Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimurinn er heima - fjölmenningarlegt samfélag á fslandi
Dansatriði vöktu óskipta athygli í fjölmcnningai legri veislu á vegum Reykjavíkurborgar og
samtakanna Fjölbreytni auðgar á fimmtudagskvöldið.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Afrískar trumbur voru barðar af innlifun.
Islendingar
leiti í smiðju
annarra þjóða
Heimurinn er heima var yfírskrift ráðstefnu um fj öl-
— — —
menningarlegt samfélag á Islandi á Grand Hótel fyrir
helgi, Anna G. Ólafsdóttir fylgdist með og varð margs
vísari um fjölmenningarlegt samfélag og stefnumótun í
málefnum innflytjenda.
ÍSLENSKT samfélag verður fjölþjóðlegra
með degi hverjum. Löngu er orðið tímabært
að efnt sé til opinnar umræðu um stefnumót-
un í málefnum innflytjenda og fjölmenning-
arlegt samfélag á íslandi. íslendingar voru
lengi einangruð þjóð og geta komist hjá ým-
iss konar vanda með því að sækja í smiðju
annarra þjóða, að því er fram kom á ráð-
stefnu undir yfirskriftinni Heimurinn er
heima á Grand Hótel á fimmtudag og föstu-
dag.
Saskia Sassen, prófessor í félagsfræði við
Chicago-háskóla og gestaprófessor við Hag-
fræðiskóla Lundúna, reið á vaðið á föstu-
dagsmorguninn. Sassen vakti athygli á því
hversu gagnleg fortíðin gæti verið til þess að
leita svara við brennandi spurningum nútím-
ans. Við þyrftum ekki að óttast að innflytj-
endur væru endalaus flóðbylgja. Sagan hefði
kennt okkur að flutningur fólks á milli Ianda
einkenndist af risi, hápunkti og hnignun. At-
hyglisvert væri að aðeins minnihluti hverrar
þjóðar hefði leitað sér betri lífskjara í öðrum
löndum um opin landamæri í gegnum tíðina.
Sá hópur virtist eiga það sammerkt að hafa
fulla trú á því að geta með afgerandi hætti
haft áhrif á lífskjör sín, t.d. hefði komið í ljós
að ákveðinn hópur innflytjenda frá Suður-
Ameríku í Bandaríkjunum hefði óbilandi trú
á að hinn svokallaði ameríski draumur væri í
fullu gildi. Fólksflutningur væri gjarnan frá
ákveðnum svæðum í gamla landinu til ákveð-
inna svæða í nýja landinu. Samlandar hefðu
visst aðdráttarafl og borgir umfram lands-
byggð. Sassen vakti að lokum athygli á því að
öflugt landamæraeftirlit kæmi ekki í veg fyr-
ir að innflytjendur flyttust til eftirsóttra
landa. Þeir sem hefðu nógu brennandi áhuga
kæmust oftast í gegn. Hins vegar væri sá
hópur ekki nándar nærri eins stór og ýmsir
vildu vera láta því flestir vildu halda áfram að
búa á heimaslóðunum, t.d. væri greinilegt að
ekki væri jafnmikið um að fólk flyttist búferl-
um milli Evrópusambandslandanna og haldið
var í fyrstu. Dæmi væru um að innflytjendur
hefðu tekið því fegins hendi að fá aðstoð við
að komast aftur til heimalands síns. Því til
stuðnings nefndi hún að um leið og hópur
ólöglegra innflytjenda af mexíkóskum upp-
runa í Bandaríkjunum hefði fengið vegabréf
hefði hópurinn haldið heim á leið enda viss
um að geta komið aftur til baka til starfa.
Fyrirhöfnin
þess virði
Greg Pascal Zachary, blaðamaður á The
Wall Street Joumal í London og höfundur
bóka eins og The Global Me, sagði að íslend-
ingar flygju blindflug. Löngu væri orðið
tímabært að efnt væri til opinnar umræðu
um stefnumótun í málefnum innflytjenda á
íslandi. Bráðnauðsynlegt væri að leggja lín-
urnar og tryggja að sístækkandi hópi nýbúa
væri veitt tilhlýðileg aðstoð við aðlögun. Að
sjálfsögðu kostaði slíkt bæði tíma og peninga
en hins vegar væri ljóst að margfaldlega
borgaði sig að hafa hraðar hendur og koma
með því í veg fyrir ýmiss konar vandræði.
Hann benti íþví sambandi á hversu gagnlegt
yrði fyrir Islendinga að leita í smiðju
reynslumeiri þjóða á borð við Ira. Enginn
segði að við ættum auðveld verk fyrir hönd-
um. A hinn bóginn væri engum vafa undir-
orpið að fyrirhöfnin væri þess virði. Vaxandi
fjöldi útlendinga hefði ýmsa kosti í för með
sér, t.d. aukið vinnuafl, fleiri sérfræðinga að
ótöldum öllum kostum fjölmenningarlegs
samfélags.
Gagnkvæmt
ferli
Bæði Mikael Rundquist, starfsmaður
„Integrationsverket“ í Svíþjóð, og Ingibjörg
Pétursdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
Multikulturelles Forum í Lúnen í Þýska-
landi, lögðu áherslu á að innflytjendurnir
hefðu sjálflr með málefni sín að gera. Hjá
Rundquist kom fram að mikilvægt væri að
innflytjendur væru innan en ekki utan samfé-
lagsins. Að komið væri fram við innflytjendur
sem einstaklinga, ekki hópa eða hóp, og
reynt að nýta fjölbreytileikann. Innflytjend-
ur væru auðlind og aðlögun gagnkvæmt
verkefni tveggja þjóða. Ingibjörg byrjaði á
því að víkja í fáum orðum almennt að inn-
flytjendum í Þýskalandi. Innflytjendur eru
talsvert fjölmennir í Þýskalandi eða 7,3 mil-
ljónir (um 9% þjóðarinnar). Ein af ástæð-
unum felst væntanlega í því að um leið og
auðveldara hefur orðið fyrir rótgróna inn-
flytjendur að fá ríkisborgararétt hefur verið
gert að skilyrði að eldri ríkisborgararéttur
falli niður, t.d. gera ný lög um ríkisborgara-
rétt ráð fyrir að börn innflytjenda fædd í
Þýskalandi fái þýskan ríkisborgararétt og
ákveði sig 23 ára hvorum ríkisborgararéttin-
um þau vilja halda. Ingibjörg sagði að talað
væri um innflytjendur eins og einhvers konar
vandamálahóp. Að þeir tækju vinnu frá Þjóð-
verjum, nytu aðstoðar félagsþjónustunnar og
væru á atvinnuleysisskrá. Auk þess væri
gjarnan talað um þá í tengslum við glæpa-
starfsemi. Alls eru 3,7 milljónir eða 9% þjóð-
arinnar atvinnulausar. Þar af eru um 520.000
eða tæplega 14% atvinnulausra innflytjend-
ur. Mun meiri líkur eru á að innflytjandi
verði atvinnulaus en Þjóðverji. Yfirleitt er
innflytjandinn minna menntaður, hefur ekki
fullkomna málakunnáttu og sinnir láglauna-
starfi. Jákvæðu fréttirnar eru að nánast jafn-
algengt er að innflytjendur séu með sjálf-
stæðan atvinnurekstur og Þjóðverjar. Um
280.000 innflytjendur eru með sjálfstæðan
rekstur og veita meira en milljón manns störf
í sínum rekstri.
Ingibjörg sagði að í borginni Lúnen væru
Tyrkir langstærsti hluti innflytjenda. Sam-
skiptin hefðu ekki alltaf gengið vel, t.d. vegna
tungumálaerfíðleika og í tengslum við fjölgun
Tyrkja í ákveðnum hvei'fum. Nokkrir menn
hefðu í framhaldi af því ákveðið að hittast til
að leita lausnar á vandanum. Uppúr því hefði
sprottið Tyrknesk-þýska fjölskyldu- og
menningarfélagið. Um leið og borgin útveg-
aði félaginu húsnæði var nafninu síðan breytt
í Multikulturelles Forum. Nú eru um 150
manns í félaginu, 40% Tyrkir, 30% Þjóðverj-
ar og 30% af öðru bergi brotin. Markmiðið er
að efla skilning og samvinnu allra menning-
arhópa og þjóðerna í Þýskalandi og eru verk-
efnin af ýmsum toga. Ingibjörg lagði áherslu
á að skilyrði væri að framkvæmdastjórn fyr-
irtækisins væri í höndum innflytjenda með
fagkunnáttu. Mikilvægt væri að þróa starf-
semina í samráði við innflytjenduma sjálfa.
Aðaláhersla hefði verið lögð á undirbúning,
ráðgjöf og aðstoð við aðlögun innflytjenda á
vinnumarkaði. Sérstök námskeið hefðu verið
haldin með góðum árangri til þess að aðstoða
konur við að komast aftur út á vinnumark-
aðinn, sinna fullorðinsfræðslu og stuðningi
við börn innflytjenda í skólum.
„A íslandi sé ég marga og spennandi
möguleika til fjölmenningarlegrar vinnu,“
sagði Ingibjörg að lokum, „... þar sem ísland
er í raun og veru stutt á veg komið í stefnu-
mótun og vinnu sem snýr að málefnum inn-
flytjenda. í því sambandi fínnst mér mikil-
vægt að læra af reynslu annarra landa,
varast mistökin sem þau hafa gert en reyna
þess í stað að þróa eitthvað nýtt og betra
strax frá upphafí."
Mesta fjölgunin
frá A-Evrópu
Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðing-
ur og forstöðumaður byggðaþróunarmála í
Þjóðhagsstofnun, talaði um þátttöku er-
lendra ríkisborgara í íslensku hagkerfí og á
vinnumarkaði. Hann byrjaði á að taka fram
að 275.712 einstaklingar hefðu búið á landinu
l. janúar árið 1999. Þar af voru 269.191
(97,6%) íslenskir ríkisborgarar. Fæddir á ísl-
andi voru 261.922 (95,0%). AIIs voru 6.521
einstaklingur með erlendan ríkisborgararétt
búsettur hér á landi þennan dag og þar af
voru 719 fæddir á íslandi. Athygli vakti að af
erlendum ríkisborgurum af asískum uppruna
voru 69% konur miðað við 55% frá öðrum
svæðum. Þá kom í Ijós að dreifing erlendra
ríkisborgara um landið er ekki í samræmi við
skiptingu íbúanna eftir héruðum. Hlutfallið
er lægst á Norðurlandi og langhæst á Vest-
fjörðum þar sem tæplega 7% íbúanna og nær
tíundi hver maður á vinnualdri er með er-
lendan ríkisborgararétt. Um 3% barna á
skólaskyldualdri og 4,3% barna á forskóla-
aldri á Vestfjörðum eru ekki með íslenskan
ríkisborgararétt. Fram kom að mesta fjölg-
unin hefði orðið á fólki frá Asíu og Evrópu-
löndum utan EES-svæðisins sl. ár. Einkum
hefur fjölgunin orðið ör á aðflutningi fólks frá
Austur- Evrópu og hefur því fjölgað um tæp-
lega 40% á ári undanfarin tvö ár.
Að lokum tók Sigurður fram að með vax-
andi hagkerfi væru líkur á því að fólki af er-
lendum uppruna fjölgaði á íslenskum vinn-
umarkaði, „... þótt vonandi verði framleiðni-
aukning vinnuafls þannig að þörfin verði ekki
meiri en svo að takist að manna þau störf
sem hér eru í boði með fólki sem lítur á Is-
land sem æskilegan stað til þess að lifa lífínu
á en ekki sem vinnubúðir til skamms tíma“.
Ungt fólk 2000
Antoinette Nana Gyedu-Adomako, félags-
fræðinemi við Háskóla Islands, kynnti niður-
stöður sínar úr rannsókninni Ungt fólk 2000
undir yfírskriftinni „Ungir nýbúar á íslandi".
I rannsókninni voru lagðir spurningalistar
fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk íslenskra
grunnskóla eða alls 6.250 nemendur. Alls
áttu 434 annað móðurmál en íslensku - rúmir
þrír fjórðu voru aldir upp á íslandi og einn
fjórði alinn upp erlendis. Unglingarnir voru
m. a. spurðir að því hvort að þeir hefðu
drukkið einu sinni eða oftar sl. 30 daga. Um
25% unglinga með íslensku að móðurmáli
svöruðu já, 30% unglinga með annað móður-
mál en íslensku og aldir upp hér á landi og
17% unglinga með annað móðurmál en ís-
lensku og aldir upp erlendis. Afgerandi mun-
ur kom fram í svörum við spurningunni um
hvort andleg líðan væri slæm. Um 21% ungl-
inga með íslensku að móðurmáli svaraði já,
30% unglinga með annað móðurmál en ís-
lensku og aldir upp á Islandi og 28% ungl-
inga með annað móðuimál en íslensku og
aldir upp erlendis. Alls sögðust 8% ung-
linganna með íslensku að móðurmáli alltaf
vera óánægð í skólanum, 18% unglinga með
annað móðurmál og aldir upp hér og 12%
unglinga með annað móðurmál og aldir upp
erlendis.