Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ ^40 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR SIGURÐUR ÁRNASON + Sigurður Áma- son fæddist á Vestur-Sámsstöðum í Fijótshlfð 14. júlí 1900. Hann lést á Hjúkmnarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 10. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Breiðabólstaðar- kirkju í Fljótshlíð 21. september. Hann var sem jafn- gamall landinu og því bjóst enginn við því að hann hyrfi af ásjónu þess. Þeir voru sveitungar, Sigurður Amason afi minn, bóndi á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð,og Eyjafjallajökull. Þeir voru og um margt líkir; tgulegir og hvítfextir. Stórbrotnir öldungar. Afi undi illa hag sínum án þessa vinar síns er hann þurfti síðustu daga sína að dveljast á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Þótt jökullinn hafi í annan tíma lot- ið höfði þegar hann varð vitni að falli Gunnars á Hlíðarenda þá er missir hans nú enn meiri því þeir afi deildu dqörum sínum miklu lengur. Fyrir mér voru þeir alla tíð eitt og nú hafa þeir sameinast í eilífðinni. Afi var ákaflega hrifnæmur og undraðist oft blindni samferðamanna sinna á fegurð landsins. Eitt sinn er hann fór í Ásbyrgi fannst honum svo fallegt að hann snerist í hringi, stapp- aði niður fótunum og hrópaði til ferða- félaganna: En sjáiði ekki hvað þetta er fallegt. Hann elskaði landið enda af þeirri kynslóð sem barðist fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Ást hans á ætt- .jörðinni spratt af sömu rótum og ást þjóðskálda okkar sem hann dáði svo mjög. Hann var næmur á skáldskap og hafði unun af að flytja kvæði þeirra og reyndar sín eigin ljóð sem honum NÁBHÚSBLÓNI i___________________________________1 fannst þó oft vera „tómt bull“. Að flutningi lokn- um ýtti hann jafnan í næst staddan og lýsti því yfir að þetta væri hrein snilld. Og auðvit- að var þetta hrein snilld. Hundrað ára og tein- réttur sat hann og þuldi ljóð af fitonskrafti. Sló taktinn með vinnulúinni hendinni. Svona leit hannút. Það gladdi hann alltaf jafnmikið ef okkur bamabömunum gekk vel. Næðum við okkur hins vegar í kærustur eða kærasta ljómaði hann bókstaflega og viidi vita allt. Honum fannst of mikið að vera að eignast þetta níu til tíu böm eins og fólk gerði í gamla daga. Fjögur til fimm væm alveg nóg. Afi hafði gaman af söng og tók lagið við öll tækifæri. Stundum sungum við tveir einir. Þá sem endranær söng hann bassann og ég lítið því ég kunni sjaldnast lögin. Þetta var stómm auð- veldara ef amma spilaði undir á píanó- ið. Þau vom falleg hjónin. Hann stór og hrjúfur en hún h'til og fínleg. Ég var ósköp lítill þegar ég vandi fyrst komur mínar að Sámsstöðum, jörðinni sem afi sagði mér að væri ein- hver sú allra besta á Islandi. Þá stóð hann á sjötugu og mér fannst hann vera undramaður. Aldrei hvarflaði að mér öll þau sumur sem ég var hjá honum að þar færi gamall maður. Slík var atorkan. Það var upphefð í því að vera til gagns í slíku kompaníi. Þrátt íyrir mikla vinnu var oft tími til að fara á hestbak. Stundum fómm við einir og stundum fleiri. Þegar mikið hafði legið við í heyskapnum komu dætur, sonur og makar og hjálpuðu til. Þá var glatt á hjalla og þegar hey- inu hafði verið bjargað í hlöðu vom fákamir oft beislaðir og við þeystum út um bleika akra. Stóðið á Sámsstöð- um var stórt og úr þvi komu margir gæðingamir. Fátt var fegurra en gæðingur. Mér kaupstaðarbaminu fannst matarvenjur afa nokkuð undarlegar. Hann lét jafnan alla afganga í graut- inn hjá sér eða skyrið. Því þótt stór- huga væri var hann nýtinn eins og öll hans kynslóð. Kaffinu hellti hann úr bollanum í smá slurkum í djúpa und- irskálina og saup á. Og hann gat ekki sofnað nema hann hefði kaffibrúsa með sér í rúmið. Hann prófaði svínaeldi í nokkur ár og trúði því að svínakjöt væri miklu kraftmeira en annað kjöt. Svínafeiti var kröftugasta fóðrið og það fór mikið af henni ofan á heimabakað Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19ÖII kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Þegar andlát . ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- Prestur Kistulagning anna starfa nú 14 manns Kirkja með áratuga reynslu við Legstaður útfaraþjónustu. Stærsta Kistur og krossar Sálmaskrá útfararþjónusta landsins Val á tónlistafólki Vesturhlíð 2 meg þjónustLi allan Kistuskreytingar Dánarvottorð Fossvogi ^ sólarhringinn. Erfidrykkja Sími 551 1266 \ J ÚTFARARSTOFA www.utfor.is i— KIRKJUGARÐANNA EHF. brauðið hjá mér á þessum árum. Hann var nýjungagjamt athafna- skáld; átti til að mynda fyrsta bílinn í Fljótshlíðinni. Þá gerði hann tilraunir með útfærslu gripahúsa. Fjósið var írjjtmúrskarandi tæknivætt. Menn gerðu sér ferðir úr öðmm landsfjórð- ungum til að kynna sér nýjungamar. Þegar kom að því að byggja yfir stóra fjölskylduna mældi hann stærstu hús- in í hh'ðinni og hafði sitt stærra. Hann hreifst af mikilfengleik anddyris Há- skóla íslands og notaði hugmyndina í eigin húsi, stóm og reisulegu, þar sem herbergin heita eftir höfuðáttunum. Hann var hnyttinn í tilsvömm og gat verið meinhæðinn. Það átti við þegar honum fannst menn hreykja sér hátt: Það vantar ekki mikið upp á að hann viti lítið. Hann lét ógjarnan hlut sinn fyrir nokkmm manni. En þótt hann væri harður í hom að taka var hann einnig ákaflega rómantískur. Þau flæktust svo sem ekki fyrir hornnn kertaljósin en hann þreyttist seint á að segja okk- ur bamabömunum af fyrstu kynnum sínum og ömmu minnar, HOdar Áma- sonar. Hún var þá nýkomin frá Dan- mörku og vildi engan nema hann. Og þó höfðu þau ekkert nema augun. „Þú varst ljós á mínum vegi, lífsins sól á nótt sem degi“. Þannig var það alla tíð. Saman eignuðust þau sex dætur og einn son. Það var engin Hildur nema Hildur. Nú er afi farinn á fund feðra sinna og honum h'ður vel. Ég geng út frá því sem vísu að hann sé á notalegum stað og þar séu grjótnógar og úrtökugóðar veitingar að hans skapi. Við sem nut- um samvistar við þennan htríka mann getum því glaðst við, sungið og sagt sögur þegar við hittumst og minn- umst hans. Blessuð veri minning Sigurðar Amasonar. Orri Ámason. Þar sem ég er næstelstur af sextán bamabörnum, fæddur á árinu 1963, get ég fagnað því að hafa lengi þekkt afa minn, Sigurð Árnason, bónda á Sámsstöðum. Þegar ég ht tO baka, finnst mér samt tíminn, sem við dvöldum saman hafa verið mjög stutt- ur, því fjölskylda mín bjó í Þýskalandi og við komum að meðaltali fjórða hvert ár í heimsókn tO í slands. Nú spyr ég mig spuminga, sem ég mun aldrei fá svar við, eins og tO dæmis hvemig lífið leit út frá hans sjónarhóh á ámnum fram tO ca. 1947. Þá áttu afi og amma orðið sex böm og bjuggu í litlu húsi, þar sem systir hans bjó líka og bróðir með fjölskyldu sína. Ég hef á tOfinningunm að svörin hans hefðu orðið óræð og margslungin, full af spaugi og gríni. Þannig að ég hefði kannski ekki alveg skihð hvað hann átti við, eins og svo oft vOdi verða. Hin sterka kímnigáfa hans var eitt af því í fari hans sem ég mat hvað mest, þótt afi hafi haft marga góða hæfdeOía. Sjaldan verða böm fyrir jafn mikl- um og margvíslegum áhrifum frá gömlu fólki, eins og afi hafði á okkur barnabörnin. Stundum lokaði hann sig af, en samt vissum við af honum þar sem hann ýmist söng eða þuldi ljóð, daga og nætur. Þetta fannst okkur htlu bömunum skrítið, þvi við þekktum afa sem hörkuvinnandi bónda, sem á áttræðisaldri fór með okkur í útreið- artúra þar sem hleypt vai’ á harða- stökk. Við munum lika hve hann var umhyggjusamur og góður. Hann ann- aðist okkur, tefldi við okkur eða las sín óskOjanlegu kvæði þegar við sát- um hjá honum á rúmstokknum. Hann gat orðið mjög reiður ef við misstum heybagga af vagninum eða gleymdum að loka hhði á girðingu. En á hinn bóginn var alltaf mikO gaman- semi og grín í honum. Til dæmis lét hann einn daginn aht fólkið á Sáms- stöðum vita að litli Bjöm (sex ára) hefði samið vísu um bæði ömmu og afa. Þangað til í dag var það leyndar- mál á milli okkar afa að það var auð- vitað hann sem var höfundurinn. Kannski eiga önnur bamaböm hans sama leyndarmál? Ég hef hugsað mikið um báðar vísumar síðustu daga. Þær em svohljóðandi: Vísa um afa: Elsku góði afi minn ætlaégþéraðsegja, þúertbestiættinginn, aldreimáttudeyja. Vísa um ömmu: Heyrðu amma, hvað ég segi, þúertgóðánóttuogdegi enþóégþegi máttuekldveravond. Bjöm Rohloff. SIGURJÓN GUÐFINNSSON + Sigurjón Guð- finnsson fæddist að Ámesi í Árnes- hreppi í Stranda- sýslu 18. október 1958. Hann lést 8. scptember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Árbæjar- kirkju 21. septem- ber. Kveðja frá Hangi- kétsfjelaginu Fyrir jólin 1981 vom 12 dreifbýlisfélagar á Stúdentagörðunum sem stofnuðu Hangikétsfjelagið. Var ástæðan sú, að malbiksbömin á Stúdentagörðun- um vildu hafa hænsni í matinn á litlu jólunum í stað hefðbundinnar bændablessunar með hangikéti og tilheyrandi. Orsökin var sú, að heyrzt höfðu þær kjaftasögur, að ef menn neyttu hangikéts skömmu fyrir getn- að barns, yrði bamið með sykursýki vegna saltpétursins í hangikétinu. Sigurjón eða Síon - eins og hann var kallaður af okkur félögunum á Garði - var einn af þessum stofnend- um Hangikétsfjelagsins. Kom það í hlut hans að láta útbúa boli með nafni félagins. Mættu menn í bolnum á árs- hátíðir Hangikétsfjelagsins lengi vel framan af. Síðar, þegar árin færðust yfir, urðu menn vænni að vallarsýn en í öndverðu og því ekki í bol búnir tO þess að mæta í gamla bolnum en allt frá stofnun höfum við mætt einu sinni á ári tO þess eins að éta hangi- két og það mikið af því. Sigurjón var einn af tryggustufélögunum og missti vart úr skipti- þegar Hangikétsfjelag- ið var kallað saman. Á síðustu árshátíð hjá okkur ræddum við saman um það, að nú væri kominn tími, að Síon myndi aftur láta útbúa boli þannig að við gætum mætt ein- kennisklædd í næsta hangikétsát. Var það hið minnsta mál frá hans hendi. Var hann boðinn og búinn að hjálpa til við að kalla félagana saman og sjá um annan undirbúning sem við þurfti hverju sinni. Höfum við tapað góðum félaga úr okkar hópi og munum við gersam- lega fá okkur aukasneið af vel feitu og saltpétuskrydduðu hangikéti tO þess að minnast Sigurjóns. Sendum við Sirrý og fjölskyldu kveðjur frá Hangikétsfjelaginu en hún kom á stundum með Sigurjóni á árshátíðir okkar og biðjum Guð að styrkja þau í þeirri sorg sem fráfall hans er okkur öllum. F. h. Hangikétsfjelagsins, Guðlaug og Pétur. Okkur varð orðafátt þegar fregnin um andlát Sigurjóns barst. Á grimmilegan hátt erum við enn einu sinni minnt á fallvaltleika lífsins og vanmátt okkar og á stundum er erfitt að skilja að einhver meining sé fólgin í þessu öllu saman. Traustur vinur og + Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, SIGRÚN ARNARDÓTTIR, Æsufelli 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 21. september. Skúli Guðmundsson, Björg Guðnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Elvar Skúli Sigurjónsson, Inga Karen Sigurjónsdóttir, Daníel Aron Sigurjónsson, Alexandra Mist Birgisdóttir, Álfheiður Arnardóttir, Stefán Bjarnason, Guðni Þór Skúlason, Sigurbjörg Ámundardóttir, Ragnheíður Linda Skúladóttir. góður drengur hefur kvatt hinsta sinni. Það var á haustdögum, þjóðhátíð- arárið 1974, að leiðir nokkurra ungra manna lágu saman á skólagnindu MA Sigurjón var einn þeirra. Allir komum við úr ólíkum áttum og hver úr sínu landshorni. Hver með sinn bakgrunn, uppnma og eðlisfar. En einhvern veginn hristust menn þó saman og fundu þann streng sem tengdi þennan hóp æ síðan sterkum böndum. Sigurjón var um margt einstakur maður. Hann var sérlega greiðvikinn og ósérhlífinn. Skyldurækni hans var við brugðið og ekki minnumst við þess að Sigurjón hafi nokkru sinni neitað nokkurri bón eða skorast und- an ábyrgð þegar eftir var kallað. Sig- uijón var traustur maður með hreint hjartalag. Það sem Sigurjóni var treyst fyrir var í öruggum höndum. Sigurjón var trúr fjölskyldu sinni, vinum og vinnufélögum en ekki síður landinu sínu. Sveitinni þar sem rætur hans lágu djúpt. Þeirri sömu sveit og kvaddi hann á ögurstundu. Sigurjón var einstaklega vinnu- samur og hafði þá góðu gáfu að koma röð og reglu á nánasta umhverfi sitt. Það lá einhvern veginn alltaf ljóst fyrir hvert hugurinn stefndi. Á þeim árum þegar tölvan var að byrja að bylta hversdag okkar var Sigurjón fremstur meðal jafningja í að tileinka sér þau fræði sem þá þóttu merki- legri á því sviði og gat eytt löngum tíma í að leysa verkefni sem okkur hinum fannst á stundum óskiljanleg. Það var því engin frétt okkur hinum þegar hann ákvað að hefja nám í tölv- unarfræðum þegar í Háskóla íslands kom. Það sama má segja um starfs- vettvang hans að námi loknu, Reikni- stofu bankanna, sem hann tileinkaði lífsstarf sitt. Sigurjón gat verið hrókur alls fagnaðar, sér í lagi í góðum vinahóp. Oft hnyttinn í tilsvörum og bein- skeyttur svo að mestu orðhákum varð svarafátt. En hann var ekki síð- ur íhugull og fylginn sér og gat verið manna ákafastur við að vinna sínum sjónarmiðum brautargengi. Skarð sem aldrei verður fyllt hefur verið rofið í vinahópinn. Einlægur, smitandi hlátur hans mun ekki fram- ar óma á gleðistundu. En í hjörtum okkar lifir minningin um Sigurjón, traustan og góðan vin. Við félagamir erum sannfærðir um að það hafi verið gæfa Sigurjóns að hitta lífsförunaut sinn. Missir Sirrýjar og barnanna þriggja er mik- ill. Við biðjum guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg og missi. Heiðar, Kristján, Magnús, Sigurður, Stefán og Sturlaugur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.