Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Associated Press Myndatökumenn fylgjast með hinu daglega lifi á indónesísku eyjunni Pulau Tiga þar sem upptökur á þáttunum Survivor fóru fram. Sjónvarp raunveruleik- ans eða skráargata- áráttan á æðra stigi? i Hvað gerist þegar ofurvenjulegt fólk hlýtur stjörnuathygli? Það verður stjörnur, eins og sjá má í metvinsælum þáttum í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem meðaljónarnir keppa um að komast af, segir Sigrún Davíðsdóttir. HVERNIG er að lifa með sjónvarpsvélar yfír sér 24 tíma sólarhrings vik- um saman? Þetta hafa útvaldir hópar venjulegs fólks fengið að reyna undanfarin miss- eri, bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um. Þetta „raunveruleikasjónvarp“ eins og hinn hollenski upphafsmað- ur þáttanna, John De Mol, kallar það, hefur náð þvílíkum tökum á sjónvarpsáhorfendum að annað eins hefur ekki gerst í lengri tíma. Aðrir halda því þó fram að þetta efni gangi fremur út á að græða á skráargataáráttu fólks og lífið fyr- ir framan sjónvarpsvélarnar eigi lítið skylt við raunveruleikann. Raunveruleikasjónvarpið felst í því að fólk er einangrað, látið leysa þrautir og svo fækkar keppendum í útsláttarkeppni með atkvæða- greiðslum hópsins þar til einn stendur eftir sem sigurvegari með verulegar fjárhæðir að launum. Leikurinn gengur því mjög út á hæfileikann til að fá aðra til að líka við mann. Og einnig reynir á sálar- þol þátttakenda, að halda út hvort sem þeir vinna eða tapa. En þó sigurvegarinn standi að lokum með upphæðir taldar í tug- um milljóna íslenskra króna græða allir keppendur því sökum vin- sælda þáttanna hljóta allir þátttak- endur umbun í formi auglýsinga- tekna og annarra tekjumöguleika sem falla í skaut hinna þekktu og eftirsóttu. En með þessari ofurat- hygli eru það kannski sjón- varpsstöðvarnar sem græða allra mest. Spilað á allar hvatir Ramminn er mismunandi en fel- ur í öllum tilfellum í sér útsláttar- keppni. í Bandaríkjunum, Dan- mörku og Svíþjóð snerist keppnin um að komast af á eyðieyju og upp úr dvölinni þar voru síðan gerðir sjónvarpsþættir. I nýafstöðnum enskum þáttum voru þátttakendur lokaðir inni í húsi undir vökulu auga sjónvarpsvélarinnar 24 tíma sólarhrings í síútsendingu á Net- inu og samandregnum daglegum sjónvarpsþáttum. Viðbrögðin hafa verið gífurleg. Á CBS, sem í sumar sýndi „Sur- vivor“ til að vinna gegn venjuleg- um sumardoða áhorfenda, óx áhorfendaskarinn frá 15 milljónum í upphafí í um 50 milljónir þegar síðasti þátturinn var sýndur. Við- brögðin annars staðar hafa verið á svipaða lund. Onnur eins athygli hefur vart náðst með sjónvarpsefni frá því ríkisstöðvar voru upp á sitt besta og allir horfðu á sömu stöðina. Þetta hefur vakið endalausar vangaveltur um hvað sé svona heillandi við að horfa á venjulegt fólk í leikjum af öllu tagi. Við þessu er ekkert einhlýtt svar en það sem virðist heilla er að sjá fólk í mannlegum samskiptum undir ýmsum kringumstæðum. Sjá reiði og gleði sem síðan má deila um hvort sé nærri raunveruleikanum við svo óraunverulegar aðstæður. Líka af því þetta er venjulegt fólk sem hefur enga aðra hæfileika en að hafa valist til þátttöku. Og svo kemur kynlífið við sögu. Spilað er á að þátttakendur nái saman og eigi mök fyrir opnum tjöldum, öllu heldur að það sjáist einhver hreyfing undir sængunum. En eins og komist var að orði í umræðuþætti í BBC nýlega þá hljóta þeir að vera aumlega staddir sem örvast af því að horfa á slíkt. Og reyndar spyrja margir hvort vinsældir þessara þátta sýni að margir lifi svo óáhugaverðu lífi að þeir þurfi að horfa á aðra lifa líf- inu. Snilldarformúla De Mol Sá sem hrinti þessari flóðbylgju sjónvarpsefnis af stað er hollensk- ur athafnamaður, John De Mol, al- inn upp í skemmtanaiðnaðnum, því pabbi hans var meðal dáðustu dægurlagasöngvara Hollendinga. Sjálfur byrjaði hann sem sendill hjá sjóræningjaútvarpsstöð sem útvarpaði á Norðursjónum á þeim tíma þegar slíkar stöðvar sóttust eftir að vera utan landhelgi en fór síðan að vinna hjá sjónvarpsstöð. Með tímanum byggði hann svo upp fyrirtæki er framleiddi sjón- varpsefni og heitir Endemol eftir að það sameinaðist öðru slíku fyr- irtæki. Endemol er stórveldi á sínu sviði með starfsemi í þrettán Evrópulöndum og tveimur löndum utan Evrópu en hefur auk þess fært út kvíaarnar sem síma- og netfyrirtæki eftir að það var keypt af Telefonica, stóru spænsku síma- fyrirtæki. Raunveruleikinn hefur lengi ver- ið vinsælt sjónvarpsefni. Faldar myndavélar og heimamyndbönd hafa um árabil verið vinsælt efni. En De Mol datt í hug að fara lengra. Biosphere var vísindaverk- efni þar sem fólk var lokað inni í gróðurhúsi og látið inna af höndum ýmsar tilraunir. Þetta varð De Mol innblásturinn að „Big Brother“-þáttunum, Stóra bróður-þáttunum sem hafa heltek- ið Breta undanfarnar vikur. Snilld- arbragð De Mol er að þróa hug- myndir að þáttum sem hann selur sjónvarpsfyrirtækjum og þau síðan framleiða. Þannig er um Stóra bróður-þættina sem Channel 4 í Bretlandi hefur gert. Hugtakið um Stóra bróður, sem fylgist með öll- um gerðum manns og hugsunum, er fengið að láni úr bók breska rit- höfundarins George Orwell, 1984, þessari hryllingsímynd af þróuðu einræðisþjóðfélagi. I þáttunum er hugmyndin útfærð með myndavél- um í húsinu og svo er rödd sem ávarpar þátttakendur þegar á ein- hvern hátt er gripið inn í leikinn. Gerð þátta af þessu tagi er um- svifamikil framkvæmd. í Stóra bróður voru valdir tíu þátttakend- ur, fimm af hvoru kyni, sem spanna breytt svið þjóðfélagsins. Þeir eru látnir gangast undir sál- fræðileg próf af öllu tagi til að tryggja að þeir þoli álagið sem fylgir, bæði keppnisálagið og álag- ið af frægð í einni svipan. Því frægir verða þátttakendur umsvifalaust. Fyrst var þáttunum hrint af stað með víðtækri fjöl- miðlakynningu. Auk upplýsinga um persónulega hagi fylgdi sál- fræðimat á styrk þeirra og veik- leikum. Og svo eru það vefsíður þáttarins. Það tók ekki langan tíma áður en þátttakendur og frammistaða þeirra var orðin umtalsefni fólks um allt Bretland. Biskupar tóku afstöðu til þáttanna. I búðum á morgnana mátti heyra starfsfólkið og viðskiptavinina ræða frammi- stöðuna kvöldið áður og eins og fræga fólkið eru þátttakendur kunnir undir fornöfnum. Frægt fólk þarf engin eftirnöfn. Hér var skyndilega orðinn til hópur sem allir þekktu og höfðu skoðanir á og kynni af. Uppáhöld og uppáhaldsóvinir Fljótlega beindist öll athyglin að „nasty Nick“, andstyggilega Nick. Hann hafði ætlað sér að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna og það mátti hann ekki. Afleiðingin var reiði- þrungið uppgjör við hina þátttak- endurna sem vönduðu honum ekki kveðjurnar. Hann var á endanum tekinn á beinið af ógnþrunginni rödd Stóra bróður og rekinn á dyr. Með tárin í augunum játaði hann á sig svindlið fyrir augum milljóna áhorfenda áður en hann var drif- inn út í einn af fimm glæsivögnum með svarta glugga sem síðan þeystu allir hver í sína áttina út í nóttina svo æsiblöðin með ávísana- heftin á lofti hefðu síður upp á honum. Seinna um kvöldið var Nick þó kominn í sviðsljósið á skemmtistað og stal athygli frá fólki sem er frægt fyrir eigið ágæti, ekki aðeins fyrir að vera í sjónvarpi dögum saman. Hann fékk síðan um millj- ón íslenskra króna frá The Sun fyrir að rekja sögu sína og á vísast aðrar tekjur í vændum. Á endanum var það svo Craig Phillips, 28 ára múrari frá Liver- pool og uppáhald flestra, sem nú um helgina gekk út úr húsinu með 70 þúsund pund í vasanum, tæpar níu milljónir íslenskra króna, eftir 64 daga vist undir smásjá Stóra bróður. En hann var fljótur að losa sig við þær, gaf þær vini sínum sem er vangefinn og þarf á hjarta- aðgerð að halda. Fjármálaáhyggjur þurfa þó vart að hrjá Craig í bili. Fjölmiðlafróðir spá Craig glæstri framtíð með árs- tekjum á bilinu 60-120 milljónir ís- lenskra króna, hugsanlega sem kynnir í sjónvarpsþáttum um hús og híbýli eða sem almannatengill fyrir Liverpool-fótboltafélagið. Aðrir þátttakendur eru byrjaðir á nýjum velborguðum verkefnum eða sjá fram á góðar tekjur. Ekki síst er Ann spáð glæstri fjölmiðla- framtíð. Hún er lesbísk og fyrrver- andi nunna og þótti sú greindasta í hópnum sem annars sýndi ekki gáfnafarsleg tilþrif. Að lifa af En það eru fleiri en De Mol sem gera út á raunveruleikann í sjón- varpsformi. Hugmyndina að „Sur- vivor“ á CBS á breski sjónvarps- jöfurinn og keppinautur De Mol, Charles Parson. Parson hefur reyndar stefnt De Mol fyrir að hafa stolið hugmynd sinni og út- fært í Stóra bróður en þvi tekur De Mol fjarri. I þrettán vikur í sumar fylgdist vaxandi fjöldi Bandaríkjamanna með sextán þátttakendum sem kepptu um að komast af og vinna eina milljón Bandaríkjadala, um áttatíu milljónir íslenskra króna. Þessir þættir voru ekki í beinni út- sendingu heldur unnir upp úr út- sláttarkeppni sem stóð í vor í 39 daga á eyju í Indónesíu og fól með- al annars í sér keppni í að snæða skordýr og önnur kvikindi. Og eins og New York Times benti á tókst að halda úrslitunum leyndum þar til síðasti þátturinn var sýndur þótt Bandaríkjaforseti megi þola að leyndustu hvatir hans verði lýðum ljósar. Leyndarmálinu var haldið með hótun til þátttak- anda um málshöfðun og skaðabóta- kröfur upp á fjórar milljónir dala. Sigurvegarinn varð á endanum elsti þátttakandinn, Richard Hatch, sem með snjöllu kosninga- bandalagi tryggði sjálfum sér sig- urinn. Hatch lifði sig svo inn í eyðieyjuhlutverkið, að hann gekk helst um nakinn, líka eftir að þátt- unum lauk. Skoðanakannanir sýndu að áhorfendur vildu síst sjá hann sem sigurvegara en héldu með hinum 72 ára Rudy Boesche sem var nálægt sigri og ætlar að sækja um þátttöku í „Survivor 2“ sem nú er í undirbúningi. Enn trylltari hugmyndir í vændum Nú er hins vegar spurningin hvort vinsældirnar halda áfram þegar sjónvarp raunveruleikans verður daglegt brauð. Á bresku Channel 5 er þáttaröð af þessu tagi nýbyrjuð. Þar er ramminn fangelsisem þátttakendur eiga að brjótast út úr. Samskiptin við um- heiminn verða gagnvirk því áhorf- endur geta sent inn leiðbeiningar. Af öðrum þáttum í undirbúningi eru þættir um heimsreisu hóps í þotu sem er innréttuð með öllum hugsanlegum munaði og síðan verða þrautir að glíma við á við- komustöðunum. Önnur þáttaröð gengur út á að ferðast um landið í rútu þar sem þátttakendur verða í sambandi við umheiminn og geta hegðað sér eft- ir leiðbeiningum áhorfenda. Og svo eru það „Hlekkir ástarinnar", enn eitt hugarfóstur De Mol þar sem þátttakendur para sig við aðra þátttakendur af gagnstæða kyninu og verða hlekkjaðir þeim 24 tíma sólarhrings í viku, lokaðir inni í húsi í beinni útsendingu. Hugmyndaflæði þeirra sem unga út hugmyndunum eru lítil takmörk sett en spurningin er hvort áhorfendur fái ekki leið á að glápa á fólk við hinar undarlegustu aðstæður eða hvort þeir verða ein- faldlega háðir því að horfa á þessa gervispennu sem sköpuð er í þátt- unum með uppspenntu tilfinninga- flæði og háum verðlaunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.