Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 59
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 59
MINNINGAR
INGIBJORG EFEMIA
JÓNSDÓTTIR
tlngibjörg- Efemía
Jónsdóttir fædd-
ist í Brekku, Seylu-
hreppi, Skagafjarð-
arsýslu. 16. maí 1904.
Hún lést á Dvalar-
heimili aldraðra á
Sauðárkróki 24.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Benedikts-
son (1872-1924) og
Sigurlaug Brynjólfs-
dóttir (1870-1966).
Systur Ingibjargar
voru Una, f. 1898, d.
1996; Bima, f. 1905
og Kristín, f. 1913. Þá áttu þau Jón
og Sigurlaug dóttur, Ingibjörgu,
sem dó bam að aldri.
Eiginmaður Ingibjargar var
Sigurður Sigurjónsson frá Geld-
ingaholti (1900-1983). Þau áttu sjö
börn og em barnabörn þeirra 25.
1) Guðrún, f. 14. febrúar 1934. Eig-
inmaður hennar er Guðmundur
Magnússon og eiga þau sex börn.
2) Erla Guðbjörg, f. 3. febrúar
1935. Eiginmaður hennar er Har-
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast ömmu minnar Ingibjarg-
ar Jónsdóttur á Marbæli. Hún ólst
upp á Grófargili í Seyluhreppi og bjó
síðar ásamt afa mínum, Sigurði Sig-
urjónssyni frá Geldingarholti, fyrst í
Holtskoti í fáein ár en eftir það á
Marbæli. Síðustu árin bjó hún á Dval-
arheimili aldraðra á Sauðárkróki.
Hún lifði tímana tvenna og þegar hún
var einhvem tímann spurð að því
hvað henni hefði þótt merkilegasta
breytingin þá nefndi hún án umhugs-
unar rafmagnið. Það var bæði Ijósið
sem kom í staðinn fyrir myrkrið og
rafmagnstækin sem léttu hið daglega
amstur.
Amma mín hafði ákveðnar lífs-
skoðanir. Hún sagðist hafa sína
barnatrú og það yrði að hafa það þó
það væri ekki alveg inni á línu prest-
anna, þó hún bæri virðingu fyrir þeim
og kirkjunni. Hún var sannfærður
spíritisti og hafði mjög ákveðna vissu
fyrir því að dauðinn væri flutningur
yfir á annað tilverustig og kveið hon-
um ekki. Hún hafði einnig ríka sam-
kennd með þeim sem minna máttu
sín og man ég að hún sagði sögur af
því hvernig einstaka „betri“ bændur
fyrr á öldinni fóru með leiguliða sína
og lék enginn vafi á því hvorum meg-
in hennar samúð lá.
Gestrisni var henni í blóð borin og
var ævinlega borið á borð ef gesti bar
að garði. Eins var það eftir að hún
fluttist á Dvalarheimilið á Sauðár-
króki að það var henni mikið í mun að
geta boðið gestum sínum eitthvað og
átti ævinlega eitthvert góðgæti í
skápnum sínum sem gladdi litla
munna.
En mikilvægasta í augum ömmu
minnar var fjölskyldan, eða „fólkið"
eins og hún kallaði það. Hún spurði
ævinlega þegar ég talaði við hana
hvort ég hefði hitt eitthvað af „fólk-
inu“ og meinti þá ættingjana. Ef svo
hafði ekki verið átti hún til að veita
netta ofanígjöf fyrir það. Henni var
fjölskyldan mjög mikilvæg og lagði
áherslu á að fjölskyldan, böm hennar
og barnabörn héldu sambandi sín á
milli.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
aldur Sigfús Magn-
ússon og eiga þau
þijú böm. 3) Jón Ein-
ar, f. 16. desember
1937. Eiginkona
hans var Katrín Jó-
hannesdóttir og
eignuðust þau tvær
dætur. Hún lést 1981.
Onnur sambýliskona
Jóns var Kristín
Jónsdóttir. Hún lést
1996. 4) Sigurlína, f.
20. ágúst 1940. Eig-
inmaður hennar var
Guðmundur Rósin-
karsson. Hann lést
1989. Þau eignuðust þrjú böm. 5)
Árni Theodór, f. 27. júlí 1942, d.
12. október 1942. 6) Ámi Sigutjón,
f. 14. apríl 1944. Eiginkona hans er
Ragnheiður Guðmundsdóttir og
eiga þau fjóra syni. 7) Sigrún, f. 24.
júní 1947. Eiginmaður hennar er
Hjörleifur Guðmundsson og eiga
þau einn son.
títför Ingibjargar fer fram frá
Glaumbæjarkirkju í dag og hefst
afhöfnin klukkan 14.
Þegar hún Ingibjörg amma mín
lést hinn 24. ágúst var hún komin á
97. aldursár. Líkaminn vai' farinn að
bila þrátt fyrir að andinn hefði haldið
sér að mestu. Um leið og ég kveð
hana vil ég þakka henni fyrir allt.
Sigurður Árnason.
í dag kveðjum við elskulegu ömmu
okkar og langar okkur til að minnast
hennar í örfáum orðum.
Það var ætíð mikið ævintýri og til-
hlökkun að fara norður í sveitina til
afa og ömmu á hverju sumri. Þegar
sást í bæinn þeirra, Marbæli, vom
það hamingjusamir krakkar sem sátu
í aftursætinu hjá mömmu og pabba.
Þau vissu að framundan var tími sem
var gerólíkur raunveruleikanum í
Kópavogi. Lífið í sveitinni snerist um
aðra hluti en við áttum að venjast og
verkefnin vom næg. Það þurfti að
reka og sækja beljurnar, fara í fjósið,
raka túnin og svo auðvitað að leika
sér í heyinu. I minningunni vomm við
hörkudugleg og ómissandi vinnu-
ki-aftur en auðvitað vomm við bara
krakkar sem reynt vai’ að hafa ofan
íyrir með alls kyns verkefnum. Þegar
litið er til baka er það aðdáunarvert
hvað amma og afi vom viljug að leyfa
okkur að dvelja hjá sér og emm við
þeim þakklát fyrir það. Það var gam-
an að sitja í eldhúsinu hjá ömmu og
hlusta á hana segja frá bæði líðandi
stundu sem og liðnum atburðum.
Amma hafði svo ríka írásagnagáfu og
hafði gaman af því að hafa fólk í
kringum sig. Þegar amma ákvað að
flytja á dvalarheimilið á Sauðárkróki
var það ekki síst vegna þess félagslífs
sem þar var. Hún hafði einstakt lag á
bömum og kunni mikið af vísum og
bamaþulum. Hún var mjög góð
amma og jafnframt ákveðin en ávallt
stutt í glettnina og hláturinn.
Það var ömmu eðlilega mjög erfitt
þegar afi dó enda höfðu þau átt meira
en hálfa öld saman en hún var viss í
þeirri trú að hann biði hennar en væri
jafnframt alltaf hjá henni. Það er
okkur því huggun að vita að núna hafi
amma losnað frá þeim þjáningum
sem hrjáðu hana undir það síðasta og
að amma og afi séu loksins aftur sam-
an. Það var falleg sýn sem lang-
ömmuböm hennar sáu í himninum
yfir Skagafirði þegar þau fóm að
kveðja hana hinstu kveðju. Það var
sem opnast hefði himinninn og þar
væri hús, hvítir hestar og stigi niður.
Þessi sýn fullvissaði þau um að nú
væri amma komin upp til afa.
Ingibjörg Rósa, Sigur-
borg S. og Auðun Már.
+
Útför ástkaerrar móður minnar, fósturmóður,
tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
MÁLFRÍÐAR ERLINGSDÓTTUR,
Holtsgötu 27,
Njarðvík,
fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Hátúni 2,
Reykjavík, mánudaginn 4. september kl. 13.30.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast
hennar, láti Krabbameinsfélag (slands njóta þess.
Þórey Ragnarsdóttir, Svavar Borgarsson,
Sólrún Samuelsson, Stefan Samuelsson,
Hlöðver Kristinsson,
Pálína Guðnadóttir,
Guðrún Erlingsdóttir,
Gunnar Erlingsson,
Herdís Erlingsdóttir,
Hlífar Erlingsson,
Björg Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
bróður míns og frænda okkar,
BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurdís Guðmundsdóttir,
Kristjana Ragnarsdóttir,
Guðmundur Ágúst Sveinsson.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar,
GUÐJÓNS MAGNÚSSONAR
frá Hrútsholti.
Fyrir hönd barna okkar og fjölskyldna þeirra,
Erla Hulda Valdimarsdóttir.
+
Okkar ástkæri,
VIKTOR MAGNÚSSON,
hjarta- og lungnavélasérfræðingur,
Skólavörðustíg 20,
Reykjavík,
sem lést af slysförum þriðjudaginn 29. ágúst
sl., veröur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 6. september kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Hallgrímskirkju.
Ida Anna Karlsdóttir,
Hulda Guðrún Þórólfsdóttir,
Sonja Viktorsdóttir,
Annalísa Magnúsdóttir, Kristján Gr. Tryggvason,
Gunnar Már Kristjánsson,
Hermann Kristjánsson, Guðborg A. Guðjónsdóttir,
Signý 0. Kristjánsdóttir,
Þórólfur Jónsson, Guðný Laxdal
og aðrir aðstandendur.
+
Systir okkar,
INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
Stekkum 9,
Patreksfirði,
lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar fimmtudaginn
31. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselja Halldórsdóttir,
Þórður Halldórsson.
+
Ástkær sambýliskona og móðir mín, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSTA ÁSMUNDSDÓTTIR
frá Bíldudal,
sem andaðist þriðjudaginn 29. ágúst á Hrafn-
istu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnar-
fjarðarkirkju mánudaginn 4. september
kl. 13.30
Kristján Símonarson,
Bragi Stefánsson, Svala Karlsdóttir,
og börn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS JÓNS ÓLAFSSONAR,
Hávallagötu 17,
Reykjavík.
Stefana Karlsdóttir,
Ásmundur Karl Ólafsson, Guðbjörg Eggertsdóttir,
María Ásmundsdóttir,
Atli Grímur Ásmundsson,
Hjördís Heiða Ásmundsdóttir,
Kjartan Skarphéðinsson,
Ólafur Kristinn Ólafsson, Ásta Unnur Jónsdóttir,
Stefana Kristín Ólafsdóttir,
Sunneva Lind Ólafsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir, Einar Eyland,
Julía Beatrice Harrison,
Einar Ólafur Eyland.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
HJÁLMARS KRISTIANSEN,
Álftarima 3,
Selfossi.
Guðrún Steindórsdóttir,
Gunnar Svanur Hjálmarsson, Guðrún Katla Kristjánsdóttir,
Margrét Anna Hjálmarsdóttir, Jón Rúnar Gíslason,
Dóra Kristín Hjálmarsdóttir, Magnús Hafsteinsson
og barnabörn.
*
•1
|
V;