Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 13

Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 13 FRÉTTIR Samband dýraverndunarfélaga kærir vegna fýlatekju í Mýrdal Málið í rannsókn hjá sýslumanni SÝSLUMANNINUM í Vík í Mýrdal hefur borist kæra frá Sambandi dýraverndunaríelaga Islands (SDI) þar sem farið er fram á opinbera rannsókn á fýlaveiðum sem nýlega fóru fram í Mýrdal, og sem urðu til- efni baksíðumyndar í DV 30. ágúst síðastliðinn. Telur SDÍ að við þetta tækifæri kunni að hafa verið framið gróft og siðlaust brot á lögum um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og reglum settum samkvæmt þeim. Samtökin fara því fram á rannsókn á því hver veiddi mikla hrúgu fugla, sem sjá má á mynd DV, hvort hann hafi haft til þess leyfí, hvort börn sem sjást á myndinni hafi veitt ein- hvem fuglanna og hver beri þá ábyrgð á þátttöku þeirra í veiðunum. Bent er á það í kæmnni að gerð sé krafa um það í lögum og reglugerð- um að hver sá sem stundi veiðar á villtum dýmm, öðmm en rottum og músum, þurfi að afla sér veiðikorts frá Veiðistjóra. Abúendur hlunn- indajarða geti síðan sótt um sérstakt hlunnindakort vilji þeir nýta sér hlunnindi býla sinna og verjast tjóni af völdum villtra dýra. Segir í kæranni að hvergi sé í lög- um að finna heimild til korthafa til að framselja veiðikort sitt en hins vegar sé fýladráp talsvert algengt á sum- um stöðum án þess að menn afli sér tilskilinna veiðileyfa. Svo virðist sem fólk líti nú jafnvel á fýlsungadráp eins og hverja aðra fjölskyldu- skemmtun. Staðreyndin sé hins veg- ar sú að siðlausum aðfömm sé beitt við veiðamar, aðfömm sem séu sér- staklega til þess fallnar að rýra virð- ingu manna fyrir góðri meðferð dýra og dýravernd almennt. Menn sýnt andvaraleysi og ekki aflað tilskilinna leyfa Sigurður Gunnarsson, sýslumaður í Vík í Mýrdal, sagði í samtali við Morgunblaðið að áralöng hefð væri fyrir fýlatekju í Mýrdal. Ekki hafi verið tekið hart á slíku fram að þessu sökum þess, og sýslumannsembætt- ið e.t.v. ekki heldur haft nægilega vakandi auga með því að öllum reglum og skyldum væri framfylgt við þessar veiðar af þeim sökum. Hugsanlegt væri hins vegar að þessi kæra myndi hafa í för með sér ein- hverjar breytingar á viðteknum veiðivenjum í Mýrdal. Sigurður sagði að við fyrstu sýn virtist sem við þetta tiltekna tæki- færi hefðu lög um hlunnindakort verið brotin. Svo virtist sem menn hefðu sýnt ákveðið andvaraleysi og ekki aflað sér tilskilinna leyfa. Óvíst væri hins vegar hvort lög um aldurs- takmörk við veiðar hefðu verið brot- in þar sem þau ættu fyrst og fremst við um veiðar með skotvopnum. Hann sagði að kæra SDÍ yrði að sjálfsögðu tekin til fullrar athugun- ar. Tekin yrði skýrsla af viðkomandi veiðimanni, sem tók myndina í DV, og sýslumannsembættið myndi einn- ig ráðfæra sig við umhverfisráðu- neytið og veiðistjóra vegna málsins. Fjölmennur starfsmannafundur á Skjóli Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri á Skjóli, ræðir við starfsmenn. Tilfærslur fjölgarúm- STJÓRN Hjúkrunarheimilisins Skjóls í Reykjavík efndi til fundar með starfsmönnum í vikunni þar sem þeim var kynnt staða mála. Fundurinn var íjölsóttur, enda er manneklan farin að sliga starfs- menn vegna aukins álags, líkt og á fleiri hjúkrunarheimilum á höf- uðborgarsvæðinu. Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Skjóls, sagðist í samtali við Morgunblað- ið hafa kynnt starfsmönnum ýms- ar tilfærslur innan stofnunarinnar til að bregðast við manneklunni og veita bestu mögulegu þjónust- una. Takmarka hefur þurft inn- lagnir á Skjóli, líkt og víða ann- ars staðar, og rúmum fækkað um 15. Með tilfærslununum sagðist um um sex Sigurður Helgi reikna með að rúmum fjölgaði um sex, þannig að lokuð rými yrðu 9 talsins. Til að fullmanna stofnunina taldi Sig- urður að vantaði allt af 14 starfs- menn. Á meðan þeir fengjust ekki þyrfti að bregðast við með ein- hverjum hætti. Alls starfa um 160 manns á Skjóli og ófaglærðir eru þar af ríflega helmingur. „Á því svæði sem Skjól er, eru margar stofnanir og erfitt að fá fólk til starfa, erfiðara en þar sem stofnanir eru í íbúðahverfun- um. Nýta þarf starfskraftana sem best og vera með eins marga inni og kostur er,“ sagði Sigurður Helgi. Hvort tilfærslurnar þýddu ekki aukið álag á starfsfólkið, sagði hann svo ekki vera. Fólk væri fært á milli deilda, svo hægt væri að loka ákveðnum deildum frekar en að loka hér og þar. „Rýmin nýtast betur og starfsfólkið sem fyrir er. Við erum ekki að tala um að auka álagið, heldur frekar öfugt.“ ÞEIR SEM HAFA LESIÐ OG FARIÐ EFTIR BÓKINNI RETT MATARÆÐI FYRIR ÞINN BLOÐFLOKK HAFA NAÐ UMTALSVERÐUM ARANGRI MEÐ LÍF SITT OG HEILSU Dag Viljen Poleszynski sóknarmaður með embættispróf/háskólapróf í viðskiptum og stjórnun (MS, MBA, frá Háskólanum í Wisconsin, Madison 1971 og 1972) næringarfræði (M.Sc., frá Háskólanum í Osló 1987) og PhD í félagsvísindum (dr.Philos., frá Háskólanum í Tromsö 1999). Verk eftir hann hafa verið gefin út víða í vin- sælum vísindaritum og er oft leitað til hans sem sérfræðings um heilsu og næringu af ýmsum fjölmiðlum. Dag er ekki út- gefandi bókarinnar í Noregi en með hans leyfi er eftirfarandi haft eftir honum : „Bókin Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk hefúr selst mjög vel I hér í Noregi af því að mjög margir hafa komist að því að lög- mál hennar virka svo sannarlega. Á fslandi, þar sem svo stór hluti þjóðarinnar hefur gen fyrir blóðflokk O, er jafnvel enn meira áríðandi að forðast kartöflur, hveiti og mjólkurvör- ur. Rannsóknir hafa sýnt alveg augljóslega að hveitikíms kekkjunarþátturinn (WGA) geti verið mikilvægur þáttur í þróun á liðagigt, RA (Cordain L et al. Moduiation of immune fúnction by dietary lectins in rheumatoid artritis. British Journal of Nutrition 2000; 83: 207 - 17). Hver sú þjóð sem skiptir út hefðbundnu fiskmataræði fyrir pizzur og aðra kolvetnisaríka fæðu, í sambland við súra drykki eins og Coca Cola, getur búist við aukinni offitu og mörgum öðrum krónískum sjúkdómum, þar á meðal liðagigt RA, beingisnun (osteoporos- is), hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, asma, ofnæmi og öðrum sjálfsofnæmissjúk- dómum eins og MS. Þótt kenning D'Adamos hafi ekki verið prófúð með hefðbundnu rannsóknarsniði, þá ligg- ur fyrir næg reynslusönnun og nægar lífefnafræðilegar rannsóknir og dýrarannsóknir hafa átt sér stað til þess að það væri siðfræðilega rangt að upplýsa ekki almenning um þann mögulega ábata sem hann getur haft af því að aðlaga matarræði sitt að blóðflokki sínum." Dag Viljen Poleszyski, dr. philos — Netfang: viljen@powertech.no Bjerkelundsvn.8b, N-1358 Jar — Heimasíða: www.helsenettet.com STOFNUN STUÐNINGSMANNAFELAGS! Erlendis hafa verið stofnuð stuðningsmannafélög til að fólk geti stutt hvort ann- að þegar breytt er um mataræði samkvæmt sínum blóðflokki og hafa þessi fé- lög náð miklum árangri. Nú hefur verið ákveðið að stofna slíkt félag hér og verður stofnfundur haldinn fimmtudaginn 14. sept. n.k. í fundarsalnum í kjallara Perlunnar og hefst kl. 20.30. Frummælandi verður Haraldur Kr. Ólason, flokkstjóri, lögreglunni í Kópavogi. Mataruppskriftarbók ásamt nýjum upplýsingum um blóðflokkafæðið eftir Dr.D'Adamo kemur út í byrjun vetrar. Hér koma nokkur ummteli fólks sem hefurfarið eftir bókinni: Haraldur Kr. Olason flokkstjóri í lög- reglunni í Kópavogi: „Ég hef nú borðað samkvæmt mínum blóðflokki í 8 mánuöi og hef ég ekki aðeins náð kjörþyngd, tekiö af mér 12 kg, er miklu kraftmeiri, í meira jafn- vægi og líður frábær- lega vel, ég hef losnað við asma sem ég hef verið með í 15 ár og hef ég læknaskýrslur þvl til sönnunar. Það sannast því á mér, sem margir halda fram, að asmi er fæðu- tengdur." Erla Magnúsdóttir fyrrv. umsjðnarmaður: „Þetta mataræöi hefur gjörbreytt lífi mínu. Ég hef veriö öryrki I mörg ár - ekki getað hreyft mig nokkuðað ráði. Nú geng ég úti á hverjum degi og hef runnið heil ósköup, sem er bara bónus og líður í einu orði sagt stórkostlega. Fólk sem þekkir mig segir að ég sé gang- andi kraftaverk." Hjónin Jónína Þorbjarnardóttir snyrtifræðingur og ingimar Ragnarsson verslunarstjóri: „Þessi bók er lykill að bættri vellíðan ef fólk þá fer eftir henni. Það ristir ekki djúpt að heyra fólk sem ekki hefur farið eftir henni segja að hún sé tómt bull. Við erum miklu orkumeiri og öll liöan okkar hefur batnað til mikilla muna við það að boröa sam- kvæmt okkar blóðflokki. Við mælum því með minnst einni bók á hvert heimili." LEIÐARLJOS Hinn þekkti krabba- meinslæknir og fyrir- lesari Dr.Bernie Siegel segir: ...... tímamótauppgötvun í næringarlæknis- fræöi." Frosti Gunnarsson þjónustufulltrúi: „Eg var með eilífa magaverki að loknum máltíðum en eftir að ég fór að fara eftir mataræði blóðflokks míns hef ég losnað alfarið viö verkina." ÞAÐ EINFALDLEGA VIRKAR AÐ FARA EFTIR BÓKINNI OG ÞAÐ ER KOMIN TÍMI TIL AÐ TAKA ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU! Heidi Kristjansen textillistakona: „Mér líður svo vel eftir að ég fór að borða samkvæmt mínum blóðflokki, hef miklu meira þrek og ég mæli með þessari bók viö alla sem ég þekki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.