Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 56
■> 56 SUNNUDAGUR 24. SEPTBMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hollow Man var viðfangsefni fyrsta netblaðamannafundarins í kvikmyndasögunni Reuters Elisabeth Shue við það að kyssa Huldumanninn Kevin Bacon. Netfundur með huldu- mönnum I sumar var efnt til fyrsta netblaðamanna- fundarins innan kvikmyndaiðnaðarins. Það var Sony sem reið á vaðið en tilefnið var kynning á stórmyndinni HollowMan og fyr- , ir svörum urðu aðalleikarinn Kevin Bacon ..—------—... og leikstjórinn Paul Verhoeven. Skarp- héðni Guðmundssyni gafst tækifæri á að vera „viðstaddur“ þennan sögulega fund við 7 tölvuna sína heima á Islandi. Hreyfing vöðvanna var það erfiðasta við sköpun Huldumannsins. Bas1 ¥**• Pvjnrwís Statwrv. firsrMei HeSp >») Locdhorr- j>-"P Mww * j B?/Play! I Morgunblaðið/Júlíus Svona leit umhverfi netblaðamannafundarins út. Paul til vinstri og Kevin til hægri. ALLTAF er verið að finna nýjar leiðir til þess að færa sér kosti Netsins og möguleika í nyt. Kvik- myndaframleiðendur eru þar engin undantekning. I'eir hafa nú tekið upp á því að halda blaðamannafundi til kynningar nýjustu stórmyndanna á Netinu svo að blaðamenn þurfi 1 ekki lengur að leggja á sig tímafrekt og kostnaðarsamt ferðalag yfir hálf- an hnöttinn í þeim tilgangi einum að eyða aumum tuttugu mínútum á þéttsetnum og þaulskipulögðum blaðamannafundi með kvikmynda- stjörnum og komast síðan kannski ekki einu sinni að. Sony-kvikmyndarisinn tilkynnti það fyrr í sumar að hann hygðist verða fyrstur til að færa hinn hefð- bundna blaðamannafund til kynn- ingar á nýjustu stórmyndum sínum yfir á Netið. Viðfangsefnið varð ein af helstu myndum sumarsins, Holl- ow Man, eða Huldumaður, eftir hol- lenska leikstjórann Paul Verhoeven - brellum hlaðin spennumynd með Kevin Bacon í aðalhlutverki manns sem fær það sérkennilega hlutskipti að verða ósýnilegur vegna mislukk- aðrar vísindatilraunar. Blaðamanni var gefinn kostur á að vera viðstaddur þennan sögulega netblaðamannafund sem var haldinn af nýju fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum fundum, IJunket. Löngu fyrir fyrirhugaðan fund fóru að berast á rafpósti fyrirmæli og leiðbeiningar um hvemig fundur- inn myndi fara fram. Blaðamenn víða um heim ættu einfaldlega að setjast fyrir framan tölvu sína á ákveðnum tíma, tengja sig við heimasíðu IJunket og bíða eftir að þeir birtust á skjánum, í beinni út- sendingu frá Los Angeles, leikstjór- inn Verhoeven og aðalleikarinn Bacon. Andspænis þeim sæti síðan fulltrúi þeirra blaðamanna sem yrðu viðstaddir fundinn gegnum Netið. Hlutverk fulltrúans yrði að bera upp spurningar þær sem honum bærust frá blaðamönnunum með rafpósti. Eftir nokkra meinlausa tækniörð- ugleika var allt klárt og fundurinn gat hafist. Allt í einu birtist mynd á skjánum. Þar sátu þeir ljóslifandi - Verhoeven klæddur í hvítt frá toppi til táar en Bacon öllu hversdagslegri í bláum gallabuxum og fráhnepptri skyrtu. Fulltrúi blaðamanna innti þá eftir því hvort þeir væru tilbúnir og Bacon svaraði af svellköldum stjörnusið: „Lát vaða!“ Netfundir það sem koma skal Hvernig list ykkur á þenmin nýja vettvang fyrir blaðamannafundi - Netið? Bacon: „Þetta er náttúrlega það sem koma skal. Það gefur augaleið. Netið er í svo örri þróun að maður hefur engan veginn undan því að fylgja henni eftir. Maður verður samt að vera á bandi tækniþróunar því hún er óhjákvæmileg. Hollow Man er t.d. mynd sem hefði aldrei getað orðið til án tölvutækninnar.“ I myndinni má segja að hinn ósýnilegi maður gangi hreinlega af göflunum í kjölfar þeirra aðstæðna sem hann lendir í. Eigið þið auðvelt með að skilja hvers vegna? B: „Ég veit það ekki. Ég skynjaði þó virkilegan einmanaleika - og ein- angrun frá umheiminum. Þar að auki getur það vald sem ósýnilegur maður öðlast, að komast upp með hvað sem er, vart talist hollt. Maður getur kannski ekki alhæft um að all- ir myndu misnota það eins og pers- ónan í myndinni - að allir myndu breytast í morðingja og nauðgara." Verhoeven: „Þessar vangaveltur koma þó ekki frá mér heldur Plató. Ég er sannfærður um að fólk myndi bregðast við þessum aðstæðum á mismunandi vegu.“ A hvaða hátt er þessi mynd frá- brugðin öðrum myndum um svipað efni, Paul? V: „Ég var ekkert að kynna mér þær í raun - taldi að það væri rangt að láta slíkt hafa áhrif á mig. Því náði ég að byggja myndina nær ein- göngu á handriti Andrews Marlows. Síðan veit ég náttúrlega ekkert hvort hann var undir áhrifum frá einhveiju ... heyrðu, ég skrökva - það er ein mynd sem ég sá áður - Invisible Maniac - sem er gaman- mynd um menntaskólakennara sem gat orðið ósýnilegur og nýtti sér það til þess að svala kynferðislegum hvötum sínum." B: (Hlær) „Hljómar spennandi." V: „Já, og er - nema hvað þetta er gamanmynd." B: „Ég verð að leigja hana!“ Kevin, þú virðist velja þér hlut- verk í þeim tegundum mynda sem aðrar stjömur virðast forðast, eins og t.d. hryllingsmyndum. B: „Ég veit ekki. Ég vel ekki hlut- verk mín eftir tegundum myndanna - það er bara tilviljunarkennt.“ Paul, hvernig eru brellurnar í Huldumanni frábrugðnar brellunum ífyrri myndum þínum? V: „Ég hélt að þetta yrði eins og með Starship Troopers - að öll tæknivinnan yrði unnin fyrst og að- alleikurum síðan bætt inn í heildar- myndina stafrænt eftir á. Raunin varð hinsvegar önnur og Kevin varð að vera með í tökunum allan tímann til þess að gera nærveru ósýnilega mannsins trúverðuga því hryllingur- in í myndinni er fyrst og fremst á sálfræðilegum nótum.“ Hollenskur og þver Kevin, hvemig var að vinna með svona ráðríkurn og þvemm Hollend- ingi eins og Paul? (blaðamaður seg- ist vita hvað hann talar um því hann sé sjálfur hollenskur) K: „Mmm... þú hefur rétt fyrir þér - hann er hollenskur. Og líka þver. Ég leik brjálaðan vísindamann í myndinni og það hjálpaði mér mikið að leikstjóri minn var einmitt einn slíkur (kímir).“ V: „Þú hefur aldrei sagt mér þetta!“ B: „Ég vildi það ekki. Það hefði getað haft áhrif á túlkun mína. Paul er ótrúlega tilfinningaríkur kvikmyndagerðarmaður. Hann er skipulagður og hefur einstaka hug- sjón og yfirsýn. Svo ber hann virð- ingu fyrir samstarfsfólki sínu.“ Hvað reyndist erfiðast við það að skapa ósýnilegan mann? V: „Að þurfa að búa til fullkomna eftirmynd af Kevin, smáatriði fyrir smáatriði - skinnið, vöðvana. Síðan var þrautinni þyngra að skapa eðli- lega hreyfingu vöðvanna.“ Paul, var Kevin ætíð Huldumað- urinn íþínum huga? V: „Já gjörsamlega - allt frá okk- ar fyrsta íúndi. Það snerist aldrei um hæfni hans hvort hann fengi hlutverkið eða ekki heldur einfald- lega hvort hann treysti sér til að leggja átökin á sig sem fylgdu hlut- verkinu. Ég held að hann hafi ekki alveg gert sér grein fyrir þeim þegar hann tók að sér hlutverkið, er það?“ B: „Þau voru vissulega meiri en ég bjóst við.“ V: „Ég heyrði hann þó ekki kvarta einu sinni við gerð myndarinnar - ekki einu sinni.“ Langar ekki til að verða ósýnilegur Ef þið gætuð orðið ósýnilegir - hvað væri það fýrsta sem þið mynd- uðgcra? B: „Sleppa því að svara þessari spurningu." V: „Þetta er grafalvarleg spurn- ing sem ég hef margsinnis verið spurður að. í sannleika sagt hef ég aldrei hugsað út í það. Það sem ég myndi þó fyrst gera væri að reyna að finna leið til þess að verða sýni- legur á ný. Ég hef enga trú á því að það sé á nokkurn hátt ánægjulegt að vera ósýnilegur - ólíkt huldumann- inum í myndinni." Hér tilkynnir fulltrúi blaðamanna að tíminn sé liðinn - að þær tuttugu mínútur sem áætlað var að hinn sögulegi fundur varði hefðu runnið sitt skeið á enda. Undirritaður hafði sent nokkrar ansi vel ígrundaðar spurningar yfir hafíð meðan á fund- inum stóð - spumingar sem ekki komust að í þetta sinn. Ekki er gott að segja hvers vegna - fjarlægðin, fjöldi viðstaddra blaðamanna, of lítill tími eða of fáar spurningar? En svona er það líka stundum á stærri blaðamannafundum - þessum hefð- bundnu, gömlu og góðu. Sama hversu oft hendinni er veifað þá kemst spumingin ekki að í tæka tíð og fyrr en varir er viðmælandinn horfinn á braut. Huldumaðurinn var frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi nú um helgina. Samarin gegn brjóstsviða! Samarin kemur maganum í lag og losar þig við brjóstsviða! Þessar verslanir selja Samarin: Nóatún. Bónus, Hagkaup, Nýkaup, Fjarðarkaup, KÁ verslun, Samkaup og öll apótek.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.