Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 22

Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Danskir kennarar í kjötiðnaði veita starfsfólki Nýkaups ráðgjöf Konungsskurður á kjöti meðal nýjunga Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jan Emtkjær Jensen og Ole Thomsen eru hér staddir til að sýna nýjar aðferðir við lgötvinnslu. HÉR á landi eru nú staddir tveir danskir kennarar í kjötiðnaði við Holstebro Tekniske skole á Jót- landi, þeir Ole Thomsen og Jan Emtkjær Jensen, til að veita starfs- fólki í kjötborðum Nýkaups ráðleg- gingar meðal annars varðandi nýj- ungar á markaðnum og hvemig best er að verka kjöt. „Þetta er í fyrsta sinn sem við fá- um kennara í kjötiðnaði erlendis frá til að koma og miðla þekkingu sinni til starfsmanna,“ segir Linda Wessman, innkaupamaður Ný- kaups. „Þeir eru nýkomnir og munu vera í Nýkaupi Kringlunni í mánuð. A þessum tíma munu þeir meðal annars aðstoða okkur við að milupa raða í kjötborðin og segja okkur frá nýjungum en Danir eru framarlega í kjötskurði." Linda segir samstarfíð fyrst og fremst vera til komið til að geta boðið viðskiptavinum nýjungar í kjöti enda séu Islendingar nýjungagjamir og því gaman að geta boðið upp á eitthvað nýtt. Fituminna kjöt „Við erum hér til að hjálpa starfsfólki Nýkaups að auka gæði kjötsins og til að sýna þeim dæmi um nýjar aðferðir við kjötvinnslu eins og meðal annars með því að bjóða upp á fituminna kjöt,“ segir Jan Emtkjær Jensen og bætir við að með því að bjóða upp á fituminna kjöt þurfi neytendur ekki að taka fram eldhúshnífinn til að verka það. Ein af nýjungunum kallast „royal-cut“ eða konungsskurður en um er að ræða kjöt með mjög lítilli fitu og engum beinum. „Með þessu móti þarf viðskiptavinurinn einung- is að elda kjötið og þá verður öll matreiðsla líka nákvæmari." Jan og Ole segja Islendinga ekki duglega að nýta hamborgarapressu nema þegar verið er að búa til ham- borgara en þessu vilja þeir breyta enda hægt að þeirra sögn að bjóða upp á margar spennandi uppskrift- ir þar sem alls konar grænmeti og osti er blandað saman við kjötið. Tilbreyting í matargerð Uppröðun í kjötborði skiptir miklu máli og samkvæmt Jan og Ole er gott að hafa kjötbitana í breytilegum stærðum með margs- konar lögun, þ.e.a.s. bæði langa kjötbita, litla hringlaga kjötbita og svo framvegis en þetta gefi jafn- framt tilbreytingu í matargerð. Þrátt fyrir að Jan og Ole séu hér til að miðla þekkingu sinni eru þeir jafnframt hér til að þiggja hana, sérstaklega þegar kemur að fiski. „I Danmörku er verið að reyna að auka neyslu fólks á fiski en Danir borða fisk að meðaltali einu sinni í mánuði á meðan Islendingar borða fisk að meðaltali einu sinni í viku.“ Að sögn þeirra starfsfélaga eru þeir sérstaklega ánægðir með hönnun Nýkaupsverslananna þar sem megi segja að þetta séu í raun margar litlar verslanir inni í einni stórri en slíkt tíðkast ekki enn í Danmörku. Danskir bíleig- endur fylla tanka með repjuolíu LÍTRINN af diselolíu hefur ver- ið að hækka í Danmörku og kostar um 75 krónur um þessar mundir. Danskir bíleigendur hafa í auknum mæli brugðið á það ráð að láta breyta bílum sínum litilsháttar og fylla tank- ana með repjuolíu (rapsolíu eða canolaolíu) í staðinn fyrir dísel- olíu. I danska dagblaðinu Berl- ingske Tidende kemur fram að lítrinn af repjuolíu, sem fram til þessa hefur verið notuð í iðnaði og við matargerð, kostar í Dan- mörku um sjötiu krónur og er þá komið með hana heim að dyrum hjá kaupendum þ.s. enn er ekki hægt að kaupa hana á bensínstöðvum. I Þýskalandi má fá lítrann af repjuoliu á um 30 krónur. Auk þess sem repjuolía er ódýrari en diselolia er hún einn- ig umhverfisvænni kostur. Hér á landi kostar lítrinn af repjuolíu 109 krónur í Bónus en lítrinn af díselolíu er seldur á 44 krónur. Kleinulykt úr púströrinu Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda, segir að þar sem eigendur díselbíla hér á landi kaupi diseloliu á 44 krón- ur Iítrann með virðisaukaskatti sé hæpið að kaup á repjuolíu og Iagfæringar á bilnum til að hægt sé að nota hana borgi sig fjárhagslega. Þungaskatturinn sem samþykktur er af Alþingi er innheimtur tvisvar á ári og hann er óháður þróun heims- markaðsverðs. I Danmörku er skatturinn lagður á útsöluverð olíunnar svipað og á bensínið hér á Iandi. Þungaskatturinn myndi leggjast á díselbíla hér á landi þótt notuð væri repjuolía í stað díselolíu. Fyrir um 20 árum var gerð tilraun hjá Lýsi hf. með að nota úrgangslýsi sem eldsneyti á nokkra bíla fyrirtæksins. Að sögn Snorra Más Egilssonar verksmiðjustjóra var lýsið sett til að byrja með á gamlan vöru- bfl. „Hann gekk ágætlega en var heldur kraftlítill og síðan lagði megna kleinulykt aftan úr púst- inu á honum. Við reyndum Iíka að nota þetta á nýjasta bflinn okkar á þessum tíma en þetta var frekar lélegt lýsi og bflarnir þóttu kraftlitlir á því.“ Snorri Már segir að ekki standi til að gera tilraunir með lýsi sem elds- neyti á ný, enda ekkert úrgangslýsi til lengur og lýsið sem nú er í framleiðslu það dýrt að það myndi ekki borga sig fjárhagsiega. Hann segist á hinn bóginn hafa fregnað að físki- mjölsbræðslur hérlendis hafí verið að prófa að nota afgangs- loðnulýsi sem eldsneyti á gufuk- atla. Verð- hækkun hjá Innnesi NÝLEGA hækkaði verð á nokkrum vörutegundum frá heildsölunni Innnes ehf. „Það sem hækkar í verði er meðal annars örbylgjupopp, tómatvörur og matarolíur, allt bandarískar vörur,“ seg- ir Olafur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Innness. „Vörurnar hækka að meðal- tali um 6% en hækkunin er til komin vegna hækkunar dollarsins, sem hækkað hef- ur um 11% á skömmum tíma.“ Nestisbox fyrir börn í fyrsta bekk ÁRLEGA hefur Osta- og smjörsal- an sent foreldrum allra bama sem eru að hefja nám í fyrsta bekk í grunnskóla nestisbox frá fyrirtæk- inu. I fréttatilkynningu segir að með þessu vilji fyrirtækið minna foreldra á mikilvægi þess að senda börn sín með hollt og gott nesti í skólann. Þessa dagana eru nestis- boxin að berast með pósti en þeim foreldrum sem eiga börn í fyrsta bekk og af einhverjum ástæðum hafa ekki fengið nestisboxið sent er velkomið að hafa samband við Osta- og smjörsöluna í Reykjavík og fá það sent heim til sín. grunnskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.