Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 60

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 60
60 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Halldóra Einars- dóttir fæddist á Kaldrananesi í Mýr- dal 21. mars árið 1942. Hún lóst. á heim- ili sínu í Grafarholti í Reylqavík hinn 26. ágúst síðastliðinn. Faðir Halldóru var Einar Sverrisson, f. 1. apríl 1914, bóndi og rafvirkjameistari á Kaldrananesi 1938- 46 og seinna frá 1954-1990, en for- maður búvélaverk- stæðis KÁ á Selfossi um 10 ára skeið. Sverrir faðir Ein- ars var bróðir Jóns og Eiríks „Ormssona". Móðir Einars var Halldóra Einarsdóttir frá Holti í Mýrdal, f. 1879. Kona Einars Sverrissonar og móðir Halldóru í Grafarholti var Ragnhildur Sigríð- ur, f. 28.mai 1915 í Vestmannaeyj- um, d. 5. júm' 1990, Guðjónsdóttir skipsljóra þar, Valdasonar. Móðir Ragnhildar var Margrét Símonar- dóttir frá Söndum á Akranesi, f. 1895. Halldóra var þriðja í röð fjög- urra systkina. Eldri eru Kári raf- magnsverkfræðingur í Reyfqavík og Guðrún húsfreyja á Götum í Mýrdal, en yngri er Margrét Guð- ný, sem lengi bjó á Bðdudal en er nú flutt til Reykjavikur. Halldóra giftist 24. apríl 1969 Sigurði Sigurðarsyni dýralækni á Keldum, f. 2. október 1939. For- eldrar hans voru Sigurður Jónsson Elsku mamma. Þú sem sást um að allir hlutir væru í lagi og að fólkinu þínu liði alltaf vel. Það er erfitt að finna þau orð sem eiga að lýsa hvernig ungunum þínum líður. Þó að þú sért farin frá okkur vitum við að þú vakir yf- ir okkur og gætir okkar eins og þú hefur alltaf gert. Okkur finnst við vera heppin og rík að hafa átt þig. Allt sem þú skilur eftir þig, verkin þín og allar fallegu minningarnar, mun ylja okkur og börnunum okk- ar um ókomna tíð. Tengdabörnin þín voru tekin inn í fjölskylduna og eru sammála um að komið var fram við þau á sama hátt og okkur. Þau voru elskuð eins og þú hefðir sjálf fætt þau inn í þennan heim. Fallegu sögurnar eru margar. Þú kenndir okkur heima fyrstu árinsvo að við þyrft- um ekki að bíða eftir skólabílnum. Þá var smurt nesti og farið út í garðinn heima í Grafarholti, síðan stóðst þú út í glugga með kúabjöll- una og hringdir inn úr frímínútum. Þú varst okkar besti kennari, þótt skólaganga þín hafi ekki verið lengri en til 12 ára aldurs. Minn- ingarnar frá þessum tíma eru svo skýrar, að það er eins og gerst hafi í gær. Ailtaf varstu að gleðja einhvern. Á aðfangadag meðan beðið var eftir að jólin „kæmu“ fórum við systkinin með pabba að keyra út pakka. En það voru ekki bara keyrðir út pakkar heldur flat- kökur, smákökur og laufabrauð handa gamla fólkinu allt í kringum okkur. Jólabakstur var líka sendur austur í Mýrdal með pósti eða ein- hverjum sem átti leið þangað sem þú vissir af fólki sem væri eitt um jólin og þú vildir gleðja. Það kæmi okkur ekki á óvart, að þessir vinir þínir hafi launað þér með höfðing- legum og hlýjum móttökum hinum megin. Við systkinin erum búin að ræða liðna daga og rifja upp allar fal- legu miningarnar. Því munum við halda áfram og þótt þú sért farin, elsku mamma, þá ert það þú sem heldur hópnum þínum saman og gefur okkur þann kraft sem við þörfnumst á þessum erfiða tíma. Litlu barnabörnin þín hafa misst mikið en þau eru samt ríkari en margur að eiga fallegu minning- arnar sínar um þig. Við vitum að þú hefðir verið stolt af þeim, hvernig þau brugðust við á erfiðri stund. Vegna tímafrekra áhuga- bóndi og smiður á Sigurðarstöðum í Bárðardal, f. 8. jan- úar 1909, d. 24. októ- ber 1939, og kona hans Kristín Skúla- dóttir kennari frá Keldum á Rangár- völlum, f. 30. mars 1905, d. 13. júní 1995. Þau Halldóra og Sigurður bjuggu lengst í Grafarholti við Vesturlandsveg en í London 1969-70 og í Ósló og á Jaðri í Noregi 1972. Böm þeirra em fjögur: 1) Sigurður, tamningamaður, Þjóðólfshaga í Holtum, f. 6. janúar 1969, sambýl- iskona hans er Friðdóra Bergrós Friðriksdóttir. Börn Sigurðar með fyrri sambýliskonu sinni Anítu Pálsdóttur á Fitjum, eru Róbert, f. 15. desember 1992, og Rakel Dóra, f. 20. ágúst 1998. 2) Ragn- hildur, kennari og golfkona í Reykjavík, f. 21. júní 1970. Sam- býlismaður Þorvarður Friðbjöms- son húsasmiður. Börn þeirra em Hildur Kristín, f. 1. febrúar 1992, og Lilja, f. 19. apríl 1994. 3) Einar Sverrir, framkvæmdastjóri Bif- reiðaverkstæðis Reykjavíkur, f. 3. september 1973. 4) Sölvi, tamn- ingamaður og smiður, f. 12. jan- úar 1978. Sambýliskona hans er Álfhildur Leifsdóttir frá Keldudal. Útför Halldóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. mála foreldranna langtímum sam- an voru þau oft og lengi hjá ömmu og afa sem elskuðu þau meira en nokkuð annað. Þar vildu þau líka helst vera. Þá var nú gleði og gauragangur í Grafarholti. Mikið var föndrað og búið til alveg eins og í gamla daga þegar við vorum lítil. Alltaf hafði amma tíma þótt nóg væri að gera í föndri eða matar- gerð, því að gestum var alltaf fagnað, hvernig sem á stóð í Graf- arholti. Litlu börnin taka þessu með ótrúlegri ró og friður ríkir í litlu andlitunum þótt söknuðurinn sé sár. Þau hjálpa okkur fullorðna fólkinu að sjá hlutina í réttu ljósi. Róbert huggaði mömmu sína sem var sorgmædd og sagði: „Mamma mín, þetta er allt í lagi, hún amma er í flottum bæ þar sem fullt er af ljósum." Takk fyrir öll fallegu og góðu árin elsku mamma. Öll börnin þín. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir raekta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur afi og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stef.) Elsku mamma, Þessi orð eiga svo vel við þig. Okkar orð eru ekki nógu sterk til að lýsa líðan okkar og þeim tómleika, sem hefur orðið með frá- falli þínu. Við viljum þakka yndisleik þinn og allt sem þú gafst okkur. Minn- ing um þig mun ávallt hlýja okkur. Þín að eilífu. Sölvi og Álfhildur. Allt eins og blómstrið eina, upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina, fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði, af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði. Líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Mér kemur í hug þetta vers úr sálmi sr. Hallgríms um dauðans óvissan tíma og finn sárt til þess, hve óraunverulegt er, að henni Halldóru mágkonu minni skuli á snöggu augabragði og án fyrirvara hafa verið svipt í burtu frá fjöl- skyldu sinni og vinum. Mér er sannariega orða vant, þegar ég reyni að koma nokkrum fátækleg- um orðum á blað í þeim tilgangi að minnast hennar. Við töluðum síð- ast saman daginn áður en hún dó og þá var hvorugu okkar sannar- lega ekki dauðans óvissi tími í huga. Halldóra hló og gerði að gamni sínu. Hún var alltaf svo heilbrigð í hugsun, lifandi, kát og lífsgiöð að það er nánast ómögu- legt að þurfa að horfast í augu við að hún sé fyrirvaralaust hrifin brott. Mér er í fersku minni þegar hann Sigurður bróðir minn kom fyrst með Halldóru sína og kynnti hana fyrir okkur Sjöfn. Það streymdi hlýja og gleði frá þessari sviphreinu og fallegu stúlku úr Mýrdalnum. Hamingjan og lífs- gleðin geislaði af þeim og þannig var það alla tíð. Þau tvö voru sam- rýnd og samstiga í lífinu, jafnt í starfi sem í leik og þau áttu svo vel saman að óvenjulegt var. Halldóra tók ung við búsforráð- um í Grafarholti. Starfsdagur bróður míns var oftar en ekki langur og oft þurfti hann starfsins vegna að vinna fram eftir nóttu eða skjótast á annað landshorn til þess að sinna erilsömu starfi. Frí- dagar eða sumarfrí var ekki ofar- lega á kröfulistanum í lífi og starfi Halldóru og Sigurðar og ég dáði oft þá þolinmæði og það umburð- arlyndi sem Halldóra hafði til að bera, þegar síminn hringdi eða bank á dyrnar í Grafarholti trufl- aði heimilislífið á ólíklegustu tím- um. Alltaf var hið góða skap, gamansemi og glaðværð Halldóru og hláturmildi hennar fyrir hendi og hún var þungamiðja eða mið- punktur fjölskyldunnar í dagsins önn á stóru heimili. Bjartsýni, já- kvætt viðhorf og umhyggja fyrir öðrum, skyldum og vandalausum, einkenndi Halldóru. Orðið „vanda- mál“ var ekki til í hennar orðabók og þegar lausna var þörf, voru þær fundnar á lipran og átakalausan hátt. Halldóra var listfeng og hög með afbrigðum og eftir hana liggja m.a. listaverk í útsaumi, mynd- verkum og útskurði. Þjóðlegir munir hennar eru þekktir og vin- sælir minjagripir. Þá skipta þeir örugglega þúsundum, sem hafa skreytt heimili sín um jólin með skrauti sem Halldóra hannaði og bjó til af hugkvæmni sínu og list- fengi. Efniviðurinn var oftast ein- faldur en árangurinn bar höfundi sínum vitni. Hún var þolinmóð og ósérhlífin. Alltaf fann hún tíma til þess að sinna handverkunum en ekki síst til að leggja öðrum lið. Hún var listamaður í matargerð, gestrisni þeirra Grafarholtshjóna var ómæld og æði margir eru þeir sem nutu góðra stunda í návist þeirra. Halldóra tók þátt í áhugamálum og starfi bónda síns og barnanna af lífi og sál. Hún örvaði börnin til dáða, styrkti og hvatti á alla lund, enda hafa þau öll fjögur náð langt og orðið íslandsmeistarar hvert á sínu sviði. Sannur keppnisandi, líf- slöngun og lífsgleði svo og skynsamlegt gildismat í lífinu var aðalsmerki Halldóru. Líf hennar var ekki taugastrekkt kapphlaup eftir vindi og veraldargæðum. Hún innrætti börnum sínum hina góðu eiginleika sem henni sjálfri voru eðlislægir. íslensk menning og þjóðleg gildi voru í hávegum höfð á heimilinu í Grafarholti og þar voru þau hjónin samstiga. Halldóra og Sigurður áttu það sameiginlegt að vilja ekki aðskilja kynslóðirnar og fjölskyld- an hefur haldið vel saman. Aidrað- ur faðir Halldóru, Einar Sverris- son frá Kaldrananesi, hefur um árabil átt góða daga í hlýju og um- hyggju Halldóru og Sigurðar í Grafarholti, þar sem kynslóðirnar bjuggu saman og miðluðu hver annarri af reynslu og menningu gamla og nýja tímans. Bróðir minn og fjölskylda hans axla núna þunga byrði, en minn- ingin um ástríka umhyggjusama og lífsglaða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu verður styrkurinn í raununum. Skúli Jón Sigurðarson. Við sviplegt og ótímabært and- lát Halldóru Einarsdóttur langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég sá hana fyrst 1969 þegar þau hjón komu til London með ungan son sinn, Sigurð en Sigurður, eig- inmaður Halldóru, var að fara til framhaldsnáms í meinafræði við Royal Veterinary College þar í borg. Svo heppilega vildi til að við vorum að flytja úr ágætisíbúð sem við höfðum tekið í leiguarf eftir aðra íslenska fjölskyldu sem líka hafði verið þar við nám og nú gat þriðja íslenska námsmannafjöl- skyldan tekið við. Halldóra lét ekki mikið yfir sér en var lagleg, grönn og hávaxin, glaðleg, hlátur- mild, jákvæð og gerði gott úr öllu. Hún var fjarskalega myndarleg og öll handavinna lék í höndum henn- ar. Það voru ekki liðnir margir mánuðir þegar hún hafði svipt gamalgróinni bónblettahulu af eld- húsgólfinu svo það skein fagur- blátt og svo klæddi hún gamla hægindastóla í glænýjan og stáss- legan búning eins og vanur bólstr- ari. En ekki nóg með það, hún vann einnig fyrstu verðlaun í prjónakeppni uppi á íslandi en þangað hafði hún sent heilan kjól sem hún prjónaði sér. Hún hafði líka um lítið barn og heimili að hugsa í framandi landi en nýtti tímann vel. Síðar þegar báðar fjölskyldur voru aftur komnar heim til Islands hittumst við helst við mannamót á Keldum þegar starfsfólk og makar gerðu sér glaðan dag af einhverju tilefni. Halldóra og Sigurður bjuggu með börnum sínum í Graf- arholti og því má segja að hún hafi lengi verið húsmóðir á næsta bæ við Keldur þar sem Sigurður vann. Hún sýndi þessum vinnustað eig- inmanns síns og okkar hinna alúð og ræktarsemi og lagði sitt af mörkum til þess sérstaka og góða anda sem þar hefur lengi ríkt. Á hátíðum eins og jólum og páskum komu frá henni fallegar skreyting- ar sem hún hafði gert og prýddu borðin í kaffistofum og annars staðar og á jólum bauð hún starfs- fólki Keldna handleiðslu í jóla- föndri sem bæði börn og fullorðnir sóttu, en Halldóra útvegaði marg- víslegt efni sem hún hafði hannað sérstaklega og útbúið. Vil ég nú þakka henni innilega fyrir hönd okkar starfsfólksins fyrir velvild hennar, ósérhlífni og uppörvandi nærveru. Halldóra var stefnuföst kona sem tók afstöðu til mála og fylgdi ótrauð eftir skoðunum sínum. Með henni er gengin mikil sómakona langt um aldur fram. Eg flyt Sigurði, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur Helga. Blessuð sé minning Halldóru Einarsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir. Á landsmóti hagyrðinga sl. laug- ardag urðu mótsgestir sem höggi slegnir er veislustjórinn tilkynnti andlát Halldóru Einarsdóttur í Grafarholti. Hún varð bráðkvödd um morguninn. Þau Grafarholtshjón, Halldóra og Sigurður, hafa síðasta áratug lagt öllum mönnum meir af mörk- um til þessarar árlegu samkomu, staðið fyrir hópferðum Iðunnar- manna og annarra félaga um land- ið þvert og nú í sumar lögðu þau nótt við dag til að gera þetta síð- asta mót sem veglegast þrátt fyrir miklar annir þeirra beggja. Um árabil hafa nokkrir félagar staðið fyrir árlegu söngkvöldi. Þegar Halldóra kom í þann hóp fann hún honum skjótt samastað í Golfskálanum við Grafarholt, stóð fyrir veitingum og ekkert hús fannst hlýrra í landnámi Ingólfs það kvöld. HALLDORA EINARSDÓTTIR Hún var mikil hagleikskona og þróaði fagra gripi, bæði tengda ís- lenskri ull, þjóðtrú og jólasiðum. Þau Grafarholtshjón komu á margar samkomur með okkur í Flóanum og tóku þátt í skemmti- ferð kirkjukóranna hér til Skaga- fjarðar á síðasta ári. Glaðværð Halldóru litaði allt mannlíf sem hún kom nærri. Hjálpfýsi hennar og fórnarlund var einstæð. Hennar er sárt sakn- að. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sólianda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfí í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. (Jónas Hallgr.) Harpa og Ingi Heiðmar í Gömlu-Þingborg. Fregnin um andlát Halldóru Einarsdóttur í Grafarholti kom eins og reiðarslag. Einstök kona er fallin frá langt um aldur fram. Hún var svo falleg kona, hún Halldóra. Há og grannvaxin með dökkt liðað hár og glampa í aug- um. Það geislaði af henni. Hlý og alúðleg í viðmóti, og ævinlega stutt í kímnina. Sterk kona og harðdug- leg. Halldóru fannst best að byrja daginn snemma. Hún var afar hagsýn húsmóðir og vann skipu- lega. Allt virtist leika í höndum hennar. Hún var einkar lagin við alla matargerð og bakstur. Hún saumaði föt á alla fjölskylduna og lét sig ekki muna um að smíða glugga í mestallt hús þeirra hjóna af mikilli vandvirkni og setja þá í með aðstoð aldraðs föður síns. Hún passaði barnabörnin, inn- réttaði herbergi í húsinu og hlóð veggi í garðinum. Henni virtist ekkert vaxa í augum. Sérgrein Halldóru var jólaföndr- ið. Það byrjaði smátt, en varð svo vinsælt að hún mátti hafa sig alla við til að anna eftirspurn. Þar nutu sín listrænir hæfileikar hennar og hugmyndaauðgi. Hún útbjó fönd- urpakka af stakri snilld með leið- beiningum sem allir gátu skilið. Hún lagði á sig mikla vinnu við að búa alla smáhluti til sjálf, svo að hún gæti haldið verðinu í lág- marki. Hin síðarí ár hafði hún töluvert starf af föndurgerðinni. Ógleymanleg eru hin árlegu jólaföndurkvöld á Keldum, þar sem hún mætti glöð og hress, hlað- in pinklum, og gekk svo milli nær- staddra og aðstoðaði okkur við að útbúa Grýlu og Leppalúða og alla íslensku jólasveinana. Við höfum stundum gantast með það á Keldum, þó í nokkurri al- vöru, að þegar að því kæmi að ís- lensk ofurkona yrði valin á Stöð 2 myndum við hringja og veita Hall- dóru atkvæði okkar. Það var ekki smáræði sem hún gat áorkað, og jafnan með bros á vör. Halldóra var lánsöm kona. Henni virtist auðvelt að njóta augnabliksins, og smitaði þá gjarn- an nærstadda með lífsgleði sinni. Þau voru afar samrýmd, hjónin Sigurður og Halldóra. Þau höfðu mikinn stuðning hvort af öðru og tóku þátt í áhugamálum hvort ann- ars. Þau eiga einstaklega myndar- leg börn og barnabörn. Á heimili þeirra í Grafarholti er mikill myndarbragur, og gestrisni í fyrir- rúmi. Halldóra Einarsdóttir hefur ver- ið kölluð til starfa á öðrum stað. Þar mun hún ekki liggja á liði sínu frekar en fyrr. Við sendum Sigurði og fjölskyldunni, sem og öðrum aðstandendum, innilegar samúðar- kveðjur. Missir þeirra er mikill. Starfsfólk Rannsókna- deildar dýrasjúkdóma, Keldum. Okkur langar í fáum orðum að minnast einstakrar konu, Halldóru Einarsdóttur. Kynni okkar hófust þegar dóttir okkar, Álfhildur, hóf sambúð með Sölva, yngsta syni þeirra hjóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.