Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 58

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 58
58 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, frá Vatnsenda, Vesturhópi, V-Hún., síðast til heimilis á Háaleitisbraut 52, Reykjavfk, lést að morgni föstudagsins 1. september á hjúkrunarheimilinu Eir. Gunnar Árnason, Jóna Kristjánsdóttir, Jóhannes Árnason, Sigrún S. Jensen Björgúlfsdóttir, Árni Gunnarsson, Sylvía Björg Runólfsdóttir. t Bróðir okkar, GESTUR GUÐNASON frá Þorkelsgerði 2, Selvogi, til heimilis á Oddabraut 23, Þorlákshöfn, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi miðvikudaginn 30. ágúst. Jarðarför auglýst síðar. Systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og systkini, KONRÁÐ GUNNARSSON, Ólafsbraut 50, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju mið- vikudaginn 6. september kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 9.00. Jarðsett verður á Hellnum. Guðrún Tryggvadóttir, Sigurlaug Konráðsdóttir, Harafdur Ingvason, Tryggvi Konráðsson, Sölvi Konráðsson, Jóna Konráðsdóttir, Kári Konráðsson, Agnes Konráðsdóttir, barnabörn, langafabarn og systkini. Sigrún Reynisdóttir, Erla Höskuldsdóttir, Jóhann Jónsson, Elín Hanna Sigurðardóttir, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐFINNUR EINARSSON fyrrv. framkvæmdastjóri í Bolungarvík, lést sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Minningarathöfn verður í Hólskirkju í Bolung- arvík í dag, laugardaginn 2. september, kl. 14.00. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 5. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga í síma 533 1088 eða minningar- sjóð sr. Páls Sigurðssonar í síma 456 7218 og 456 7195. María Haraldsdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Sigrún J. Þórisdóttir, Haraldur Guðfinnsson, Anna Rós Bergsdóttir, Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HARALDUR PÁLSSON húsasmíðameistari, Hverafold 70, Reykjavfk, lést á líknardeild Landsþítalans miðvikudaginn 30. ágúst. Útför hans verður frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 7. seþtember kl. 13.30. Þórdís Halldóra Sigurðardóttir, Hjörtur Haraldsson, Haukur Páll Haraldsson, Erla Haraldsdóttir, Auður Haraldsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Jónína Jóhannsdóttir, Anný Dóra Hálfdánardóttir, Marilee Williams, Magnús Hreggviðsson, Atli Már Sigurðsson, Áslaug Jóna Sigurbjörnsdóttir, Loftur Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. MAGGYINGIBJORG FLÓVENTSDÓTTIR + Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir, fæddist á Sauðár- króki hinn 1. septem- ber 1910. Hún andað- sit á hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði hinn 28. ágúst síðastliðinn. Maggý var dóttir hjónanna Margrétar Jósefsdóttur, f. 21.8. 1883, að Ósi við Eyja- Qörð, d. 23.6. 1964, og Flóvents Jóhanns- sonar, f. 17.2. 1871, í Bragholti í Eyjafírði, d. 13.7.1951. Maggý ólst upp í for- eldrahúsum á Siglufirði. Systkini hennar voru Jakobma, Ebba Guð- rún Brynhildur, Jósef og Sig- tryggur sem öll erú látin. Hinn 2. júní 1935 giftist Maggý Sigurði Tómassyni, f. 16.7. 1910, fyrrv. kaupfélagsstjóra á Siglu- firði og forstjóra í Reykjavík. Elsku amma mín, elsku hjartans amma mín er dáin. Hún var eins og ömmumar í fallegustu ævintýrunum. Minningamar um hana era eins og falleg jjóð: „Sigríður mín, verðurðu heima í dag? Ég á nefniiega við þig erindi“. Nú var um að gera að taka til hend- inni. Óli minn, vertu nú Ijúfur og góð- ur í dag því nú hefur mamma verk að vinna. Amma er að koma í heimsókn og þá þarf mamma að pússa vel. Það þarf að taka fram fínasta, stífstrauj- aða dúkinn, dekka borð með tauserv- éttum og kertum og silfrið og kopa- rinn þarf að pússa. Allt verður að vera spegilgljáandi fínt þegar amma kem- ur í heimsókn. Þannig er það nefni- lega hjá henni. Úff, hvílík fyrirmynd! Og núna bakar mamma ekki bara eina litla köku, nei, nú þarf að vera „almennilegt" bakkelsi, já kaffí með öllu tilheyrandi að hætti ömmu. Og hvar era nú servéttuhringimir? Ekk- ert má vanta. Og hvert skyldi nú er- indið vera? Jú, amma kom að því: „Þið erað svo yndisleg lítil fjölskylda og er- uð svo mikið heima með barninu, það er ekki hægt annað en að þið hafið al- mennilegt sjónvarp. Héma er smá- peningur sem ég ætla að gefa ykkur fyrir litasjónvarpi". Og svo var það einmitt gleðin í fal- lega hjartanu hennar ömmu, svo sem rúmum áratug fyrr, yfir því að pabbi og mamma vora ekki búin að kaupa litasjónvarp. Þess vegna komum við Guðrún Ebba og Skúli á hverjum sunnudegi í fallega kaffihlaðborðið til ömmu og horfðum svo öll saman, hlæjandi eða skælandi, á „Húsið á sléttunni". Og þannig er nú lífið, hlát- ur og grátur til skiptis, og þannig var það hjá henni ömmu minni. Hún hafði upplifað ýmislegt. Hún hafði misst systur sína, Ebbu Guðrúnu Brynhildi, unga frá þremur litlum drengjum. Hún hafði kvatt son sinn, Tómas, langt fyrir aldur fram. Hún hafði kvatt Siglufjörð með trega og flutt með fjölskylduna sína suður til Reykjavíkur á erfiðum tímum í litla leiguíbúð þar sem þau þurftu að hlaupa út í búð til að fá að hringja og mamma varð að sofa í stofunni. En við, bamabömin hennar, feng- um lítið að heyra af þeim sorgarsög- um. Þvert á móti spann amma upp heilu ævintýrin fyrir okkur, heilu framhaldssögumar sem urðu eins og spennandi sápuóperur, héldu enda- laust áfram og þróuðust samhliða okkar lífi. Yndislegar vora stundimar með ömmu þegar við Guðrún Ebba vorum búnar að bíða stilltar og þolin- móðar eftir því að amma kláraði sín heimilisverk, allt var orðið svo gler- fínt og glansandi þjá ömmu, þá sett- umst við þrjár niður, amma með kaffi- bollann sinn og sígarettuna sem ilmaði allt, allt öðra vísi en hjá nokkr- um öðram, svei mér þá ef ekki var sápulykt af sígarettunum hennar ömmu, og amma byijaði, horfði út í loftið með sínum brúnu, fallegu aug- um og við svo spenntar, hvað skyldu Sigga Bogga og Olga gera í dag; og ekki urðum við fyrir vonbrigðum, aldrei varð amma hugmyndasnauð! Börn þeirra eru: Ebba Guðrún Bryn- hildur, f. 5.12. 1935, og Tómas Sigurðs- son, f. 7.12. 1938, d. 17.1. 1975. Ebba er gift Ólafi Skúlasyni og eiga þau þijú böm og sjö barna- böm. Þau em, Guð- rún Ebba, var gift Stefáni Ellertssyni, og eiga þau tvær dætur, Hrafnhildi og Brynhildi, Sigríður, gift Höskuldi Ólafs- syni, þeirra börn eru Ólafur Hrafn, Ásgerður og Sigríð- ur og Skúli Sigurður, kvæntur Sigríði Björk Guðjónsdóttur, börn þeirra eru Ebba Margrét og Ólaf- ur Þorsteinn. Auk heimilisstarfa vann Maggý alla tíð við fyrirtæki Sigurðar í Reykjavík. títfór Maggýjar fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. Ekki heldur núna síðustu mánuði var hugur ömmu farinn að sljóvgast, það var svo erfitt að horfa á ástkæra ömmu sína liggja í rúminu, háaldraða með mjög skerta sjón og heym og geta sig ekki hreyft. En brúnu augun hennar og allt sem þar var fyrir innan var vakandi sem fyrr. Hún var með allt á hreinu og fylgdist með okkur öll- um, dóttur sinni, mömmu minni, sem var hennar demantur, tengdasyni, bamabömum, tengdabömum og barnabamabömum. Hún var með allt á hreinu, vissi hvað hver var að gera hveiju sinni. Hún var meira að segja svo nákvæm að spyrja hversu marga laxa dótturdóttursonurinn hefði feng- ið í síðasta veiðitúr með pabba sínum! Hjartagæska ömmu var óþijót- andi; lengi vel safnaði hún saman smámynt til að gauka að litlu bama- bamabömunum sínum. Amma var alltaf að gefa. Ekki bara var hún óendanlega rausnarleg við okkur sem stóðum henni næst heldur gaf hún líka bömum langt úti í heimi. Amma hafði svo stórt og fallegt hjarta. Og það var einmitt þessi góðvild sem gagntók mig, litla stúlku í ömmu- fangi. Mikið lét hún okkur finna hve dýrmæt við voram henni. Hún tók okkur eins og við voram, ástin var skilyrðislaus. En amma var líka ákveðin kona. Þessi hlýja, alltumvefj- andi kona var stíf sem stál í skoðunum sínum: Hún var mikil sjálfstæðiskona og lá ekki á skoðunum sínum í þeim málum. Hún lét andstæðingana fá það óþvegið og einu sinni kommi var alltaf kommi í hennar augum. Aiveg eins og gallabuxur voru vinnubuxur og ekkert annað og þannig mætti maður ekki á mannamót! Franski rithöfundurinn Mareel Proust talar um mikilvægi minning- anna. Samkvæmt honum era minningamar eilífar eins og listin. Minningarnar gera okkur að því sem við erum, lifa með okkur að eilífu. Löngu era fræg orð hans þar sem hann lýsir því hvernig lykt getur kall- að fram löngu liðinn tíma. Þannig era minningamar með ömmu: Ilmurinn á aðfangadagskvöld, jólatrésilmurinn, steikarlyktin, ilmurinn af kertunum, allt þetta kallar fram minninguna um ömmu mína og afa. Aldrei hef ég og aldrei mun ég upplifa aðfangadag- skvöld öðra vísi en með dýrmætu minningamar um aðfangadags- kvöldin með þeim þar sem ekkert vantaði upp á heilagleika kvöldsins. Með afa og ömmu mér við hlið átti ég æsku mína. Hvílík hamingja, hví- líkur undirbúningur undir allt sem á eftir kom. Megi góður Guð gefa mér eitthvað af því sem afi og amma áttu til að gefa okkur barnabörnunum sín- um. Hvflíkar fyrirmyndir, hvflíkar perlur eru minningamar með þeim! Þannig var amma mín; eins og fal- legt ljóð sem ég mun geyma í brjósti mér ævinlega. Ég get ekki annað en viðurkennt að ég sakna hennar óendanlega mikið. Það er svo tómlegt til þess að hugsa að geta ekki heim- sótt hana lengur, horft í ríku, fallegu, brúnu augun hennar. En við eigum afa enn þá, svona unglegan og tignar- legan þótt níræður sé. Megi góður Guð varðveita og geyma elsku hjartans ömmu mína. Sigríður Ólafsdóttir. JONMAGNUS SIGURÐSSON + Jón Magnússon Sigurðsson fædd- ist í Reykjavík 13. júní 1953. Hann lést í Kaupmannahöfn 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarni Jóns- son, f. 1.12. 1930, d. 19.9. 1983, og Einína Einarsdóttir, f. 13.4. 1932. Systir hans var Signý Sigurðardóttir, f. 31.1.1960, gift Jóni G. Bjamasyni. Þeirra börn eru Einína Sif, f. 30.3.1983, Jón Brynj- ar, f. 8.3.1989, og Sigurður Bjarni, f. 25.2.1995. Jón Magnús kvæntist 12.4. 1975 Jennifer O’Grady Sig- urðsson frá Irlandi. Foreldrar hennar voru Peter O’Grady og Margret O’Grady, þau eru bæði látin. Systkini hennar eru Carmel O’Grady og Philip O’Grady. Jón og Jennifer eignuðust þijú börn, þau eru Sigurður Pétur, f. 11.7. 1976, Philip, f. 24.6. 1983, og Mar- gret Ann, f. 8.6.1989. Jón ólst upp í Reykjav/k og lærði bakaraiðn hjá föður sínum. Hann og fjöl- skylda hans hafa verið búsett í Danmörku síðastliðin 14 ár. títför Jóns Magnúsar fór fram í Danmörku 25. ágúst. Elsku Jón bróðir, það er sárt til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur. Við sem áttum svo margt sósagt og svo langt síðan við hitt- umst. En núna síðast þegar við töluð- um saman í símann varst þú að tala um að lcoma í heimsókn til Islands og hvað ég var spennt að heyra það. En af því ferðalagi verður ekki, heldur ert þú farinn svo snögglega í annað langt ferðalag. Minningarnar hrannast upp í hug- anum frá því við voram börn og þú varst stóri bróðir minn, sem vemd- aðir og passaðir mig. Þegar þú giftir þig og ég fékk að vera brúðarmær í brauðkaupi þínu og Jennýjar, þegar við bæði eignuðumst börn og pössuð- um hvort fyrir annað, heimsóknir ykkar til íslands og okkar til Dan- merkur, sem því miður vora alltof fá- ar síðastliðin ár. Ég bið góðan guð um að styrkja og vemda Jennýju, börnin þín, elsku mömmu og okkur öll sem söknum þín svo sárt. Eg kveð þig, elsku bróðir, ég veit að pabbi tekur vel á móti þér. Þín systir, Signý. Elsku frændi. Ég man þegar þú varst með okkur á jólunum þegar ég var lítil og þú varst alltaf að stríða okkur Philip, þú settir á þig húfu og grettir þig svo að við hlógum alveg endalaust. En þú ert farinn núna til guðs og afa og ég veit að hann er glaður að fá þig til sín, en ég hefði viljað hafa þig miklu lengur hjá okk- ur. Það var gaman að heyra fólk segja að ég væri lík þér og ég var mjög stolt af því. Ég vildi líka að þú hefðir getað verið meira hjá okkur. Guð geymi þig, elsku frændi minn, og það mun afi líka gera og þið okkur. Þín frænka Einína Sif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.