Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á myndinni eru, talið frá vinstri, dr. Han Van Dissel, prófessor og forstöðumaður þróunarseturs leiðtogaþjálfunar við Erasmus-háskólann í Rotterdam, Agnar Hansson, deildarforseti við- skiptadeildar Háskólans í Reykjavík, dr. Niels Björn-Andersen, prófessor og forstöðumaður rannsóknarstofu í rafrænum viðskiptum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og dr. Richard Welke, prófessor og forstöðumaður rannsóknarstofu í rafrænum viðskiptum við Fylkisháskóla Georgíu í Bandaríkjunum. I ! ! Framtíðin liggur í rafrænni kaupsýslu Taliö er að rafræn viöskipti, eöa þaö sem á ensku er kallað eCommerce, veröi ein helsta uppspretta hag- vaxtar á 21. öldinni. Vegna hnattvæðingarinnar skipta fjarlægðir ekki lengur máli og Ijóst er að slíkt gefur íslendingum og öörum smáþjóöum ýmis ný sóknarfæri. Sigurður Ægisson fór á stúfana til aö kanna nánar eðli hinna nýju viðskiptahátta, en bylt- ingaráhrifa rafrænna viöskipta er þegar fariö aö gæta um heim allan. HÁSKÓLINN í Reykjavík efndi til námstefnu um rafræn viðskipti fyr- ir hóp stjórnenda úr íslensku at- vinnulífi fostudaginn 22. septem- ber sl. Námstefnan var haldin í tilefni af heimsókn þriggja brautryðjenda í rafrænum viðskiptum frá virtum erlendum háskólum í Evrópu og Bandaríkjunum, en Háskólinn í Reykjavík gerði nýverið tímamótasamkomu- lag um aðild að GEM (skammstöfun fyrir Global eCommerce Masters), sem er alþjóð- legt samstarfsverkefni nokkurra leiðandi há- skóla í Evrópu og Bandaríkjunum um rann- sóknir og kennslu á meistarastigi í raírænum viðskiptum. Þremenningarnir, sem um ræðir, voru dr. Niels Bjöm-Andersen, prófessor og forstöðu- maður rannsóknarstofii í rafrænum viðskipt- um við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, dr. Richard Welke, prófessor og forstöðumað- ur rannsóknarstofu í rafrænum viðskiptum við Fylkisháskóla Georgíu í Bandaríkjunum, og dr. Han Van Dissel, prófessor og forstöðumað- ur þróunarseturs leiðtogaþjálfunar við Er- asmus-háskólann í Rotterdam. Áður en til umræddrar námstefnu kom, settust þeir niður með blaðamanni og út- skýrðu fyrir honum, hvað hér væri um að ræða. Netið er viðskiptavettvangur framtíðarinnar „Ég lít á þetta sem algjörlega nýja aðferð við að stunda viðskipti," sagði dr. Niels Björn- Andersen. „Flestir tengja rafræn viðskipti eingöngu við verslun á milli fyrirtækis og neytanda, en ég held að sú skilgreining sé of þröng. Rafræn viðskipti koma við allt svið verslunar eða kaupsýslu, allt frá minnstu ein- ingu og upp úr. Þetta gerir það að verkum, að menn verða að hugsa allt ferlið upp á nýtt: framleiðsluna, kynninguna, söluna, dreifing- una, þjónustuna o.s.frv." Dr. Richard Welke og dr. Han Van Dissel taka undir orð Niels Björn-Andersen og segja tölvubyltinguna auðvitað vera grundvöllinn að þessu nýja starfsumhverfi og viðskiptaháttum. Möguleikarnir séu allt aðrir nú en fyrrum, og Netið sé viðskiptavettvangur framtíðarinnar. „Það sem mér finnst vera þyngst á metun- um, þegar borið er saman það sem við höfum haft og það sem nú er að brjótast fram, þ.e.a.s. hin rafræna kaupsýsla, er að viðskiptakostn- aður snarlækkar,“ segir dr. Niels Bjöm-And- ersen. „Áður þurfti ég að fara eða hringja í bankann minn og biðja um að láta millifæra á tiltekinn reikning, og sú aðgerð kostaði mig ákveðna upphæð. Núna get ég framkvæmt ná- kvæmlega sömu millifærlu í gegnum heimilis- tölvuna fyrir lítið brot af þeirri upphæð, sem bankinn tók áður fyrir umrædda þjónustu. Og það sama kemur til með að gerast víðast hvar annars staðar, á flestum eða öllum sviðum verslunar. Hagkvæmni eykst með fækkun þeirra milliliða sem ekki mynda virðisauka og leiðir af sér lækkandi vöruverð. Kostimir við hinn nýja viðskiptamáta eru því ótvíræðir.“ Þessu til viðbótar benti dr. Hans Van Dissel á stærðarhagkvæmni við fjöldaframleiðslu sem augljóslega er fyrir hendi í ýmiss konar þjónustu sem lýtur að tölvu- og nettækni, eins og til dæmis afþreyingariðnaðurinn. Dr. Richard Welke segir erfitt að benda á eitthvert eitt atriði, sem sé mikilvægara en önnur í þessu sambandi. Hann er þó sammála félögum sínum, en kveðst vilja bæta við tveim- ur öðrum þáttum, sem vegi hér þungt. Annars vegar getur það viðskiptasamband sem þróast milli birgja og kaupenda á Netinu orðið mun persónulegra en áður vegna þeirrar vitneskju og upplýsinga sem safnast upp og varðveitast á rafrænu formi. Hins vegar er sú staðreynd að eðli netviðskipta dregur stórlega úr aðgangshindrunum sem annars geta verið hinn mesti dragbítur á almennan hagvöxt. Hvaða möguleika á Island? En hvaða möguleika skyldi lítið eyland í miðju Norður-Atlantshafi hafa á að tileinka sér þessa hluti og komast í hringiðu rafrænu kaupsýslunnar? „Island hefur nákvæmlega sömu möguleika og önnur lönd og fyrirtæki í heiminum,“ segir dr. Niels Bjöm-Andersen. „Nú geta lítil fyrir- tæki auðveldlega velgt þeim stærri undir ugg- um, og jafnvei orðið leiðandi á markaðnum á ákveðnum sviðum, t.d. við framleiðslu hugbún- aðar. Maður sem situr á skrifstofu sinni í New York er ekki nauðsynlega í betri aðstöðu en sá sem situr með nettengingu í Skipholtinu. Að sitja í New York getur meira að segja verið ókostur í sumum tilvikum, því skrifstofuhús- næði er dýrt í þeirri borg. Það eina sem þarf til árangurs er í raun og veru fólk sem hefur menntun eða þekkingu á viðkomandi efni. Staðsetning fyrirtækisins er nánast auka- atriði. Ég veit t.d. um nokkur íslensk fyrirtæki sem hafa náð í veigamikil verkefni og allgóðri fótfestu í Danmörku.“ Dr. Richard Welke segir að Islendingar hafi alla burði til að komast áfram í heimi rafrænn- ar kaupsýslu og bendir á írland í því sam- bandi. „Það var mjög illa komið fyrir Irum á tímabili, þeir voru skuldum vafin þjóð. Með samstilltu átaki ríkisstjórnarinnar, atvinnu- lífsins og menntageirans tókst á ótrúlega skömmum tíma að snúa blaðinu við. Núna er staðan sú að áður burtflognir írar streyma aft- ur til síns heima, af því að þar eru hlutimir að gerast.“ En til að íyrirtækin nái að vaxa og dafna, er nauðsynlegt að traust sé fyrir hendi, áréttar Welke. Það er í raun forsendan. Einnig er orð- spor fyrirtækja afar mikilvægt. Baráttan um fiskmarkaðinn mun harðna Dr. Niels Bjöm-Andersen segir, og er með ísland í huga, að það fyrirtæki sem geti boðið til sölu fisk, þar sem nákvæm gögn fylgja um uppruna og veiðitíma o.þ.u.l., komi til með að ná og halda afar góðri stöðu á markaðnum. Bendir hann því til stuðnings á minkarækt Dana, en um helmingur heimsframleiðslu minkaskinna kemur þaðan. Hina sterku stöðu rekur Niels Björn-Andersen til þess að kaup- endur treysti því orðspori sem fari af af með- höndluninni, en allar upplýsingar um dýrin eru skráðar eftir nákvæmum reglum. Að gæta vel að slíkum hlutum auðveldi leiðina fram á við. Hann segist álíta að baráttan um fiskmark- aðinn, eins og marga aðra markaði, muni harðna með tilkomu uppboðskerfa á Netinu sem æ fleiri innkaupakeðjur eru farnar að nýta. Lykilatriði sé að geta aðgreint sig á þeim markaði með virðisaukandi upplýsingum. Dr. Richard Welke tekur undir orð hins danska kollega síns, um það að upplýsingar skipti máli, og það hreint ekki litlu. „Segjum I að þig vanti eitthvað til að skrifa á og ég rétti | þér tvö blöð. í huganum greinir þú ekki á milli þeirra, enda fylgja þeim engar upplýsingar. En ef ég segi þér að annað blaðið sé papýrus, 1000 ára gamall, kemur annað hljóð í strokk- inn. Við þær upplýsingar skilur á milli, svo um munar. Og það sama gildir um alla aðra versl- unarvöru.11 Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér En hvemig skyldu þremenningarnir sjá fyr- • ir sér þróunina í rafrænni kaupsýslu á allra § næstu árum? Niels Björn-Andersen segir, að hlutirnir gerist svo hratt þessa stundina, að enginn viti í raun og veru hvernig umhorfs verði á þessum viðskiptavettvangi eftir fimm ár eða svo. En það sé einmitt eitt af því sem hann og aðrir, sem mest hafa kynnt sér rafræn viðskipti, reyni að komast að til að undh-búa nemendur sína á sem bestan máta og auðvelda þeim að feta sig á hinni torræðu slóð inn í framtíðina. Og til að gera þetta sé búið að hrinda af stað ákveðinni áætlun eða samstarfsverkefni milli I nokkurra viðskiptaháskóla, svokölluðu GEM " samstarfsverkefni (Global eCommerce Mast- ers). Því er ætlað að brúa bilið milli tölvutækn- innar og viðskipta, og samstarfsskólarnir leggja sérstaka áherslu á að þjóna einstakling- um og fyrirtækjum sem leita eftir alþjóðlegu sjónarhorni í umhverfi þar sem viðskipti byggjast sífellt meira á gagnaflutningi um tölvur eða aðra rafeindatækni. Námið er fjöl- þjóðlegt í þeim skilningi að mikið er um kenn- araskipti og nemendaflæði á milli skólanna, og samstarfið skapar grundvöll fyrir náið sam- 1 starf að rannsóknum á sviði viðskiptafræði í ® tengslum við rafrænan viðskiptamáta. Stofn- aðilar GEM eru Erasmus-háskólinn í Rotter- dam, Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Kölnarháskóli í Þýskalandi, Viðskiptaháskól- inn í Aþenu, Fylkisháskóli Georgíu í Banda- rikjunum og Viðskiptaháskólinn í Bergen. Á síðustu mánuðum hafa fjórir nýir skólar bæst í hópinn, Monterrey-háskólinn í Mexíkó, Háskólinn í Denver, ESADE í Barcelona á Spáni og nú Háskólinn í Reykjavík, sem með því verður eini háskólinn á Islandi sem býður || upp á alþjóðlegt MBA-nám.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.