Morgunblaðið - 12.09.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 12.09.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 25 Breskir hermenn bjarga gíslum í Sierra Leone London. AP, Reuters, The Daily TelegTaph. AP Brezkur hermaður stendur vörð við brezka herskipið Sir Percivale í Freetown-höfn. Hlúð var að hermönnum, sem frelsaðir voru úr gíslingu skæruliða í Sierra Leone, um borð í skipinu. BRESKUR hermaður beið bana og annar særðist alvarlega þegar 150 breskir hermenn réðust á herbúðir uppreisnarmanna í frumskógi í Sierra Leone á sunnudag. Hermenn- irnir frelsuðu sjö gísla, sex breska hermenn og liðsmann stjórnarhers Sierra Leone, sem höfðu verið í haldi uppreisnarmannanna frá 25. ágúst. 25 uppreisnarmenn biðu bana í árásinni og átján til viðbótar, þar af þrjár konur, voru teknir til fanga. Tólf breskir hermenn særðust í árásinni, þar af einn alvarlega, en hann var þó ekki í lífshættu. Hótuðu að myrða gíslana Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Ahmed Tejan Kabbah, forseti Sierra Leone, heimiluðu árásina eftir að uppreisnarmennirnir höfðu „ítrekað hótað að drepa gísl- ana“, að sögn Geoffs Hoons, varnar- málaráðherra Bretlands. Foringi uppreisnarmannanna, Foday Kallay, var á meðal þeirra sem voru teknir til fanga. Julius Spencer, upplýsingamálaráðherra Sierra Leone, sagði að fangarnir yrðu sóttir til saka. „Þetta var mjög erfið aðgerð,“ sagði hann. „Við von- um að hún verði til þess að uppreisn- arhreyfingarnar í Sierra Leone leggi niður vopn.“ Þaulskipulögð aðgerð Björgunaraðgerðin beindist eink- um að búðum uppreisnarmannanna í Occra Hills, um 72 km frá höfuðborg- inni, Freetown. Hermennirnir voru fluttir þangað með þyrlum frá Free- town í dögun á sunnudag og aðeins tuttugu mínútum eftir komuna höfðu þeir frelsað gíslana og tekið foringja uppreisnarmannanna til fanga. Her- mennimir leituðu síðan að uppreisn- armönnum í skóginum en talsmenn breska hersins vildu ekki svara því hvort markmiðið hefði verið að upp- ræta hreyfinguna. Jórdanskir her- menn lokuðu vegi að búðum upp- reisnarmannanna til að hindra að þeir kæmust undan eða fengju liðs- auka. Aðgerðin tók alls tíu klukku- stundir. Uppreisnarmennirnir tóku ellefu hermenn í gíslingu 25. ágúst og slepptu fimm þeirra nokkrum dögum síðar í skiptum fyrir gervihnattasíma og ýmis tæki. Fimmmenningarnir aðstoðuðu við undirbúning árásar- innar og veittu ítarlegar upplýsingar um búðir uppreisnarmannanna. Einnig var stuðst við upplýsingar frá njósnurum úr röðum íbúa á þessum slóðum, auk þess sem símasamtöl uppreisnarmanna voru hleruð. Hermennirnir höfðu æft árásina í viku áður en þeir létu til skarar skríða. Þeir vissu nákvæmlega hvar gíslunum var haldið, hvemig vömum búðanna var háttað og hvar foringi uppreisnarmannanna dvaldi. Fyrsta verkefni hermannanna var að handtaka Kallay og síðan að frelsa gíslana. Uppreisnarforinginn var sofandi þegar árásin hófst og greið- lega gekk að fella verði hans og gísl- anna. Uppreisnarmenn hófu skot- hríð með vélbyssum á hermennina þegar þeir færðu gíslana í þyrlu og einn hermannanna féll í árásinni. Enginn gíslanna særðist í björg- unaraðgerðinni. Talsmaður hersins sagði að bresku gíslarnir hefðu verið „örmagna bæði andlega og líkam- lega“ þegar þeim hefði verið bjargað. Uppreisnarmennirnir hefðu hvað eftir annað hótað að taka þá af lífi og jafnvel sett á svið aftöku til að hræða þá. Gíslunum var haldið í moldarkof- um og þeir fengu lítið sem ekkert að borða og drekka. Alræmdir fyrir grimmd Hreyfing Kallays, sem kallar sig The West Side Boys, er m.a. skipuð fyrrverandi hermönnum sem steyptu Kabbah forseta af stóli árið 1997. Margir af liðsmönnum hennar eru mjög ungir og hreyfingin er al- ræmd fyrir grimmd, agaleysi, drykkju og eiturlyfjaneyslu. Hreyf- ingin hefur bæði barist gegn stjórn- arher Sierra Leone og stærstu upp- reisnarhreyfingu landsins og verið sökuð um að hafa myrt og limlest óbreytta borgara í borgarastríðinu sem hefur geisað frá 1991. Talsmenn breska hersins sögðu að þrátt fyrir agaleysi hreyfingarinnar hefði hún veitt harða mótspyrnu. The Daily Telegraph sagði að skipu- lagning og framkvæmd aðgerðarinn- ar hefði verið til fyrirmyndar og spáði því að næstu árin yrði litið á hana sem skóiabókardæmi um hvernig standa ætti að slíkum björg- unaraðgerðum. Manntjón breska herliðsins hefði verið ótrúlega lítið í ljósi þess að jafnvel bai-nungur her- maður, vopnaður árásarriffli, gæti nú skotið jafnmörgum byssukúlum og heil flokksdeild fullorðinna her- manna í síðari heimsstyrjöldinni. Rúmlega 200 breskir hermenn eru í Sierra Leone og helsta verkefni þeirra er að þjálfa nýjan stjórnarher sem var stofnaður eftir að friðar- samningur var undirritaður í fyrra. Rússland Atök um fjölmiðla Moskvu. AP. HÖRÐ átök eru í Rússlandi um yfirráð einu sjónvarpsstöðvar- innar sem nær til alls landsins, ORT. Á laugardag skýrði yfir- maður ORT, Konstantín Ernst, frá því að vinsæll, vikulegur fréttaskýringaþáttur blaða- mannsins Sergeis Dorenkos hefði verið tekinn af dag- skránni. Ernst sagðist hafa beðið Dorenko um að fjalla ekki um átök milli ráðamanna í Kreml og auðkýfingsins Borís Ber- ezovskí sem á 49% í stöðinni. Ríkið á 51% hlut og sakar Ber- ezovskí Kremlverja um að reyna að bola sér út. Hann studdi á sínum tíma Viadímír Pútín forseta en hefur nú skipt um skoðun og segir að Pútín sé ekki lýðræðissinni. Hann vilji reyna að koma í veg fyrir gagn- rýni á stjórnvöld í fjölmiðlum. Interfax-fréttastofan rúss- neska hafði hins vegar eftir Dorenko að Ernst hefði ekki gefið sér nein fyrirmæli og skipun um dagskrárbreyting- una hlyti að hafa komið frá voldugri mönnum. „Ég tengi þá ákvörðun að taka þátt minn af dagskrá eingöngu við Vladímír Pútín,“ sagði Dorenko. Nicotmell vörur með afslætti 12.-19. september VLyf&heilsa J A P Ó T E K Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóðum einnig þráðlausan búnað. Síml533 2400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.