Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 74

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 74
MORGUNBLAÐIÐ 74 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 FÓLK í FRÉTTUM Setning Jazzhátíðar Reykjavíkur > Verðug tíu ára afmælis- hátíð JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur verður sett í tfunda sinn í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavfkur f dag kl. 16 og það er borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem setur hátíð- ina. Aðgangur er ókeypis. Níu daga djassveisla Djasslistamenn beggja vegna Atlantshafsins munu sækja ís- lenska djassgeggjara heim auk þess sem fjölmargir íslenskir djassleikarar munu leika einir eða með útlendingunum. Eftir níu daga veislu lýkur hátíðinni síðan með stórtónleikum Dave Holland í Islensku óperunni. Við setningarathöfnina grípa góðir menn í hljóðfærin sín. Fyrst ber að nefna hina spennandi Ut- íendingahersveit sem lék í fyrsta og eina skiptið á Jazzhátíð 1992, en tónleikar þeirra í ár verða á sunnudagskvöld á Broadway. Eins og nafnið gefur til kynna eru þeir félaganir búsettir vfða um veröld. Árni Egilsson bassaleikari og Jón Páll Bjamason gítarleikari eru búsettir í Los Angeles, Þórarinn Ólafsson pfanisti býr og starfar í London, Pétur Östlund trommari í Stokkhólmi og Árni Scheving víbrafónleikri í Reykjavík. Kvartett Tómasar R. Einars- sonar leikur nokkur tónverk Tóm- asar ásamt danska ljóðræna trompetleikaranum Jens Winther sem bæði hefur starfað áður með Tómasi og líka Mezzoforte. Tón- leikar þeirra verða síðar um kvöldið á Kaffí Reykajvík. Síðast en ekki síst eru það full- trúar hinnar nýju kynslóðar djass- leikara sem taka lagið. Það er verðlaunatríóið FLIS sem keppir fyrir íslands hönd í Norrænu ungliðakeppninni sem fer fram á hátfðinni. Trfóið skipa Davíð Þór Jónsson pfanóleikari, Helgi Svavar Helgason trommuleikari og og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson Verðlaunatríóið Flfs keppir fyrir Islands hönd í Norrænu djassungliðakeppninni. Hinn danski Jens Winther leikur ásamt Kvartetti Tómasar R. á setningarhátfðinni. bassaleikari. „Mér líst alveg stórvel á þetta allt saman og ég held að þetta verði mjög skemmtileg afmælis- hátíð og verðugur tíu ára póstur í sögu hátíðanna," segir Friðrik Theodórsson, framkvæmdastjóri Jazzhátfðar. „Einkum og sér í lagi er það ákveðinn tónlistarviðburð- ur í fslenskum djassi að fá Út- lendingahersveitina hingað, fyrir utan það að fá toppdjasssveitina f dag, Dave Holland, sem lokaatriði. Norrænt og ungt fólk Mér fínnst þema hátíðarinnar vera ungt fólk með norrænu ívafi. Það kemur mikið af norrænum listamönnum og hápunkturinn í því er að frá fímm Norðurlöndum koma útvaldir ungliðar í djassi til að keppa um það hver sé besta ungliðasveitin á Norðurlöndum. Laugardagskvöldið 9. septem- ber leikur Stórsveit Samúels Sam- úelssonar, en hann er ungur mað- ur sem útskrifaðist í vor úr Tónlistarskóla FIH og hélt þá glæsilega útskriftartónleika með þessari hljómsveit. Þar á eftir koma ungliðarnir allir f, jam- session" og þar á eftir leikur Funkmaster 2000 fyrir dansi. Þannig má segja að þetta laugardagskvöld verði Jazzhátfð unga fólksins," sagði Friðrik að lokum. , JAZZHÁTÍÐ U, REYKJAVÍKUR 'Jl l. ta. SBfTtMífcH «9« 'V— Morgunblaðið/Jim ÍSmart Þeir hafa nú farið í nokkra eltingaleiki í kringum nóturnar þessir, Tómas R. Einarsson og Jens Winther. Stálminni Tómasar „ÞETTA er í sjötta skiptið sem hann kemur hingað,“ segir Tómas R. Ein- arsson og á þar við danska trompet- leikarann Jens Winther sem leikur ásamt kvartett Tómasar á Kaffi Reykjavík í kvöld. „Er þetta í sjötta skiptið?" spyr Jens hissa. „Já, þú komst hingað fyrst árið 1985,“ segir Tómas. „Nei, ég kom ekki hingað þá,“ svarar Jens undrandi. „Jú, jú,“ segir Tómas, viss í sinni sök. „Jú heyrðu, það er rétt. Þá var ég að spila með Mezzoforte, er það ekki? Það var að minnsta kosti áður en við byrjuðum að spila saman,“ hugsar Jens upphátt. „Jú, þú spilaðir aðallega með Mezzoforte," staðfestir þá Tómas. „Já, en hver var það aftur sem bauð mér hingað? Nei, heyrðu, ég kom sem sólóleikari á Jazzhátíðina þá. Alveg rétt.“ Og þar með hafði Jens rifjað það upp. „Þú komst svo aftur árið 1987 til þess að spila á plötunni Hinsegin blús. Svo komstu hálfu ári seinna til þess að spila á tónleikum," segir Tómas. „Já, það átti að vera með þessum tenórleikara, en hann mætti ekki,“ segir Jens og er greinilega hissa á því hvað kollegi hans er minnugur. ,Árið 1989 gerðum við saman plöt- una Nýr tónn,“ rifjar Tómas upp áfram ásamt vini sínum. „Og árið 1995 fórum við í tónleikaferð um landið. Svo þetta er því sjötta heim- sóknin þín hingað." Auðvelt að tóna sig saman Á tónleikunum í kvöld verða leikn- ar nýjar tónsmíðar eftir Tómas sem kvartett hans ætlar svo að hljóðrita ásamt Jens meðan á dvöl hans stend- ur. Aðrir meðlimir kvartettsins eru þeir Eyþór Gunnarsson píanisti, Jóel Pálsson saxófónleikari og Matthías Hemstock trommari. „Ég hef ekki enn heyrt lögin en ég hef lesið nóturnar," segir Jens að- spurður. „Ég þekki líka fyrra efni Tómasar. Hann segist þó vera undir nýjum áhrifum núna frá kúbverskri tónlist. Við djassaramir eigum svo auðvelt með að tóna okkur saman, sem er helsti kostur þess að vera djassari. Ef við gætum það ekki værum við ekki djassarar." Það er auðséð að norrænu djassar- amir bera mikla virðingu fyrir hvor öðram og báðir hafa þeir líklegast fallega hluti að segja um hvor annan. „Eg sagði það við Jens þegar ég hringdi í hann í vor út af þessum tón- leikum og plötuupptöku að hann væri eini núlifandi trompetleikarinn sem ég kynni virkilega að meta. Fyrst Chet Baker gaf upp öndina fyrir ellefu áram yrði ég að stóla á Jens Winther. Því yrði hann að gæta heilsu sinnar. Hann er nú hingað kominn til þess að vinna nýja sigra með mér,“ segir Tómas og Jens þakkar honum kærlega fyrir hrósið. Fyrir þá sem vilja fá smáforskot á sælu kvöldsins mun Jens Winther spila ásamt kvartettinum við setn- ingu Jazzhátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16 í dag. Tómas gaf út nú á dögunum geisladisk með framsamdri tónlist við Ijóðaflutning Einars Más Guðmundssonar, en það verk fram- fluttu þeir á Jazzhátíðinni í fyrra. Lúðrasveit í nýja átt á Kaffi Reykjavík Við lofum mik- illi skemmtun Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sammi, Kjartan, Helgi Svavar, Eyþór og Snorri voru smá leiðir yfir því að Leifur komst ekki á æfíngu. „ÉG ER hljómsveitarstjórinn," segir Helgi Svavar Helgason, trommuleikari í hljómsveitinni Dram & Brass sem er með tónleika á efri hæð Kaffi Reykjavíkur í kvöld td. 22. Með Helga Svavari era í sveitinni þrír básúnuleikarar að nafni Samúel Jón Samúelsson, Ey- þór Kolbeins og Leifur Jónsson, og tveir trompetleikarar, þeir Kjartan Hákonarson og Snorri Sigurðarson. - En af hverju þessu furðulega hljóðfæraskipan ? „Furðulega? Hefurðu aldrei farið niður í bæ á 17. júní? Þetta er bara lúðrahljómsveit," segir Sammi bás- úna. „Já, lúðrasveit í nýja átt,“ tekur hljómsveitarstjórinn undir með þisúnuþeytaranum. „Ég fékk þessa 'fl'ugu í höfuðið fyrir um tveimur ár- um, og allt gerðist mjög hratt, allt í einu voram við orðnir fimm í sveit- inni og mættir upp á svið í Laugar- dalshöllinni að hita upp fyrir Sigur- rós sem hitaði upp fyrir No Smoking Band. Við sömdum pró- grammið og æfðum það á einum sól- *ajrhring,“ segir Helgi Svavar og það er ekki laust við að honum hlýni um hjartaræturnar þegar hann rifjar upp þessi fyrstu skref sveitarinnar. „Og nú er Sigurrós að hita upp fyrir Radiohead og það er allt okk- ur að þakka,“ bætir Samúel kump- ánlega við. - Tónleikagestir mega þá búast viðsígildum lúðrasveitalögum? „Nei, alls ekki. Þetta verður mjög óvænt prógramm, “ segir Helgi með þungri áherslu. „Við leikum jafnt þjóðlög sem barnalög, eða djass-standarda, teiknimynda-, kvikmyndalög, lúðrasveitamarsa, lög eftir okkur sjálfa og alls konar slagara." „Lög sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina," bætir Samúel við og glottir. „Höfum verið að þykjast æfa voða mikið, en höfum aðallega verið að borða pizzur.“ - En hvernig verður takturinn? Verður hægt að dansa? Ég meina drum & brass... „Já, það era nokkur dram & bass lög. Það var upphaflega pælingin að nota brasshljóðfæri og trommur til að spila þá tónlist, en við höfum eig- inlega farið fram úr okkur í nýjum hugmyndum, það er svo mikið hægt að gera með þessum hljóðfæram,“ segir Helgi Svavar. „Það er svona frjáls spuni ríkj- andi í þessu hjá okkur,“ bætir bás- únuleikarinn Sammi við. - Er það afþví að þið borðið bara pizzur og nennið ekki að æfa? „Nei, nei, nei, við eram að æfa það núna. Við ætluðum alltaf að hafa þetta mjög frjálst. Allt opið,“ segir Sammi. „Við erum með grunnhugmynd að því hvaða þema við höfum í hvaða lagi. Hvort við eram að spila undir teiknimynd eða í teknó-par- týi, og svo er frjáls spuni út frá því og þetta snýst mest um hann,“ út- skýrir hljómsveitarstjórinn skil- merkilega. - Eitthvað að lokum? Sammi: Við viljum hvetja alla til að mæta með opinn huga. Helgi: Við lofum mikilli skemmt- un fyrir alla. Sammi: Við lofum engu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.