Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 59 KIRKJUSTARF Vetrardagskrá Dómkirkjunnar Safnaðarstarf Barnastarfið. Á þriðjudag kl. 14 er samvera fyrir 6 ára börn og á mið- vikudag kl. 14 fyrir 7 ára börn og kl. 15:30 fyrir 8-9 ára böm. Rúta fer með börnin frá Vesturbæjarskóla stundarfjórðungi fyrr og til baka að stundinni lokinni. TTT-starf (10-12 ára) verður á þriðjud. kl. 17. Leik- skólar heimsóttir og börnum þaðan boðið í kirkjuskoðunarferðir. Barna- starfið verður í umsjá Bolla Péturs Bollasonar guðfræðings. Hann mun ásamt sr. Hjalta Guðmundssyni standa fyrir fjölskylduguðsþjónustu sem markar upphaf barnastarfsins sunnud. 17. sept. kl. 13. Fermingarstörfin hefjast laugard. 23. sept. kl. 10 og verða á þeim tíma á hálfsmánaðarfresti í vetur. Sr. Ja- kob Ágúst Hjálmarsson mun taka á móti þeim ásamt sr. Hjalta og hafa guðsþjónustu með þeim og foreldr- um þeirra hinn 8. október kl. 14 og fund á eftir. Foreldramorgnar verða á mið- vikud.kl. 10:30 í umsjá Bolla Péturs og eru þau sem heima sitja og gæta lítilla barna á þessum tíma velkomin í heimsókn til spjalls og að þiggja góðgerðir. Opið hús fyrir alla aldurshópa verð- ur í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a á fimmtudögum kl. 14-16. Kaffi og meðlæti í boði og dagskrá frá 14:30-15. M.a. verða skoðuð mynd- bönd og rætt um ýmsa þætti kirkju- lífs og sögu. Hámessur. Við höldum í hámessun- um á sunnudagsmorgnum kl. 11 áfram að þróa aukna virkni leik- manna í helgihaldinu og leggjum áfram áherslu á lofgjörðarþáttinn, almennan söng og hrífandi sálma. Æðruleysismessur fyrir fólk sem leitar bata eftir „sporunum tólf' verða áfram með sama takti og eru að jafnaði þriðja sunnudag hvers mánaðar kl. 20:30 og næst hinn 17. september. í sambandi við þær er boðið upp á tólfsporavinnu. Hádegisbænir verða á miðvikudög- um kl. 12:10 svo sem verið hefur. Boðið er upp á léttan hádegisverð á kirkjuloftinu á eftir. Aldraðrastarfið verður áfram á Vesturgötu 7 eins og verið hefur fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 10:30. Unglingastarfíð er í samstarfi Nes- og Dómkirkju í umsjá Bolla Péturs og Sveins Bjarka Tómassonar en sótt verður af hálfu kirknanna fram á víðtækum samstarfsvettvangi þar sem leitað verður í ríkari mæli sam- starfs við skóla, félagsmiðstöðvar og miðbæjarstarf KFUM&K og Þjóðkirkjunnar. Barnakórar Bústaðakirkju Nú er kórastarfíð í Bústaðakirkju senn að hefjast eftir sumarfríið. í vetur verður boðið upp á þá ný- breytni að Englakór verður stofnað- ur fyrir yngstu börnin, 5-6 ára. Æf- ingar verða á mánudögum kl. 16.00. Barnakórinn verður áfram fyrir 7-9 ára með æfingar á þriðjudögum kl. 16, en báðir þessir kórar verða virkir í barnamessum. Stúlknakórinn starfar áfram, en í honum eru stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Þessi kór kom víða fram á síð- asta ári og fór m.a. í söngferðalag til Bretlands. Fyrir allra áhugasömustu ungl- ingana verður í vetur stofnaður Kammerkór sem mun æfa flóknari tónlist og verður sérstakt inntöku- próf í þann kór. Framundan er skemmtilegt og fjölbreytt starf og er stjórnandi kór- anna Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Hún mun einnig stjórna Bjöllukórn- um sem verður með æfingar á mið- vikudögum í vetur. Innritun í kórana fer fram 13. og 14. september kl. 17-19 í kirkjunni. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðar- heimilinu kl. 14-16. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Samveru- stund með litlu börnunum kl. 10-12. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimil- inu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Kirkjuklúbbur (8-9 ára) kl. 14.30. TTT (10-12 ára) kl. 16. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson tekur fyrir bókina „Ljós í heimi“ eftir dr. Einar Sigur- björnsson, þar sem fjallað er um kristna trú á auðskilinn og hagnýtan hátt. Allt fólk velkomið, engin inn- ritun. Gengið er inn um dyr á aust- urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund. Gengið inn um aðaldyr kirkjunnar. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í kirkjuskipi í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Foreldramorgunn mið- vikudagkl. 10-12. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT, tíu-tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10-12. Boðunarkirkjan. Á morgun, kl. 20 hefjast ný námskeið í Boðunarkirkj- unni þar sem dr. Steinþór Þórðar- son kennir þátttakendum að merkja biblíuna og leita í henni svo biblían verði aðgengilegri og auðveldara að fletta upp í henni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. TANNLÆKNASTOFA Kristinn Þorbergsson tannlæknir og læknir hefur tekið til starfa að Síðumúla 28 Tfmapantanir í sfma 581 1290 fyrir hádegi eða 898 9368 eftir hádegi. Ertu með bein í nefinu? Viltu kanna heiminn? Viltu læra eitthvað nýtt? , r Ertu á aldrinum 15-18 ára? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Erum að taka á móti umsóknum: • um ársdvöl til Argentínu, Japans og Paragvæ og hálfsársdvöl til Bandaríkjanna, Brasilíu og ftalíu með brottför janúar-mars 2001. • til fjölmargra landa með brottför júní-september 2001. AFSáíslandl Ingólfsstræti 3 I 2. hæð I sími 552 5450 Ólafur Pór Ólafsson leiðbeinandi Kynningarfundur sjálfsrækt og markmiðasetning *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt Taktu fram pensil ímyndunaraflsins og málaðu meistaraverk á striga lífs þíns. Þú ert sérstaklega boðin/n á kynningarfund á sjálfs- ræktarnámskeiðum MARKmiðlunar, kaffi og umræður. Fimmtudagskvöldið 14. sept. kl. 20.30 á Hótel Loftleiðum. Árangursrík og skemmtileg námskeið um sjálfsrækt, samskipti og markmið. www.markmidlun.is S.553 5522 - markmidlun@markmidlun.is MARKfríðlun Kynnuin í dag og næstu daga Færanleg einingahús í ótal útfærslum. , , OTRULEGT VERÐ!1 m M V Skútuvogi 12a Sími 568 1044 | Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana I8.til 23. september n.k. I0 vikna námskeið. LiJ Skákskóli í S L A N D S Fullorðins- flokkar hefjast um mánaða- mótin sept-okt. — 6 vikna námskeið. Alþjóðlegir titilhafar annast v alla kennslu. Kennt verður frá kl. I7.00-I9.00 alla virka daga og frá kl. 11.00-12.30, 12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upþlýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 ísíma 5689141. Athugið systkinaafsláttinn STÆRRI VERSLUN Á SAMA STAÐ í STANGARHYL 5 GLÆSILEGT ÚRVAL AF HAUSTVÖRUM Opið virka daga frá kl. 10—18 laugardaga frá kl. 10—14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.