verska þingsins. En hvað er þingið í raun að gera? • I fyrsta lagi er Al- þingi að niðurlægja sig með samskiptum við fjöldamorðingja. • í öðru lagi er Al- þingi að gengisfella sig með því að gefa til kynna að það eigi eitt- hvað sameiginlegt með kínverska „þjóðþing- mu". _ • í þriðja lagi er Alþingi að opin- bera þá afstöðu sína að mannréttindi skipti ekki neinu sérstöku máli. En hvað skyldu nú íslenskir gest- gjafar fjöldamorðingjans vilja ræða við hann? Sjálfsagt hefðbundið skraf um vinsamleg samskipti vinaþjóð- anna, sameiginlegan friðarvilja þeirra og kannski einhver vilji læra eitthvað af Li um þingsköp. Því mið- ur er ósennilegt að þessar samræður verði áhugaverðar, en ég vil stinga upp á einni spurningu, sem gæti vak- ið forvitnileg svör: Hver voru afdrif unga Kínverjans, sem bauð skrið- drekunum birginn á Torgi hins himn- eska friðar 4. júní 1989? Hann var Heimsókn Hver voru afdrif unga Kínverjans, spyr Andrés Magnússon, sem bauð skriðdrekun- um birginn? handtekinn og ekkert hefur til hans spurst síðan. Fáist svar við þeirri spumingu kynni einhver ávinningur að verða af þessari vondu heimsókn. Menn eiga að velja sér vini Það er helsti kosturinn við vini að maður velur sér þá. En hvernig hafa íslensk stjórnvöld staðið að því? Þau hafa gert sér sérstakt far um að rækta samskipti við Kína, sem er stærsta alræðisríki í heimi. Ríki, sem ekki vflai- fyrir sér fjöldamorð á æskublóma landsins fyrir augum heimsins. Ríki, sem ekki hikar við nauðungarflutninga á rúmri milljón manna, vegna virkj- anaframkvæmda, sem taldai- eru mjög viðsjárverðar. Ríki, sem hefur hernumið Tíbet, og hefur í engri hyggju að láta það af hendi. Ríki, sem beitir dauðarefsingum við smávægi- legum skattsvikum. Ríki, sem stund- ar trúarbragðaofsóknir með skipu- Andrés Magnússon ÍSLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1073.þáttur 1 * Atvinnusúeinergrem öflunsteiknaogsúpna. Þó ekki fáist fjöður nein, fara þeir enn til rjúpna. Þessi vísa var mér kennd, en ég man ekki höfundinn. En nú ætla ég mér til gamans að fjalla um fáein fuglaheiti í von um að geta að einhverju leyti skýrt merkingu þeirra, og hefst þetta á orðinu rjúpa. Fyrir löngu taldi ég víst með sjálfum mér að rjúpa væri skylt sögninni að ropa, enda er sagt um hana að hún ropi. Þetta væri þá í 2. hljóðskiptaröð eins og krjúpa- kropinn, drjúpa-dropinn »► o.s.frv. Og ég ætla að halda mig við þessa skýringu, því að hún er einföld og eðlileg. Ég sleppi öðrum skýringum sem lengra eru sóttar, en geta má þess að til er sögnin að rypta sem merkir sama og ropa, svo og repta. Geta má þess og að lýsingar- orðið rjúpóttur er haft um dökkdröfnóttan lit en þá erum við hætt að ropa. Karl rjúpunnar er nefndur rjúpkarri, rjúpkeri og rjúp- kerri. Styður það rop-kenning- una, því að í nýnorsku er sögnin að karra = ropa, svo og kurra og í færeysku merkir karr . garghljóð í langvíum. Þess má geta að til var kvenmannsnafnið Rjúpa. Snúum okkur þá að frænd- fuglum rjúpunnar sem við köll- um hæns, hænsn eða hænsni. Karlfuglinn nefnum við hana vegna þess að hann galar. I lat- ínu er til sagnmyndin cano ég syng og cantus er söngur. Nú er það regla eða lögmál, að fari s ekki á undan c(k) í latínu, breyt- ist það í h í germönskum mál- um. Þetta er því allt eins og vera |> ber og hani þess vegna = söngv- ari. Æ-ið í hæna og hænsn gæti verið dregið af ó sem hefði verið í 6. hljóðskiptaröð við a-ið í hani. Þótt okkur kunni að þykja skrýtið, var til kvenheitið Loft- hæna. Kona Braga skálds hins gamla Boddasonar hét Loft- hæna Erpsdóttir, en Erpur er óklofín mynd nafnsins Jarpur. Ekki hefur tekist vel að skýra nafnið Lofthæna, og halda sum- ir að það sé kannski afbökun úr einhverju útlendu nafni. En það var furðu lífseigt og kemur fyrir í manntölum bæði á 19. og 20. öld. Ekki vita menn hvort guð- inn Hænir hefur verið kenndur við fyrrnefnt fíðurfé. Frændi fyrrgreindra fugla heitir orri, en það er einnig mannsnafn. Nú eru skýringar óvísar og fátæklegar, en eitt- hvað virðist þetta eiga skylt við sundurþykkju eða illdeilur, hvort heldur er orsök eða afleið- ing. í vísu sem er eignuð Agli Skalla-Grímssyni segir: „Kyrr- um kappa errinn“, en errinn merkir herskár eða vígfús. Freistandi er að setja fuglsna- fnið orri í samband við það, og sjáum við þá fyrir okkur karl- on-ana - eða á ég að segja orra- karlana? þar sem þeir ýfast og búast til bardaga. Fornar bæk- ur segja frá kappanum Eysteini orra og það með að af honum sé snörp viðureign nefnd orrahríð. Orri er ekki aðeins haft um ill- deilur og vopnaskipti manna, heldur og veðurofsa. ★ Salómon sunnan sendir: Kanína er ræktuð í Rússlandi og rófur í tonnum í Prússlandi, ogblæsmaær sáégótalígær hrista sinn dindil í Hrútslandi. ★ Slyngur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring; kringum flóa góms um göng glingrar kjóa hljóðstilling. (Eyvindur Jónsson duggusmiður.) Spói á að vera svo nefndur vegna þess hversu fljótur hann er í fórum. Ymis orð í skyldum málum minna á það, svo sem speed í ensku = hraði. Orðið á sér einnig frændyrði sem merkja að eitthvað heppnist, gangi vel, vonir rætist. Latínan hefur spes um vonina og nú breytist p-ið ekki í f, af því að s-ið er því hlífískjöldur. Kannski er spói skylt spóki = spjátrung- ur og sögninni að spóka sig = labba um, láta á sér bera. Mér sýnist spóinn stundum haga sér með þvílíkum hætti. Lóa eða heiðlóa hét áður að- eins ló, og hafði þá hina skemmtilegu fleirtölu lær, það er eins og ein fló og margar fiær. Guðmundur Benediktsson kvað: Liggur vær í logni sær, leitigrærogmóar. Slævir blærinn kuldaklær, klakalærogspóar. Að öllum líkindum dregur lóan nafn af söng sínum fræg- um, og væri nafnið skylt lómur og grísku sögninni laíein = tóna. Himinblíð eru hljóðin þín, heiðafuglinn minn! Hlusta ég hljóður á þig oghverfamá ei inn, orti Benedikt Sveinbjarnar- son Gröndal, og yrði seint upp talið allt það fallega sem Islend- ingar hafa kveðið um þennan fugl sem Danir kalla brokfugl. Kjóinn er talinn taka heiti sitt, eins og lóan, af því hljóði sem hann gefur frá sér, en af heitinu kjói er víst komin sögnin að kjóa sem merkir að teygja fram álkuna og ná til sín með brögðum. Vegna hátternis síns er kjóinn ekki vinsæll eða virtur eins og lóan og er kjói notað sem hnjóðsyrði um mann, en „égelskaað Jó(h)ann, ólánskjóann, jafnvel þó (h)ann sé eins og hann er.“ Sá maður er sagður kjóaleg- ur sem er „lumpinn, grannur, flónslegur“. ★ Auk þess langar mig til að vita hvað þið getið sagt mér um orðatiltækið út um Brand og Runólf. legum hætti. Ríki, sem hefur í hótunum við þau ríki, sem leyfa hans heilagleika Dalai Lama að koma í heimsókn. Rfld, sem notar fóstureyð- ingar sem getnaðarvörn ef fóstrið er kvenkyns. Ríki, sem selur meðal- drægar eldflaugar til hryðjuverka- ríkja í Miðausturlöndum. Ríki, sem hótar kjarnorkuvopna- valdi til þess að hafa áhrif á kosning- ar í grannrfld sínu. Og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár hefur staðið stöðug- ur og nær óskiljanlegur straumur embættismanna frá Peking hingað til íslands. Ástæðan er einföld, þeir vita sem er að þeim er ávallt tekið með kostum og kynjum og í því felst alþjóðleg viðurkenning, sem einræð- isstjórninni er afar mikilvæg. Og is- lenskir ráðamenn spila með. Ein rök, sem oft heyrast fyrir þessum miklu samskiptum íslands og Kína, eru þau að þar í landi sé svo gífurlega stór og mikill markaður, að miklu máli skipti að halda góðu sam- bandi við Peking. Þetta gæti kannski verið rétt ef Is- lendingar ættu í vandræðum með að finna markaði fyrir vöru sína, en jafnvel þó svo væri, er erfitt að sjá skynsemina í því að byggja upp markað hinum megin á hnettinum í fátæku og vanþróuðu ríki. Þar fyrir utan virðist ekkert sér- stakt samhengi milli pólitískra sam- skipta og milliríkjaverslunar, því ís- lendingar eiga nánast þrefalt meiri og mikilvægari viðskipti við Taívan án þess að hafa svo mikið sem stjórn- málasamband við það. Og raunar er rétt að skoða hagtölur um milliríkja- viðskipti til þess að setja þessa „miklu hagsmuni" í samhengi, því við flytjum meira út til stórvelda á borð við Kýpur og Puerto Rico heldur en til Kína! 1998 komust samskipti Is- lands og Kína í hámæli vegna harðra viðbragða stjórnvalda í Peking við óopinbera heimsókn taívanskra stjórnmálamanna hingað til lands. Höfðu Kínverjar í hótunum og sýndu íslendingum margvíslega ókurteisi og yfirgang. Jafnvel sendiherrann sjálfur sýndi framkomu, sem var stöðu hans ekki samboðin. Davíð Oddsson forsætisráðherra lét sig þó hvergi og hafði stuðning þjóðarinnar allrar í þeim efnum. Nokkrum vikum síðar, birtist svo yfirlýsing utanríkisráðuneytisins um málið, þar sem lýst var yfir þeim skilningi, að Kína að Taívan með- töldu væri eitt riki og að íslendingar viðurkenni Peking-stjórnina eina. Kommúnistastjórnin í Peking lýsti svo velþóknun sinni á þessu kvaki og kvaðst búast við að Islendingar gerðu ekki sams konar mistök aftur! Hver segir að litla ísland megi ekki standa upp í hárinu á stórveldum? Á sama hátt og við viðurkenndum Eystrasaltsrfldn í óþökk grannans í austri eigum við að þora að standa með lýðræðisríkjum, sem við eigum eitthvað sameiginlegt með og viljum umgangast. Eins eigum við ekki að umgangast vondan félagsskap á borð við blóði drifin gamalmennin í Pek- ing. Þess vegna eiga íslendingar að taka upp stjórnmálasamband við Taívan og slíta því við Peking. Höfundur er vefari. Lýðræðinu nauðgað LÝÐRÆÐI er eitt það dýrmætasta sem nokkrum manni getur auðnast. Þau rfld í ver- öldinni eru því miður færri en þau þar sem það er fótum troðið. En þessi réttindi okkar eru vandmeðfarin. Lýðræði sem er misnotað er stundum verra en ekk- ert lýðræði. Það eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að þessi Guðsgjöf hafi ver- ið misnotuð og skrum- skæld. Mörg voðaverk hafa verið framin í nafni lýðræðis. Ofbeldisverk frönsku byltingarinnar voru sögð framin í anda lýðræðis. Þá og ótal oft Náttúruvernd Austfírðingar! segir Jón Ingi Cæsarsson. Hlífið þjóðinni við slíkri skrumskælingu lýðræðis sem hún horfði upp á í nýafstöðnum atburðum. síðan hafa óprúttnir ofstækismenn misnotað þennan dýrmæta fjársjóð. Lægra er varla hægt að leggjast. Afl! fyrir Austurland Nú hefur átt sér stað á Austurlandi hörmungaratburður. Hópur ofstæk- ismanna ryðst inn í frjáls félagasam- tök með það að meginmarkmiði að snúa út úr og eyðileggja það hug- sjónastarf sem þar er unnið. Það er líklega einsdæmi að slíkt hafi verið gert á íslandi í seinni tíð. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að Robes- pierre gengur aftrn-. Þessi arftaki franska „lýðræðissinnans“ vill þó ekki kannast við að honum hafi geng- ið nokkuð illt til og aukin heldur datt ótrúlega stórum hópi manna það sama í hug á sama augnabliki. „Merkilegar þessar tilviljanir, Einar Rafn.“ Þegar þessum hópi manna, sem auðvitað er frjálst að hafa sínar skoðanir og berjast fyrir þeim á réttum vettvangi, hafði tekist að fá samþykktar fáránlegar tillögur á fundi náttúruvemdar- samtaka dettur þeim í hug að einhverjir munu taka mark á þeim álykt- unum sem litu dagsins ljós á fundinum. Það sem þjóðin sá er ótrú- lega ósvífinn gjörning- ur, gjörningur sem er þeim mönnum til há- borinnar skammar sem að honum stóðu. Ég vona að slíkt muni ekki sjást í félagalýðræðisríkinu Islandi næstu árin. Einar minn, ætli þú hefðir ekki um það einhver orð ef flokkur vinstri manna gengi í Sjálfstæðisfélagið á Egilsstöðum, neytti aflsmunar og fengi samþykktar ályktanir úr Rauða kverinu. Éinar minn, hvað mundir þú kalla það? Ekki yrði þér orða vant frekar en vanalega. Það mundi lík- lega heita ofbeldi, skemmdarverk eða eitthvað svoleiðis enda væri það hár- rétt. Slíkt væri nauðgun lýðræðis á sama hátt og það sem þjóðin sá ger- ast á hálendi Áusturlands um síðustu helgi. Að berjast fyrir málstað sínum Að beijast fyrir hugsjónum sínum er helgur réttur hvers manns. Það gera menn á heiðarlegan hátt og velja sér réttan vettvang til þess. Ég skora á Austfirðinga að fylgja hinum helgu leikreglum lýðræðis og vinna að sín- um hjartans málum á heiðarlegan hátt. Þeir sem vilja virkjanir vinna í samtökum sem berjast fyrir slíku. Þeir sem vilja vinna að náttúruvemd í þeim anda sem lög þeirra samtaka segja til um vinna auðvitað að sínum hugsjónuin þar. Austfirðingar! Hlífið þjóðinni við slíkri skrumskælingu lýðræðis sem hún horfði upp á í nýafstöðnum at- burðum. Slíkt má aldrei sjást hjá þjóð sem virðir lýðræði og frjálsa skoð- anamyndun. Höfundur er formaður náttúruvemdamefndar Akureyrar. Jón Ingi Cæsarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.