Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ísafjaröardjúp er gósenland til sauð- fjárræktar og á Skjaldfönn, ysta bænum á Langadals- strönd, er afuröa- hæsta sauðfjárbú landsins. Indriöi Aö- alsteinsson hefur ræktaö háfættan og stórvaxinn fjárstofn sem á gott meö aö nýta sérgæöi lands- ins ogskilarótrúleg- um afuröum en fellur ekki eins vel aö nýj- um kjötmatsreglum ogvel ræktaðurfjár- stofn nágrannanna í Hafnardal. Helgi Bjarnason ræddi viö Indriöa og Krist- björgu Lóu Árnadótt- ur á Skjaldfönn og Reyni Stefánsson og Ólöfu Jónsdótturí Hafnardal. Morgunblaóiö/Helgi Bjarnason Indriði Aðalsteinsson viðheldur þeim gamla sið að gefa öllum ánum nöfn, auk nauðsynlegra númera vegna skýrsluhaldsins. Hann þekkir allar æmar sínar með nafni og er einnig furðu glúrinn við að þekkja lömbin undan þeim. BÚIÐ á Skjaldfonn í ísa- fjarðardjúpi hefur lengi verið í hópi afurðahæstu sauðfjárbúa landsins og síðustu tíu árin hefur það oftar en ekki verið í efsta sæti samkvæmt skýrslum sauðfjárrækt- arfélaganna. Indriði Aðalsteinsson tók við búinu af foreldrum sínum fyrir tuttugu árum og nú stendur sambýliskona hans, Kristbjörg Lóa Ámadóttir, að búinu með honum. „Forsendan fyrir þessu er að hafa metnað og hafa það í sér að vera fjármaður. Ef það er ekki fyrir hendi þá næst seint verulegur ár- angur,“ segir Indriði þegar leitað er skýringa á einstæðum árangri bús- ins. Tvö síðustu árin sem niður- stöður skýrsluhalds liggja fyrir var búið á Skjaldfönn afurðahæsta fjár- bú landsins. Á árinu 1997 skilaði hver ær að meðaltali 38,9 kg af dilkakjöti, sem er einstæður og frá- bær árangur, að mati Jóns Viðars Jónmundssonar ráðunautar hjá Bændasamtökum Islands. Árið 1998 minnkuðu afurðirnir heldur en búið var áfram í fyrsta sæti með 37,4 kg að meðaltali. Enn er ekki búið að gera upp árið 1999 en þó ljóst að Skjaldfönn er áfram í einu af efstu sætunum, ef ekki því efsta. Indriði nefnir einnig góða fóðrun og góða meðferð á fénu allan þann tíma sem bóndinn hefur eitthvað um það að segja, þegar hann er spurður um skýringar á miklum af- urðum. í því sambandi nefnir hann mikilvægi þess að dreifa fénu vel um hagana. „Það sést varla kind hér við bæinn allt sumarið enda er skipulega unnið að því að dreifa þeim. Það er best gert með því að vera vel meðvitaður um það hvaðan kindurnar koma og hvar á landar- eigninni mætti vera fleira fé og hvar færra. Við reynum síðan að færa féð til með því að ala undan þeim kind- um sem ganga þar sem færra er,“ segir Indriði. Háfættar og skrokklangar Fjárstofninn á Skjaldfönn er afar stórvaxinn; háfættur og skrokklangur. Indriði segir að þetta hafi verið gallhörð stefna sín við kynbætur. Þannig fé henti vel til að nýta gæði landsins á Skjaldíonn. Og féð er einnig ákaflega afurðasamt, eins og fram kemur hér að framan, ærnar einstaklega frjósamar og mjólkurlagnar og lömbin hraðvaxta. Aftur á móti er margt af fénu stórbeinótt, að því er fram kemur hjá Jóni Viðari Jónmundssyni í bók- inni Islenska sauðkindin, og fellur ekki að ströngustu kröfum til kjöt- gæðakinda. Flokkast afurðirnar því ekki sérstaklega vel í nýja Europ kjötmatskerfmu. Það vekur upp þá spumingu hvort Indriði telji ástæðu til að breyta um stefnu í ræktun- inni. „Við þurfum mikið kjötmagn og emm með stofn sem er einstæður vegna þess hvað hann skilar miklum afurðum á stuttum tíma. Við ætlum að reyna að halda okkur áfram á þeim nótum en reyna að blanda stofninn með sæðingum eða hrútum frá mönnum sem em með gott fé, bæði hvað varðar miklar afurðir og gott kjöt. Markmiðið er að reyna að tapa ekki þeim eiginleikum sem féð býr yfir en bæta byggingarlag þess. Eg vil ekki kaupa betri flokkun með minni afurðum. Við ætlum hærra, miklu hærra, og sýna hvað íslenska sauðkindin getur við bestu skilyrði. Við höfum til þess allar aðstæður, einstök landgæði og vel ræktaðan fjárstofn," segir Indriði. Hann lét hafa eftir sér í viðtali við Bændablaðið Frey fyrir þremur ár- um að hann stefndi að því að ná 40 kg af kjöti eftir ána fyrir aldamót. Indriði segir að margir hafi talið það óhugsandi, á sama hátt og margir hafi talið fyrir nokkmm ár- um algert hámark að ná 30 kílóum eftir hverja á. Hann komst þó ná- lægt takmarki sínu strax haustið 1997 þegar hver ær skilaði 38,9 kg sem er það mesta sem þekkst hefur hér á landi á alvöru sauðfjárbúi. „Við náum 40 kg markinu, ef að lík- indum lætur, þó ekki sé víst að það verði fyrir aldamót úr þessu!“ segir bóndinn. Einstök landgæði Indriði leggur áherslu á að land- gæðin eigi mestan þátt í afurðasemi fjárins. Ekki finnst fólki það trúlegt KRISTBJÖRG Löa Ámadóttir kom fyrst; að Skjaldfönn vorið 1997. Hún var leikskólastjóri í Reykjavík en réð sig sem ráðskonu að Skjald- fönn um sumarið. „Þetta hafði verið strembinn vet- ur og mér fannst ég ekki hafa neinn tíma fyrir börnin mín. Ég ákvað því að hvfla mig á þessu, prófa eitthvað nýtt og komast að- eins út í náttúruna," segir Krist- björg Lóa. Hún segist ekki hafa vit- að neitt um þennan stað eða bæinn. Henni fannst staðurinn strax fal- legur og þegar hún kom heim að sem aðeins lítur þvert yfir ísafjarð- ardjúp og sér fannir í fjöllunum rétt ofan við bæina meirihluta ársins. Þegar blaðamaður var þama á ferð í liðinni viku var grimmt næturfrost og snjór í fjöllunum. Þegar Indriði tók við búskap á Skjaldfönn fyrir um tuttugu árum gekk féð svo til eingöngu í Skjald- fannarlandi, í hlíðinni og á fjallinu ofan við bæinn og í dalnum inn af. Þegar búskap var hætt á næstu jörð, Ármúla við Kaldalón, lagði hliði blasti við henni snyrtimennsk- <ui á SkjaldFönn og henni fannst hún strax velkomin. Kristbjörg Lóa fór suður um haustið en flutti til Indriða vorið eftir með tvö yngstu börnin. Hún segist. hafa verið fljót að að- lagast algerlega nýjum siðum og venjum. Hún segir að það hafi áreiðanlega hjálpað sér að hafa vcrið f sveit sem barn og unglingur, meðal annars í Önundarfirði. Eftir þann túna hafi hún til dæmis alltaf kunnað að meta vestfirskan mat. Kristbjörg Lóa fór strax að taka Skjaldfannarféð það land einnig undir sig. Síðan þegar búskap var hætt á Snæfjallaströnd fór féð einn- ig að streyma þangað í leit að enn betri högum. Indriði segir að féð hafi því stórt svæði til að velja sér haga að varla sjáist bitið strá að hausti. Og gróður sé mikill og eigi vel við sauðfé. „Hér drýpur smjör af hverju strái. Það var gamalla manna mál að eftir snjóþungan vetur væru dilkar væn- ir. Eg get tekið undir þetta. Hér er snjóþungt og snjóa leysir seint. Féð er því allt sumarið í nýgræðingi, há- gæða grösum, og það er lykillinn að þeim undraverða vaxtarhraða sem það sýnir.“ Ókosturinn við jörðina er hvað fóðuröflun er ótrygg. Hætta er á kali í túnum og vorið 1999 skemmd- ust túnin illa. Þá voru 70% heyjanna af sinutúnum á eyðibýlum á Snæ- fjallaströnd. Hafa takmarkaðir möguleikar til fóðuröflunar háð búskapnum. Indriði segir að stóra féð sé þurftarfrekara en annað en hann hafi þó ekki getað gefið því nema 70-80% af því heyi sem aðrir af afurðahæstu sauðfjárbændum landsins gefi. Og hann gerir sér ekki vonir um að ná 40 kg takmarkinu í haust þátt í bústörfum. Indriði segir að hún sé mikill fæðingarlæknir á sauðburði og hafi meðfæddan áliuga á að skcpnunum líði vcl. Svo hafi hún tölvuvætt (járbókhaldið en sjálfur hafði hann handfært það með gamla laginu. Hún er fædd sveitakona, segir Indriði, og hér er hún á réttri hillu í lifinu. Kristbjörg vill ekki kannast við að hafa verið á rangri hillu sem icikskólakeimari en viðurkcnnir að sveitalíflð legg- ist vel í sig. „Ég má ekki vera að því að hugsa um vetrarkvíða og ein- angrun, það er svo mikið að gera. Góður fæðingar- læknir á sauðburði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.