Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 55 f FÓLK í FRÉTTUM Sri Chinmoy færist í aukana með aldrinum MYNDBÖND Fagnar 69 ára afmæl- inu með nýju heims- EINS og mörgum má vera kunnugt hefur Sri Chin- moy síður en svo lagt árar í bát þótt aldurinn sé að færast yfír. Þvert á móti er hann allur að færast í aukana og vill sýna mönnum fram á að geta mannsins til að yfirstíga eigin takmarkanir er engum takmörkum háð og að aldurinn þurfi alls ekki að setja neinar skorður! Þessum al- þjóðlega friðarleiðtoga fannst því við hæfi að halda upp á 69 ára af- mælisdaginn sinn um daginn með því að setja nýtt heimsmet. Hann lyfti tveimur 123 kg. lóðum um 8 sm upp fyrir höfuð sér með sitt hvorri hendi samtímis úr sitjandi stöðu, sam- tals 246 kílóum. Þessi „nútíma Herk- úles“ bætti því eldra heimsmet sem hann srí Chin setti sjálfur fyrir 9 mánuðum, í nóvember í fyrra, um hvorki meira né minna en 136 kg, en það var 110 kg (55 kg með hvorri hendi). í anda fyrri tíma Þá stjórnaði lyftingasýningunni Bill Pearl sem fimm sinnum hefur hlotið titilinn Herra Alheimur og jafnframt verið kosinn Best vaxni maður aldarinnar. Pearl varð algjör- lega dolfallinn yfir þeirri lyftu og sagði við það tækifæri: „í seinustu lyftum hefur hann haldið uppi yfir höfði sér meiri þyngd en nokkur annar í heiminum. Þetta er það sem lítill maður með stórt hjarta getur gert.“ Annar forkólfur í lyftinga- og vaxtarræktarheiminum Frank Zane, þrefaldur Herra Ólympía og Herra Alheimur, útskýrir lyftur Sri Chin- moy í tímariti sínu Building the Body. „Sú staðreynd að hann er að lyfta sitjandi gerir þessa lyftu jafn- vel enn ótrúlegri þar sem mjaðmirn- ar og mjóhryggurinn, aðalkraft- stöðvarnar í líkamanum, eru ekki með í hreyfingunni." Zane lýsir líka þeirri hefð sem þessar lyftur byggj- ast á: „Fyrri tíma kraftamenn voru vanir að lyfta gríðarlegum þunga rétt nógu hátt til að pappír kæmist á milli, eða á stundum lyftu þeir ekki niáttUírUr á einu sinni, heldur héldu uppi heljar- þunga með líkamanum." Heimsmet í hverri viku Fyrir viku setti Sri Chinmoy enn annað heimsmet í lyftingum, en þá lyfti hann 800 pundum eða 363 kg í bekkpressu. Er þessi lyfta frábrugð- in hefðbundinni bekkpressu að því leyti að þyngdin er á tveimur hand- lóðum, en það er innan við ár síðan Sri Chinmoy tók að reyna fyrir sér í bekkpressu. Síðast liðinn sunnudag bætti hann síðan metið frá í vikunni áður um 100 pund og er það nú 900 pund eða 409 kg. Á leið til íslands Sri Chinmoy er líka kunnur á öðr- um sviðum, til að mynda sem lista- maður, rithöfundur og tónskáld. Hann er mikill íslandsvinur og ís- lendingar geta hlýtt á hann fljótlega því hann er væntanlegur hingað til lands í lok október og verður með friðartónleika í Háskólabíói. Slíka tónleika hefur Sri Chinmoy haldið viða um heim og verða tónleikarnir hér hans sexhundruðustu friðartón- leikai'. Ráðagóði Ripley Hæfileikaríki herra Ripley (Talented Mr. Ripley) D r a m a ★★★ Leikstjórn og handrit: Anthony Minghella eftir sögu Patriciu High- smith. Aðalhlutverk: Matt Damon, Jude Law, Gwyneth Paltrow. (137 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. MINGHELLA heillaði margan upp úr skónum með síðustu mynd sinni, Enska sjúklingnum, ekki síst Óskarsverðlaunaakademíuna sem veitti henni fyrir vikið drjúgan skerf af styttunum eftir- sóttu. Það er ekki auðvelt að fylgja eftir slíkri vel- gengni og, það sem meira er um vert; svo vel heppnaðri kvikmynd. Mingh- ella ákvað að halda sig við bókmennt- irnar og spreyta sig enn á því að færa vel kunnugt bókmenntaverk í mynd og nú varð fyrir valinu kunn bókmenntaper- sóna, hinn lævísi Ripley, og uppá- tæki hans. Umræddur Ripley, bráð- vel leikinn af Damon, er ungur lágstéttardrengur sem þráir ekkert heitar en að tilheyra hærri stétt og kemur fljótt á daginn að hann er reiðubúinn að leggja æði mikið á sig til að takast það ætlunarverk sitt. Law og Paltrow leika ofdekraða há- stéttarkrakka á Evrópuslæpingi sem verða leiksoppar klækja hans. Það eru skiptar skoðanir um ágæti myndarinnar og hefur helst verið sett út á frammistöðu leikara. Eg sé hins vegar lítið athugavert við hana og er Jude Law sérdeilis sannfær- andi sem sjálfumglaður en sjarmer- andi iðjuleysinginn. Kannski má kvarta yfir fullbrokkgengri stígandi og ofteygðum lopa, en þegar allt kemur til alls er þetta vönduð og fín mynd sem aldrei verður leiðinleg. Skarphéðinn Guðmundsson AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabamið Þumalína, Pósthússtræti 13 milupa ■ lianijað til hlægilegasti skelfir ársins veröur frumsýnriur um land allt, Hláturínn lengir lífiö Þú cjetur drepist úr hlátri Enga rtiiskunn. Engin feimni. Ekkert framhald skifan.is SkúlagÖtu 15 Sogavegi3 R'iáTj?.<eppi-Gardín'ar-l>'»il»ar-'Pii</' ar tr 14. október 21. október Cliff Richards sýning 11. nóvember LIIM'iiaal 18. nóvember PltflritSi f ^ HOTELS & RESORTS SAS Bee Gees sýning í Súlnasal Radisson SAS Saga Hotel - Miðapantanir í síma 525 9900 Miði á sýningu og þriggja rétta máltíð kr. 5.700. Miði á dansleik með Saga Klass | eftir sýningu kr. 1000. cc. o. Bee Gees sýning 7. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.