Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 24.09.2000, Qupperneq 58
,58 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 »----------------------- ------- MORGUNBLAÐIÐ mOGGFÍSLJEDin FÓLK í FRÉTTUM Nettilboð 3.200 kr. Almennt verð 3.500 kr. NETVERSLUN 0 mbl.is NáttúruLegt C-vftamfn! eilsuhúsið * Skólavörustíg, Kringlunni og Smáratorgi BRYN]A V Um grafíska hönnun kynningarplakatsins sá Óm- ar Sverrisson en fyrirsætan heitir George Leit. Ljósmynd/Ari Magg Brynja Sverrisdóttir og sköpunarverk hennar „Umvafín trú. Brynja Sverrisdóttir styður Amnesty International Trúarbrögð tengjast MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International hafa í gegn- um tíðina notið liðsinnis og velvilja fólks af öllum stigum þjóðh'fsins. Rithöfundar, leikarar og annað listafólk hafa unnið og tileinkað samtökunum verk til styrktar bar- áttunni fyrir auknum mannréttind- um um veröld alla. Listamaðurinn Brynja Sverris- dóttir hefur nú bæst í þennan sívax- andi og styrka hóp velunnara Amn- esty International. Hennar framlag til samtakanna er verkið „Umvafin trú“ eða „Embracing Faith“, arm- band sem samanstendur af tuttugu trúartáknum sem öll tengjast í gegnum alþjóðlegt merki friðarins. Hatrammar styrjaldir í aldanna rás hafa oftar en ekki átt rót að rekja til átaka ólíkra trúar- og menningarhópa þar sem svfvirðileg mannréttindabrot hanga eins og svartur skuggi yfír lífi heilu þjóð- anna. Hugmynd Brynju að baki arm- bandinu er að sti'ga skref fram á við, burt frá óeirðum fortíðar og tengja hin ólíku trúarbrögð og kynþætti með boðskapi friðar og stuðla þann- ig að gagnkvæmum skilningi og virðingu manna á meðal. Verkið er því „ákall til fólks um að virða rétt- indi allra til samvisku og trúar sem og að styrkja samskipti milli ólíkra trúar- og menningarhópa. Trúin á að tengja okkur - ekki sundra.“ Þess má geta að tónlistarmenn- imir Dave Stewart og Annie Lenn- ox bera „Umvafín trú“ armbönd á Peace-tónleikaferð sinni auk þess sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrver- andi forseti og Björk Guðmunds- dóttir hafa fengið gullbandið að gjöf. Með gripnum fylgir lítil bók sem útskýrir táknin tuttugu. Þar er einnig að fínna upplýsingar um starfssvið og inarkmið Amnesty Int- ernational. Happdrætti um Græna kortið í Bandaríkjunum Lærðu, starfaðu og njóttu lífsins í Bandaríkjunum 50.000 Græn kort í boði. Möguleiki á ríkisborgararétti. Frestur fyrir DV-2002 verður tilkynntur seinna... Ekki missa af því! ÓKEYPIS OPINBERAR upplýsingar - sendið nafn, heiti fræðingarlands og fullt heimilsfang til: National Visa Registry Eða sækið um á: PMB 725,16161 Ventura Blvd., www.nationalvisaregistry.com Encino, CA 91436 Netfang: info@nationalvisaregistry.com USA Sími: 001 818 784 4618 vetrurlitunum LÉGENDE BOURJOIS Jlfij jff (ílljiiIiIijM Styrktartónleikar á Ingólfstorgi Hjálmprýddir, leðurskrýddir riddarar BIFH JÓLAMENN og -freyjur eru ekki allsendis sátt við þau háu iðgjöld sem lögð eru á fáka þeirra. Hinar leður- klæddu valkyrjur og víkingar veganna hafa því tekið hanskahuldum höndum saman og ákveðið að halda tón- leika til styrktar tryggingafélögunum. „Sú hugmynd kom upp að vera með virkar aðgerðir til að vekja athygli á hvernig tryggingamálin standa en meðal bifhjólamaður er að greiða hátt á fimmta hundrað þúsund króna í trygg- ingar á ári, án tillits til aldurs eða reynslu," segir Víðir Hermannsson, einn meðlima Bifhjólasamtaka lýðveldis- ins, Sniglanna, um tilurð tónleikanna. Hugmyndin er nú orðin að bláköldum veruleika því tónleikarnir verða í dag á Ingólfstorgi og hefjast kl. 14. Hljómsveitimar sem koma fram eru KFUM and the andskotans, Stimpilhringimir og Hundslappadrífa en fleiri sveitir og óvæntir gestir gætu einnig átt það til að stíga á stokk. Hljómsveitar- meðlimir eru flestir bifhjólaáhugamenn og stendur því málefnið hjarta þeirra nærri. Þess má geta að allar sveit- imar gefa vinnu sína í þágu málefnisins. Það er þó ekki að- eins tónlistarflutningurinn eða manngæskan sem ætti að fá fólk til að flykkjast á Ingólfstorg því einnig verða glæsi- legir og afar margvíslegir mótorfákar úr bifhjólaflotanum Síðustu smáatriðin yfirfarin áður en haldið er á Ingólfstorg. til sýnis. Breiddin er mikil því íslenskir knapar hrífast af öllum útgáfum hjóla allt frá sófasettum til drullumallara. Ef einhver hváir yfír þessum lýsingum vefst Víði ekki tunga um tönn við að útskýra nafngiftirnar og segir skelli- hlæjandi: „Sófasett er stórt hjól sem er þægilegt að sitja á og hefur stereó-græjur og síma fest við settið. Drullumall- arar eru svo að sjálfsögðu hjól sem eru notuð í drullumall- inu, torfæm og þvflíku.“ Þeir mótorhljólaklúbbar og -fé- lög sem standa að uppákomunni em Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, Vélhjólaklúbburinn Vík, MC Fafnir Grindavík og Vélhjólafélag gamlingja. Hjólamenn og aðr- ir áhugamenn um sportið eru hvattir til að fjölmenna og eru allir velkomnir á meðan torgrými leyfir. Þó ekki sé mkkað inn sérstakt aðgangsverð má hafa í huga að um styrktartónleika er að ræða og því tekið við frjálsum framlögum á tónleikasvæðinu. Allur ágóði af samkomunni rennur að sögn Víðis óskertur til tryggingafélaganna „svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól." Lestur er undirstaða... niHþ Allra starfa í nútíma þjóðfélagi. Því betri sem þú ert í lestri, þeim mun betri möguleika hefur þú á að ná góðum árangri í starfi. Alls náms. Því betri sem þú ert í iestri, þeim mun betri möguleika hefur þú á að ná góðum árangri í námi. Hafðu undirstöðuna í lagi. Margfaldaðu lestrarhraðann. Lestrarhraði fjórfaldast að jafnaði og eftirtekt batnar. Næsta námskeið hefst 26. september. Við ábyrgjumst árangur. Sími 565 9500 HRAÐLESTRARSKOLINN www.hradlestrarskolinn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.