Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Félags eldri borgara um breytingar á kjörum ellilífeyrisþega Eldri borgarar óánægðir og hyggiast mótmæla Öryggi á hausthá- tíð Breið- holtsskóla FJÖLBREYTT dagskrá var á hausthátíð Brciðholtsskóla í Reykjavík í gær en hún er árlegur viðburður og haldin til að bjóða alla vclkomna til starfa í upphafi skólaársins. Meðai dagskráratriða var heimsókn slökkviliðs og lög- reglu til að sýna í hverju starf þeirra væri fólgið, trúðar komu í heimsókn, júdókappar sýndu fimi sína og veitingar voru í boði. Hér fá nemendur ábendingu um hversu þýðingarmikið er að nota öryggisbelti í bílum. ÓLAFI Ólafssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík, þykja þær breytingar á kjörum ellilífeyr- isþega, sem kynntar voru af Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra í fyrradag, ekki ganga nógu langt. „Þetta var spor í rétta átt þótt stutt hafi verið stigið því við höfðum vænst mun meira - okkur þótti þetta þunnur þrettándi," sagði ðlaf- ur. „Eg átti fund með formönnum félaga eldri borgara í nágrenni Reykjavíkur eftir að kjarabreyting- arnar voru kynntar í fyrradag og menn þar voru mjög óhressir og hyggjast mótmæla. Vandinn er sá að allar götur frá 1991 hefur bilið milli eftirlauna og lægstu launa- taxta gliðnað og það er nú um 18 prósenta munur þar á.“ Ólafur sagði að breytingin, sem ráðherrann hefði kynnt, leiðrétti á engan hátt þennan mikla mun. Breytingarnar, sem taka gildi um mánaðamótin, fela í sér hækkun á frítekjumörkum ör- yrkja- og ellilífeyrisþega auk þess sem dregið er úr tengingu upphæð- ar bóta við tekjur maka. Samkvæmt breytingunum hækkar almennt frí- tekjumark ellilífeyrisþega úr 20.916 krónum í 22.380 krónur og frítekju- mark ellilífeyrisþega sem eiga úti- vinnandi maka hækkar úr 33.570 krónum í 44.760 krónur. Ólafur sagði að sérstök nefnd væri að endurskoða kjör aldraðra og að Félag eldri borgara væri að bíða eftir áliti nefndarinnar. Hann sagði að félagið myndi áfram vinna að bættum kjörum aldraðra, sér- staklega þar sem enn væri mikill munur á kjörum aldraðra hér og í nágrannalöndunum. Hann sagði að aldraðir sættu sig illa við hækkun þjónustugjalda, trygginga og mikla hækkun lyfjaverðs. Þá sagði hann að Félag eldri borgara myndi einnig skoða stöðu hjúkrunarþjónustunnar en nú er 231 maður á biðlista eftir rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkell Aðalfundur Neytendasamtakanna Jóhannes áfram formaður JÓHANNES Gunnarsson var endur- kjörinn formaður Neytendasamtak- anna á aðalfundi þeirra á Grand Hótel Reykjavík í gær. I kjöri til formanns hlaut hann 77% greiddra atkvæða, en 90 manns kusu. Mótframbjóðandinn, Sverrir Amgrímsson, gjaldkeri sam- takanna, hlaut 23% fylgi. Eftir að úrslitin lágu fyrir þakkaði Jóhannes fundarmönnum traustið. Það væri sér hvatning til frekari dáða í starfi. Sverrir óskaði Jóhannesi til hamingju með kjörið og sagðist von- ast eftir ánægjulegu samstarfi við hann áfram. Jón Magnússon lögmað- ur gaf ekki kost á sér áfram sem vara- formaður samtakanna og var Markús Möller kosinn í hans stað. Þegar Morgunblaðið fór í prentun átti eftir að kjósa 21 manns stjóm Neytendasamtakanna sem fer með æðsta vald þeirra. Skjár einn til Akureyrar SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár einn hóf í vikunni útsendingar á Akur- eyri. Stöðin er í samstarfi við Skjávarpið á Akureyri og sendir út á sömu tíðni frá kl. 19-2 en Skjá- varpið nýtir senditíðnina á öðrum tíma sólarhringsins. Ari Karlsson hjá Skjávarpinu á Akureyri sagði að þetta væri sama fyrirkomulag og væri við lýði á Sel- fossi og að fyrirhugað væri að Skjár einn yrði í samstarfi við Skjávarpið víðar á landsbyggðinni. Stefnt væri að því að hefja útsendingar síðar, m.a. á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Sauðárkróki og Húsavík. Yfírmaður peningamálasviðs Seðlabankans um evruna Styrking hefur lítil áhrif til langs tíma Laus em- bætti við Dómkirkju- og Arbæj- arsóknir BISKUP íslands hefur auglýst laus til umsóknar tvö sóknarprestsembætti í Reykjavík, í Dómkirkju- prestakalli og Árbæjarpresta- kalli. Séra Guðmundur Þor- steinsson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, og séra Hjalti Guðmundsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, láta af störf- um kringum áramót fyrir ald- urs sakir. I báðum prestaköllunum eru tvö embætti og verður staða sóknarprests í Árbæj- arsókn veitt frá næstu ára- mótum en staða sóknarprests í Dómkirkjuprestakalli frá 1. febrúar á næsta ári. Séra Guðmundur Þor- steinsson hefur gegnt því em- bætti frá ársbyrjun 1971 en hann er einnig dómprófastur í Reykj avíkurprófastsdæmi eystra. Stöðu prests í Árbæj- arsókn gegnir nú séra Þór Hauksson. Séra Hjalti Guðmundsson hefur verið sóknarprestur í Dómkirkjuprestakalli frá haustinu 1976. Hinni stöðu sóknargrests þar gegnir séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. YNGVI Öm Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, segir, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við víðtæk- um inngripum nokkurra stórra seðlabanka til styrkingar evrunni, að inngrip orki alltaf tvimælis. Áhrifin séu oftar til skamms tíma og varan- leiki þessara aðgerða ekki mikill til lengri tíma litið. Undirliggjandi straumar eins og utanríkisviðskipti og fjármagnshreyfingar ákvarði gengi gjaldmiðla til lengri tíma og svona stuðningsaðgerðir hafi aðeins ÁKVEÐIÐ hefur verið að frestað verði heimsókn Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra til Joscha Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, sem standa átti dagana 11. og 12. október næstkomandi. Tóku ráðherrarnir um þetta sameigin- lega ákvörðun. tímabundin áhrif. Yngvi Örn segir inngrip seðlabanka Bandaríkjanna hafa komið sér á óvart miðað við fyrri yfirlýsingar ráðamanna bankans. Inngrip annarra banka frá Evrópu og Japan hafi verið fyrirsjáanlegri. Leiðir til aukinnar eftirspurnar eftir dollurum „Það sem kann að hafa breyst hjá Bandaríkjamönnum er að Michael Mussa, aðalhagfræðingur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var með yfirlýs- ingar í byrjun vikunnar um að inn- Joscha Fischer var á ferð hér á landi í byrjun mánaðarins, um leið og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og áttu þeir Halldór Ásgrímsson þá viðræður og fóru yfir ýmis málefni í samskiptum landanna, að sögn Atla Ásmunds- sonar, blaðafulltrúa utanríkisráðu- grip sem þessi væru nauðsynleg. Að lækkun evrunnar raskaði stöðug- leika í heimsbúskapnum og skilyrð- um til áframhaldandi hagvaxtar." Yngvi Öm segir ástæður veiking- ar evrunnar gagnvart dollar vera kraftinn í bandaríska hagkerfinu og mismikill en vaxandi hagvöxtur í Evrópu. Inngripin breyti litlu um þetta, aðstæðumar verði þær sömu. Þær leiði til spurnar eftir dollumm. Aðspurður segir Yngvi Öm að áhrif inngripanna á íslenskan gjald- eyrismarkað verði ekki mikil. neytisins. Á leiðtogafundi Samein- uðu þjóðanna skömmu síðar ákváðu utanríkisráðherramir að fresta heimsókn Halldórs Ás- grímssonar þar til snemma á næsta ári þar sem ekki væri þörf á fundi þeirra svo skömmu eftir að þeir ræddust við hérlendis. Dómsmála- ráðherra til Litháen SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, fer á mánu- dag í þriggja daga opinbera heim- sókn til Litháen í boði dómsmála- ráðherra landsins, Gintaras Balciunas. Samkvæmt tilkynningu frá ráðu- neytinu munu ráðherrarnir skipt- ast á upplýsingum um réttarkerfi ríkjanna, löggjöf, alþjóðasamninga og fleira. Sólveig mun einnig kynna sér stöðu löggæslumála í Litháen, stöðu fíkniefnamála og ólöglegan flutning fólks milli landa. ------------------ Pitsusendill rændur RÁÐIST var á pitsusendil við Háa- leitisbraut, bak við Austurver, í Reykjavík um klukkan 2.20 í fyrri- nótt og hann rændur. Sendillinn sat inni í bíl að snæðingi þegar árás- armaðurinn opnaði bfidyrnar og dró hann út úr bflnum. Ræningjanum tókst að ná af sendlinum mittistösku sem í voru 20-30.000 krónur auk kreditkorta- nótna. Sendillinn gerði lögreglu við- vart um atvikið. Hann hlaut áverka á enni, bólgur á vinstra gagnauga og vinstra hné. Árásarmaðurinn, sem var óvopnaður og einn að verki, komst undan. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykja- vík. Þýskalandsheimsókn utanríkisráðherra frestað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.