Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AP
Davo Karnicar við komuna til Katmandú í gær.
Tugir manna hafa látist úr
ebola-sýkinni í N-Úganda
Fyrsti faraldurinn
í fjölmennum bæ
Kampala, Genf. Reuters, AP, AFP.
Á skíð-
um niður
Everest
Katmandú. AP.
Í»AÐ tók slóvenska íjallgöngu-
garpinn Davo Karnicar fjóra sólar-
hringa að komast á tind Everest-
fjalls, í 8.850 m hæð, en það tók
hann hins vegar aðeins fimm tima
að fara niður aftur, alia leið niður í
grunnbúðir leiðangursins, sem eru
í 5.300 m hæð y.s.
Hinn 38 ára gamli skiðakennari
frá Jezersko í Slóveníu renndi sér
án þess að nema staðar á leiðinni
frá tindinum niður í grunnbúðirn-
ar hinn 7. október síðastliðinn. Þar
með varð hann fyrstur til að takast
þetta ætlunarverk. Japanski fjall-
göngumaðurinn Yichi Miura
reyndi að skiða niður hliðar
Himaiaya árið 1970, en komst að-
eins hiuta leiðarinnar sem Karn-
icar fór.
„Það er of snemjnt fyrir mig að
byija að fagna ... Eg vil fagna
þessu og minnast árangursins það
sem ég á eftir ólifað. Þetta er frá-
bær tilfinning," tjáði Karnicar As-
sociated Press eftir að hann sneri
aftur til byggða í gær.
Með borða og fána á lofti fögn-
uðu vinir hans og aðdáendur hon-
um innilega á Katmandú-flugvelli i
Nepal. Hann virtist úrvinda, en
brosti og veifaði til þeirra.
Snemma á laugardagsmorgni
fyrir viku, hinn 7. október, náði
Karnikar upp á hæsta tind Ever-
est, ásamt Slóvenanum Franc
Oderlap og nepölsku sherpunum
Chuldim og Pasang Tenzing, eftir
átta klukkustunda klifur um nótt-
ina.
Eftir tveggja tíma hvfld og und-
irbúning lagði Karnicar í skíða-
ferðina niður snarbrattar, snævi
þaktar hlíðar hæsta fjails veraldar,
sem búið hafa um 200 fjallgöngu-
mönnum kalda gröf.
„Veðrið var fullkomið og að-
stæður með bezta móti. Það kom
ekkert alvarlegt uppá og ferðin
niður gekk vel,“ sagði hann í gær.
Með hjálp litillar sjónvarps-
myndavélar í hjálmi Karnicars var
ferðinni allri sjónvarpað beint á
Netinu, á heimasíðu Ieiðangursins
(www.everest.simobil.si).
Reyndi fyrst fyrir fjórum árum
Þetta var önnur tilraun Karn-
icars til að skíða niður Everesthlíð-
ar. Fyrstu tilraunina gerði hann
árið 1996. Þá vildi hins vegar ekki
betur til en svo, að daginn sem
hann hafði ætlað sér að renna sér
niður gekk snjóstormur yfir fjallið
frá Tíbethlið þess. Átta fjallgöngu-
menn týndu lífi í óveðrinu. Þegar
því slotaði voru nokkrir fíngur
Karnicars kalnir. Hann missti tvo.
Árið áður hafði hann rennt sér
niður hið 8009 metra háa Anna-
purna-fjall í Nepal, ásamt bróður
sínum Andre. Þrátt fyrir að hafa
staðizt þessa þrekraun kól Andre
illilega á tám í leiðangrinum,
missti átta tær og neyddist til að
leggja íjallgöngur á hilluna.
WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin,
tilkynnti í gær, að vitað væri, að 43
menn hefðu látist í ebola-faraldrin-
um, sem nú geisar í Úganda. Eru
nokkrir tugir manna á sjúkrahúsi
og líklegt, að tala látinna muni
hækka verulega á næstu dögum.
Allt að 90% þeirra, sem sýkjast,
deyja innan þriggja vikna.
Ebola-sýkin hefur ekki áður
komið upp í Úganda en hún kom
fyrst upp í Kongó 1976 og var þá
kölluð eftir fljótinu Ebola. Er um
að ræða veirusjúkdóm, sem smitast
með blóði eða öðrum líkamsvessum
og staðfest hefur verið, að hann
getur borist úr öpum í menn.
Oftast banvænn á
skömmum tíma
Fyrstu einkennin koma fram
fjórum dögum eftir smitun og líkj-
ast þá flensu. Síðan fylgja uppköst
og niðurgangur og 10 til 15 dögum
síðar veldur veiran miklum blæð-
ingum og blæðir þá úr augum, nefi,
eyrum og öðrum líkamsopum.
Stundum kemur fyrir, að sjúkdóm-
urinn verði fólki að bana á tveimur
sólarhringum. Læknir nokkur lýsti
sjúkdómnum með þessum orðum:
„Það er eins og að horfa á einhvern
leysast upp fyrir augunum á sér.“
Engin lækning er til við ebola og
ekki er vitað hvers vegna sumir lifa
hann af. Ekki er heldur alveg víst
hvar veiran lifir þótt vitað sé, að
apar geta smitað menn. Frá 1976
hefur ebolafaraldur komið upp
nokkrum sinnum, fyrir utan Kongó
í Gabon, Súdan, á Fflabeins-
ströndinni og í Líberíu, og fellt í
valinn um 800 manns af um 1.100,
sem hafa smitast. Yfirleitt stendur
faraldurinn aðeins í nokkrar vikur
vegna þess, að þeir, sem sýkjast,
deyja áður en þeir smita aðra.
Faraldurinn kom að þessu sinni
upp í Gulu, stærsta bænum í Norð-
ur-Úganda, en á þeim slóðum hafa
skæruliðar látið mikið til sín taka sl.
13 ár. Vegna ófriðarins hafa þús-
undir manna flúið til bæjarins af
landsbyggðinni og gerir það barátt-
una við sjúkdóminn enn erfiðari en
ella. Áður hefur sjúkdómurinn
stungið sér niður í litlum þorpum
en ekki í fjölmennum bæjum.
Smitast við útfarir?
Eins og fyrr segir var í gær vitað
með vissu um 43 látna en líklega
eru þeir miklu fleiri. Haft er eftir
hjúkrunarfólki, að fólk, sem komið
hefur á sjúkrahúsið í Gulu af lands-
byggðinni, segi frá dauða margra
þar. Læknar í Gulu telja, að margir
hafi smitast við útfarir en það er
siður við erfisdrykkju, að allir þvoi
sér um hendur í sömu skálinni áður
en sest er að snæðingi.
Heilbrigðisyfirvöld í Úganda eru
illa undir það búin að glíma við
faraldur af þessu tagi en þeim hefur
borist hjálp víðs vegar að og í gær
var von á nokkrum sérfræðingum
frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Til landsins hafa einnig verið send
lyf og önnur sjúkragögn en sjúkra-
húsið í Gulu er illa búið að öllu leyti.
Ekkert gler er í gluggum og frá-
rennslismál eru í ólestri. Hefur ver-
ið skýrt frá því, að þrjár hjúkrunar-
konur séu meðal þeirra, sem látist
hafa af völdum sjúkdómsins, og
aðrar tvær eru sjúkar. Talið er víst,
að þær hafi smitast áður en ljóst
var um hvaða sjúkdóm var að ræða.
Faraldurinn hefur valdið ótta í
nágrannaríkjum Úganda og hefur
landamæragæsla verið hert, til
dæmis við kenýsku landamærin.
Það endar
með mála-
miðlun
©Amos Oz 2000.
s
Eina lausnin á deilum Israela og Palestínu-
manna er að þjóðirnar búi í tveim, sjálf-
stæðum ríkjum og þær leggi sig fram um að
verða siðaðir grannar. En Yasser Arafat
hefur nú ýtt undir hatursbylgju meðal
múslima gegn gyðingum, segir ísraelski
rithöfundurinn Amos Oz.
Reuters
Palestínsk telpa mundar gervibyssu við jarðarför manns, sem beið bana í átökum við ísraelska hermenn, í
Ramallah á Vesturbakkanum í gær.
NÝJA stríðið milli ísraela og Pal-
estínumanna er óþarft og það er
vitfirring. Allir í jafnt ísrael sem
Palestínu vita að þegar því lýkur
mun lausnin verða tvö ríki. Jafnvel
fólk sem alls ekki getur sætt sig við
þessa lausn veit að engin önnur er
til, hún er óhjákvæmileg.
Fyrir mann eins og mig, sem
hefur allt sitt líf unnið að friði, er
stríðið persónulegt áfall. Ég hef
tekið þátt í baráttunni fyrir því að
fá Israela til að viðurkenna rétt
Palestínumanna til eigin ríkis og
fullveldis. Frá því í júlí 1967, rétt
eftir sex daga stríðið þegar ísrael-
ar stóðust tilraun sameinaðra
arabaþjóða til að gera út af við rík-
ið, hafa ég og félagar mínir í friðar-
hreyfingunni í Israel reynt að
byggja brú milli ísraela, sem hafa
þybbast við og örvæntingarfullra
Palestínumanna. Stundum hafa
landar mínir litið á mig sem svik-
ara og tveggja rikja lausnina sem
rýtingsstungu í bak gyðingdómsins.
Árið 1994 viðurkenndu ísrael og
Frelsishreyfing Palestínu, PLO,
loks hvort annað á fundi í Ósló og
urðu sammála um grundvöll sem
friðarferli yrði byggt á. Á ýmsu
hafði gengið en framfarir höfðu
orðið. Við vorum alveg að ná
markmiðinu.
Á undanförnum tveim árum hef-
ur orðið mikiþ hugarfarsbreyting
meðal Israela. í fyrsta sinn í sög-
unni var meirihluti ísraela reiðu-
búinn að sætta sig við sjálfstætt
ríki Palestínumanna á Vesturbakk-
anum og Gaza. Ehud Barak lét
reyna til hins ýtrasta á þanþol þess-
arar brothættu afstöðu þegar hann
í Camp David-viðræðunum bauðst
til að láta Palestínumenn fá yfirráð
90% alls landsvæðis á Vestur-
bakkanum og viðurkenna Palestínu-
ríki með höfuðstað í Austur-
Jerúsalem. Þótt hann væri því mjög
frábitinn sætti hann sig jafnvel við
að staðimir helgu í Jerúsalem
myndu verða undir gæslu múslima.
Þetta var til einskis. Arafat sneri
aftur heim frá Camp David í ágúst
og kallaði sjálfan sig hinn nýja
Saladín. Blöð og aðrir fjölmiðlar
Palestínumanna hófu þegar að
berja bumbur heilags stríðs gegn
gyðingum „til að fá aftur staðina
helgu.“
Arafat er holdi klæddur harm-
leikur fyrir þjóðirnar báðar. Það er
hann sem hefur átt frumkvæðið að
nýrri hatursfullri bylgju ofbeldis í
viðleitni sinni til að ýta undir ofsa-
reiði meðal araba allra og um ver-
öld múslima til að koma af stað
jihad, Heilögu stríði, gegn gyðing-
um.
Þegar ég hlusta á málflutning
opinberra fjölmiðla Palestínumanna
og menntamanna á bandi Arafats
get ég ekki furðað mig á aftökun-
um sem múgurinn stóð fyrir í Ram-
allah. Palestínska þjóðin er að
kafna úr eitri hins blinda haturs.
Þessu mun ljúka. Því mun ljúka
með málamiðlun og tvö ríki verða
lausnin. Hvorki gyðingar né Palest-
ínumenn munu fara nokkurn skap-
aðan hlut. Þeir geta ekki búið sam-
an eins og sameinuð og ham-
ingjusöm fjölskylda, vegna þess að
þeir eru ekki sameinaðir, þeir eru
ekki hamingjusamir og varla hægt
að segja að þeir séu fjölskylda.
Eina lausnin er að draga einhvers
staðar markalínu í samræmi við
búsetumynstur þjóðanna og gerast
nágrannar. Ekki bræður og systur,
aðeins siðaðir grannar.
Þetta mun gerast og jafnvel fyrr
en flestir geta ímyndað sér á þess-
um hræðilegu tímum. Þegar það
gerist mun hinir látnu úr röðum
beggja stara á okkur án afláts og
spyrja hvers vegna, hver var
ástæðan?
Sem stendur virðist Ar-afat vera
einn um að geta svarað.