Morgunblaðið - 12.09.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.09.2000, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þetta er áróður sagði Gunter Grass, þegar Matthías Johannessen hélt fram fornsögunum sem fyrstu skáldsögunum I hádegisspjalli í Norræna húsinu í gær ræddu rithöf- undarnir Giinter Grass, Matthías Johannessen og Slawomir Mrozek um bókmenntir og tjáningarfrelsi. Sús- anna Svavarsdóttir fylgdist með umræð- unum, þar sem ís- lenzk náttúra og fornsögurnar komu mjögvið sögu. . .-.rrr ; Frá hádegisspjallinu í Norræna húsinu. Morgunblaðið/Golli BÓKMENNTIR, tjáning- arfrelsi, almennt hádeg- isspjall var yfirskriftin á hádegisspjallinu í Nor- ræna húsinu í gær og var spjallið á dagskrá bókmenntahátíðarinnar sem nú stenduryfir í Reykjavík. Þátttakendur í spjallinu voru þýski nóbelshöfundurinn Gúnter Grass, pólski leikritahöfundurinn Slawomir Mrozek og Matthías Johannessen ritstjóri og skáld sem stýrði umræðunum. Hádegisspjallið hófst á því að Gúnter Grass las Ijóð sitt „Vinur minn Walter Henn er látinn" og á eftir las Matthías Johannessen þýðingu sína á ljóðinu og sagði að í framhaldi af því myndu þremenn- ingarnir byrja spjallið á hugleið- ingum um ljóðlist. Hann sagði að Gúnter Grass hefði gefið út þrjár ljóðabækur og í skáldsögum hans væru einnig afar ljóðrænir kaflar. Grass hefði frá upphafi verið undir miklum þrýstingi frá stjórnvöldum í sínu heimalandi þar sem tor- tryggni gagnvart ljóðlist hefði ver- ið mikil og ljóðformið hefði verið það bókmenntaform sem álitið hefði verið hvað hættulegast. Hann vitnaði í spurningu sem Grass sló fram í einu Ijóða sinna; „Er Ijóðið vopn?“ og beindi henni til skáldsins sjálfs. Grass svaraði því til að greini- legt væri að frá einum sjónarhóli væru ljóð litin vopn og það væri innbyggt í kerfi einræðisstjórnar að óttast ljóðlistina. Hún væri álit- in áróðursvopn. „Fyrir mér er þetta ekki svona einfalt,“ sagði Grass, „ég skrifa ljóð þegar ég hef tilefni til þess. Ég sest ekki niður og skrifa. Ég verð að bíða eftir til- efni. Það kemur ekki af sjálfu sér.“ Grass sagði frá því að eftir útkomu fyrstu ljóðabókar sinnar hefði hann því farið þá leið að fletta ljóð sín inn í skáldsögur sínar; löngu seinna hefði hann snúið sér aftur að ljóðlistinni og skrifað svokallað- ar akvarellur. Hann hafi með því skapað nýja tegund af ljóðum, sem væri sambland af „akvarellum" og „digtum" sem hann kallaði „akva- digter“. Grass sagði einnig frá því að á 6. áratugnum hefði verið tímabil í Póllandi þar sem tjáningarfrelsi hefði verið óheft. Þetta tímabil hefði verið stutt og á milli tveggja ritskoðunartímabila. Þá hefðu verk tveggja pólskra ljóðskálda verið þýdd á þýsku og þau hefðu haft mikil áhrif á þýsk ljóðskáld sem voru á þeim tíma undir miklum áhrifum af bandarískri ljóðlist. Sem dæmi um ritfrelsið sem ríkti í þennan stutta tíma sagði Grass frá því að þá hefði verið leyft að sýna Polisja eftir sessunaut hans, Slawomir Mrozek, í Póllandi en ekki í Austur-Þýskalandi. Reyndi að skrifa þannig að einræðið þyldi við Þegar Mrozek var spurður um þessa stuttu þíðu í Póllandi og hvaða áhrif hún hefði haft á hans listsköpun, byrjaði hann á því að taka það fram að hann væri ekki ljóðskáld og þekkti því persónu- lega ekki til þeirrar ógnar, sem ljóðið væri. „Mitt sérsvið er leikrit og smásögur," sagði Mrozek, „þeg- ar ég byrjaði að skrifa um tvítugt stóð einræðið mjög föstum fótum í Póllandi. Ég hafði mjög mikinn áhuga á því og reyndi í eitt og hálft ár að skrifa eitthvað sem var ekki of slæmt fyrir einræðið. Eftir þann tíma áttaði ég mig á því að ég væri að skrifa áróður en ekki bókmenn- tir. En þetta hlé sem varð á rit- skoðun var mikilvægt fyrir pólska rithöfunda. Ég var 26 ára og við gátum náð andanum, það er að segja, við gátum fjallað um hluti sem höfðu verið bannaðir. Við gát- um fjallað um vestræna menningu og kynnt okkur hana. An þessa stutta hlés hefði mín kynslóð orðið mjög fáfróð og heimsk." Matthías Johannessen sneri sér aftur að Gúnter Grass og spurði hvort hann hefði ekki verið sakaður um guð- last og svaraði Grass því til að víst hefði svo verið en hann hefði einnig á sínum tíma verið sakaður um klám. „Ég skrifaði líka einu sinni um fisk,“ sagði hann, „og var sak- aður um að grafa undan fiskiðnað- inum.“ Hann sagði verk sín ekki aðeins hafa mátt þola ritskoðun í Austur-Evrópu, heldur einnig á Spáni og í Portúgal og í Póllandi hefði þetta ekki aðeins verið spurn- ing um guðlast, heldur hefði hann í einu verka sinna fjallað um hegðun rússneskra hermanna gagnvart ungum, pólskum stúlkum og það hefði ekki mælst vel fyrir í komm- únistaríkinu. Slyppur og snauður til ftalíu Þegar Mrozek var spurður um hans reynslu af ritskoðun, sagðist hann ekki viss um hvernig hann ætti að svara því. Þegar hann hefði verið í Póllandi hefði hann ekki vit- að hver hann var vegna þess að hann var eign ríkisins, eign rit- skoðunarinnar. „Ég yfirgaf land mitt árið 1963 og bjó í 33 ár erlend- is, fyrst á Ítalíu, síðan í París og að lokum í Mexíkó. Ég fór ekki aftur heim fyrr en þjóðskipulaginu hafði verið breytt." Mrozek sagðist hafa komið slyppur og snauður til Ítalíu og með framtíðina í óvissu. Hann hefði verið svo heppinn að fyrsta leikritið sem hann skrifaði þar, Tangó, sló í gegn. Það hefði komið sér mjög vel, bæði efnahagslega og fyrir hann sem listamann. Þegar hann var spurður hvort Tangó væri ádeila á fjölskylduna, eða þjóðfé- lagsádeila, sagði hann að það væri hvort tveggja. „I verkinu er tekist á við reglu andspænis ævintýra- mennsku og fjallað um togstreitu milli kynslóðanna sem alltaf hefur verið og verður áfram.“ Mrozek bætti við, að verkið hafi verið dæmt sem andspyrnuverk og sagði: „Samkvæmt minni reynslu stóð ríkisvaldið, sem í mínu tilviki voru kommúnistar, mjög föstum fótum og kallaði sig af miklu sjálf- söryggi Byltingarflokkinn. Þeir reyndu ekki einu sinni að leyna mótsögnunum sem í þessu fólst og kölluðu fólk eins og mig andbylt- ingarsinna.“ Þegar Mrozek var spurður hvort verk hans mætti skilgreina sem „absúrd-verk“ og hvort nauðsynlegt hefði verið fyrir hann að nota þá aðferð til að skrifa, svaraði hann því til að hann felldi sig ekki við þá skilgreiningu að verk hans væru „absúrd“. Hann sagði mikinn mun á upphaflega „absúrdismanum" og þeim verkum sem Austur-Evrópu höfundar hefðu skrifað. „Absúrdisminn varp- aði ljósi á hvað lífið er fáránlegt, til dæmis hvað það er í sjálfu sér fár- ánlegt að við skulum eiga eftir að deyja og að við skulum öll vera að burðast við að lifa lífinu þegar það eina sem blasir við er að við eigum eftir að deyja. En fyrir okkur Austur-Evrópu- höfundunum var þetta spurning um það pólitíska vald sem við bjuggum við. Við kvörtuðum ekki undan lífinu sjálfu. Við báðum um að pólitíska kerfið sem við bjugg- um við yrði fjarlægt - í Guðs bæn- um.“ Skilgreiningar Gúnter Grass bætti því við að rithöfundar hefðu alltaf mátt þola skilgreiningar sem kæmu að utan og benti á að nú væru menn álitnir skrifa „póstmódernísk" verk. En fyrst verið væri að tala um absúrd- ismann, þá mætti leiða að því rök- um að Cervantes hefði verið fyrsti absúrdistinn. Hann væri hins veg- ar flokkaður annars staðar. „Við rithöfundar verðum að sitja undir því að prófessorar skilgreini verkin okkar. Við verðum bara að þola það,“sagði hann. Þar sem Grass hafði tekið Cerv- antes sem dæmi, sagði Matthías að það minnti sig á það gildi sem munnleg geymd hefði í bókmenn- tum en Cervantes hefði einmitt kynnst henni í fangelsi í Alsír. Sagði hann að íslensku fornsögurn- ar ættu rætur í munnlegri geymd og spurði hvort ekki væri tími til kominn að viðurkenna að þær væru í rauninni fyrstu skáldsögurnar sem ritaðar hefðu verið og benti á að bæði þýski rithöfundurinn Hein- rich Böll og suður-ameríski höf- undurinn Borges hefðu sagt í sam- tölum við sig, að þeir hefðu báðir verið undir áhrifum frá þeim. „Þetta er áróður,“ svaraði Grass að bragði og bætti því við að víst væri rétt að upphaflega hefðu bók- menntir ekki verið ritaðar. Hann væri ekki þeirrar skoðunar, að þörf væri á því að viðurkenna íslensku fornsagnirnar sem fyrstu skáldsög- urnar; ef lengra væri litið, væri Biblían hugsanlega fyrsta skáldsa- gan sem rituð hefði verið. „Ég held að það sé út í hött að leita að upphaflegu skáldsögunni," sagði Grass og bætti því við að enn í dag væru sögur fyrst mæltar og síðan ritaðar. „Þegar ég skrifa sit ég til dæmis ekki, heldur stend ég. Eg geng um gólf og þyl setning- arnar sem ég ætla að skrifa og ég tel afar mikilvægt að við minnum okkur á að munnleg geymd var hið upphaflega form skáldsögunnar.“ Rithöfundar eru í hópi þeirra sem tapa Matthías spurði Grass út í Danzig-trílógíuna sem eru skáld- sögurnar Blikktromman, Köttur og mús og Hundaárin og fjallar um borgina Danzig á uppvaxtarárun- um. Grass svaraði því til að Danzig væri borgin sem hann hefði glatað. Þegar ég kom aftur þangað árið 1956 hét borgin Gdansk, hún var gerbreytt. Henni hafði verið ger- eytt. Fjöldi fólks hafði flutt þangað eftir stríð og ég varð að leita að því fólki sem ég fjallaði um í sögunum. Það fólk hafði ekki breyst og skildi tilfinningar mínar. Það skildi þá til- finningu mína að finnast ég hafa misst eitthvað mikilvægt. Þegar það gerist verður það að eins konar áráttu að skrifa um það sem er glatað til þess að endur- skapa það. Við töpuðum svo mörgu, til dæmis þremur mállýsk- um en vegna fólksins náði ég að varðveita eitthvað af þeim í bókun- um mínum. Þegar ég segi að við höfum tap- að, þá legg ég áherslu á að rithöf- undur er á vissan hátt í flokki þeirra sem tapa. í gegnum tíðina hafa tungumál tapast og borgir tapast. Þetta hefur verið um aldir og mun halda áfram og verða rit- höfundum um ókomna tíð að yrkis- efni. Umræðan snerist næst um þá rithöfunda sem hafa lifað af rit- skoðun og benti Matthías á að höf- Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli íslands var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA (Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Ferðamálaskóli íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt og eftirsótt nám. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Söluráðar Verðlagning Markaðsrannsóknir Markaðsumhverfið Markaðshlutun Arðsemi Árstíðarsveiflur Dreifing Auglýsingar Samkeppni Markaðsáæltanir Markaðsvirkni Sölustjórnun Sölutækni Markmið Stefnumótun Ferðaþjónusta á Islandi Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 18.15-22.00. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenníngu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli Islands Bfldshöfða 18 567 1466
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.