Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 61 Henni reyndist hún ætíð sem besta móðir og í allri okkar við- kynningu einkenndu hana mann- gæska, gleði og gjafmildi. Við erum þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa kynnst Halldóru. Sigurði og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðarósk- ir. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafír út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stef.) Kristín og Leifur í Kcldudal. Okkur langar að minnast Hall- dóru Einarsdóttur í Grafarholti í nokkrum orðum. Kynni okkar að þeim hjónum í Grafarholti hófust þegar yngsta systir okkar, Álfhildur, kynntist yngsta syni þeirra, Sölva. Heimili þeirra er mikið fjölskylduheimili og Halldóra opnaði ekki einungis faðm sinn fyrir Álfhildi systur, heldur okkur systrunum öllum og fjölskyldum okkar. Hún var og verður ávallt sér- stök í okkar huga fyrir þá hugul- semi, gjafmildi og manngæsku sem einkenndu hana. . Þegar þrjár okkar gengu í hjónaband fyrir tveimur árum áttu þau hjón stóran þátt í að gera okk- ur daginn ógleymanlegan. Hand- unnar gjafir Halldóru munu alltaf minna okkur á hana. Börn okkar nutu einnig gjafmildi hennar og ástríkis. Missir fjölskyldunnar í Grafar- holti er mikill við fráfall þessarar miklu fjölskyldumóður, við vottum okkar dýpstu samúð. Systurnar frá Keldudal. Þau sorglegu tíðindi bárust okk- ur sl. sunnudag að Halldóra í Grafarholti væri látin. Andlátið bar brátt að. Þau Sig- urður höfðu ásamt fleirum verið að undirbúa hagyrðingamót sem átti að halda um helgina, en bæði höfðu þau mikinn áhuga og ánægju af þeim félagsskap Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og enginn uggði að sér er hinn slyngi sláttumaður kom í heimsókn í Grafarholt. Öll munum við þó lúta þessum örlögum fyrr eða síðar og flestir munu taka þeim fagnandi þegar þau koma á réttum tíma, en þetta var of fljótt. Halldóra heitin var mjög ötul og lagði gjörva hönd á hvert það verk sem að höndum bar, hvort sem það var sauma- skapur, húsasmíðar eða föndur fyrir og með börnunum sínum, hún átti margt ógert. Halldóra var mjög hlý en um leið raunsæ, hagsýn og hreinskiptin. Halldóra og Sigurður bjuggu allan sinn bú- skap í Grafarholti sem var og er raunar enn í útjaðri Reykjavíkur. Þetta hentaði þeim vel. Börnin nutu frelsisins enda hafði þetta mikil og góð áhrif á uppeldi þeirra, en einnig er Grafarholt næsti bær við tilraunastöðina á Keldum þar sem Sigurður hefur unnið sem dýralæknir allan sinn starfsaldur. Til skamms tíma var dýralækna- stéttin fámenn svo allir kynntust vel. Við hjónin kynntumst Hall- dóru þegar þau Sigurður ákváðu að eyða ævinni saman. Nú færum við, fyrir hönd dýralækna og maka þeirra, þakkir fyrir hin góðu kynni um leið og við vottum Sigurði, börnum þeirra og öldnum föður Halldóru, dýpstu samúð. Þórunn Einarsdóttir og Jón Guðbrandsson. Kynni okkar Halldóru hófust 1998 en þá tókst vinskapur með mér og Sigurði syni hennar. Líkt og með Sigurð þá náðum við Hall- dóra strax mjög vel saman og varð vel til vina en ég heillaðist strax af þessari einstöku manneskju. Eins og þeir sem til þekkja get- ur kvöldið verið ansi langt hjá hestamönnum en það var alveg sama hvenær okkur bar að garði í Grafarholtið, alltaf tók hún bros- andi á móti okkur og lagði strax á borð kaffí og meðlæti eins og henni einni var lagið, síðan var spjallað um lífið og tilveruna og eru þessar stundir mér ógleyman- legar og er ég þakklátur fyrir. Halldóra bar einstaka umhyggju fyrir öðrum, hún sá alltaf jákvæðu hliðarnar en hallaði aldrei orði á nokkurn mann. Eftir heimsóknir í Grafarholtið var ég oft hugsi, allt- af kom þessi einstaka kona mér á óvart og ætla ég að nefna lítið dæmi um dugnað hennar og þraut- 0-111 Eg tók eftir því að búið var að skipta um glugga og laus fög í hús- inu og var að dást að handbragð- inu og spurði hver hafi séð um verkið. Mér til mikillar furðu sagði hún mér að hún hefði gert það sjálf, og það sem meira er að gluggana og lausu fögin smíðaði hún með handverkfærum en ekki í vélum eins og alls staðar er gert í dag. Þetta dæmi er lýsandi fyrir hana, ekkert er ómögulegt ef vilj- inn er fyrir hendi. Fjölskyldan í Grafarholtinu hef- ur misst mikið, en eftir sitja mikl- ar og góðar minningar um ein- staka konu, einstaka móður og einstakan persónuleika. Minning hennar og þær góðu stundir sem fjölskylda hennar hefur átt munu lifa og vera þeim huggun harmi gegn. Eg og fjölskylda mín vottum að- standendum okkar dýpstu samúð. Sigurður V. Ragnarsson og Qölskylda. Einstök mannkostakona er fallin frá langt um aldur fram, eftir stöndum við hin sem lömuð. Það er ekki skrýtið því að segja má að kjölfestan bæði í Grafarholts- og Kaldrananessfjölskyldunni er far- in. Kynni okkar Dóru hófust fyrir fjörutíu árum síðan austur í Mýr- dal þegar ég tengist fjölskyldunni. Aidrei hefur neinn skugga borið á þau kynni og þau staðið af sér allar breytingar á stórfjölskyld- unni. Sigurður dýralæknir sagðist hafa fundið þennan gimstein í fjós- inu á Kaldrananesi, eins og hann orðaði það sjálfur við mig þegar hann var í sumarafleysingum fyrir austan. Þau voru sérstaklega sam- hent hjón og héldu heimili af mikl- um myndarskap. Heimili sem var rekið eins og höfuðból til sveita hér á árum áður.Ég veit ekki um neitt heimili gestkvæmara. Heimili þeirra stóð alla tíð í Grafarholti vfyesturlandsveg, fyrir utan námsdvalir erlendis. Grafar- holt stendur í þjóðbraut, það var þar til nýlega eitt fyrsta íbúðar- húsið sem blasti við þegar komið var til borgarinnar að norðan eða vestan. Alltaf tók Dóra á móti öll- um brosandi og af rausn. Mér er til efs að svona heimili finnist mörg í borginni. Gestrisni og alúð hjónanna skynjuðu allir og þar leið öllum vel. Ég veit ekki hvað Sólveig mín hefði ekki lagt á sig þegar hún var barn ef það þýddi að hún mætti dvelja dagstund í Grafarholti hjá Dóru frænku. Dóra gaf sig líka alla að fjöl- skyldunni og var kennari af guðs náð sem fræddi til munns og handa - án ítroðslu heldur með leik og starfi. Það var ekkert kyn- slóðabil í Grafarholti. Börnin þeirra og önnur fengu að taka þátt í öllu sem fram fór á heimilinu, ut- an dyra sem innan. Það var sungið saman og spilað á píanó, leikið með leikföng sem voru ekki til annars staðar vegna þess að hús- móðirin bjó til flest af leikföngun- um.Einnig var leikið með völur og leggi. Handlagni var eflaust meðfædd hjá systrunum Guðrúnu, Margréti og Halldóru en þær unnu þannig með gjöfina að hún varð að snilli. Dóra var ekki gömul þegar hún fékk fyrstu verðlaunin sín fyrir handavinnu, e.t.v. 10-12 ára, en þá fékk hún fyrstu verðlaun fyrir prjónakjól sem komst ofan í eld- spýtnastokk. Fyrir um mánuði tóku þær systur allar þátt í heimilisiðnaðarsýningu, sem var haldin í Vík í Mýrdal. Undanfarin ár hefur Dóra kennt á mörgum námskeiðum jólaföndur, m.a. jólasveinagerð og vann gífur- lega mikið fyrir hver jól. Stundum lagði hún nótt við dag til að upp- fylla allar pantanir. Mannkostir Dóru voru fjöl- breyttir og t.d. trygglyndið sem hún sýndi með því að versla öll ár- in við Rangá er einstakt og ekki væri mikill vandi að þjóna fólki ef allir hefðu sama jákvæða viðhorfið og hún hafði. Dóra og Sigurður eignuðust fjögur áfár mannvssníeg börn og barnabörnin eru einnig fjögur. Þau studdu afar vel við bakið á börnum sínum í hverju sem þau tóku sér fyrir hendur. Enda skara þau fram úr hvert á sínu sviði. Það var sama hvort það var nám þeirra eða tómstundaiðja, alltaf var Dóra þar, tilbúin að miðla, örva og styðja. Það voru ekki einungis hennar eigin börn sem nutu þessa því að tvö systkinabörn Dóru bjuggu öll menntaskólaárin hjá þeim í Grafarholti, Einar sonur Margrétar og Ragnhildur dóttir Guðrúnar. Þá hefur Einar faðir Dóru búið hjá þeim síðustu tíu ár- in og unað hag sínum vel, hann á nú um sárt að binda. Hús þeirra var öllum opið og þar ríkti einstak- ur myndarskapur og þjóðlegur menningarblær. Ég votta Sigurði og börnum þeirra innilega hluttekningu, þau hafa misst mikið en barnabörnin þó mest. Sigrún Magnúsdóttir. Þvílík harmafregn barst mér á laugardag, að hún Halldóra væri dáin. Þetta gat bara ekki verið rétt. Að þessi tápmikla, hressa kona sé farin er ómögulegt að sætta sig við. En við ráðum víst ekki okkar næturstað. í dag kveð ég mína elskulegu vinkonu, Halldóru, sem ég hitti fyrst er ég var á leið í minn fyrsta tíma í vetrarpútti GR-kvenna. Hún kom hress á eftir mér, tók utan um axlir mínar og sagði „þú ert ný?“ Ég játti því og hún sagði þá: „Þú verður bara með mér.“ Hún hafði skilið hvernig mér leið án þess ég þyrfti að tjá mig. Mér þótti strax vænt um hana. Við púttuðum þessar 36 holur og hún hvatti mig og leiðbeindi. Þegar kom að lokum leit hún brosandi á mig og sagði „þú ert líklega með besta skorið í kvöld“. Er þáð spurði ég, og áttaði mig á því að ég hafði bókstaflega gleymt mér. Það var svo gaman. „Já, þú ert með 28 og ég 29,“ sagði hún. Ég þakka henni pútterinn sem ég vann þennan vetur fyrir lægsta skorið. Þegar hún setti svokallað Bekkjarmót á fót þar sem ljóst var að eigi skyldi sætta sig við að bekkir væru eingöngu á karlateig- unum. Nei, þeir skyldu einnig vera á kvennateigum og eru þeir nú þegar komnir á sína staði í Grafar- holtinu. Að sitja við hlið hennar á leið á kvennamót á Akranesi, spjalla um heima og geima og komast að því að við áttum annað áhugamál, ætt- fræðina, ég að vísu nýgræðingur en hún hafði verið í Ættfræðifélag- inu í mörg ár. Ég þakka Halldóru Einarsdótt- ur samfylgdina og að hafa fengið að kynnast henni er ríkidæmi. Við hjónin vottum fjölskyldu Halldóru okkar dýpstu samúð og biðjum alla Guðs engla að styrkja þau í þessari miklu sorg. Auðbjörg. Kæra Halldóra. Ég gleymi aldrei hvernig ég í fyrsta skipti hitti þig, þú bara opn- aðir hurðina og það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Mér leið svo vel í kringum þig. Maður var alltaf velkomin og það var alltaf gaman að koma til þín, en það gerði nú líka það að maður var alltaf lengur en maður kannski hafði tíma fyrir, en það þakka ég bara fyrir núna. Þú not- aðir alltaf tímann í að gleðja og hugsa um aðra en þig sjálfa. Það er svo skrítið núna eftir að þú ert farin og allt gerðist svo fjótt. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér og það sem þú hefur kennt mér. Líka núna þegar þú ert farin svo snemma, vil ég þakka fyrir tímann sem ég fæ á hverjum degi og nota hann vel, eins og þú. Þín Iben. Kveðja frá Golfklúbbi Reykjavíkur Golfklúbbur Reykjavíkur néfuF á undanförnum árum vaxið og dafnað og nú er svo komið að fé- lagar eru um 1.600. Félagarnir eru orðnir fleiri en íbúar sumra kaupstaða og rekstur klúbbsins er um margt skyldari rekstri fyrir- tækis en starfi áhugamannafélags. Vexti og viðgangi klúbbsins hafa fylgt margir kostir en óneitanlega er hópurinn laustengdari en verða vill í smærri félögum. Það er auð- velt að halda sig til hlés í félags- starfinu og ætla stjórn eða starfs- mönnum klúbbsins að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Sem betur fer hefur Golfklúbbur Reykjavíkur verið svo lánsamur að eiga sem félaga einstaklinga sem sjálfir taka frumkvæðið og ganga í að leysa mál þótt engin skylda kalli. Halldóra Einarsdóttir var slíkur félagi. Halldóra bjó í Graf- arholti nánast við hlið golfvallar- ins. Hún var afskaplega drífandi og kraftmikil kona og lá aldrei á liði sínu varðandi þau málefni sem hún taldi klúbbnum til heilla. í nokkur sumur sá hún um rekstur litla golfvallarins á Korpúlfsstöð- um, annaðist veitingasölu, inn- heimti vallargjöld og skipulagði alls kyns mót fyrir þá sem komu á Korpuna. Það hafa margir haft á orð á því, að þegar þeir fyrst reyndu að spila golf á Korpunni og vandinn að hitta kúluna var að bera áhugann ofurliði, þá hafi hlý- legt fas Halldóru og hvetjandi við- mót hennar orðið til þess að þeir gáfust ekki upp. Halldóra var frumkvöðull í að skipuleggja kvennastarf klúbbsins, hún gekkst fyrir púttkvöldum og hafði frum- kvæði að sérstökum rástímum fyr- ir konur. Ávöxt hvatningar sinnar og elju fékk Halldóra m.a. að sjá í dóttur sinni Ragnhildi sem hefur unnið alla þá titla í íslensku kvennagolfi sem hægt er að vinna. Halldóra var ekki alltaf ánægð með framgang mála í klúbbnum sínum. Henni fannst t.d. ekki gott að þeim alltof fáu bekkjum sem eru á golfvöllunum, þar sem félag- arnir geta sest niður og hvílt lúin bein þegar þeir eru að spila golf, skyldi nánast alltaf valinn staður við karlateigana. Hennar svar var ekki bara að kvarta. Halldóra gekkst fyrir sérstökum fjáröflun- armótum, svonefndum „bekkja- keppnum", þar sem fé var safnað í því skyni að kaupa bekki til þess að setja niður við kvennateigana. Þessi afstaða, að ganga sjálf til þess að leysa málin en ætla það ekki öðrum, gerði Halldóru að dýr- mætum og kærum félaga okkar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Við eigum eftir að sakna góðs granna í Graf- arholtinu. Golfklúbbur Reykjavíkur vottar Sigurði, börnum þeirra Halldóru og öðrum ástvinum, hluttekningu. ^ Gestur Jónsson, formaður GR. Ekki datt okkur í hug þegar við hittum Halldóru í þrítugsafmæli Ragnhildar vinkonu okkar í júní sl. að þetta yrði í síðasta sinn sem við myndum ganga á hennar fund. Þar ákváðum við vinkonurnar að í Grafarholt færum við strax í byrj- un hausts og myndum rifja upp gamla tíma, enda minningarnar margar. Ekki fer allt eins og mað- UF ætlar Og áður en haustið kemur hefur Halldóra verið hrifin á brott frá okkur til annarra verka. Við vorum í menntaskóla með Ragnhildi, dóttur Halldóru, og er óhætt að segja að við stöllur dvöldum meira og minna í Grafar- holti öll menntaskólaárin. Heimili okkar beggja voru þá úti á landi og því var það okkur ljúft að koma í Grafarholt. Það var í raun eins og okkar annað heimili í Reykjavík. Önnur okkar bjó um tíma í Péturs- borg sem þá stóð í nágrenni við Grafarholt þannig að ekki var langt að fara. I Grafarholt vorum við svo velkomnar á öllum tímum sólarhringsins og Halldóra og Sig- urður okkur svo góð að seint verð- ur það fullþakkað. Alltaf tók Hall- dóra á móti okkur með hlýju brosi og spurði okkur frétta. Það var uppbyggjandi að tala við hana, hún taldi í okkur kjark og styrkti með ráð og dáð. Halldóra var mikil húsmóðir og oft minnti Grafarholt okkur á umferðarmiðstöð þar sem allir voru velkomnir og allir fóru saddir og sælir út. Halldóra var engin venjuleg kona, svo hjartahlý og góð. Hún var þúsundþjalasmiður og allt lék í höndunum á henni. I hvert skiptF sem við komum var Halldóra að smíða eitthvað, föndra eða sauma. Segja má að hún hafi aldrei stopp- að, dugnaðurinn og ósérhlífnin voru svo áberandi í persónuleika hennar. í dag kveðjum við Halldóru, það er margs að minnast og ljóst er að við erum ríkari persónur eftir að hafa kynnst henni og í raun þá höfum við margt af henni lært. Við munum sakna þess að sjá ekki brosið og heyra ekki hláturinn hennar aftur, en eitt er víst hún hverfur ekki úr minningunni. Okk- ur langar til að kveðja hana með þessu ljóði: Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins “ blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Elsku Ragga, Sigurður, Einar afi og aðrir aðstandendur, við vott- um ykkur okkar innilegustu samúð og megi góður guð vera með ykk- ur. Grúa Guðbjörg Þor- steinsdóttir og Halla Bergþóra Björnsdóttir.^ t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför HEIÐU BJARKAR VIÐARSDÓTTUR, Hólabergi 54, Reykjavík. Björn Líndal Traustason, Viðar Stefánsson, Anna Ólafsdóttir, Dóra Traustadóttir, Bryndís Scheving, Haraldur Ólafsson, Inga Huld Hermóðsdóttir, Stefán Fannar Viðarsson, Ægir Þór Viðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.