Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÁLL GUÐMUNDSSON + Páll Guðmunds- son, Unnarbraut 6, Seltjarnarnesi, fyrrverandi verk- stjóri, fæddist á ísa- fírði 23. ágúst 1922. Hann lést á heimili sínu 15. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Þorlákur Guðmundsson, skip- stjóri, f. 22. maí 1888, d. 15. september 1944, og Margrét Jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 3. mars 1894, d. 12. maí 1966. Systkini hans eru El- ísabet, f. 22. júní 1924; Hildur, f. 11. ágúst 1925; Margrét, f. 17. mars 1928 og Guðrún, f. 24. febrúar 1932. Árið 1947 kvæntist Páll Svein- björgu Krisljánsdóttur frá Isafirði, f. 22. mars 1927. Móðir hennar var Margrét Jóhanna Magnúsdóttir, húsmóðir, f. 1. júní 1899, d. 1. maí 1979, og Kristján Gíslason, sjómað- ur, f. 11. nóvember 1887, d. 20. maí 1963. Páll og Björg eignuðust sjö böm og em sex á lífi: 1) Margrét, f. 6. apríl 1948, maður hennar er Alfreð Bóasson, f. 10. desember 1946, og eiga þau fjögur börn: a) Þórveig Hulda, f. 14. maí 1966. Maður hennar er Björn Stef- ánsson, f. 23. júní 1964. Böm þeirra em Birna Rut, f. 4. sept- ember 1986, og Mar- grét Yr, f. 14. janúar 1991; b) Guðrún Björg, f. 8. desember 1968. Maður hennar er Árni Ómar Árnason, f. 4. nóvember 1967. Bam þeirra er Birta Björk, f. 11. janúar 1995; e) Alfreð Ómar, f. 15. júlí 1973. Kona hans er Una Björk Unnars- dóttir, f. 13. janúar 1971. Böm þeirra em Glódís, f. 7. mars 1996, og Unnur, f. 3. ágúst 1999; d) Eva Hlín, f. 23. október 1979. 2) Guðmundur, f. 19. apríl 1949. Kona hans er Iris Dungal, f. 3. september 1951. Böm þeirra era a) Níels, f. 29. apríl 1974. Sambýlis- kona hans er Kristrún Viðarsdótt- ir, f. 18. september 1974; b) Krist- inn Páll, f. 16. nóvember 1977. Sambýliskona hans er Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 4. febrúar 1980; c) Lana íris, f. 16. desember 1986, og d) Arnar Gauti, f. 2. mars 1990. 3) Óskírð stúlka andvana fædd 19. maí 1952. 4) Magnús, f. 23. nóvem- ber 1953. Kona hans er Laura Sch. Thorsteinsson, f. 23. júlí 1954. Börn þeirra em a) Soffía, f. 1. maí 1983; b) Björg, f. 9. apríl 1985, og c) Perla, f. 10. ágúst 1988. 5) Björg, f. 3. nóvember 1955. 6) Hildur, f. 30. ágúst 1957. Maður hennar er Aðal- steinn Sigurþórsson, f. 21. nóvem- ber 1960. Böm þeirra eru a) Páll, f. 24. mars 1989, og b) Ágúst, f. 22. nóvember 1991. c) Dóttir Hildar og Þorsteins Ólafs, Elín Birgitta, f. 4. maí 1980, lést 7. desember 1996. 7) Kristján, f. 6. mars 1966. Kona hans er Ema Kettler, f. 11. júní 1964. Börn þeirra eru a) Ágústa Björg, f. 8. september 1993, og b) Lára Theodóra, f. 8. janúar 1996. c) Sonur Kristjáns og Lindu Williams- dóttur er William, f. 30. janúar 1986. Páll lauk prófi frá Verslunar- skóla Islands árið 1942 og prófi frá farmanna- og fiskimannadeild Stýrimannaskóla Islands árið 1946. Páll stundaði sjómennsku til ársins 1953 og hóf störf sem verkstjóri hjá Isbirnininum hf., siðar Granda, og starfaði þar óslitið til ársins 1992. Páll var félagi í Verkstjóra- félagi Reykjavíkur, tók virkan þátt í félagsstörfum verkstjóra og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann átti sæti í stjóm Verkstjórasambands Islands á ár- unum 1973-1987 og var gjaldkeri sambandsins allan þann tima. Páll var gerður að heiðursfélaga á 50 ára afmæli Verkstjórafélags Reykjavíkur árið 1988 og í Verk- stjórasambandi Islands sama ár. Útför Páls fer fram frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 25. septem- ber og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við andlát föður okkar Páls Guð- mundssonar þyrlast upp margar minningar. Hann greindist með illkynja krabbamein fyrir liðlega tveimur mánuðum og gekkst undir skurðað- gerð sem ekki bar tilætlaðan árang- ur. Hann lést á heimili sínu 15. sept- ember sl. eftir erfið veikindi. Efst í huga er þakklæti fyrir fómfýsi og trúmennsku sem allt hans líf ein- kenndist af. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem önnuðust hann í veikind- unum; fjölskyldumeðlimum, starfs- fólki 11-G á Landspítala við Hring- braut og starfsfólki Heimahlynn- ingar Krabbameinsfélagsins. Pabbi var ábyrgur og heilsteyptur faðir sem var mikið í mun að standa sig í því sem honum var treyst fyrir. Hann var þrautgóður og gafst seint upp. Hann ætlaði sér að sigrast á þeim boðaföllum sem gengu yfir og var mótaður af þeirri vissu sjómannsins að á eftir storminum kæmi stilla. I hans huga var ekki komið að leiðar- lokum enda beið fjöldi verkefna heima fyrir sem huga þurfti að. Það má segja að einkennistákn pabba hafi verið ríkuleg ábyrgðartil- finning enda var vinnusemi og fyrir- hyggja honum mikið kappsmál. Hon- um var líka mikið í mun að börn hans tileinkuðu sér þessi gildi og kom þeirri skoðun sinni vel á framfæri, fyrst og fremst með því að vera trú- verðug fyrirmynd. Þessi lífsgildi urðu rótfastur rammi um hans líf; að bjarga sér, að búa í haginn, að vera ekki upp á aðra kominn, að skulda engum neitt. Áhrif hans voru mikil á uppvaxtar- árum okkar og síðustu mánuðina fengum við að njóta þess besta í lyndiseinkunn hans og jafnvel kynn- ast nýjum hliðum í fari hans eftir að hann veiktist. Hann hafði t.d. oft áhyggjur af heilsu okkar eða að við væram of lengi fjarri vinnu þegar við heimsóttum hann á sjúkrabeð. Pabba lærðist snemma að standa fastur á sínu og gefa sig ekki íyrr en í fulla hnefana. Hann var ekki augna- þjónn. Hann var sanngjarn þótt hann gæti verið gagnrýninn. Fyrir vikið gat hvesst í kringum hann og á annatímum gat nokkur tími liðið þar til lygna tók á ný. Eftirminnilegar era viðræður hans við ýmsa sérfræð- inga sem hann vissulega virti og lauk gjaman rökræðuhrinunum með því að ögra þeim dálítið og sagði gjaman „þið þessir fræðingar sem þykist allt vita en kunnið svo ekki einu sinni að vinna með höndunum" og tók síðan ærlega í nefið á eftir. Pabbi bjó yfir talsverðu innsæi í líf og tilfinningar okkar systkinanna en það var ekki hans stíll að hafa mörg orð um það. En þegar mikið lá við sýndi hann umhyggju sína fyrir vel- ferð okkar, stóð gjarnan álengdar og var tilbúinn að grípa inn í ef eitthvað fór úrskeiðis. Þau eru ófá verkefnin gegnum árin þar sem hann hefur lagt til góð úrræði ýmist sem ráð- gjafi eða iðnaðarmaður, gjarnan með vasahnífinn eitt verkfæra. Pabbi var kröfuharður maður. Þótt hann gerði miklar kröfur til annarra gerði hann ekki síður kröfur til sín. Það sýndi hann fremur en að segja. Ekki er örgrannt um að ýmsum hafi staðið beygur af pabba. Hann gat virkað fjarlægur og þeir sem ekki kunnu þá list að „stíga nær“ við þess konar aðstæður náðu ekki að tengjast hon- um. Á uppvaxtaráram hans var lífs- björgin sótt í sjóinn og stóð hugur hans alltaf nærri því sem þar var að gerast. Eftir að hann hætti til sjós og hafið störf hjá Isbirninum þar sem hann starfaði óslitið í 39 ár var það nánast öllu æðra að fylgjast með gangi mála við sjávarsíðuna og láta sitt ekki eftir liggja við „að bjarga verðmætum" á sómasamlegan hátt eins og það var stundum kallað þeg- ar mikill afli barst á land. Hann var sívakandi yfir því að bæta verklagið og var útsjónarsamur við að tileinka sér nýja vinnutækni sem kom sér vel fyrir fyrirtækið og ekki síst þann stóra hóp starfsfólks sem þar starf- aði. Það er okkur systkinunum mik- ils virði að hafa kynnst honum bæði sem föður og yfirmanni á stóram vinnustað þar sem við voram sumr- ungar og hann allt í öllu. Það auð- veldaði okkur að setja okkur í hans spor. Við hlið sér hafði hann mömmu í rúmlega fimmtíu ár og unnu þau samhent að því að skapa traust og fallegt heimili og okkur systkinunum bestu aðstæður fyrst á Ránargötu í Reykjavík og síðar á Unnarbraut á Seltjamamesi. Þau nutu þess að ferðast, bæði hér innanlands og einnig erlendis, ekki síst síðustu árin þar sem dansskómir fengu að fljóta með og góðar stundir vora rifjaðar upp með gömlum félögum. Það er okkur fjölskyldunni dýrmætt að eiga góðar minningar um traustan föður sem vildi okkur allt hið besta. Guð blessi minningu pabba. Guðmundur og Magnús Pálssynir. Gjöfult sumar hefur kvatt og með því kvaddi líka tengdafaðir minn þennan heim. Það húmar að í marg- víslegum skilningi. Kynni okkar hóf- ust fyrir rúmlega aldarfjórðungi og í mínum huga mun hann ávallt standa sem klettur; staðfastur maður, heil- steyptur og traustur. Maður sem lagði kapp á að sjá fjölskyldu sinni farborða svo sómi væri að. Hús- bóndahollusta hans var einstök og starfi sínu sinnti hann ætíð af stakri trúmennsku. Úrræðagóður var hann og handlaginn og nutum við þess oft fjölskyldan, er hann aðstoðaði okkur við ýmiss konar handverk. Tengda- pabbi var raungóður maður, sem flíkaði ekki tilfinningum sínum dag- lega. í veikindum hans kom þó fram ný hlið á honum sem ég hafði ekki séð svo glöggt áður, þótt ég vissi að væri fyrir hendi. Hann varð mun mildari en ég átti að venjast og sér- lega þakklátur öllum þeim er önnuð- ust hann. Kímnigáfa hans birtist skýrar svo og umhyggja hans fyrir allri fjölskyldunni. Omögulegt er að minnast hans án þess að nefna hans trygga lífsföranaut, tengdamömmu, sem stóð alltaf við hlið hans í rúm- lega hálfa öld. Við fráfall hans er margs að minn- ast og margt að þakka. Skarð er fyr- ir skildi. Guð blessi minningu tengda- pabba. Laura Sch. Thorsteinsson. Elsku Páll. Nú skilja leiðir eftir 33 ára samleið á lífsgöngu okkar. Hún hófst er við Guðmundur fóram að gefa hvort öðra hýrt auga og var ég þá aðeins 16 ára gömul. Aldrei varð ég vör við annað en að ég væri vel- komin á ykkar heimili. Á þessum ár- um var ég þó bæði mjög ung og í töluverðu tilfinningalegu ragli eftir erfiðan missi í upphafi unglingsára minna. Þú sýndir mér ávallt virðingu og væntumþykju og eflaust hefurðu skynjað að undir niðri leyndist bara lítil sál í leit að hjálp. Mér var einnig mjög hollt að koma inn á svona al- vöru íslenskt alþýðuheimili þar sem fjölskyldufaðirinn vann myrkranna á milli til að metta marga svanga munna sem heima biðu. Þar var Björg konan þín ávallt til staðar til að styðja og styrkja börnin ykkar öll. Þarna var andlegi auðurinn í fyrir- rúmi, hinn veraldlegi virtist skipta minna máli. „Maður uppsker sem maður sáir“ og ég get ekki betur séð en að ykkur hjónum hafi tekist vel að koma öllum ykkar bömum til manns. Magnús sonur þinn sagði að þér látnum að þú hefðir ávallt verið til reiðu til að hlusta á bömin og gefa þeim góð ráð en alltaf hefðir þú lagt ríka áherslu á að það „að standa sig“ væri mikilvægast af öllu. Mér finnst þér þarna vel lýst. Þú gerðir það svo sannarlega sjálfur og ætlaðist til að börnin gerðu slíkt hið sama. Þú get- ur verið alveg sáttur. Þau virðast öll hafa tekið mikið mark á þessum góðu ráðum þínum. Þú „stóðst þig“ líka svo vel sjálfur að engan granaði hversu alvarleg veikindi þín vora. Við héldum öll að þetta væri eitthvað smávægilegt þótt reyndar væri tíminn orðinn all- langur sem þú hafðir verið með ein- hver „ónot“. Þeir sem kvarta lítið fá eflaust litla athygli enda læknar okk- ar ef til vill vanir öðru. Eftir að mein þitt greindist fékkstu þó aldeilis frá- bæra umönnun og fyrir það varstu ákaflega þakklátur og við öll líka. Þú varst barnelskur mjög og naust þín best með stóran barna- skara í kringum þig. Þú fylgdist ávallt vel með öllum þínum afkom- endum og stoltið leyndi sér ekki er þú leist yfir stóra hópinn þinn. Þú varst fróður mjög um menn og málefni og kom maður aldrei að tóm- um kofunum hjá þér. Gaman var áð fylgjast með þér er talið barst að þín- um hugðarefnum því þá hitnaði þér í hamsi og þú fórst á flug í umræðun- um. Eg tek undir það sem Kristinn, stjúpfaðir minn, sagði um þig: Páll var einn af þessum alvörumönnum. Þannig er þér líka best lýst sem ein- um af Islands „alvöramönnum". Elsku Páll. Takk fyrir alla velvild- ina við mig í gegnum tíðina. Takk fyrir alla hjálpina við umönnun barn- anna minna. Takk fyrir spjallið, fræðsluna, skilninginn og hlýjuna alla tíð. Takk fyrir að hafa verið til. Þín tengdadóttir, íris. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr j)eim sem deyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni manna er hans sakna. Þeireruhimnamir honum yfir. (H.P.) Páll Guðmundsson verkstjóri og kær móðurbróðir okkar er látinn. Hann lést á dánardægri föður síns, Guðmundar Þorláks Guðmundsson- ar, móðurafa sem við kynntumst aldrei í lifanda lífi, en þekktum þó gjörla af frásögum móðurfólks okk- ar. Því verður eins farið með Palla frænda, að hann hverfur okkur ekki þótt hann kveðji nú því minningar- brot og væntumþykja sem af þeim hefur vaxið mun fylgja okkur áfram. Palli frændi var eini bróðir mömmu, þau vora náin, milli þeirra var einlæg og traust vinátta og því skipaði hann alla tíð sérstakan sess í hugum okkar systra. Palli var meðal- maður á hæð með djúpstæð augu, glettnisleg og hlý. Handtak hans var óvenju þétt sem endurspeglaði vel reisnina og festuna sem einkenndi hann.Yfirbragð hans var rólyndis- legt og stundum íhugult, hann gat jafnvel ef svo bar undir virst þungur í lund og hrjúfur í viðmóti en undir niðri bjó þó viðkvæmni og samkennd með öllum þeim sem minna máttu sín. Palli frændi hafði mikið úthald til alha verka, hann leit á vinnusemi sem dyggð, var þrautseigur og þrjóskur og mótaður af vestfirskri seiglu, en kunni þó að beygja sig ef við átti. Palli fylgdist alltaf grannt með gangi þjóðmála og lét sig þau varða, hann hafði ákveðnar skoðanir og skarpa hugsun. Hann var einrænn en unní þó góðum félagsskap og tók af ákefð þátt í umræðum um það sem var efst á baugi hverju sinni. Hans líf og yndi var að mæta kröftugum and- mælanda og fylgdi hann skoðunum sínum þá eftir af rökfestu og orðfimi. Palli var mjög frændrækinn og barngóður. Hann gaf sig að litlum börnum, veitti þeim athygli og ræddi einatt við þau sem jafningja á þann veg að þau skynjuðu umhyggju hans og velvild. Við hlið Palla var Björg kona hans sem böm hafa ekki síður laðast að. Barnabörn þeirra áttu hjá þeim öruggt athvarf og algengara var að eitthvert þeirra fylgdi þeim, þar sem þau komu, en að þau væra ein á ferð. Við systur nutum ræktar- semi hans og síðar börn okkar, en hann útbjó og færði þeim öllum fal- leg snjóhús í formi íslensks sveita- bæjar sem þau nota til skrauts um jól. Þegar Palli frændi fór á eftirlaun kveið hann verklokum en sýndi þá síunga hugsun sína og aðlögunar- hæfni í verki með því að fá sér reið- hjól sem hann hjólaði á um Seltjarn- arnesið þar sem þau Björg bjuggu. Þannig minnumst við hans, frænda sem var fastur fyrir en gat þó sýnt á sér óvæntar hliðar og kunni þá list að snúa hlutunum sér og öðram í hag. Við vottum Björgu og börnum þeirra samúð okkar. Blessuð sé minning Palla frænda okkar. Sigríður, Kristín, Margrét og Bergþóra Baldursdætur. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari Páls Guðmundssonar var þétt hand- tak hans. Þegar hann heilsaði mér í fyrsta sinn með handabandi var það svo fast að ég hélt að öll bein í hendi mér myndu brotna. Og í hvert sinn sem ég heilsaði honum eftir það kveið ég hálfpartinn fyrir því að taka í hönd hans. En handaband hans lýs- ir að mínu mati Páli Guðmundssyni, verkstjóra, mjög vel. Hann var traustur, ákveðinn maður sem skóf ekki utan af hlutunum. Fyrir mér vora þessar þéttu og hrjúfu hendur tengill að fortíðinni og endurspegl- uðu líf og baráttu eldri kynslóða. Páll var faðir Kristjáns, góðs vinar míns og bekkjarbróður úr Verzlun- arskólanum. Á menntaskólaáranum heimsótti ég Kristján oft á Unnar- brautinni. Við vorum með stórhuga hugmyndir hvernig við ætluðum að taka þátt í hinu nýja hagkerfi Islend- inga með því að læra ljósmyndun, markaðsfræði eða stjórnmálafræði eða önnur viðlíka fög sem voru þá, eins og nú, í tísku. Páll vann lengst- um við undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar, sjávarútveg. Hann hafði unnið þar vel og lengi eins og svo margir af hans kynslóð. Og vegna at- orku þeirrar kynslóðar og dugnaðar er ísland nú eitt ríkasta land heims. Sú staðreynd gerði okkur unga fólk- inu kleift að nema ný lönd og ný fræði. Páll var frekar hljóður maður en var mjög áhugasamur og hafði ákveðnar skoðanii'. Hann hafði óvenju sterkan augnsvip, sem gaf til kynna að hér væri gáfaður maður á ferð. Hans haukfránu augu horfðu stíft á mann er hann spurði af hverju við ætluðum að læra þetta eða hitt eða hvemig við eyddum tíma okkar almennt. Hann var ekki maður sem virtist þola mikla uppgerð né stæla. Ég man þá að mér fannst hugmyndir hans og veraleiki vera gamaldags og taldi, þar af leiðandi, að hann skynj- aði ekki hina nýju tíma. En eftir því sem ég hef elst sjálfur skil ég og kann betur að meta visku hans og lífssýn. Viðhorf hans einkenndust af baráttu og erfiðri vinnu og hann hafði séð tískubylgjurnar koma og fara. Hann hélt í það sem hann þekkti og gerði vel. Hann og Björg eiginkona hans bjuggu hinni stóru fjölskyldu sinni fallegt og traust heimili. Börn þeirra era farsælir, afkastamiklir þátttakendur í hinu nýja hagkerfi. Dugnaður hans og virðing fyrir atorkusemi og traust- um gildum hefur greinilega skilað sér áfram til barnanna hans. Þess vegna standa þau nú á traustum grunni sem glæsilegir og heiðarlegii' fulltrúar síns tíma. Ég sendi samúð- arkveðju til Bjargar, til Kristjáns og Ernu, og til allra afkomenda þessa merka manns sem kom í veg minn á mótunartíma. Ég mun ekki aftur fá að taka í hendur Páls en ég þakka honum fyrir mig og fyrir það sem hann hefur kennt mér með sínu for- dæmi. Magnús Þorkell Bemharðsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.