Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.09.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Ljósmynd/Gísli Sig. Kapcllan á Kirkjubæjarklaustri. Húmar að hausti Birta og myrkur seg;ia til sín í huga fólks _____sem í umhverfí þess. Stefán_ Friðbjarnarson staldrar við átök ljóss og myrkurs í mannlífínu. ÞAÐ húmar að hausti. Framund- an er árstími kulda, myrkurs og vályndra veðra. Við, sem eldri er- um, þekkjum af langri reynslu þennan kapítula í hringrás árs- ins. Kunnum tökin á honum að eigin áliti - með hlý hús, hlýjan klæðnað, hlýja bíla, raflýst um- hverfi og nútímatækni að vopni. Vitum samt sem áður að varlega verður að fara. Náttúruöflin eru enn óbeyzluð og láta ekki að sér hæða. En vissan um vor að baki vetrar, sól og sumartíð, hjálpar okkur til að þreyja þorrann og góuna. Verra er að það húmar á stundum í mannshuganum - dimmir í sál og sinni. Sagt er að við sáum rökkri, mannkindurnar, í eigin huga og annarra, vísvit- andi eða ómeðvitað. Sigurbjöm biskup Einarsson víkur að þessu myrkri, myrkri af mannavöldum, í lítilli bók um mikið efni (Sárið og perlan - hugleiðingar á föstu), sem Hallgrímskirkja gaf út í fyrra. „Þetta gerist,“ segir bisk- upinn, „það er enginn skáldskap- ur. Það er hægt að sá rökkri.“ Hann vitnar í hendingar Þor- geirs skálds Sveinbjamarsonar: „Hjarta þú sáir rökkri, uppsker nótt.“ Og bætir við: ,AHt skugga- legt, öll myrkraverk spretta upp af því, sem hjarta sáir í sjálft sig og lætur sá sér og festa rætur.“ Hvemig er hægt að sá myrkri, kvöl og sársauka? Það er víst hægt að gera með ýmsum hætti. Siðblindur maður, sem selur ung- viði eitur, sáir kvöl, jafnvel dauða, í samferðarfólk sitt og umhverfl. Myrkursáning af þessu tagi er því miður ekki fátíður gjörningur, hvorki í velferðar- ríkjum heims, svokölluðum, né í hinum vanþróaðri. Island er fyrir löngu komið inn á eiturkortið. Sölumenn dauðans sáu um þá kortlagningu. Og þeir era sagðir iðnir við kolann. Það er líka hægt að sá depurð og dimmu í eigin hug og annarra með kæraleysinu einu saman. Sigurbjörn biskup komst svo að orði í föstuhugleiðingu í Hall- grímskirkju: „í kvöld, á þessari stundu, er bam að fá kalblett eða meinvarp í sál sína. Af því að það er gleymt, vanrækt. Kannski á það metnaðarfulla foreldra, en þeir gleyma þessari gersemi sinni. Akveðnin við að komast áfram og njóta lífsins blindar. - Margt barn er í sakleysi sínu að uppskera nótt, sem rökkvað aldarfar og brenglað lífsmat sáir til.“ Já, við mannfólkið sáum á stundum kulda og myrkri, bæði vísvitandi og ómeðvitað. Styrj- aldir, hryðjuverk, eiturlyf, for- dómar, öfgvar og ofstæki setja svip sinn á mannkynssöguna. En myrkurhliðin er ekki eina hlið til- verunnar. Því fer víðs fjarri. Birtuhliðin ræður einnig ferð í breytni manna - og sem betur fer oftar en sú myrka. „Hjartað sáir,“ segir Sigurbjörn biskup, „en ekki rökkri einu. Engin nótt, ekkert dægur, engin stund líður svo, að ekki sé góðu sáð, birtu og ljósi. - Um það mætti rekja dæmin margfalt fleiri en um hitt...“ - Og það þarf stundum ekki mikið til að koma góðu til leiðar. Jafnvel bros gestur dimmu í dagsljós breytt. Eftir stendur samt sem áður að allt of margir þjást og deyja af völdum hins illa í veröldinni. Sigurbjörn biskup talar einnig i sínu gefandi kveri um auga hjartans - innri sjón okkur. „Ef auga líkamans er sjúkt eða blint,“ segir hann, „þá gagnar engin ytri birta. Eins er um sjón hjartans ..." Þess vegna er mikil- vægt að varðveita heilbrigði trúarlegrar sýnar okkar á lífið og tilverana. Þegar myrkur fyllir huga okk- ar torveldar það sýn okkar á hið góða í tilverunni. Þá og endra- nær er mikilvægt að tendra ljós trúarinnar í eigin huga og í sam- félaginu. Hleypa honum að sem er ljós lífsins. Muna fyrirheitið mikilvæga: „Sá sem fylgir mér hefur ljós lífsins“ (Jóh.8,12). Átök birtu og myrkurs eru ekki einungis í umhverfi okkar; nótt - dagur, skammdegi - nátt- laus voraldarveröld. Þau birtast okkur með margvíslegum hætti í samskiptum þjóða og einstakl- inga. Og í átökum eigin hugar. Leiðin út úr þeim átökum er ein- föld, þótt hún vefjist fyrir okkur flestum: Að taka afstöðu, einarða afstöðu, með Ijósinu - gegn myrkrinu. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags íslendingar í fornbflavíking í FRÉTTABRÉFI Forn- bílaklúbbs Islands frá 6. sept. sl. er stutt grein um fyrirhugaða ferð 18 forn- bílafélaga á bflasýningar í Bandaríkjunum. I grein- inni segir m.a: ,,Er þetta stærsti hópur Islendinga sem lagst hefur í fornbfla- víking til þessa...“ Ekki getum við látið þessi skrif afskiptalaus. I nóvember ’98 fór rúmlega 20 manna hópur frá Islandi til Daytona Beach á Florida gagngert til að taka þátt í Turkey Run og í nóvember 99 fóru 45 manns. Turkey Run hefur verið haldin á Daytona Beach í 26 ár og er hún stærsta bfla- sýning sinnar tegundar í suðausturhluta Bandaríkj- anna. Þegar mest var á sýningunni í fyrra var fjöldi gesta 100.000, fjöldi skráðra fornbfla var rúm- lega 5.000 og þar að auki voru rúmlega 4.000 fornbíl- ar á svæðinu. Turkey Run er algjör Mekka fornbfla- áhugafólks. Einn ferða- langur varð svo hrifinn að þegar heim var komið var hans fyrsta verk að senda Fornbflaklúbbi Islands greinargerð um ferðina. Stiklaði hann á stóru um það sem fyrir augu bar og nefndi fjölda ísl. þátttak- enda. Greinarhöfundi barst kveðja og þakklæti fyrir bréfið undirritað af Émi Sigurðssyni sem er annar ábm. fréttabréfs Fornbíla- klúbbs Islands. Því erum við vægast sagt mjög hissa á þeirri fullyrð- ingu að félagar úr Fom- bflaklúbbi Islands séu stærsti hópur Islendinga sem lagst hefur í fornbfla- víking til þessa. Ef til vill er átt við að Hvar er málverkið? Er einhver sem veit hvar þetta málverk eftir Bjarna Jónsson sem málað var 1953 er niðurkomið? Málverk- ið glataðist í flutningum fyrir 8 árum síðan. Þeir sem gætu gefið upplýsingar era beðnir að hafa samband við Jón Bjarnason í síma 588-7826 eða listmálarann Bjama Jónsson í síma 551-2774. þessi 18 manna hópur sé stærsti hópur sem hefur farið á vegum Fornbíla- klúbbsins. Ef svo er verða aðilar að athuga að á Is- landi er þó nokkur fjöldi manna sem hefur áhuga á fornbflum en eru ekki skráðir félagar í Fornbíla- klúbbnum. Enn verður haldið til Daytona Beach á þessu ári og hefur brottför verið ákveðin 20. nóvember nk. Fyrir þá sem langar að fræðast um Turkey Run má finna ýmsar upplýsing- ar um sýninguna á netinu, t.d. á vefslóðinni http:// www.earshows.org Sigurður Ó. Lárusson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Brckkulandi 8, Mosf. Spænski boltinn á Sýn VEGNA skrifa Örvars í Velvakanda sl. miðvikudag vill undirritaður koma nokkrum upplýsingum til skila. Um nokkurt skeið hefur Sýn verið með beinar útsendingar frá spænska boltanum og svo verður áfram í vetur. Á þessu keppnistímabili eru fyi-ir- hugaðar tíu beinar útsend- ingar frá sérvöldum leikj- um í 1. deildinni þar sem toppliðin koma við sögu. Fyrsti leikurinn er á dag- skrá Sýnar laugardaginn 30.september klukkan 18.50 en þá taka meistarar Deportivo La Coruna á móti Barcelona. Sömuleiðis má vekja athygli á leik erkifjendanna Barcelona og Real Madrid sem sýnd- ur verður beint á Sýn laug- ardaginn 21. október. Að auki verða fréttir af Luis Figo, Rivaldo og öllum hin- um snillingunum í Heklu- sporti, nýjum íþróttaþætti sem er á dagskrá Sýnar alla virka daga. Örvar og aðrir áhugamenn um spænsku knattspyrnuna eiga því von á góðri skemmtun á Sýn í allan vet- ur. Kveðja, Gunnar R. Sveinbjörns- son, kynningarfullt. IU. Þakkir til Vestfirðinga VIÐ hjónin vorum á tíu daga ferðalagi um Vestfirð- ina fyrir stuttu og getum ekki orða bundist yfir feg- urðinni sem alls staðar blasti við okkur. Breiða- fjörðurinn var alveg speg- ilsléttur og þarna var fólk upp um allar hlíðar að tina ber. Við erum afar hissa að blöðin skuli ekki birta meira af myndum frá þess- um landshluta. Okkur lang- ar að senda starfsfólki Flókalundar okkar bestu þakkir fyrir frábæra þjón- ustu og hlýlegt viðmót og einnig til allra Vestfirðinga fyrir einstaka þjónustu. Veitingastaðirnir gefa ekk- ert eftir veitingastöðum Reykjavíkurborgar. Kærar þakkir fyrir okk- ur, Fríða og Örn. Þakkir - bókin er fundin VIÐ viljum þakka öllum þeim sem stóðu að því að drengurinn, sem tapaði bókinni á landsleik Dana og Islendinga, hefur fengið hana aftur. Sérstakar þakkir til Harðar og Einars á Skjá 1 því þeir eiga heiður skilið fyrir framgöngu sína í þessu máli. Kærar þakkir, Fjölskylda drengsins og eigandi bókarinnar. Stiginn er fundinn KONAN, sem fékk hamstrabúr hjá Ingibjörgu í Æsufelli, er vinsamlegast beðin að hafa samband í síma 697-7183. Víkverji skrifar... SVONEFND kostun á efni Ríkis- sjónvarpsins hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu, ekki síst eftir að Sjónvarpið fékk kostunarað- ila á einstaka sjónvarpsþætti sína, eins og þá vinsælu þáttaröð Bráða- vaktina. Kostun er svosem ekki nýtt fyrirbrigði og hefur tíðkast um ára- bil erlendis, en Ríkisútvarpið hefur á síðustu áram fært sig í auknum mæli yfir á þennan markað, fyrst með kostun stærri viðburða, t.d. á sviði íþrótta í beinni útsendingu, en síðar á fleiri sviðum, t.d. frá útsendingum á atburðum í menningar- og listalíf- inu. NÚ ER það svo að Víkverji telur nákvæmlega ekkert mæla gegn því að einkaaðilar í útvarps- og sjónvarpsrekstri leiti leiða til að fjár- magna einstaka dagskrárliði með stuðningi utanaðkomandi aðila. Það getur jafnvel verið stórsniðugt ef um stóra og dýra viðburði er að ræða. Jafnframt verður hann að viður- kenna hversu púkalegt honum finnst þegar sjálfsagðir dagskrárliðir á borð við veðurfregnir era kostaðir með þessum hætti. Hins vegar er lít- ið við því að gera, enda einkafyrir- tækjum nauðsyn að sýna ráðdeild og hugmyndaauðgi í rekstri sínum, þó ekki væri nema til þess að ná endum saman og geta haldið áfram að veita þjónustu og laða að sér áhorfendur eða áheyrendur. HINN bóginn þykir Víkverja aldeilis fráleitt að útvarp eða sjónvarp í eigu ríkisins taki þátt í „harki“ af þessu tagi. Út af íyrir sig er fráleitt að ríkisútvarpið njóti af- notagjalda í krafti skylduáskriftar og herji síðan af fullum krafti á auglýsingamarkaðinn, en úr hófl keyrir þó fram þegar ríkið seilist með kerfisbundnum hætti sífellt meira í þá köku sem einkaframtakið verður að láta sér nægja að lifa á. Það er ekki smekklegt og raunar beinlínis óréttlátt að þessi háttur sé hafður á. Ekki síður er ósmekklegt þegar auglýsingadeild ríkisíjölmiðl- anna ellegar innheimtudeild sömu stofnunar leggur svo út í herferð til að sanna vinsældir sínar og mikil- vægi - eigið ágæti. Víkverji telur að almenningur sé sjálfur ágætis dómari í þessum efn- um og ekki ríkisvaldið sjálft eða starfsmenn stofnunar þess. Raunar veit hann ekki betur en almenningur hafi oft og iðulega látið í ljósi skoðun sína á innheimtu margnefndrar skylduáskriftar án þess að nokkra hafi verið þar um breytt. VÍKVERJI telur að ekki sé hlut- verk ríkisins að halda uppi fjölmiðlum, en hann getur þó, vegna ýmissa raka sem komið hafa fram, fallist á mikilvægi þess að reka út- varpsstöð, ekki síst vegna almanna- vamarmála. Hins vegar þykir hon- um í besta falli fyndið að heyra rök svonefndra menningarvita fyrir mik- ilvægi Rásar 2, sem nákvæmlega hefur engum menningar- eða al- mannavamargildum að þjóna og í raun réttri hefur frammistaða Ríkis- sjónvarpsins upp á síðkastið ekki aukið hróður þess svo nokkra nemi. FRÉTTIR síðustu viku um tölu- vert tap á rekstri Ríkisútvarps- ins, á tímum góðæris á auglýsinga- markaði og þrátt fyrir lögbundin afnotagjöld, sýna svo ekki verður um villst, að eitthvað verður að gera í þessum málum. Víkverji veit sem er að ekki er meirihluti fyrir þvi á þingi að kollvarpa fyrirkomulagi því sem verið hefur um rekstur Ríkisút- varpsins, en hann trúir því ekki að óreyndu að við óbreytt ástand vilji menn una. Það er margt gamaldags í uppbyggingu Ríkisútvarpsins og í rekstri þess er pottur að mörgu leyti víða brotinn. Það er því spennandi verkefni að finna þessum málum við- unandi farveg til framtíðar. YÍKVERJI getur þó ekki skilið við Ríkisútvarpið án þess að geta einnig þess sem vel er gert. Ól- ympíuveislan sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sér enn ekki fyr- ir endann á, sýnir að mati hans vel hversu mikið afbragðsefni íþróttir geta verið í sjónvarpi. Ekki spillii' fyrir að myndataka og öll tækni- vinnsla sjónvarpsmanna í Ástralíu hefur verið til fyrirmyndar og einnig frammistaða íslenska sjónvarps- fólksins til þessa. Allir virðast ákveðnir í að gera sitt besta, kepp- endur á leikunum jafnt sem aðrir, og afraksturinn - enn sem komið er - er með því besta sem sést hefur í ís- lensku sjónvarpi um langa hríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.