Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 47

Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 47 . AGUST RUNÓLFSSON + Ágúst Runólfs- son fæddist á Höfn í Hornafirði l.mars 1929. Hann lést 4. september síð- astliðinn eftir að hafa veikst síðla síð- astlinn vetur. Ágúst óslst upp á Höfn og átti allan sinn starfs- aldur þar sem út- gerðarmaður. _ Árið 1955 kvæntist Ágúst ftirlifandi konu sinni Nönnu Láru Ólafsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurborgu, sem á einn son, Ásgeir Núpan, sem kvæntur er Valgerði Egilsdóttur og eiga þau tvo syni og Bjartmar, sem kvænt- ur er Elínurós Jóhannsdóttur. Þau eiga eina dóttur. Ágúst Runólfsson var jarðsett- ur í gær á Höfn í Hornafirði. I hraða og önn dagsins var eins og tíminn stæði í stað í eldhúsinu hjá Nönnu og Gústa. Það var alltaf gott að koma í Há- tún. Gústi frændi sagði ekki margt en manngæska hans og hlýja skilaði sér til okkar krakkanna. Hann var einn af hornsteinunum í lífi okkai’. Það fór margt af okkar fólki á undan Gústa á nýjar slóðir, við vitum að honum verður tekið opnum örmum. Tárin okkar eni saltari en sjórinn. Sjávamiður þungur kyrrir æstar öldur. Mávar löngu lentir tilbúnir að nýju, að fylgja þeim, þeimsemvið unnum. Báran blá úfin grá. Sjómaðurinn sefur. (S.H.Ó.) Elsku Nanna, Bogga, Ásgeir, Bjartmar og fjölskyldur, við vitum að söknuður ykkar er mikill, við sam- hryggjumst ykkur. Einnig viljum við senda Hauki frænda samúðarkveðjur. Krakkarnu uppi í Hátúni, Þráinn, Valdís, Hafdís, Óli og Olgeir. Sú kalda staðreynd vitnaðist síðla vetrar að Ágúst Runólfsson fyi-rum útgerðai-maður á Höfn gengi ekki heill til skógar. Síðan er sumarið lið- ið, bjart og hlýtt svo að fá dæmi eru um. Við lok þess var Gústi allur. Ágúst var fæddur á Höfn, þar átti hann þroskaárin og starfsævina alla. Á fyrri árum byggðar á Höfn voru íbúðarhúsin nefnd tilteknum nöfn- um. Laufás var eitt þessara frum- herjabýla. Þar ólst upp stór barna- hópur, böm hjónanna Runólfs Bjarnasonar sem átti uppruna sinn í Suðursveit og Sigurborgar Ágústs- dóttur sem fluttist hingað frá Eski- firði. Það var tápmikil æska sem óx úr grasi á Laufási. Þar sem uppruni Gústa var, eins og hann var jafnan nefndur. Umhverfið á Höfn var mót- andi fyrir þá sem á þessum tíma ól- ust þar upp. Fjörðurinn skóp ungum athafnamönnum margháttuð tæki- færi bæði í leik og starfi og var þann- ig mikilvægt athvarf fyrir þá sem þroskuðust á þessum vettvangi. Þessi ævintýraheimur var einkar hugleikinn Gústa og hefur efalaust átt mikinn þátt í að móta framtíðar- sýn og lífshlaup. En strax eftir ferm- ingu var boðanna ekki beðið en þá réðist Gústi á báta sem reru frá Höfn og fóm einnig til síldveiða, var hann þá um tíma formaður á þessum bát- um. Árið 1955 urðu mikil kaflaskil á æviferli Gústa en þá hóf hann útgerð með Hauki tvíburabróður sínum og félaga þeirra, Ásgeiri Þ. Núpan. Það ár létu þeir smíða skip, Akurey sem svo var nefnd. Var það systurskip við Helga sem smíðaður var samtímis og kom síðar í eigu bræðra þeirra, Bjarna og Ólafs. Um þessar mundir var mikill uppgangur í útgerð á Höfn sem varð hin raunveru- legi aflgjafi fyiTr þá öfl- ugu fiskvinnslu sem þá kom til sögunnar og at- vinnulíf á Höfn nærðist á. Þessar framfarir á Höfn vöktu verðskuld- aða eftirtekt víða um land. Þátttaka þessara félaga, og annarra út- gerðarmanna sem um þessar mundir sóttu sjóinn frá Hornafirði, lagði þannig grundvöll að þessu blómlega sam- félagi. Það verður seint þakkað eins og vert er. Víst eru það ekki nýmæli að sjór- inn bæði gefur og tekur og vissulega fékk Laufásfjölskyldan að reyna það þegar sá sorglegi atburður gerðist í september árið 1961 að mótorbátur- inn Helgi fórst á heimleið úr siglingu. Með honum fórust sex vaskir sjó- menn, tveir Laufásbræðra, auk mágs þeiiTa og bróðursonar. Þá var dimmt yfir byggðum hér eystra en eftirtekt vakti hugrekki og dugnaðm- þeirra er efth' stóðu. Ekki létu tvíbura- bræðurnir hlut sinn eftir liggja í að efla útgerð sína. Árið 1963 fengu þeir nýja og öfluga Akurey og svo kom Skógeyjan til sögunnar árið 1973. Skógeyjan var stærst skipa þeirra bræðra sem auðveldaði sókn á fjar- lægari mið. Þegai- svo þeir bræður höfðu gert út þessi tvö skip um nokk- urt skeið seldu þeir Akurey og fluttu sig á Skógeyna þar sem þeir störfuðu enn saman þar til þeir seldu Skóg- eyna árið 1993. Þar með lauk útgerðarferli þess- ara samrýndu tvíburabræðra sem stunduðu störf sín af einstakri trú- mennsku og dugnaði. Mestan tímann stjórnaði Haukur skipum þeirra fé- laga, Gústi annaðist lengst af véla- vörslu en Ásgeir sá um störfin sem tengdust útgerðinni í landi. Þetta eignarfyrirkomulag hefur sett svip sinn á margar útgerðir hér á Höfn og jafnan gefist vel. Gústi var afar vel verki farinn, ósérhlífni og dugnaði við brugðið. Hann var góður vinnufélagi og hon- um fylgdi því jafnan góður vinnu- andi. Nærri má geta hversu þessir eiginleikar hafa verið mikilvægir í löngu og farsælu sjómanns- og út- gerðarstarfi. Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. http://www.kerfisthroun.is/ Legsteinar í Lundi SÖttSíffilSsljiMS viS Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Á árinu 1955 urðu mikil þáttaskil í lífi Gústa en það ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Nönnu Láru Ólafsdóttur. Þar eignaðist hann þann förunaut sem svo vel hefur dugað á annasamri starfsævi og erfiðu ævi- kvöldi. Þau eignuðust þrjú börn, Sig- urborgu, hún einn son, Áseir Núpan, kvæntur Valgerði Egilsdóttur, þau eiga tvo syni og Bjartmar kvæntur Elínurós Jóhannesdóttur og eiga þau eina dóttur. Það urðu auðvitað miklar breyt- ingar á lífsferli Gústa þegar hann hætti sjómennsku og kom í land. Þá kom sér vel að eiga fjörðinn sem athvarf eins og var á æskuárunum. Meira að segja á þessu erfiða sumri þegar sú kalda staðreynd lá fyrir sem nú er orðin að veruleika var bát- urinn málaðm- og haldið út á fjörð, þangað sóttur fiskur og góðum vin- um fært í soðið eins og áður fyrr. Okkur á Seljavöllum heimsótti hann aðeins tveimur dögum áður en hann lagðist til hinstu hvíldar, hann þurfti þá enn að fylgjast með Íífinu í sveit- inni eins og hann komst svo oft að orði. Við leiðarlok eru góðar minningar um þennan heilsteypta dugnaðar- mann og þakklæti fyrir tryggð hans efst í huga. Þrátt fyrir að hvfldin hafi verið Gústa kærkomin eins og heilsu hans var komið er þó missirinn mikill fyrir þá sem eftir standa. Nanna og Gústi áttu góða vegferð saman og síðustu árin fylgdust þau jafnan að svo sam- rýnd voru þau. Til Nönnu er því hugsað héðan frá Seljavöllum á þess- um erfiðu tímum, henni og öðrum ástvinum að ógleymdum tvíbura- bróður færðar innilegar samúðar- kveðjur. Egill Jónsson. • Fleirí minningargreinar um Ágúst Runólfsson biða birting- arogmunu birtast íblaðinu næstu daga. Varanleg minning er meitluö ístein. • ‘ ^ .- y L:> ':»>■ KS.HHfiASONHF STHNSMHUfl Skemmuveqi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LILJA TH. INGIMUNDARDÓTTIR, Grensásvegi 60, sem iést laugardaginn 2. september sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 12. september, kl. 13.30. Helgi fvarsson, Jónína Steiney Steingrímsdóttir, Rannveig fvarsdóttir, Otti Kristinsson, Guðbjörg fvarsdóttir, Þórarinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + STEINGRÍMUR ODDSSON málarameistari, Blómvallagötu 12, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 29. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR ÁRNASON, frá Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, lést að kvöldi sunnudagsins 10. september á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ. Hildur Árnason og börn. m. + Eiginmaður minn, SIGURÐUR EYJÓLFSSON, Hvoli, Mýrdal, lést föstudaginn 8. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurbjörg Guðnadóttir. + Eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓRMUNDSSON, Bæ, Bæjarsveit, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 10. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Auður Þorbjörnsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN JÓNATANSSON vélvirkjameistari, Melabraut 29, Seltjarnarnesi, lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi sunnudagsins 10. september. Bára Vestmann, Jónatan Guðjónsson, Ottó Vestmann Guðjónsson, Elfn Kolbeins, Valborg G. Guðjónsdóttir, Wim Verheul, Guðjón Sig. Guðjónsson, Hrefna Þórðardóttir, Ásta Kristjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. k~ + BALDUR STEINGRÍMSSON, Skeggjagötu 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. september kl. 13.30. Steingrímur Baldursson, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, Höskuldur Baldursson, Magdalena Jórunn Búadóttir, Margrét Jóna Höskuldsdóttir, Torfi H. Pétursson, Magdalena Anna Torfadóttir, Baldur Steingrímsson, Kyeong Rho, Héðinn Steinn Steingrímsson, Baldur Búi Höskuldsson, Gunnar Steingrímsson. «r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.