Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 53

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 2. SEPTEMBER 2000 58 MINNINGAR GISLI SIGURÐSSON hann kom eins fram við börn og fullorðna, tal- aði við þau og hlustaði á það sem þau höfðu til málanna að leggja. Hann var raunsær maður sem ýmislegt hafði reynt en hann leit jafnan á björtu hliðam- ar og skopskynið varð- veitti hann allt til þess síðasta. Við Kolbrún og dæt- ur okkar eram þakklát fyrir allar minningam- ar um ánægjustundir með elskulegum afa. Blessuð sé minning þín, Gísli afí. Erlendur Geirdal. + Gísli Sigurðsson fæddist að Kappastöðum í Fljót- um í Skagafirði 15. október 1916. Hann lést 19. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 30. ágúst. Nú þegar hann Gísli afi hefur kvatt þennan heim lifa eftir minning- ar um einstakan mann. Hann var sérstakur í mínum huga vegna þess hve jákvæður hann var og hve sáttur hann virtist alltaf vera við eig- ið hlutskipti í lífinu. Og að hann var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd án þess að ætlast til nokkurs af öðrum. Afi var ótrúlega áhugasamur um alla skapaða hluti og sífellt að velta fyrir sér virkni þeirra, sérstaklega þó ef um var að ræða einhvers konar vélar. Og náttúran sjálf var honum mikið áhugaefni. Allir þessir furðu- legu fuglar, dýr og jurtir sem hann sá eða las um og sagði síðan frá með nákvæmni vísindamanns, að manni fannst. Hann kunni ógrynni af sögum, sérstaklega af sjómennsku og veið- um sem hann hafði þá sjálfur verið við. Hann sagði mjög skemmtilega frá og yfirleitt var áherslan á ein- hverju óvenjulegu eða sérstöku sem hann lýsti í smáatriðum en dró jafn- an úr eigin hlut. Hann var mikill grúskari og hafði vanist því að bjarga sér við viðgerðir á vélum í gamla daga. Oft varð þá að smíða sér varahluti í vélar og seinna dundaði hann sér stundum við að smíða alls kyns furðutól úr dóti sem hann átti í bílskúrnum. Fyrir afa voru allir menn jafnir og Mig langar að minnast með nokkr- um orðum hans afa míns sem lést nú þann 19. ágúst. Uppátæki afa voru margvísleg og skemmtilegt og hef ég alltaf verið af- ar stoltur af honum. Æðruleysi, hóg- værð og jákvæði einkenndu hann og það var aldrei neitt mál að fá hjálp frá afa sem gerði hann að nokkurs- konar ofurmenni í augum okkar barnabarnanna. Það kom aldrei fyrir að afi hefði ekki tíma fyrir okkur og ekkert vandamál var of stórt. Allt sem afi dundaði sér við að smíða var ótrúlegt, það var aldrei hlaupið út í búð og keypt nýtt heldur var bai’a smíðaður sá hlutur sem vantaði, eins og sláttuvél, kerra og báturinn þinn, sem við fórum út að veiða í, bar þess glöggt vitni að ýms- ar betrumbætur var búið að gera. Ég vil rifja upp þegar við fórum eitt sinn út að veiða á litlu skelinni sem rétt svo gat rúmað tvo menn. Ein af þeim umbótum sem þú varst búinn að gera var að setja tjald yfir stefnið sem þú gast breitt yfir þig þegar var rigning en þá gastu ekki stýrt bátnum þar sem það var bara utanborðsmótor. Vitaskuld var því bara reddað með því sem fannst í skúrnum, einu gömlu bílstýri og svo snúrum sem leiddar voru eftir kúnstarinnar reglum aftur í mótor en eitthvað hafðir þú misreiknað þig við þræð- ingamar svo að þegar beygja átti til vinstri þurfti að snúa stýrinu til hægri. Svona var hægt að nota þetta svo þetta var ekkert lagað og varð bara einn af sjörmum bátsins. En aftur að veiðiferðinni, við fór- um frá Keflavíkurhöfn og hélt ég nú að við myndum bara fara rétt út fyrir höfnina en það var nú öðru nær. Við sigldum eftir allri strandlengjunni frá Keflavík og út í Garð og þar var stefnan tekin beint út á haf. Mér leist nú ekkert á þetta og hélt að afi væri á leið með mig í Smuguna. Það var töluverður öldugangur að mér fannst því oft sáum við ekki land og þegar ég spurði afa hvort hann yrði aldrei sjóveikur var það nú öðru nær, hann kynni sko best við sig úti á sjó. Að því búnu steig hann upp í bátnum til að sýna mér hversu létt það væri bara að stíga ölduna. Ég náfölnaði þar sem ég ríghélt mér í sætið og sá fyrir mér að afi myndi falla útbyrðis og ég þyrfti að fara heim til ömmu og segja henni að ég hefði týnt afa lengst úti á hafi. En amma var aldrei hrædd um afa því hún vissi að sjór- inn vildi hann ekkifyrst hann væri ekki búinn að taka hann. Þegar við vorum komnir í Smuguna, að ég hélt, bleyttum við færið og veiddum ágæt- lega, einnig skutum við tvo fugla, reyndar fyrir utan hefðbundinn veiðitíma en afi sagði að það væri allt í lagi að skjóta sér í matinn hvenær sem er ef maður gerði það bara í sátt við náttúruna. Þegar við ætluðum að fara að sigla til baka vildi mótorinn ekki í gang og við vitaskuld án allra samskiptatækja. Svona lagað var ekkert til að slá afa út af laginu sem með sinni al- kunnu stillingu skrúfaði mótorinn í sundur, hreinsaði það sem þurfti og tróð svo öngli í loftinntakið og vita- skuld kom hann mótornum í gang. Heim sigldum við og skoðuðum fuglalífið við ströndina. Þessi ferð er mér mjög minnisstæð fyrir það að hafa séð afa í því umhverfi sem hon- um leið best í, á sjónum og með garg- andi fugla allt í kringum sig og vita- skuld fengu þeir skerf af veiðinni. Góð saga af afa er þegar hann var stoppaður á Reykjanesbrautinni af lögreglunni því hann var ekki með ljós á kerrunni sinni. Afi, sem alltaf hafði ráð undir hverju rifi, fór í skott- ið í bílnum og náði í ljósaperu og þræddi svo snúruna inn í bíl og í sígarettukveikjarann og þar var ljós- ið komið. En ekki var lögreglan sátt við þetta og sagði að ljósið yrði að vera rautt. Afi náði þá bara í rauðan gúmmíhanska og setti yfir peruna, kerran var orðin lögleg og afi hélt sína leið. Það sem einkenndi afa var æðru- leysi og hógværð en það sem mér er líka minnisstætt er hversu jákvæður hann var. Hann sá bara björtu hlið- arnar. Eitt sinn spurði ég hann um hvað honum fyndist um æskuna, það unga fólk sem væri að skemmta sér niðri í bæ en hann bjó rétt hjá mið- bænum. Hann sagði að honum litist rosalega vel á unga fólkið, það skemmti sér vel og væri snyrtilegt og kurteist. Afa prýddu margir kostir, einnig bar hann mikla virðingu fyrir náttúr- unni og held ég að minn áhugi íyrir dýralífi og náttúrunni komi beint frá honum, sonur minn virðist einnig hafa sama dýraáhuga og afi og er það ekki leiðum að líkjast. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og vildi vita- skuld að þær hefðu verið fleiri en ég er sannfærður um að þú ert kominn í skúrinn þama í efra og að grúska í vélum og veita öðrum hjálparhönd og ég hlakka til að koma í skúrinn til þín þegar minn tími kemur. Við bræðurnir höfum oft sagt sög- ur af afa og alltaf ljómað af stolti af honum og hinum ýmsu uppátækjum hans. Aðrii’ afar voru aldrei eins spennandi og okkar afi. Við kveðjum þig stoltir af því að hafa átt þig að. Með kærri kveðju frá okkur bræðrum í Keflavík, mökum okkar og bamabarnabömum þínum. Rúnar Ingi Hannah. Þegar ég sest niður með pennann og hugsa til þín, afi, þá kemur mér fyrst í hug þakjdæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Og að börnin mín hafi fengið að kynnast þér. Þau hændust að þér, ekki bara vegna þess hve góður þú varst, heldur líka vegna þess að þú talaðir alltaf við þau eins og jafningja, og lést þau finna að þau væm alveg sérstök. Þú útskýrðir fyrir þeim alla skapaða hluti. Gaman hefði ég að vita hve mörg börn kölluðu þig afa. Þeim þótti öllum vænt um þig. Aldrei hef ég heyrt nokkurn manh' lýsa eins nákvæmlega hlutum eins og þú gerðir svo oft, hvort sem um var að ræða veiðarfæri fyrir hákarl og hámeri eða gufuvél, svo nákvæm- lega að smíða mætti eftir frásögn- inni. Ég man hve forvitinn og áhuga- samur þú varst ef þú sást fallega smíð eða gott handbragð á ein- hverju, enda vanur að smíða sjálfur þau tól og tæki sem þú þurftir að nota. Það er ekki hægt að hugsa til þín, afi, nema upp í hugann komi minn- ingar um spaugsaman glaðlyndan mann. Það var aldrei langt í grínið og oftar en ekki var því snarað fram í bundnu máli. Eins skein í gegn þessi gæska virðing fyrir öllu lífi. Þú varst veiði- maður og sagðir mér einu sinni frá því hvernig þú hafðir fyrir því og eyddir löngum tíma í að komast í færi við sel, og þegar hann sneri vanganum að þér og þú hafðir hann í sigti þá langaði þig ekki lengur að skjóta hann „þið áttuð jú nægan mat“. Við Linda og bömin okkar munum ætíð minnast þín með söknuði en jafnframt þakklæti íyrir að hafa fengið að kynnast þér og ganga m^iþ þér þennan síðasta spöl ævi þinnar. Kveðja, Guðmundur Gísli Geirdal. + Gunnar H. Krist- insson, fyrrv. hitaveitustjóri, fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1930. Hann lóst á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 27. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 1. september. Elsku „afi kall“. Stundinlíðurtíminn tekur tollafölluhér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorgíhjarta mér. Þú veitir yl í veröld kaldri vermirætíðmig aðhafaþóáungaaldri eignastvinsemþig. Þú varst ljós á villuvegi vitiáminnileið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi tárinstraukstafkinn þér ég mínar þakkir sendi þúvarstafiminn. (Hákon Aðalsteinsson.) Það er okkur huggun að þú sért laus úr viðjum veikinda þinna og við megum trúa því, að þú og amma séuð saman á ný. Minning þín og ömmu er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Auðbjörg Bryiya, Hallberg Brynjar, Axel Darri og Guðmundur Jóhann. Elsku afi. Nú ert þú kominn til hennar ömmu. Mikið höldum við að þú sért ánægður núna, loksins era þið saman á ný eftir stuttan viðskilnað. Nú getið þið hafið nýtt líf á nýju tilverustigi. Við systkinin eigum marg- ar góðar minningar um ykkur er þið komuð vestur á firði í heim- sókn, einnig þegar við komum í Garðabæinn til ykkar. Ávallt var glatt á hjalla hjá ykkur og aldrei komum við að tómu búri. Þið gátuð setið tímunum saman í eldhúsinu og spjallað um allt milli himins og jarðar. Aldrei hafið þið getað verið án hvort annars þar sem þið vorað mjög samrýnd á ykkar hátt. Þannig að nú vitum við að ykkur líður vel og njótið sam- verannar. Við viljum þakka fyrir all- ar okkar stundir saman og munum minnast góðu stundanna er við hugs- um um ykkur. Svo viljum við biðja Guð um að styrkja pabba og systkini hans á þessum erfiða tíma. Þín elska nær til allra manna þóttefinnhaldiþeim og lætur huldar leiðir kanna að Uóssinsdýrðarheim Vér skulum þínir vottar verða og vitnisburður um stórmerki þín bera, því þú ert eilíf ást og öllum sálum hjálpar ráð. Einnig viljum við þakka Auju Binnu frænku fyrir allt sem hún gerði fyrir afa okkar. Hrund, Brynja Ruth, Stefán Öm, Rebekka Líf og Melkorka Brá. Þegar pabbi og systkini hans hitt- ust, í afmælisveislum eða jólaboðum, var oft rifjað upp sitthvað frá æsku- dögum eins og títt er. Tvær setning- ar lifa úr því sem þar flaug á milli, setningar sem bragðu upp í leiftri heilli sögu með öllu litrófi tilfinning- anna, setningar sem lifa í minning- unni allt frá bamæsku fram á þenn- an dag og era báðar tengdar Gunna frænda og ömmu. Þegar þær vora sagðar brast á hlátur hjá þessu fullorðna fólki og við krakkarnir skildum ekki fyrr en ára- tugum seinna þá fjölskyldusögu sem lá að baki og er allt eins þjóðarsaga. Krakkar, komið að borða, Gunni er sestur! Þá vora kjötbollur í matinn, magnið takmarkað en matarlystin hjá unglingnum ótakmörkuð. Hann Gunni minn gæti nú sungið ef hann hefði lært það! Hún Karólína hafði ótakmarkaða trú á Gunna. Kannski vai- það þess vegna að hann gekk menntaveginn sem var aldeilis ekki sjálfsagt í þá daga. Ung en stór fjölskylda á Berg- þóragötunni, hart í ári á krepputím- anum. Þá býðst að flytja í úthverfi í einbýlishús, Litla-Háteig. Kristinn í brauðstritinu á vörabílnum, Karó- lína í barnauppeldinu og í stopulum frístundum að finna listrænum hand- verkshæfileikum sínum farveg. Það var ævintýri að flytja í eigið hús, hamingja og húsið fylgdi þeim síðan. Þegar skipulagið vildi fá gatnamót þar sem húsið stóð tóku þau það með sér og settu niður í Skipasundinu sem fjölskyldan var gjarnan kennd við síðan. Það er okkur nútímafólki erfitt að skilja að fólk skuli hafa staðið frammi fyrir þessu erfiða vali: Hvert barnanna á að fá að fara í skóla? Trú- lega hefur Karólína ráðið þvi, að Gunnar gekk menntaveginn og fór í menntaskóla og háskóla. Hún vissi að hún varð að velja og hafa trú á þeim sem hún valdi og það dró ekki úr kærleik hennar til hinna. Þetta var bara hinn harði heimur þess tíma. Ein ógleymanleg stund í fortíðinni er þegar ég kom á heimili Gunnars og Auju í fyrsta sinn sem minnið nær til. Þau bjuggu í Drápuhlíðinni og þegar við gengum upp tröppumar var hurðinni svipt upp og út streymdi heill her manns og upp hóf- ust faðmlög og kossar. Þetta var barnmargt heimili og alltaf líf og fjör, alltaf einhver heima. Það reyndi ég ítrekað þegar við gerðumst ná- grannar í Garðahreppnum og Gunni frændi byggði húsið sem hann bjó í alla tíð eftir það á Stekkjarflötinni. Ég man ekki að hafa komið þar að tómu húsi, hvorki í bókstaflegri merkingu né heldur óeiginlegri, þar var ávallt tekið á móti manni með hlýju og vináttu. Mér er minnisstætt um þetta leyti, þegar Flatimar vora að byggj- ast, pabbi átti erindi við Gunna og ég flaut með. Þetta varðaði bfla, þurfti að gera við eitthvað. Ég hafði haft veður af því að Gunni væri verkfræð- ingur og hefði farið í háskóla, meira að segja úti í Skotlandi. Þegar þeir bræður fóra að tala saman varð ég aldeilis standandi hissa á að Gunni vissi allt um bfla og pabbi, sem var jú bifvélavirki, þáði ráð af honum! Svo komst maður að því að frá blautu bamsbeini vora þeh’ aldir upp í þessu og árum saman sáu þeir um viðhaldið á gamla Lettanum hans afa og héldu honum gangandi, sáu síðan um útgerðina hjá ömmu eftir að afi dó. Þeir bræður allir, Alli, Gunni og Jobbi, tóku þátt í lífsbaráttu fjöl- skyldunnar og þeir hættu því aldrei. Á unglingsáranum kynntist ég Gunna betur en hann hafði þekkt mig miklu lengur og í því skjóli skák- aði hann þegar honum einum manna leyfðist að nota gælunafnið sem haft var við mig fyrstu tvö æviárin. Það gerði hann allt fram til hins síðasta. Hann vildi hafa hlutina með sínu lagi. Þegar litið er til baka um allan þennan langa tíma stendur í minn- ingunni hæglátur maður, ríkur af kímnigáfu, stefnufastur og ástríkur, umburðarlyndur með afbrigðum. Eins og þeir allir reyndar bræðumir. Og auðvitað sérvitur sem betur fei£ Vinafastur og ættrækinn. Jafnvel lít- ill frændi gat hvenær sem er náð eyram hans með lítið erindi og var leyst snarlega eins og ekkert væri sjálfsagðara og sagðar einhverjar gamansögur í leiðinni. Nú þegar hann kom að leiðarlok- um var það ekki óvænt en sorglegt fyrir það. Þessi trausti frændi sem átti þetta einstaka hlýlega bros og gat blikkað öðra auganu svo kankvíslega. Þegar hann er farinn á vit eilífðarinnar er gott að geta kvatt í einlægni og með virðingu góðan mann. Börnin og bamabömin syrgja föður og afa, ég bið þeim blessunar í sorg sinni um leið og ég flyt kveðju foreldra minaa Jobba og Möggu og okkar fjölskyldu allrar. Þórhallur Jósepsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. . Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og (3 tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUNNAR H. KRIS TINSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.