Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 71 I DAG Arnað heilla O A ÁRA afmæli. í gær, O V/ föstudaginn 1. sept- ember, varð áttræður Eskhild Jóhannesson, Holtsgötu 1, Sandgerði. Hann tekur á móti ætt- ingjum og vinum í dag, laugardaginn 2. septem- ber frá kl. 17-19 í Sam- komuhúsinu í Sandgerði. HA ÁRA afmæli. Þann í 1/4. september nk. verður sjötug Aðalheiður Ólafsdóttir, Jórutúni 5, Selfossi. Af því tilefni taka hún og eiginmaður henn- ar, Guðmundur Jónsson, á móti gestum í Karlakórs- heimilinu, Gagnheiði 40, Selfossi, sunnudaginn 3. september kl. 15-18. O A ÁRA afmæli. í dag, O U laugardaginn 2. september, verður áttræð- ur Þórður Sigurðsson, Blikahólum 12, Reykja- vik. Sambýliskona hans er Kristín Halldóra Krist- jánsdóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í Lionsheimilinu Sóltúni 20, Reykjavík, á afmælisdag- inn kl. 17-20. A A ÁRA afmæli. Á O\jmorgun, sunnudag- inn 3. september, verður sextug Helga Daníelsdótt- ir, Fífumóa 5c, Reylq'a- nesbæ. í tilefni dagsins bjóða börnin hennar ætt- ingjum og vinum að sam- fagna með aímælisbaminu í sal Karlakórs Keflavíkur á Víkurbraut 17, Reykja- nesbæ, í dag 2. september frákl. 20. 17 A ÁRA afmæli. Erla I V/Hafliðadóttir, Brunnum 14, Patreks- firði, verður sjötug á sunnudaginn, 3. septem- ber. Hún er fædd að Hval- látrum í Rauðasands- hreppi en bjó allan sinn búskap á Patreksfirði þar sem hún rekur gistihús. Eiginmaður Erlu var Kristján Jóhannesson, en hann lést 1986. Erla tekur á móti gestum með fjöl- skyldu sinni í Félagsheim- ilinu á Patreksfirði á af- mælisdaginn milli kl. 17 og 21. Mistök urðu við birtingu tilkynningar í blaðinu í gær og er beðist velvirð- ingar á því. SKAK llmsjón llclgi Áxs Grétarsxon i. i Hvitur á leik. Alla jafnan aukast jafn- teflislíkur þess sem hefur lakari stöðu þegar mislitir biskupar eru á borðinu. Hins vegar getur slíkt virk- að öfugt og sérstaklega þeg- ar drottningar eru með í spilunum því að kóngurinn getur þá orðið auðvelt skot- spæni. Staðan er prýðilegt dæmi slíkt en hún kom upp á milli stórmeistaranna Mikhaíl Krasenkov (2702), hvítt, og Peter Svidler (2689) á ofurmótinu í Polan- ica Zdroj er lauk fyrir stuttu. 40. c7! Dxc7 og svartur gafst upp um leið. Próðlegt er að velta fyrir sér hvers vegna en þegar nánar er að gáð er lausnin frekar einíold: 41.Del + ! Kg5 eða 41...Kh5 er svarað með 42.De6 í báðum tilfellum og hvítur mátar. GULLBRÚÐKAUP. í dag, 2. september, eiga 50 ára hjú- skaparafmælj hjónin Guðrún Ánna Kristjánsdóttir og Sigmundur Óli Reykjalín Magnússon vélfræðingur. Þau giftu sig að Möðruvöllum í Hörgárdal 1950, en séra Sig- urður Stefánsson prófastur gaf þau saman. Þau eru að heiman. Með þeim á myndinrii er sonurinn Þórir Ottó sem er látinn. LJOÐABROT HAUSTKVOLD Rökkvar og rennur dagur til Ránar eins og í gær; hann styttist, það hallar að hausti; á hlíðinni’ er fölur blær. Þegar hallar að hausti og húmið er milt og rótt, þá dreymir mig skrítna drauma, og dreymir þá fram á nótt. Það er ekki vorsins yndi, sem omar og kveikir bál; nei, það er einhver rökkurró, sem reifast þá mjúkt um sál. Og ekki’ er það vonaeldur, sem allt gerir bjart og heitt; það eru einhver hulduljóð, sem hafa mig allan seitt. Þei, þei! Álftir við ósinn og engilröddum kvaka; þær una við hag sinn eins og ég, og er þó af litlu að taka. Jóhann G. Sigurðsson. STJÖRIVUSPÁ eftir Francex Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert ákafamaður en ert með of mörgjám í eldinum til þess að ná tangarhaldi á for- ystuhlutverki. Hrútur (21. mars -19. apríl) “f* Nýjar upplýsingar valda þvi að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Gefðu þér góðan tíma og þegar ákvörðun ligg- ur fyrir lætur þú ekkert stöðva þig. Naut (20. apríl - 20. maí) Tillitssemin er gulls ígildi og þú ættir að minnast þess þeg- ar þér finnst ekkert ganga upp hjá þér og allt vera öðr- um að kenna. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) nrt Nú er upplagt að framkvæma það sem að þig hefur lengi Iangað til. Skeyttu því engu þó aðrir telji það barnalegan hégóma. Þeir dauðöfunda þig!____________________ Krabbi (21. júní-22. júlí) *7l!fc Með örlítilli fyrirhyggju ættir þú að geta sveigt atburðarás- ina þér í hag. Gættu þess þó að missa ekki yfisýnina, því þá missir þú allt úr böndun- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Vertu tilbúinn með áætlun þína áður en þú lætur til skar- ar skríða svo að viðleitni þín beri þig ekki til öfugrar áttar. Vertu öruggur með þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (DlL Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Vertu þvi víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum. Ef þú gerir það ekki, taka aðrir ekki tillit til þín. (23. sept. - 22. okt.) m Hluturiir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Reyndu að skapa sjálfum þér sóknarfæri og fylgdu þeim svo fast eftir. Sporðdreki (23. okt. -21. nóv.) Veltu hlutunum fyrir þér þvi oft er það farsælast sem ekki liggur strax í augum uppi. Gefðu þér þvi góðan tíma til að kryfja málin til mergjar. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) mO Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hhðar tilverunn- ar. Njóttu þess fölskvalaust, sem lífið gefur þér. Steingeit (22. des. -19. janúar) éíÍP Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum þá nærðu ekki tök- um á neinu. Varastu að senda öðrum misvísandi skilaboð. Vatnsberi (20.jan.-18. febr.) Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en farðu þér hægt því að flas er ekki til fagnað- ar. Sýndu öðrum samstarfs- vilja, ef þú vilt ná árangri. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er fyrir öllu að þú notir hæfileika þína til góðra verka en sóir þeim ekki í einhver stundarfyrirbrigði sem ekk- ert gefa af sér. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR í HUSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS YOGA YOGA YOGA Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:40 og 19:00 Þriðjudaga og föstudaga kl. 17:40 ANNA BJÖRNSDÓTTIR, yogakennari Innritun og upplýsingar í síma 561 0207 Ný sending af drögtum frá Liðra utniarion Strandgötu 11, sími 565 1147 Verslunin Prinsessan Mjódd, sími 567 4727. Brúðarkjólar - FRÁ 12.500 KR. Brúðarmeyjarkjólar - frá 5.500 kr. Drengjakjólföt og SMÓKING - FRÁ 6.500 KR. Hárskraut og sængurgjafir. RAHUL PATEL - NÝTT NÁMSKEIÐ Vegna gífurlegrar eftirspurnar í kjölfar einstaks námskeiðs í fyrra, mun Rahul Patel halda nýtt námskeið um hin heillandi heim orkuheilunar. Upplýsingar á www.lifandi.is eða í síma 552 3210 og á Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 12.00 -18.00 Meðvitundarbreyting er upphaf allrar heilunar. Rahul Patel hefur stórkostlegt innsæi í eðli þessara breytinga. Kennsla hans mun hjálpa þeim sem eru tilbúnir til að hlusta. -Deepak Chopra. Höfundur metsölubókarinnar Lögmálin sjö um velgengni. Námskeiðið er styrkt af Liósifendl I ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.