Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 23

Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 23 Handavinnuklúbburinn NÝTT Á PRJÓNUNUM Ertþú ekki L ás ' öruggh krífand Tl m-t pennan Lundavin.na l Vertu með í bútasaumskeppninni, skilafrestur er til 1. október. Frábært inngöngutilboð! Þú færð 50% afslátt af fyrsta pakkanum, borgar aðeins 640 krónur og auk þess færðu prjónahandbók að gjöf. Iprjónunum Gríptu tœkifœríð og skráðu þig í kiúbbinn, síminn er 550 3000 „FLÆÐI hlýsjávar í þessum mæli inn á norðurmið stendur í vegi fyrir köldum áhrifum frá norðri og eykur líkur seiðanna á að komast af,“ segir Héðinn Valdimarsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, um ástand sjávar umhverfis landið. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær lauk 28 daga árlegum rannsóknum Hafrannsóknastofnun- ar á fjölda og útbreiðslu fiskseiða 5. september. Seiðarannsóknirnar voru gerðar á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og einskorð- uðust við hafsvæðið umhverfis land- ið. Auk þessara rannsókna fóru fram hita- og seltumælingar sjávar, mælingar á koltvísýringi og nær- ingasöltum í sjó á tveimur völdum stöðvum fyrir vestan og norðaustan land og talning á sjófuglum og söfn- un magasýna úr þeim en leiðang- ursstjóri var Sveinn Sveinbjörns- son. Hólma- (lrangTir til Suður- Afrfku ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur tekið kauptilboði í frystitogar- ann Hólmadrang ST 70 að upphæð 225 milljónir króna frá Talmone Trading í Suður-Afríku. Reiknað er með að skipið verði afhent eftir tvær vikur og segii- í frétt frá ÚA að salan valdi hvorki sölutapi, né söluhagnaði. Kvóti skipsins, sem er 2.345 stonn verður fluttur yfir á önnur skip fé- lagsins. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að skipið hafí ekki verið á söluskrá, en tilboð hafi engu að síður borizt og hafi það verið það hagstætt að ákveðið hafi verið að ganga að því. Hólmadrang- ur er svokallaður heilfrystitogari og hefur hann að undanförnu verið á heilfrystingu á grálúðu og karfa og hafa afurðirnar verið seldar til Aust- urlanda fjær. Salan á skipinu hefur ekki áhrif á vinnu fólks í landi og seg- ir Guðbrandur að félagið hafi nægan skipakost til að bæta við sig kvóta Hólmadrangs. Hólmadrangur komst í eigu ÚA með sameiningu Hólmadrangs hf. á Hólmavík við félagið fyrir nokkru og var hann gerður út þaðan. Nú er unnið að aukningu afkastagetu rækjuvinnslu félagsins á Hólmavík um 1.500 tonn á ári og verður þá hægt að vinna þar um 4.000 tonn af rækju árlega. Tvö skip útgerðarfé- lagsins, Svalbakur og Rauðinúpur, sjá rækjuverksmiðjunni fyrir hrá- efni til vinnslunnar. --------------- Vinna krabba AÆTLAÐ er að opna nýja krabba- vinnslu í bænum Nanortalik, sunnar- lega á Grænlandi 1. nóvember nk. Um 50 til 60 manns fá vinnu við vinnsluna. Hún verður starfrækt í húsnæði þar sem áður var gerð til- raun til selapylsugerðar. Tveir kanadískir framleiðendur hafa gert samning til fimm ára um leigu á tækjum og húsnæði undir fram- leiðsluna. Með þessu telja eigendur húsnæðisins góða möguleika á að vinna upp það 174 milljóna króna tap sem var á selapylsuævintýrinu. Auk þess telja þeir að í þessu felist góðir möguleika á auknum veiðum við Suður-Grænland en einnig sé verið að kanna veiðar á krabba við Austur- Grænland. Seiðarannsóknir og ástand sjávar Hlýr sjór eykur möguleika seiða Ljósmynd/Jón Páll Hólmaborg SU tekur inn trollið í fyrradag í færeysku lögsögunni, skammt sunnan línunnar. Besti túr Hólmaborgar Veður var hagstætt mestallan rannsóknartímann og hafís var ekki til trafala en hvað sjávarástandið varðar eru niðurstöður þær að sunn- an og vestan Islands var sjór hlýr og selturíkur með mikilli upphitun yfir- borðslaga. Flæði hlýsjávar vestur og norður fyrir land var sterkt og náði allt til Austfjarða eins og í fyiTa. Hinn kaldi Austur-íslands- straumur var all fjarri landi fyrir Norðaustur- cg Austurlandi. Upp- hitun yfirborðslaga var mikil á öllu hafsvæðinu og úti fyrir Norðaustur- og Austurlandi og var yfirborðshiti yfirleitt 1 til 2° C hærri en 1998 en svipaður og hann var 1999. Aukin útbreiðsla Héðinn segir að ánægjulegast í fyrra og nú sé að hlýnunin er farin að ná norðuraustur- og austur fyrir land. „Það munar töluvert miklu á útbreiðslunni,“ segir hann og bætir við að svipað ástand í þrjú ár sé ekki nýtt. „Það hefur verið töluvert mikið af Atlantssjó á norðurmiðum undan- farin þrjú ár en við höfum séð svona kaflaskipti áður. 1983, 1984 og 1985 voru ár sem komu með hlýsjó eftir frekar rysjótta tíð þar á undan en þetta voru einmitt góð nýliðunarár. Við vonum að þetta haldi áfram því það eykur möguleika seiða að kom- ast af. Vitað er að Atlantssjórinn ber með sér næringarsölt í meira mæli en pólsjór og sjór af norðlæg- um ættum og það ýtir undir fram- leiðni. Þetta er eins og í sveitinni. Þegar vel árar er góð spretta." JÓHANN Krisfjánsson skipstjóri kom með Hólmaborg SU til Eski- fjarðar um hádegið í gær með full- fermi af kolmunna, um 1.700 tonn. Fyrir viku eða 1. september land- aði Hólmaborgin liðlega 1.700 tonn- um á Eskifirði og hélt aftur á miðin rétt innan færeysku lögsögunnar daginn eftir en þangað er um 12 tíma sigling. Veiðin að þessu sinni gekk mjög vel og í raun er þetta besti túr skipsins í langan tíma. Að sögn Kristgeirs Friðgeirsson- ar, 1. stýrimanns, fengu skipverjar aflann í sex holum og þar af um 1.350 tonn síðustu tvo dagana. „Við komum á miðin 3. september en rif- um trollið og fengum ekkert fyrsta sólarhringinn. Síðan kom þetta jafnt og þétt, á fjórða hundrað tonn í holli og rúm 700 tonn síðasta sól- arhringinn, fyrst um 380 tonn og svo um 330 tonn.“ Kristgeir segir að undanfarnir tveir túrar hafi ver- ið ágætir og vel hafi gengið. Gott veður hafi verið á miðunum þegar þeir voru að veiðum en ákveðið hafi verið að fara í land áð- ur en veðrið versnaði. „Það hefur verið ansi hvasst hérna fyrir austan og spáin er leiðinleg en ég geri ráð fyrir að við fórum fljótlega út aftur þegar veðrið gengur niður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.