Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ „PAÐ er mín trú að þeir afarkostir sem við hjá BBC stöndum nú frammi fyrir séu annað- hvort að breytast eða þá að stýra hnignuninni með virðuleika". -Greg Dyke, útvarps- stjóri BBC, 25. ágúst 2000. Ellefu dögum fyrir þessi ummæli breska útvarpsstjórans gekk maður inn um ólæstar dyr í Efstaleiti og slökkti á bæði Sjón- varpinu og Utvarpinu. Um leið tókst honum að gera ómerka þá rök- semd sem forsvarsmenn RUV hafa svo oft notað um hlutverk stof'nunar- innar í þágu almannaöryggis, því hvernig getur stofnun sem ekki getur haldið dyrunum að rafmagnstöflu sinni læstri gefið sig út fyrir að vera öryggistæki? Þegar fréttaklúðrið sem varð á þjóðhátíðardaginn síðasta varðandi jarðskjálftana á Suðurlandi er tekið með í reikninginn er niðurlæging stofnunarinnar orðin allnokkur. Út frá sjónarhóli almenningstengsla voru þessi atvik eitt það versta sem fyrir RÚV gat komið því báðar þess- ar uppákomur vega að „trausts- ímynd“ stofnunarinnar; að vera alltaf til staðar fyrir fólkið í landinu og koma réttum upplýsingum til skila fljótt og örugglega. Oryggisröksemdin hefur um nokk- urt skeið verið uppistaðan í vamar- •" línu RÚV-manna gagnvart þeirri spumingu sem stöðugt verður ágengari, hvers vegna ríkið sé að vas- ast í útvarpsrekstri og það í ójafnri samkeppni við einkaaðila með tekjur frá bæði skylduáskrift og auglýsing- um. Það er ekki mikil reisn yfir henni, hún er ekki farvegur nýrra hug- mynda, í henni birtast ekki neins kon- ar framsækin viðhorf eða vangavelt- ur. Hún er þvert á móti einhvers konar hálmstrá þess sem kominn er í hugmyndalegt þrot og rígheldur í hvönn úreltra viðmiða. Vamarlínan hefur á undanfömum árum stöðugt verið að færast aftar. Þannig féll hlutleysisröksemdin dauð og ómerk á sínum tíma vegna opnun- . ar í fjölmiðlaumhverfi og landsdreif- ingarrökin em einnig marklaus orðin nú þegar einkaaðilar hafa sýnt fram á slíka dreifingu á sínum miðlum. Þá þarf ekki einu sinni að nefna þær miklu breytingar sem við stöndum frammi fyrir í dreifmgu mynda og hljóðs. Eftir stendur menningarrök- semdin, að hlutverk RÚV sé að bjóða upp á efni sem aðrar stöðvar em ekki með á dagskrá sinni, hvort sem er vegna áhugaleysis eða of mikils kostnaðar. Þessi rök em í raun þau einu sem réttlætt geta tilvem RÚV en vegna metnaðarleysis eða ein- hvers annars hefur RÚV ekki lagt neina sérstaka áherslu á þau. Þegar haft er í huga að á sama tíma .. og ofantaldir atburðir gerast er &jónvarpið að flytja starfsemi sína í Útvarpshúsið og forsvarsmenn þess virðast horfa með spenningi til fram- tíðar. Þessar uppákomur fá þannig nýja vídd og verða að einhvers konar véfrétt; eins og frásögn um margboð- að andlát. Framtíðarsýn RÚV Greg Dyke, hinn nýráðni út- varpsstjóri BBC, sem vitnað er í að ofan, finnur hinn þunga nið vaxandi samkeppni, nýrrar dreifingartækni og gerbreytts áhorfsmynsturs * brenna á þessu óskabami bresku þjóðarinnar. Hugmyndir hans ganga út á það að bæta við rásum, færa fréttatímann aftar í kvölddagskrána og reyna að höfða betur til hinna yngri kynslóða sem nota sjónvarp á allt annan hátt en hinar fastheldnari eldri kynslóðir. Þrátt fyrir þetta er hann gagnrýndur harðlega fyrir -íhaldssemi og að gera of lítið og of seint. Þannig spyr t.d. leiðarahöfundur The Sunday Times þann 27. ágúst sl. hvort hann hafi þá sýn og þann stuðning sem þarf til að gera hinar gagngera og mjög svo aðkallandi breytingar. Að sjálf- sögðu er Dyke einnig atyrtur af afturhalds- sinnuðum öflum sem vilja helst varðveita BBC í kmkku með formaldehýði og skamma hann fyrir að forheimska stofnunina og að vega að grand- vallarviðmiðum hennar sem fjölmiðils í almannaþágu. Nú er borðliggjandi að sams konar breytingar á fjölmiðlaneyslu og um- hverfi em að verða hér á íslandi sem annars staðar. Hefur útvarpsstjóri RÚV lagt á borðið einhverja þá fram- tíðarsýn sem miðar að því að styrkja Sjónvarpið í þeirri samkeppni sem skoilin er á og mun aðeins aukast? Finnst honum einhver ástæða til þess? Ekki er það að sjá í nýlegu við- tali í Degi. Þar segir Markús Örn Antonsson að hinir nýju miðlar hafi valdið honum vonbrigðum sakir fá- breytni og metnaðarleysis. Má það tii sanns vegar færa að nokkra leyti en hvað blasir við þegar horft er til RÚV og þá Sjónvarpsins sérstaklega? Er dagskrárgerðin þar eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Má ekki t.d. færa rök fyrir því að síðasti vetur hafi verið einn sá slakasti um langa hríð? Það vantar ekki að menn hafa góð áform en framkvæmdinni virðist í flestum tilvikum mjög ábótavant. Hvað veld- ur? Og af hverju er lítil nýstofnuð sjónvarpsstöð, Skjár einn, að pakka Sjónvarpinu saman hvað varðar inn- lenda dagskrárgerð við hæfi þess hóps sem hún er ætluð? Útvarps- stjóri segist heldur ekki verða þess var í almennri umræðu að meirihluti þjóðarinnar telji ástæðu tii mikilla gmndvallarbreytinga. „Þvert á móti held ég að þjóðin vilji standa vörð um Ríkisútvarpið" er haft eftir honum í viðtalinu við Dag. Gáðu betur Markús. Uppstilling þín er í stuttu máli þessi: hinar stöðvarnar em svo skolli lélegar að RÚV verður að fá að halda uppi einhverjum staðli, þjóðin vill það. Þetta væri gott og blessað ef RÚV væri að standa sig vel í dag- skrárgerð en ekki er hægt að segja að sú sé raunin. Einn helsti dragbítur á framfarir þar á bæ er smásjáreftirlit útvarps- ráðs sem í sitja fulltrúar stjómmála- flokkanna og gæta fyrst og fremst hagsmuna flokka sinna á kostnað al- mannahagsmuna. Ráðið hefur sýnt aftur og aftur að helsta áhugamál þess em fréttir með yfirbragði „hlut- leysis" sem í framkvæmd merkir að miklu leyti umfjöllun um stjómmála- menn, verk þeirra og skoðanir, án til- rauna til að setja slíkt í samhengi og spyija óþægilegra spuminga. Þegar slíkt á sér stað (sem er frekar fátítt) fá stjómmálamenn of oft að svara út í hött eða að skipta um umræðuefni. Þeir em einnig yfirleitt fljótir að stökkva upp á nef sér þegar þeim þykir of nærri sér höggvið eða á sig hallað. Þannig er RÚV undir stöðugri pressu flokkshagsmuna sem stangast beint á við áleitna og gegnumlýsandi fréttamennsku. Annað dagskrárefni hvers konar (nema kannski íþróttir enda era náin tengsl milli íþróttíihreyfingarinnar og stjórnmálaflokkanna) er hinsveg- ar algjört aukaatriði fyrir ráðið enda beinist slíkt efni ekki að hagsmunum flokkanna í sama mæli. Þó má benda á þá staðreynd að heimildarmyndir þar sem samtíminn er skoðaður frá ýmsum hliðum hafa nánast ekki verið gerðar hjá Sjónvarpinu (eða keyptar) frá upphafi. Undantekningar em þó fyrir hendi, t.d. heimildarmyndin „Fiskur undir steini“ eftir Þorstein Jónsson frá fyrri hluta áttunda ára- tugarins þar sem fjallað var um menningarpólitísk efni og heimildar- myndaflokkur Baldurs Hermanns- sonar „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“ frá upphafi þess tíunda sem tók fyrir þær hugmyndh- kyrrstöðu og aftur- haids sem einkennt hafa íslenskt þjóðfélag þar til nýlega. Hvað gerðist eftir sýningar þessara mynda? Jú, þær ollu heiftarlegum viðbrögðum og hvað helst frá þeim pólitísku öflum sem fannst að sér vegið. Það skýrir kannski hvers vegna svo langur tími leið á milli þeirra og hversvegna svo lítið er gert af svona myndum. Um- ræða um þjóðfélagsmál er því miður á því plani hér á landi að hún rúmar ekki hvassar og áleitnai- spurningar en hvetur hinsvegar til slagorða og upphrópana enda er slíkt vel til þess fallið að forða fólki frá að horfa vítt um svið og skoða samhengi hlutanna. Hvernig stendur RÚV? Ef RÚV er t.d. borið saman við BBC, sem þrátt fyrir allt er tvímæla- laust í fararbroddi í heiminum þegar kemur að útvarpsrekstri í almanna- Eftir þrjátíu og fjögurra ára starfsemi er einfald- lega löngu kominn tími til þess, segir Asgrímur Sverrisson, að Sjón- varpið standi sig betur en raun ber vitni, miklu betur. þágu (public service broadcasting), kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Fyrir það fyrsta er skörp og áleitin þjóðfélagsumræða mjög áberandi í BBC enda er hin breska umræðu- og gagnrýnishefð á margfalt hærra plani en tíðkast hér um slóðir. I ann- an stað er þar að finna fjölbreytt og vandað skemmti- og fræðsluefni af ýmsu tagi, þar á meðal leikið efni sem selst um alla heimsbyggðina. I þriðja lagi styður BBC vel við gerð breskra bíómynda með sjálfstæðri deild, BBC Films. í fjórða lagi hefur BBC ein- göngu tekjur sínar af afnotagjöldum en ekki auglýsingum sem á sínum tíma gaf einkareknu sjónvarpi þar í landi tilvemgrandvöll. I fimmta lagi er „útvarpsráð" BBC (Board of Govemors) skipað fólki víðs vegar að úr þjóðfélaginu og á þetta fólk það sameiginlegt að líta fyrst og fremst á sig sem fulltrúa áhorfenda en ekki stjómmálaflokka. Þannig heldur BBC ákveðnu sjálfstæði frá hinu póli- tíska kerfi. Það er vegna þessara at- riða sem BBC er í fararbroddi. Ekki er hægt að segja að nokkuð af þessu eigi við um RUV. Mótbárur um ósanngjarnan sam- anburð vegna stærðar- og aðstöðu- munar eiga ekki við hér enda er verið að tala um prinsippmál, hvers konar apparöt eiga ríkisreknir Ijósvaka- miðlar að vera? I leiðinni má spyrja: til hvers er ríkisrekið sjónvarp á tím- um frelsis í sjónvarpsrekstri? Jú, fyrst og síðast til að bjóða upp á ann- ars konar efni en það sem einkaaðilar treysta sér til að sýna. Vera skýr val- kostur. Rækta þá höfuðskyldu við þjóðina að vera samtímaspegill; vett- vangur umræðu, skoðana, skemmt; unar og fræðslu um lífið í landinu. I Bretlandi er flest þetta farið að skar- ast mjög við það sem einkaaðilar bjóða upp á og því er spumingin um líf eða dauða BBC stöðugt vakandi þar í landi. I því samhengi má minna á að BBC er úthlutað starfsleyfi til tíu ára í senn og í lok hvers tímabils fer fram yfirgripsmikil umræða um hvort framlengja eigi leyfið. Á móti kemur (og þetta er kannski mikil- vægast) að BBC býr mjög að því trausti og þeirri virðingu sem frétta- flutningur þess og dagskrárgerð nýt- ur um veröld alla. Færa má rök fyrir því að frétta- þjónusta RÚV njóti trausts lands- manna (sem þarf ekki að þýða að ekki megi gera miklu betur) en þegar kemur að annarri dagskrárgerð em lægðirnar meira áberandi en hæðirn- ar. Framleiðsla innlendrar dagski-ár- deildar einkennist af þvi að stöðugt er verið að finna upp hjólið, byija upp á nýtt. Verkefnaþróun er lítil sem eng- in og útkoman því mjög tilviljana- kennd. Of oft er lagt af stað með þætti sem em lítt hugsaðir og þannig þurfa sjónvarpsáhorfendur að líða fyrir þróunarstarf sem ætti að vinna á bak við tjöldin. Á hinn bóginn er þáttum sem hafa lukkast allvel og njóta velgengni stundum kasserað án sýnilegrar ástæðu eftir að hafa jafn- vel fengið að ganga um nokkurt skeið. Þannig fer dýr fjárfesting fyrir lítið án þess að eitthvað betra komi í staðinn eða byggt sé á þeirri reynslu sem safnaðist upp. Ekki er hægt að ætlast til þess að Sjónvarpið sé með eintómt toppefni á dagskrá sinni en góðir þættir verða að vera með í pakkanum, þættir sem ganga upp hugmyndalega sem út- færslulega, ná til fólks með góðri skemmtan eða endurspeglun þess sannleika sem fólk kannast við í sjálfu sér. Eftir þrjátíu og fjögurra ára starfsemi er einfaldlega löngu kom- inn tími til þess að Sjónvarpið standi sig betur en raun ber vitni, miklu bet- ur. Á ekki Sjónvarpið að vera flagg- skip íslenskrar dagskrárgerðai’? Islenskt sjónvarpsefni Þar er komið að kjarna málsins: ís- lenskri dagskrárgerð í sjónvarpi allra landsmanna. Með því að taka með fréttir, íþróttir og ýmsa aðra þætti sem innihalda mikið af erlendu efni má telja „innlent" efni Sjónvarpsins um þriðjung þess sem sýnt er. Þess- um tölum slá Sjónvarpsmenn gjarn- an fram til að hrósa sér af - algerlega að ástæðulausu. Skjár einn er t.d. með tæplega helming af sínu efni inn- lent. Innlent efni Sjónvarpsins utan frétta og tengds efnis er auðvitað miklu minna. Hins vegar væri eðli- legt hlutfall raunverulegs íslensks efnis í Sjónvarpinu einhvers staðar á bilinu 75-100%, t.d. miðað við BBC sem byggir á nákvæmlega sömu hug- myndafræði og RÚV. Ef Sjónvarpið vill finna réttlæt- ingu fyrir tilveru sinni liggur hún ein- mitt þama. Að íslensk dagskrá verði meginuppistaðan í dagskrá stöðvar- innar. Áð Sjónvarpið verði valkostur þeirra sem vilja horfa á íslenskt efni. Þetta kallar auðvitað á meiri háttar uppstokkun stofnunarinnar en um leið fær hún þá sterku sjálfsmynd sem hana svo herfilega vantar. Um leið á RÚV að fara af auglýs- ingamarkaði og gefa þannig einkaað- ilum svigrúm til athafna enda alger- lega óviðeigandi að ríkið sé að keppa við einkaaðila um auglýsingar meðan skylduáskrift er við lýði. Á sama hátt á að skylda Sjónvarpið til að láta vinna alla dagskrárgerð sína utanhúss, því auðvitað nær held- ur engri átt að ríkið sé að vasast í því sem einkaaðilar geta gert og það yíu-- leitt miklu betur. í leiðinni væri við hæfi að skylda aðra handhafa sjón- varpsleyfis til hins sama, að aðskilja dreifingu og framleiðslu til að búa til kröftugan markað fyrir framleiðslu sjónvarpsefnis á íslandi. Óhætt er að fullyrða að þetta myndi leiða til betra efnis því í hörðu samkeppnisum- hverfi eiga allir miklu meira í húfi og leggja sig þar af leiðandi miklu meira fram. Vegnrinn til framtíðar Breyta þarf Sjónvarpinu í „útgáfu- sjónvarp" samanber bókaútgáfu. Hið ritstjórnarlega vald, það sem máli skiptir, myndi að sjálfsögðu hvíla hjá stöðinni sem og sjálf útsending efnis- ins en vinnsla verkefnanna færi fram utanhúss (látum vera að fréttir væm enn unnar innanhúss). Stjórnendurn- ir hefðu þannig tækifæri til að velja besta fólkið í þau verk sem vinna þarf, fólk sem á allt undir því að standa sig í stykkinu. Þetta myndi að sjálfsögðu virka sem vítamínsprauta inn á markað sjálfstæðra framleiðslu- fyrirtækja og verða áskoran til ís- lenskra kvikmyndagerðar- og dag- skrárgerðarmanna um aukna fag- mennsku og framleiðslugæði. Ekki er heldur að efa að starfsmenn Sjón- varpsins yrðu eftirsóttir starfskraft- ar á þessum markaði enda búa þeir að reynslu og kunnáttu sem nýtast myndi vel. Til að útlista betur þessar hug- myndir langar mig að taka dæmi um „útgáfusjónvarpsstöð" (publishing TV) sem nota mætti að einhverju leyti sem fyrirmynd, einfaldlega vegna þess að hún þykir afar vel heppnuð. Umrædd stöð kallast Channel Four og er staðsett í Bret- landi. Channel Four er líkt og Sjón- varpið stöð í almannaþágu (public service broadcaster). Hún fi-amleiðn nær ekkert eigið efni - ekki einu sinni fréttir. Channel Four fór í loftið 1982 og hefur tekjur sínar eingöngu af sölu auglýsinga (á sama hátt og RÚV ætti eingöngu að hafa tekjur sínar af af- notagjöldum). Stöðinni er uppálagt samkvæmt lögum að bjóða upp á sjónvarpsefni sem fellur að smekk ýmiss konai’ hópa sem ekki er sinnt af ITV-stöðvunum (sjálfstæðu einka- stöðvunum), standa fyrir framsæk- inni dagskrárgerð og helga hluta dagskrárinnar skólasjónvarpi. Rekstarform stöövarinnar hefur vak- ið athygli víða um heim, meðal annars hafa þýskar, franskar og norrænar sjónvarpsstöðvar tekið það upp að mismiklu leyti. Enn fremur hafa ýmsar ITV-stöðvanna í Bretlandi far- ið að dæmi Channel Four. BBC hefur jafnframt verið að auka hlut sjálf- stæðra framleiðenda í dagskrá sinni og þar á bæ hefur verið komið á fyrir- komulagi sem kallast „Producer’s Choice" og m.a. felur í sér að innan- hússframleiðendur stöðvarinnar láta þjónustudeildirnar gera tilboð í verk til jafns við utanhússfyrirtæki. Dagskrá Channel Four þykir með því besta sem boðið er upp á í sjón- varpi almennt. Stöðin hefur haft for- göngu um nýjungar og ferska hugsun í flestum geiram dagskrái’gerðar, heimildamyndum, skemmtiþáttum, menningarefni, fréttatengdu efni og síðast en ekki síst leiknu efni. Sem dæmi má nefna að hún hélt breskri bíómyndagerð á floti í vel á annan áratug. Dagskrárgerðin er byggð á útnefn- ingum (commissions). Þrjár dag- skrárdeildir, lista- og skemmtideild, fréttadeild og leiklistardeild, útnefna ákveðna aðila til að vinna verkin. í fjölmörgum tilvikum koma sjálfstæð- ir framleiðendur með hugmyndir til stöðvaiinnar sem síðan velur úr. Hver deild ræður yfir ákveðnu fjár- magni og plássi í dagskránni. Verk- takarnir em af öllum stærðum og gerðum, allt frá manni með símsvara upp í risafyrirtæki. Að meðaltali em um 600 fyrirtæki sem vinna dag- skrárefni fyrir stöðina á hverju ári. Channel Four hefur því átt einna stærstan þátt í ömm vexti og fjöl- breytileika sjálfstæðra framleiðenda í Bretlandi - og raunar víðar. Þessi leið; íslensk dagskrá, útnefn- ing allrar dagskrárgerðar, afnám auglýsinga og ný skipan útvarpsráðs með fólki sem telst fulltrúar áhorf- enda er eina leiðin fyrir Sjónvarpið til að halda velli þegar horft er til fram- tíðar. Þannig gegnir stöðin best skyldu sinni við áhorfendur. Annars verður krafan um sölu Sjónvarpsins og RÚV stöðugt áleitnari - og rök- semdirnar fyrir tilvem stofnunarinn; ar stöðugt fátæklegri og veikari. I leiðinni myndi þessi tilhögun skapa frjósamar aðstæður fyrír kröftuga samkeppni á íslenskum sjónvarps- markaði. Það er mín trá að Sjónvarpið standi frammi fyrir tveimur kostum. Annars vegar að breytast í framsæk- ið fyrirtæki sem speglar líf þjóðarinn- ar með sannfærandi hætti, hinsvegar að daga uppi sem tröll í hlekkjum for- tíðar; það verður kannski virðulegt andlát en fáum harmdauði. Höfundur er kvikmyndagerðarmað- ur og fyrrum ritstjóri Lands & sona, tímarits kvikmyndagerðarmanna. FRAMTÍÐ SJÓNVARPSINS Ásgrúnur Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.