Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 11 þrátt fyrir mjög gott vor og sumar vegna þess hvað heyin hafí verið létt í vetur. Frjósemin hafi minnkað og ærnar ekki haft burði til að mjólka nóg. Þá segir hann að sumarið hafi verið heldur of heitt og það dragi úr kindunum að bíta, þær liggi meira fyrir. Til þess að ná þessu margumrædda 40 kg marki þarf að mati Indriða að fara saman sérstaklega gott árferði og nóg fóð- ur. Þekkir allar æmar með nafni „Landið gerir útslagið en öll um- hirða til að ná þessum árangri byggist á sífelldri umhyggju um þessa ferfætlinga sem maður lifir af,“ segir Indriði þegar hann er spurður um þátt umhirðunnar. Hann þekkir allar æmar með nafni. Indriði og Kristbjörg Lóa vom að vigta lömb þegar blaðamaður heim- sótti þau og kom þá í ljós að bónd- inn vissi einnig furðulega vel undan hvaða ám lömbin vora. „Maður reynir að vera sem allra fróðastur um hvem einstakling. Það má til dæmis ekki gera ærnar of gamlar, sex ár era hæfilegur aldur til að farga þeim sem famar era að dala. Það tryggir manni einnig gott innlagt ærkjöt. Ekki þýðir að pína ærnar þangað til aðeins era eftir skinn og bein. Einnig er afskaplega mikilvægt að hugsa vel um uppeldi yngri kynslóðanna. Það er ekkert of gott fyrir þær svo ungu æmar verði hlutgengar sem íyrst,“ segir Indr- iði. Arangur hans byggist einnig á ýmsum smáaatriðum, sérvisku eins og hann sjálfur kýs að nefna það, sem til samans verða að 'Stórum þætti. Hann segist til dæftiis ekki vilja að kindur séu gjafarlausar inni, umfram brýna nauðsyn. Hann legg- ur einnig mikið upp úr því að hafa reglu á gjafarmálum. Segir að kind- urnar verði óöraggar og fari að vænta gjafar sinnar ef hún dregst. „Það er ekki gott ef farið er að ragla lífsklukkunni mikið,“ segir Kristbjörg Lóa. Segja má að sú reglusemi sem í þessu birtist komi fram alls staðar á bænum. Snyrtimennskan er til fyrirmyndar. Og Indriði nefnir fleiri atriði sem kannski era ekki smá. Hann segist hafa tvírúið í mörg ár. Rúið er í lok nóvember og snoðið síðan klippt aft- ur af í mars. „Það kemur niður á fóðuröflun hjá kindinni ef hún er í reyfi. Ég tel að þeir bændur sem ekki sinna þessu og era með kind- urnar jafnvel í tveimur reyfum ættu að snúa sér að einhverju öðru. Þá má ekki gleyma því að það er liður í búskapnum að framleiða góða ull. Hún getur skilað áburðarverðinu sem oft er stærsti kostnaðarliður búsins." Skilur milli feigs og ófeigs Góðir bændur leggja mikið á sig til að ná markmiðum sínum. Indriði fullyrðir að sú vinna sem felst í því að ná hæstu meðalafurðum eftir hverja á skili sér í betri afkomu. Aðrir geta framleitt upp í sama kvóta en þeir þurfa að hafa mun fleira fé til þess. Indriði segir að beitilandið láti á sjá eftir því sem fleiri klaufir gangi um það. „Ég skil ekki hvemig bændur með meðalaf- urðir komast af. Þeir hljóta að ganga á eignir sínar og það sést í búreikningum.“ Hann telur að það geti skilið á milli feigs og ófeigs í sauðfjárræktinni að ná hámarksaf- urðum. Auðveldara sé að fóðra vel færra fé en fleira og öll umhirða verði betri þegar mann ráða fylli- lega við það sem þeir era með, ekki síst á álagstímum eins og á sauð- burði. „Sauðburður á mikinn þátt í að skapa afkomu ársins, góða eða slæma eftir því hvernig til tekst. Maður er á fullri ferð 20 tíma á sól- arhring og sér aldrei út úr því sem þarf að gera.“ Ekkert má út af bregða Sauðfjárbændur hafa ekki verið taldir ofsælir af afkomu búa sinna. I uppgjöri á búreikningum fyrir síð- asta ár kom fram að tekjur sauð- fjárbúa hafa minnkað frá fyrra ári en kostnaður aukist. Að meðaltali höfðu sauðfjárbændur 634 þúsund út úr búum sínum á árinu. Tekjurnar era augljóslega hærri á afburðabúum eins og á Skjaldfönn en Indriði segir að afkoman mætti vera betri. Segir að í venjulegu ár- ferði sé afkoman jákvæð en Krist- björg Lóa bætir því við að ekkert megi út af bregða til þess að sá af- gangur hverfi. Nefna þau kalið í fyrra og þann aukakostnað sem af því hlaust sem dæmi um það. Ráðum við þetta Þau era með rúmlega 300 kindur á vetrarfóðram og 480 til 500 lömb á fjalli. Indriði og Kristbjörg Lóa era ánægð með þessa bústærð og vilja helst halda sig við hana. „Við ráðum nokkum veginn við þetta, þótt smalamennskurnar séu okkur afar erfiðar, og þetta er hentug stærð til þess að ná hámarksafurð- um,“ segir hann. Beitilandið er mjög gott og hægt væri að nýta það betur. En ef þau vildu og hefðu að- stöðu til að stækka búið, til dæmis í 400 ær, þyrfti að rækta meiri tún, byggja við fjárhúsin og kaupa að vinnuafl. Hún segir að vinna þurfi meira á stærra búi og þyrfti afkom- an því að batna veralega til þess að vit væri í því. Búskapur hefur dregist mjög saman í ísafjarðardjúpi á undan- förnum áram og áratugum. Fyrir nokkram árum lagðist allur búskap- ur af á Snæfjallaströnd sem er utan við Kaldalón, og er Skjaldfönn nú ysti bærinn á ströndinni. Indriði segist ekki hafa orðið var við að nágrannar hans hygðust selja kvót- ann í þeim uppkaupum ríkisins á greiðslumarki í sauðfjárrækt sem nú standa yfir. „Við eram gijót- harðir í að halda áfram, þessir fáu sem eftir erum. Hér er grisjuninni lokið og það er enginn uppgjafar- hugur í okkur.“ Hann segir að það sé bráðnauð- synlegt að kaupa upp greiðslumark í sauðfé. „Þetta er eins og að grisja þéttan skóg. Gallinn er sá að grisj- unin er óskipuleg. Ég tel að frekar ætti að fækka þar sem land er verra og fjarlægja helst alveg fé úr þétt- býlinu en beina framleiðslunni þangað sem menn hafa ekki úr öðra að spila til að lifa af,“ segir Indriði. Vonast hann til þess að minni framleiðsla muni leiða til þess að kjötverðið hækki til bænda og að það verði til þess að bæta afkom- una. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjárragið reynir á bændur. Reynir Stefánsson kastar mæðinni eftir eltingarleik við nokkrar kindur sem vora að koma heim undir tún í Hafnardal úr sumarhögum. Leitað að Jiiniu einu ^ J||I A* mm það næst víst aldrei,“ segir Reynir. Kynbæturnar borga sig Þau Ólöf hafa náð þeim árangri við fjárræktina að hrútar frá þeim eru eftirsóttir til kynbóta. Reynir segist selja um tuttugu hrúta á ári og þeir hafa farið allt austur í Húnavatnssýslu. „Það má ekki meira vera því þá finnst mér að ég sé að láta frá mér hrúta sem ekki eru nógu góðir.“ Hærra verð fæst fyrir hrúta til kynbóta en slátran- ar og er það nokkur búbót. En verðið mætti vel vera hærra að mati Reynis. „Sjálfur sker ég ekki greiðslur við nögl ef ég fæ góðan hrút.“ Ekki er Reynir í vafa um að fyr- irhöfnin við kynbæturnar borgar sig. „Ég fæ sífellt meira af kjöti eftir hverja vetrarfóðraða kind. I því felst ákveðinn sparnaður. Tekjurnar aukast einnig því hærra verð fæst fyrir það kjöt sem flokk- ast betur. Þá má ekki gleyma ánægjunni sem maður fær af því að vinna að þessu. Ég tel að ég hafi aldrei eytt svo miklu í féð að það hafi ekki borgað sig.“ I Hafnardal era 334 vetrarfóðr- aðar kindur. Ólöf segir að þau nái vel að halda utan um þann fjölda þrátt fyrir að þau vinni nokkuð ut- an heimilis, Reynir við skólaakstur og í sláturhúsi og Ólöf við ullar- mat. Reynir segir að þau reyni að láta vinnu annars staðar ekki bitna á fénu, þau vinni bara þeim mun meira eftir að heim er komið. „Við værum hætt búskap ef við hefðum ekki þessar aukatekjur. An þeirra gætum við til dæmis ekki kostað syni okkar í framhaldsskóla," segir Reynir. Hann er ekkert allt of ánægður með tekjurnar af búinu þótt þær séu áreiðanlega betri en hjá mörg- um. Segir að afurðaverð til bænda hafi staðið í stað í nokkur ár, frá 1992 til 1997. Þá hafi verðhrun á gærum einnig haft alvarleg áhrif á tekjurnar. „Við erum með gott greiðslumark og gott og afurða- samt bú. Ég skil ekki hvernig þeir fara að sem hafa smærri og af- urðaminni bú en við. Maður gerir þá kröfu að geta lifað sómasam- legu lífi, etið, drukkið og hitað upp húsið. En þetta era líka einhverjir draumórar,“ segir Reynir og Ólöf bætir því við að sauðfjárræktin sé fyrst og fremst lífsstfll. BÆNDURNIR í Hafnardal í ísafjarðardjúpi hafa náð góðum árangri í ræktun fjárstofns síns. Eru hrútar þaðan orðnir eftirsóttir til kynbóta. Reynir Stefánsson og Ólöf Jóns- dóttir í Hafnardal hafa stundað markvissa ræktun fjárstofns síns í nokkur ár. Þau tóku við fé sem byrjað var að rækta þegar þau hófu búskap í Hafnardal fyrir fimmtán árum. Reynir bætti við hrútum og gimbram frá Páli frænda sínum, sem þá var bóndi á Bæjum á Snæfjallaströnd, og Ólöf fékk kynbótahrúta frá fjölskyldu sinni í Munaðarnesi í Arneshreppi. Þau hafa einnig fengið hrúta frá fleiri bæjum í Árneshreppi og Bassastöðum í Kaldrananeshreppi, þá hafa þau keypt sæði úr kyn- bótahrútum m.a. úr Kirkjubóls- hreppi. Reynir segist leggja áherslu á frjósemi stofnsins og byggingu. Þá sé alltaf verið að reyna að minnka fitusöfnun en það sé erfitt á þessum slóðum vegna gæða landsins. „Enda segi ég hik- laust að fitan tryggi gæðin.“ Endanlegt takmark næst aldrei Við ræktun fjárins nota þau helstu hjálpartæki sem í boði eru. Stökkbreyting varð að þeirra sögn í ræktunarstarfinu þegar sauðfjár- ræktarforritið Fjárvís kom út. Skráning upplýsinga er betri og niðurstöðurnar liggja strax fyrir. Ráðunautar koma í heimsókn á hverju hausti og byggingarlag lík- legra líflamba er skoðað með óm- sjá. „Tilgangurinn er að finna lömb með þykkan bakvöðva en litla fitu. Við erum alltaf að leita að hinni einu sönnu kótilettu," seg- ir Reynir. Hann segir að breytt kjötmat auðveldi alla ræktun. Upplýsingar um vöðvaflokkun og fituflokkun liggi fyrir strax og búið er að slátra lömbunum. Síðan sé hægt að vega saman í tölvunni niðurstöður úr ómsjárskoðun og flokkun úr sláturhúsi og unnt að byrja strax að hausti að undirbúa kynbætur. Raða ám undir réttu hrútana en slátra hinum strax og nota í jóla- hangikjötið. „Við erum komin með viðunandi flokkun og meðalafurðir eftir hverja á. Kjötið flokkast mun bet- ur núna en í fyrra en það hefur einnig gerst hjá flestum bændum. Vinna þarf að því áfram að koma sem flestum dilkum í efstu flokk- ana. Maður er aldrei ánægður, ef það væri þyrfti að setja ný mark- mið. Stefnan er að setja allar ærn- ar á fjall með tveimur lömbum. En Það er mikill kostur við lífið í sveit- inni hvað það er fjölbreytt, ein árs- tíð með nýjum verkum tekur við að annarri. Það eru að vfsu tveir afar erfiðir háannatimar, sauðburður og smalamennska, en þeir ganga yfir á stuttum túna og maður lifir þá af,“ segir hún. Hún segist ekki sakna höfuð- borgarinnar. Kristbjörg Lóa hefur síðastliðið ár þurft að fara með son sinn mánaðarlega til Reykjavíkur til lækninga. „Ég er þeirri stundu fegnust þegar ég kemst aftur út úr borginni. Eg held helst að ég hafi verið búin að fá núg af stressinu þar.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Öll lömbin á Skjaldfönn era vigtuð á fæti áður en metið er hvað eigi að setja á og hvað eigi að senda í slátur- húsið. Kristbjörg Lóa Ámadóttir skráir niður þyngd lambanna sem Indriði setur á vigtina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.