Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 18

Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ l í í | I » í l Landbúnaðarháskólinn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eins sjá má á myndinni er snigillinn engin smásmiði. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Salomon svarti þykir afar forvitnilegur. Salomon svarti lifir góðu lífi í Eyjum Hlutur aldr- aðra og ör- yrkja verði bættur Selfossi - Kjaranefnd Félags eldri borgara á Selfossi hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir þungum áhyggjum yfir sívaxandi starfs- mannaskorti í umönnun á hjúkrun- ar- og dvalarstofnunum aldraðra. Nefndin skorar á heilbrigðisráð- herra og stjórnvöld almennt að beita sér fyrir bættum kjörum þessa starfsfólks svo fljótt sem auðið er svo ekki þurfi að koma til stórfelldra lok- ana vegna starfsmannaskorts. Þá mótmælir nefndin harðlega stórfelldri hækkun lyfjaverðs á þessu ári sem kemur mjög hart niður á sjúku öldruðu fólki. I ályktuninni segir að við gerð kjarasamninga Flóabandalagsins á þessu ári hafi ríkisstjórnin lofað að greiðslur almannatryggingakerfis- ins til aldraðra og öryrkja myndu fylgja almennri launaþróun í land- inu. Útreikningar sýni hins vegar að á samningstímanum til 2003 muni greiðslur úr tryggingakerfinu verða 3,64% lægri sem hlutfall af dag- vinnulaunum verkamanna á höfuð- borgarsvæðinu. Skorað er á ríkis- stjórnina að leiðrétta þennan mismun þegar í stað. Þá skorar nefndin á alþingismenn og ríkisstjóm að taka málefni aldr- aðra og öryrkja á dagskrá þegar AI- þingi kemur saman nú í haust og að þeir sameinist í því að miðla réttlát- um hluta góðærisins til þess fólks sem verst er sett í þessum hópum. ------------------ Landslag o g lífshættir á nýj- um Eyjavef EYJAVEFURINN var formlega opnaður í Athafnaveri ungs fólks í Eyjum á mánudag. Þar verður að finna upplýsingar um ýmsa þætti tengda lífinu í Eyjum, sögu, menn- ingu, auðlindanýtingu og lýsingu á staðháttum. Meðal annars verður notanda gert kleift að staðsetja sig á tilteknum stöðum í Vestmannaeyjum og skoða umhverfið eins og það blasir við í raunveruleikanum. Þá er hægt að að skoða ýmsa hluti úr Byggðasafni Vestmannaeyja og fræðast um sögu þeirra. Auk þess verður fjöldi ljós- mynda á vefnum og brot úr kvik- myndum. Hugmyndin að vefnum kviknaði þegar minnast átti aldarafmælis Þorsteins Þ. Víglundssonar sem stofnaði Byggðasafn Vestmannaeyja en hefur hlaðið á sig síðan. Eyjavef- urinn er samstarfsverkefni Vest- mannaeyjabæjar, LandMats ehf., Mannfræðistofnunar Háskóla ís- lands og Rannsóknarseturs í Vest- mannaeyjum en auk þess hafa fleiri aðilar komið að verkinu. Slóðin á Eyjavefnum verður fyrst um sinn www.eyjar.com. Vestmannaeyjum - Gísli Jóhannes Óskarsson, kennari og kvikmynda- tökumaður í Vestmannaeyjum, hef- ur fjögur árið haldið sérkennilegt húsdýr, snigilinn Salomon svarta en hann er stærstur snigla hér á Islandi. Salomon kom sem flæking- ur til Eyja með Iöntum. Ungur nemandi Gísla kom með Salomon til hans og hefur hann alið önn fyr- ir honum allar götur siðan. „Salomon svarti leggst í dvala á veturna, hann sofnar í endaðan október og skríður fram úr kring- um sumardaginn fyrsta vor hvert, nema hann sé geymdur á heitum stað. Þá er hann í fullu íjöri alla veturinn og lætur sér fátt um hríð- arbyli og norðan áhlaup. Salomon Gáfu garðbekk til minningar um formanninn Húsavík - Garðyrkjufélag Húsavík- ur hefur gefið Húsavíkurbæ garð- bekk til minningar um Svanlaugu Björnsdóttur, stofnanda og fyrsta formann félagsins en hún lést 1996 aðeins 64 ára að aldri. Bekkurinn er í skrúðgarðinum við Búðará og afhenti Ragna Páls- dóttir formaður félagsins Reinhard Reynissyni bæjarstjóra bekkinn að viðstöddum félögum úr garðyrkju- félaginu, aðilum frá Húsavíkurbæ ásamt eiginmanni og dóttur Svan- laugar. Garðyrkjufélag Húsavíkur er 25 ára á þessu ári og eru félagar innan við 50 en voru um 100 þegar mest var. Svanlaug sem var n\jög fróð um allt sem sneri að garðrækt gegndi formannstarfinu samanlagt í 11 ár. Á 5 ára afmæli félagsins gaf það 200 þúsund krónur til plöntukaupa og hafa félagar því lagt sitt af mörkum til að gera garðinn að þeirri perlu sem hann er í dag. Stjóm félagsins skipa í dag Ragna Pálsdóttir for- maður, Ósk Þorkelsdóttir ritari, Guðrún Þórsdóttir gjaldkeri og til vara þær Þorbjörg Björnsdóttir og Steinunn Harðardóttir. er var um sig og teygir ekki mikið úr sér né gefur færi á að láta þreifarana sjást mikið. Líf hans snýst um það að gera ekki neitt og hvfla sig vel á milli,“ segir Gísli fóstri hans. Agúrka í uppáhaldi Salomon er mikið fyrir mat og er tilbúinn að prófa margar teg- undir, t.d. kartöflur, gulrófur, mel- ónur en agúrka er uppáhaldið hans. „Eitt sinn komst hann í tóm- ata og taldi sig kominn feitt því hann át yfir sig og sást rauður lög- urinn ganga aftan undan honum og eftir þá bitru lífsreynslu hefur Salomon látið tómata í friði en spænir í sig 10 sm af agúrku á ein- Nýr kaup- félag’sstjóri hjá KVH UM síðustu mánaðamót tók Björn Elíson við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga, en Gunnar V. Sigurðsson lét þá af störfum. Björn er 38 ára Reykvíkingur og hefur starfað við iðnaðar- og trygginga- störf, en nú síðast hjá Landssíman- um hf. Kona hans er BáraTrausta- dóttir og eiga þau fjóra syni, en fyrir á Björn eina dóttur. Gunnar V. Sigurðsson hefur starfað við Kaupfélagið nær alla sína starfsævi, var fyrst ráðinn í byggingarvinnu árið 1946, þá 14 ára en síðar við ýmis verslunarstörf, þar til hann var ráðinn kaupfélags- stjóri. Gegndi hann því starfi árin 1962-973 og síðan 1975 þar til nú við starfslok. Kaupfélagið var stofn- að árið 1909 og hafa aðeins sex menn gegnt starfi kaupfélagsstjóra á starfstímanum. Aðspurðir sögðu Björn og Gunn- ar að Kaupfélagið stæði á traustum um sólarhring án þess að bregða,“ sagði Gísli fóstri. I sumar hefur hann notið frelsisins í lóðinni á Stóragerði 2. Hann heldur kyrru fyrir á daginn en fer á stjá þegar rökkva tekur á kvöldin. Salomon svarti er 20-25 sm lang- ur og vegur um 100 gr og er mjög slímugur svo skorkvikindi festast á honum hætti þau sér nærri. í sum- ar festist á honum mýfluga og gat hún sig hvergi hrært. Hún endaði sína lífdaga þegar Salomon boraði sig ofan í jörðina með fluguna fasta á bakinu. Ekki er vitað hvað þessi tegund snigla getur lifað lengi en trúlega eru þeir nytsamir í náttúrunni þrátt fyrir frekar slímugt og óhugnanlegt útlit. grunni, hefði góða eiginfjárstöðu. Miklar breytingar hafa verið hjá fé- laginu á liðnum árum. Sláturhús fé- lagsins var sameinað nokkrum öðr- um fyrir fáum árum í hlutafélagið Norðvesturbandalagið, sem nú á þessu ári sameinaðist öðrum sam- bærilegum félögum í Goða hf. Kaupfélagið átti tæpan helming í NVB, sem mun aftur eiga um 34 % í Goða. Rekstur sláturhússins mun verða með líkum hætti og stefnt er á Hvanneyri settur Fyrstu pró- fessorarnir taka til starfa Grund, Skorradal - Magnús B. Jóns- son rektor setti Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri og í máli hans kom fram að frá og með 1. september hefði formlega verið tekin upp þau starfsheiti kennara sem ákvörðuð eru í búfræðslulögum. Fjórir af kennurum skólans fá starfsheitið prófessor. Þau Anna G. Þórhallsdóttir, Bjarni Guðmunds- son, Björn Þorsteinsson og Ríkharð Brynjólfsson. Þá verða einnig tekin upp starfsheitin dósent og lektor í stað kennari. Þá sagði hann ákveðið að allar brautir háskólanámsins hæfust með almennum grunnáföngum og starfs- námi þar sem í raun væri boðið upp á hliðstætt nám og áður var innifalið í þeirri þekkingu sem búfræðiprófið veitti. Þetta þýðir að þeir sem lokið hafa skilgreindri fagmenntun á sviði viðkomandi námsbrautar eða starfs- þjálfun geta fengið þessa áfanga metna. Boðið er upp á þrjár brautir á há- skólastigi. Námsbrautirnar eru bú- fræði, landnýting og skógrækt og umhverfisskipulag. Allar náms- brautir gera ráð fyrir brautskrán- ingu eftir þrjú ár með BS-prófi eða eftir fjögur ár með kandídatsprófi í búvísindum. Nemendur eru 94 Síðan sagði rektor: „Vetrarstarfið, sem nú er að hefjast, verður því mót- að af þeim viðfangsefnum sem ég hef hér að framan gert að umtalsefni og einnig af því að við erum í mörgu að feta okkur eftir nýjum vegum inn í framtíðina. Þrátt fyrir það verður þó margt með hefðbundnu sniði og fylg- ir þeim hefðum og reglum sem mót- ast hafa í skólasögu Hvanneyrar. Nú við skólasetningu eru 94 nem- endur skráðir við skólann. í háskóla- námið eru skráðir 16 nemendur á lokaári en 15 munu hefja hér nám á tveim brautum. í starfsmenntanám bændadeildar eru nú við skólasetn- ingu skráðir 46 nemendur í reglulegt nám. Af þeim em 23 nemendur skráðir í II bekk og 13 í I bekk. Óvíst er hvort nemendur verða teknir inn á vorönn. Þá era nú 27 nemendur skráðir í fjarnám við skólann og er áhugi á því námsfyrirkomulagi mjög vaxandi. Auk hefðbundins skóla- starfs er námskeiðahald skólans um- fangsmikið verkefni. Frá áramótum hafa um 600 þátttakendur sótt nám- skeið sem við skipulögðum og héld- um.“ Af skólasetningu lokinni var við- stöddum boðinn morgunverður, síð- an hófst kennsia í deildum háskólans. að aukinni úrvinnslu afurða á staðn- um. Þá seldi Kaupfélagið mjólkur- samlag sitt til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík fyrr á þessu ári. Nú rekur Kaupfélagið myndarlegar verslanir á Hvammstanga ásamt tengdri þjónustu. Einnig er starf- rækt innlánsdeild hjá félaginu. Að- spurðir sögðu Gunnar og Björn ekki fyrirhugaðar breytingar á verslunarekstrinum með samruna við önnur verslunarfélög. Morgunblaðið/Hafþór Frá afhendingn garðbekksins. Karl Sigurgeirsson Björn Eh'son og Gunnar V. Sigurðsson á skrifstofu kaupfélagsstjóra. Myndir af forverum þeirra í starfí í bakgrunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.