Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 56
56 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUMBLAÐIÐ
MAGNÚS
- GUÐMUNDSSON
+ Magnús Guð-
mundsson fædd-
ist á Hundastapa,
Hraunhreppi, Mýra-
sýslu 25. maí 1939.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Akranesi
hinn 25. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjúnin
Sigurbjörg Olafs-
döttir frá Tröðum, f.
10. maí 1898, d. 5.
ágúst 1985 og Guð-
mundur Jönsson frá
Hamraendum í sömu
sveit, f. 4. desember
1874, d. 22. ágúst 1965. Magnús
ölst upp í foreldrahúsum á
Hundastapa. Hann var næst-
yngstur fimm systkina. Þau eru
Jön, f. 1927, d. 1953, Sigurbjörg,
f. 1929, búsett í
Reykjavík, Eðvarð,
f. 1930, d. 1988, var
búsettur í Reykja-
vík, og Ólöf, f. 1941,
býr á Hundastapa.
Magnús lauk lands-
pröfi frá Reykholti
og pröfi í rafvirkjun
frá Iðnskölanum í
Reykjavík. Hann
tök við búi á Hunda-
stapa 1965. Hann
sinnti ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir
sveit sína, var m.a í
hreppsnefnd frá
1962-1974.
Utför Magnúsar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður á Ökrum síðar sama dag.
Þegar Mýramaðurinn Magnús
Guðmundsson frá Hundastapa er
kvaddur leitar hugurinn ósjálfrátt
aftur til löngu liðins síðsumars þegar
fyrri helmingur aldarinnar var að
renna sitt skeið, eða til ágústmánað-
ar árið 1950. Ahugafólk um frjáls-
íþróttaiðkun hafði þá undirbúið leik-
*4föt, nánar tiltekið á
Leirulækjarbökkum, hið fyrsta af
nokkrum sem síðan voru haldin á
þessu árabili, og öllum til ánægju
heppnaðist að fá allstóran hóp ung-
menna innan fermingaraldurs til
sæmilega virkrar þátttöku. En mitt í
þessum minningabrotum kemur
fram ein ákveðin sjónmynd, og hún
er á þessa leið: Ellefu ára piltur, ekki
stór vexti, stígur fram meðal þeirra
sem fúsir eru að ganga í leikinn þó
lítt æfðir séu og segir nafn sitt en
tejcur síðan smávegis þátt í sprett-
Tilaupi og stökkum. Er það skoðun
mín sem nú byrjar þessa upprifjun
að á þessari stundu hafi ég sennilega
verið að líta hann augum í fyrsta
sinn. Á þessum síðari árum þætti
slíkt áreiðanlega fjarstæðukennt og
furðulegt, en á þeim tíma gat sam-
gangur milli hreppshluta verið
óvenju fábreytilegur árið um kring,
vegir fremur laklegir og heimilisfar-
artæki nánast óþekkt víðast hvar.
Það fór þó ekki svo að Magnús
gæfi sig íþróttaiðkunum á vald með
keppni fyrir augum. Hins vegar var
ekki liðið langt á unglingsárin þegar
hann hafði gengið til liðs við ung-
mennafélagið í sveitinni, Umf. Björn
Hítdælakappa, en þar varð þjón-
'Jfcstuhlutur hans stór og í mörgum
greinum eftirminnilegur. Það kom
svo fljótlega í ljós að sú skoðun var
útbreidd að hverju því hlutverki sem
Magnús í Hundastapa tæki að sér
væri vel borgið. Traust félaga á
starfhæfni hans var mikið, enda
hafði hann er árin liðu komið að flest-
um þáttum forystustarfa innan þess
hóps með því til dæmis að gegna
starfi varaformanns, gjaldkera og
ritara auk setu í félagsheimilisnefnd.
Formaður varð hann svo á öndverðu
ári 1970 en kaus að eftirláta öðrum
þá stöðu að tveim árum liðnum.
Sem ungmennafélagi var hann,
eins og algengt er, margoft þátttak-
andi í alls kyns hópvinnu, ýmist
vegna framkvæmdar á sveitar-
skemmtunum þar sem undirbúa
þurfti dagskrá og annað þar að lút-
andi eða við önnur vinnuframlög í
nafni félagsins, svo sem hlutaveltur,
sem ungmennafélögin héldu til
skiptis á meðan fjáröflun til bygging-
ar félagsheimilisins stóð yfir. Hvar-
vetna þótti vinna hans vönduð og
traust, enda mikil verklagni fyrir
hendi og eftir henni tekið. Get ég
ekki stillt mig um að upplýsa í því
sambandi að hann stýrði lagningu
hellustéttar þeirrar er liggur heim
að anddyri félagsheimilisins Lyng-
brekku og er allmikið verk. Vissu-
lega munu þeir margir er muna þá
framkvæmd, en því get ég þessa hér
að slíkt sem þetta er óvenju fljótt að
falla í gleymsku þegar árin líða.
Þeir sem fylgdust með skemmt-
anahaldi á Mýrum um 1970 minnast
þess að Magnús gekkst þá undir enn
eitt félagslegt hlutverk með því að
bregða sér á leiksvið á samkomustað
sveitarinnar með góðum árangri.
Skömmu síðar tók hann frumkvæði
að því að ungmennafélagið hæfi að
hljóðrita raddir eldri félaga og ann-
arra rótgróinna íbúa byggðarlagsins
með því að útvega tæki til þeirra
hluta. Tók hann sjálfur sum af fyrstu
viðtölunum og gerði ráðstafanir til
þess að nokkur önnur og aðrar bein-
ar frásagnir kæmust inn á hljóm-
bandið. Með þetta í huga voru félag-
ar einhuga um að fela honum að sitja
við segulbandstækið þegar ung-
mennafélagið minntist sextíu ára af-
mælis síns, en frá þeim degi á félagið
margar ómetanlegar upptökur þess
er þá fór fram.
Á öðru ári sínu í formannsstarfi
birti hann félögum þá tillögu sína að
tekin yrði saman saga ungmennafé-
lagsins. Ekki var þá þegar áformað
að úr því yrði bók, þótt sú yrði raunin
vegna efnisins, sem ekki þótti fært
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur aímælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
flft Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
að takmarka um of þegar út í slíkt
verk var komið. Þeir sem þar áttu
hlut að máli eiga honum því mikið að
þakka að hafa haft til þess framsýni
og stórhug að láta á þann hátt stuðla
að því að varðveita liðna sögu.
Magnús átti létt með nám þó hann
kysi ekki að leggja fyrir sig lang-
vinna skólagöngu. Lauk hann lands-
prófi miðskóla á unglingsámnum, en
síðar tóku tækniviðfangsefni að
koma fram sem áhugamál. Alls kyns
félagslegt bókhald lék í höndum
hans. Kom það sér vel fyrir félagið
sem hann vann mest og bezt, ung-
mennafélagið, og þá ekki síður er
honum var falin formennska í
sjúkrasamlagi hreppsins, en fyrir
því var orðin löng hefð að bókhalds-
skyldan hvíldi á formanninum. Þá
hafði hann og mjög skýra, jafna og
áferðarfallega rithönd frá unga aldri.
Bar þar að sama bmnni og með
reikningshæfnina að í félagsstörfum
mátti slíkt heita lykillinn að fögmm
og skipulegum frágangi.
Vorið 1962 var hann kosinn í
hreppsnefnd Hraunhrepps og end-
urkosinn þar til heilsubrestur batt
enda á búsetu hans í heimasveit. Em
mér ekki kunnug dæmi þess að yngri
maður hafi valizt til setu þar, en við
upphaf þess starfstíma var hann
tuttugu og þriggja ára. Á þessum ár-
um varð hann á tímabili formaður
Veiðifélags Álftár og sömuleiðis
varadeildarstjóri Hraunhrepps-
deildar Kaupfélags Borgfirðinga um
nokkurt skeið.
Það mun vera nokkuð nærri lagi
að telja að Magnús hafi í reynd tekið
við búsforráðum á æskuheimilinu
rétt um tvítugsaldur eða skömmu
síðar og að fullu að föður sínum látn-
um. Starfaði hann þar mest í sam-
vinnu við móður sína og móðurbróð-
ur. Með henni og frænda sínum flutti
hann síðan í Borgarnes hálffertugur
að aldri eftir heilsufarslegt áfall sem
ennfremur átti síðar eftir að verða
honum fjötur um fót.
Á Borgamesárunum tók hann
brátt upp þráðinn þar sem frá var
horfið í tæknimálunum, en hann
hafði á tímabili haslað sér völl á veg-
um Landssímans. Nú var það
rafvirkjanámið, og gekk það að sjálf-
sögðu eins og að var stefnt. Vann
hann síðan sem rafvirki í Borgarnesi
við góðan orðstír um árabil.
Síðustu árin urðu honum ákaflega
erfið heilsufarslega séð og ekki auðið
að komast fyrir þann vanda svo hann
hlyti lífsþrótt sinn á ný. Er það sann-
arlega mikið saknaðarefni samtíðar-
mönnum, fyrst og fremst fjölskyldu-
liði, sveitungum og öðrum góðum
vinum að geta ekki lengur vitað hann
feta mannlífsgönguna með okkur
hinum.
Ég mun sennilega ætíð minnast
Magnúsar Guðmundssonar sem
ungmennafélaga öðru fremur. Þar
kynntumst við honum bezt og starfs-
háttum hans, sem allajafna ein-
kenndust af fumlausri yfirvegun,
vandvirkni og nákvæmni. Hávaða-
samar yfirlýsingar lágu honum ekki
á tungu. Framkoman var látlaus en
örugg og flestum sem tóku að kynn-
ast honum mun hafa boðið í grun að
þar færi maður fremur dulur í skapi.
Sjaldan flýtti hann sér til muna að
láta í ljós skoðun sína á málefnum
dagsins, en sú afstaða sem tekin var
bar alltaf með sér skýrleika en enga
undirhyggju. Roskinn bóndi í sveit-
inni lét eitt sinn svo um mælt í mín
eyru að hann teldi að Magnús hugs-
aði afar skýrt. Þessu voru sveitung-
arnir án efa algerlega sammála, og
nægir þar að benda á þann félags-
lega trúnað sem honum var veittur
og getið hefur verið hér að framan.
Eitt er það sem enn hefur ekki
verið á minnzt um félagsstörf hans,
sem er það að hann átti hægt með að
flytja mál sitt í ræðuformi á skipu-
legan hátt þótt hann hliðraði sér oft
hjá því af meðfæddri hlédrægni.
Lesari þótti hann einnig svo góður
að margir höfðu orð á, enda mál-
blærinn skýr og náði vel eyrum
þeirra er á hlýddu.
Við leiðarlok er jafnan margs að
minnast þegar kveðja skal góðan
þegn. Magnús í Hundastapa, eins og
okkur fellur mörgum bezt að nefna
hann, er allur, - það verðum við að
horfast í augu við. Minningamar
hverfa okkur þó ekki er við setjum
okkur fyrir sjónir lífshlaup þessa yf-
irlætislausa manns sem átti þó svo
auðvelt með að marka jákvæð spor
með hógværð sinni. Eflaust mátti
með sönnu segja að hann væri ekki
allra en vinátta hans var traust og
varanleg.
Með þakklæti í huga til þessa
horfna félaga flyt ég aðstandendum
hans einlægar samúðarkveðjur.
Bjarni Valtýr Guðjónsson.
Fallinn er frá kær mágur minn
Magnús Guðmundsson, 61 árs að
aldri, eftir langvarandi veikindi.
Hann var fæddur og uppalinn á
Hundastapa á Mýrum, næstyngstur
fimm systkina. Árið 1953 varð fjöl-
skyldan fyrir þeirri sorg að elsti son-
urinn, Jón, dó úr hvítblæði 25 ára að
aldri, öllum harmdauði. Það mun
hafa verið mikið áfall fyrir ungling-
inn Magnús. Fljótlega eftir skólag-
öngu í Borgarnesi og Reykholti tók
hann við búinu með foreldrum sínum
á Hundastapa en vann oft á veturna í
Reykjavík. Magnús veiktist ungur
alvarlega, aðeins 33 ára, vegna mein-
semdar í höfði sem var óskurðtæk.
Þrátt fyrir nokkurn bata varð hann
að hætta búskap og settist að í Borg-
amesi ásamt móður og móðurbróð-
ur. Ólöf, yngri systir hans, tók við
búinu ásamt Ólafi Egilssyni eigin-
manni sínum þar sem þau búa nú
myndarbúi. Magnús fór í Iðnskólann
í Reykjavík eftir veikindin og lærði
rafvirkjun þar sem hann náði prýði-
legum árangri. Að námi loknu starf-
aði hann á rafmagnsverkstæði kaup-
félagsins í Borgarnesi í nokkur ár.
Aftur veiktist Magnús vegna heila-
blæðingar ’83 og í þriðja sinn tíu ár-
um síðar. í þessu veikindastríði stóð
hann sig afar vel, kvartaði aldrei en
gerði oft að gamni sínu sem fyrr.
Hann var mikið Ijúfmenni, léttur í
lund, gamansamur og dáður af fjöl-
skyldu og vinum. Hann var sérlega
laghentur, hógvær og hreykti sár
ekki enda eftirsóttur í vinnu, þar
sem hann hafði einu sinni unnið
stóðu honum síðan allar dyr opnar.
Ég heyrði á hjúkrunarfólki að því
fannst hann ekki erfiður sjúklingur
þau skipti sem hann lagðist inn á
spítala. Honum fannst aldrei neitt
ama að sér.
Magnús bjó oftast hjá okkur bróð-
ur hans þegar hann var syðra, fyrst
vegna vinnu og síðan út af veikindun-
um en eftir að Eðvarð bróðir hans dó
1988 var hann mest hjá eldri systur
sinni, Sigurbjörgu, sem var hans
stoð og stytta í veikindunum. Fyrir
ári var svo komið að hann þurfti
mikla aðstoð og hjúkrun og fluttist
inn á dvalarheimili aldraðra í Borg-
amesi. Þar leið honum vel, fékk góða
aðhlynningu og hitti marga gamla
kunningja af Mýrunum.
Það voru oft krakkar í sumardvöl
á þessu góða heimili, Hundastapa,
eins og á flestum sveitaheimilum.
Það var auðséð að þeir löðuðust að
Magnúsi og fylgdu honum hvert fót-
mál. Ég er þakklát fyrir öll sumrin
sem dóttir mín var þar.
Ég þakka þessum góða mági mín-
um vináttu í rúm 40 ár og hjálp sem
hann var alltaf tilbúinn að veita hve-
nær sem hennar var þörf. Ég, börn
mín og dótturdætur kveðjum Magn-
ús með söknuði. Blessuð sé minning
hans.
Þórunn Bergþórsdóttir.
Síðastliðinn mánudag fór ég á
bókasafnið í nýja skólanum mínum
til þess að skoða tölvupóstinn minn
og lesa fréttir að heiman. Eitt fyrsta
bréfið sem ég las var frá Agli bróður
mínum þar sem hann sagði mér að
Maggi frændi væri dáinn. Þó að ég
hafi búist við þessu eftir öll veikindin
sem hann hefur mátt glíma viðvar
mér samt brugðið og mikið hugsaði
ég til fjölskyldu minnar heima á Is-
landi.
Þegar ég var yngri man ég eftir
því hvað Maggi var alltaf hress og
skemmtilegur og mikill barnakarl.
Mér fannst alltaf svo skemmtilegt að
þvælast um með honum, fara með
honum í bíltúr eða á verkstæðið þar
sem hann vann því þar var ýmislegt
að skoða. En með árunum eftir að
veikindi hans ágerðust urðu
samverustundirnar færri og færri
komust að honum.
Ég bjó hjá honum á Böðvarsgöt-
unni í fjögur á meðan ég var í Fjöl-
brautaskólanum á Akranesi en
lengstum var hann sjálfur í Reykja-
vík hjá Siggu systur sinni þar sem
honum fannst öruggt og gott að vera.
Það fór mjög vel um mig á Böðvars-
götunni og ég er honum mjög þakk-
lát fyrir að hafa leyft mér að vera þar
þennan tíma. Maggi sagði gjarnan
þegar ég kom heim úr skólanum:
„Hvað lærðir þú í dag?“ Ég reyndi
alltaf að hugsa til baka og svara eftir
bestu getu þó að ég hafi stundum
verið þreytt og úrill eftir langan
skóladag. í dag er ég langt í burtu
frá fjölskyldu minni þar sem ég er að
hefja langt og strangt nám í fjarlægu
landi. Nú ætla ég að hafa þessa
spumingu í huga og reyna að svara
henni eftir hvern skóladag, „hvað
lærðir þú í dag?“ Hugur minn er á
íslandi í dag, guð blessi ykkur öll.
Hanna.
Ég kveð Magga frænda sem hafði
verið veikur svo lengi. Þó ljóst væri
að hverju stefndi þessa síðustu daga
er maður aldrei tilbúinn og sorgin er
mikil.
Langbestu minningar mínar um
Magga á ég frá sumrunum í sveitinni
hjá honum og ömmu. Hve notalegt
var að sitja á mjaltastólnum og
hlusta aftur og aftur á sögurnar hans
Magga við mjaltirnar. Rölta hönd í
hönd út að á og vitja um net; skyldu
þeir vera margir í dag? Fimm skín-
andi laxar í strigapoka á heimleið.
Raka hey í nýjum strigaskóm, henda
frá sér hrífunni og hlaupa heim í ein-
um spretti til að missa ekki af út-
varpssögunni, Kapítólu. Liggjandi í
ilmandi töðunni í vagninum heim að
hlöðu. Sitja á kolaeldavélinni, borða
heitt rúgbrauð með smjöri og hlusta
á ættfræðiumræður í kaffitímanum.
Glugga í bók úr koffortinu. Hlusta
spennt á símhringingu, vonandi
hringir til okkar „löng-stutt-löng“!
Labba á eftir kúnum, krækja fyrir
keldu og athuga dýpi hennar með
kúaprikinu. Finna smáan lóuunga.
Tína krækiber í lítið box. Gefa hæn-
unum og sækja eggin; hvað yrðu þau
mörg í kvöld? Sitja í kvöldkaffi með
Magga, borða kremkex og mjólk.
Biðja bænirnar fyrir svefninn. Dálít-
ið kaldur koppur undir rúmi. Hve
gott var að liggja á bæjarhólnum og
gantast við hundinn og heimalning-
inn. Veðrið var alltaf milt, var það
ekki? Sveitin hans Magga var Para-
dís; með hann ávallt nálægan var líf-
ið öruggt, áhyggjulaust og skemmti-
legt.
Vonandi hefur Maggi nú fundið
sér aðra Paradís, eins góða og sveit-
ina.
Sigurbjörg Eðvaldsdóttir.
Þegar ég kveð Magnús
Guðmundsson, frænda minn, minn-
ist ég þeirrar skelfingar sem greip
fjölskyldu hans þegar hann veiktist
alvarlega á vordögum 1973. Dögum
saman beið fjölskyldan milli vonar
og ótta um hvort Magnús myndi lifa
og hvort hann næði heilsu. Eldri
bróðir hans, sem var eins og hann
sérlega vel gefinn, myndarlegur og
hæfileikaríkur maður, féll frá á unga
aldri. Myndi fara eins fyrir Magn-
úsi? Vikur liðu í angist og kvíða. Um
síðir var ljóst að Magnús myndi lifa,
en hann var ekki samur maður. Tíu
árum síðar varð hann aftur fyrir
sjúkdómsáfalli og það þriðja kom
öðrum tíu árum síðar.
Sjálfsagt má segja að Magnús hafi
tekið veikindum sínum af karl-
mennsku og æðruleysi. Hann bar
ekki tilfinningar sínar á torg. Ég
velti stundum fyrir mér hvað hann
hugsaði. Sótti að honum kvíði, von-
leysi, reiði? Ég hugsa að hans nán-
asta fjölskylda hefði kosið áð hann
hefði sagt frá því hvernig honum
leið.
Þó þrálát veikindi hafi sett mestan
svip á ævi Magnúsar veit ég að
margir vilja minnast hans sem ungs
hæfileikaríks manns. Manns sem
rétt rúmlega tvítugur var kosinn í
sveitarstjórn og manns sem af dugn-
aði tók við búi foreldra sinna. Þannig
vil ég minnast hans. Ég man eftir
gamalli ljósmynd af Magnúsi og
móður minni þar sem þau eru börn
að leika sér heima á Hundastapa. Ég
veit að það er sú mynd sem móðir