Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MÁLSTOFAN „Menning og samfélag kalda- stríðsáranna" var Muti Hugvísindaþings 2000 sem fram fór í Háskóla íslands um helgina. Hugvísindaþing var nú haldið í þriðja sinn. Þingið er ætlað háskólamönnum og öllum áhugasömum um húmanísk fræði. Hugvísind- astofnun annast skipulagningu þingsins en það er haldið sameiginlega af heimspekideild og guðfræðideild. í málstofunni „Menning og samfélag kalda- stríðsáranna" var tekist á við nokkur svið menningar og stjórnmála á árunum sem kennd eru við kalda stríðið. Heimur bókmennta og leikhúss var skoðaður og fjallað um hina komm- únísku sjálfsmynd og hvers hún var megnug, svo eitthvað sé nefnt. Fvrirlesarar komu víða að og var kalda stríð- ið að þessu sinni skoðað frá mörgum sjónar- hornum. Fjölbreytnin var í fyrirrúmi. Jón Ól- afsson heimspekingur fjallaði um hrun kommúnískrar sjálfsmyndar og Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur um pólitíska orð- ræðu á vinstristjórnartímabilinu 1971-1974. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur tók fyrir karlmennsku og kvenleika í bókmenn- tum 6. áratugarins og loks ræddi Jón Viðar Jónsson um kalda stríðið og leikhús. Sjálfsmynd kommúnista háð trúverðugleika Sovétríkjanna Á þriðja og fjórða áratug aldarinnar voru Sovétríkin um margt fýrirmynd. Ein sú afdrifa- ríkasta var ímynd kommúnistans, hins ósér- hlífna, fórnfúsa en þó jarðbundna verkamanns sem taldi það persónulega skyldu sína að gera flokknum og þar með þjóðfélaginu gagn. Jón Ólafsson hélt því fram í fyrirlestri sínum að þessi sjálfsmynd kommúnista hefði verið ná- tengd trúverðugleika Sovétríkjanna. „Eftir að Stalín var hrundið af stalli hlaut hún smám sam- an að molna niður", segir Jón. Fyrirlestur Jóns var fyrst og fremst eins kon- ar hugleiðing um nauðsyn Sovétríkjanna fyrir sjálfsmynd kommúnista um heim allan, þar á meðal á Islandi. „Sú ímynd sem Sovétríkin bjuggu til átti stór- an þátt í að gera hreyfingu róttækra sósíalista að fjóldahreyfingu", segir Jón. Kommúnisminn var ekki aðeins stjórnmálaskoðun heldur lífs- viðhorf þar sem hugsjónin var hin æðsta dyggð. Hinn dæmigerði kommúnisti fórnaði sér óhikað fyrir málstaðinn og lét persónulega hagsmuni lönd og leið. Jón segir framfaratrú hafa verið grundvallarþátt í kommúnískri lífssýn og ná- tengda veruleika Sovétríkjanna á tímum Stal- íns. Hann segir menn hafa talið kommúnismann skeið í mannkynssögunni sem nú hefði teMð við af kpítalismanum. Þegar fyrirmyndin féll tvístr- aðist sjálfsmyndin. „Nauðsynlegt var að leita nýrrar fyrirmyndar," segir Jón, „en það tókst aldrei fyllilega". „Þjóðlaus reköld" og „sviksemi kommúnista" Um hina hörðu og óvægnu þjóðfélagsum- ræðu sem einkenndi vinstristjórnartímabilið 1971-1974 fjallaði Valur Ingimundarson í fyrir- lestri sínum. I raun má segja að um afturhvarf í tíma hafi verið að ræða því orðræða þessara ára á íslandi átti ýmislegt sameiginlegt með þeim stílvopnum sem beitt var í umræðu um NATO- aðild íslands og önnur átakamál þegar kalda stríðið stóð sem hæst á 5. og 6. áratugnum. Tek- ið var sterkt til orða. Talað var um „þjóðlausa reköld" og );sviksemi kommúnista" og annað í þeim anda. íslensk þjóðernishyggja var óspart virkjuð til að ná áfangasigrum í stjórnmálabar- áttunni. Umræðan var einnig mjög kynbundin, segir Valur. Þeir sem sýndu einhver „veikleika- merki" voru sakaðir um „undanslátt" eða að vera „handbendi erlends valds" sem létu „nauð- Morgunblaðið/Golli Jón Olafsson hélt því fram að sjálfsmynd kommúnista hefði verið nátengd trúverðugleika Sovétríkjanna. Kreppir að karlmennskunni í köldu stríði Hver var hin kommúníska sjálfsmynd? Hví kreppti að karlmennskunni á 6. áratugnum? Hver var staða ís- lenskra leikskálda í köldu stríði? Hvernig mótuðust orðræðuhefðir kalda stríðsins? Sif Sigmarsóttir lagði við hlustir í málstofunni Menning og samfélag kalda- _______stríðsáranna sem fram fór um helgina._______ beygja sig" og „svínbeygja". Valur Ingimundar- son skyggndist í fyrirlestri sínum undir þessa orðræðu og leitaðist við að greina hvaða hags- munir lágu að baki henni. Aftur var tekist á um grundvallaratriði í íslenskum stjómmálum, það er útfærslu landhelginnar og viðbrögð Breta við henni og dvöl Bandaríkjahers á íslandi. „Árið 1973 sköruðust í fyrsta sinn landhelgismálið, hermálið og NATO-aðildin," segir Valur. „Úr varð svo eldfim blanda að um tíma munaði minnstu að skorið yrði á tengslin við vestræn ríki vegna flotavalds Breta á miðunum." Valur gerði skýran greinarmun á því hvað stjórnmálamenn sögðu opinberíega og hvað þeir sögðu í einkasamtölum. Þar hefði oft verið mikið misræmi. Breiða hefði þurft yfir ágrein- ing í stjórninni um utanríkismál, ekki aðeins til að halda henni saman heldur einnig til að forð- ast innanflokksátök. Kreppa karlmennskunnar Á sjötta og sjöunda áratugnum var gjarnan kvartað undan dugleysi og kjarkleysi ungra bandarískra karlmanna og sú kvengerving sem menn þóttust sjá hjá „sterkara kyninu" olli mönnum áhyggjum vestan hafs. Dagný Krist- jánsdóttir fjallaði í fyrirlestri sínum um sams konar áhyggjur hér á landi þar sem skrifaðar voru hneykslaðar greinar um aumingjadóm og getuleysi ungra rithöfunda, bæði hugmynda- legt og fagurfræðilegt. „Gagnrýnendur höfðu rétt fyrir sér í því að sitthvað hrjáði menn," seg- ir Dagný. Hún telur texta margra af ungu rit- höfundunum á sjötta og sjöunda áratugnum endurspegla sálarkreppu af því að gömul sann- indi um karlmennsku, kvenmennsku, tungumál og þjóðerni voru ekki lengur gjaldgeng. Breytingar á samskiptum kynjanna áttu sér stað jafnt hér á landi sem í Bandaríkjunum, tel- ur Dagný. „Skellinn sem amerískir karlmenn fengu við heimkomuna þegar þurfti að aðlagast breyttu samfélagi höfðu íslenskir karlmenn að mörgu leyti fengið á stríðsárunum sjálfum þeg- ar hið svo kallaða ástand hafði gengið nærri þeim," segir Dagný. Ástandsstúlkan lék stórt hlutverk í bókmenntum sjötta og sjöunda ára- tugarins þar sem „kanamellunum" er lýst sem fjölmennri starfstétt eins og Gerður Steinþórs- dóttir hefur bent á í bók sinni Reykjavfkur- skáldsögur frá eftirstríðsárunum. Af skáldsög- um eftirstríðsáranna að dæma voru þrjár fjölmennustu starfstéttir kvenna vinnukonur, yfirstéttarfrúr og vændiskonur. Dagný bendir á að kreppa karlmannsins end- urspeglast í skáldsögum yngri höfunda tíma- bilsins 1945-1965, svo sem í verkum Elíasar Marar, Agnars Þórðarsonar, Jóhannesar Helga, Ingimars Erlends og Baldurs Óskars- sonar. „En sá höfundur sem skýrast talar um og lýsir þessari kreppu karlmennskunnar," segir Dagný, „er Jókull Jakobsson." Að sögn hennar lýsti kreppa karlmennskunnar á 6. áratugnum sér einkum í óöruggri sjálfsmynd, óákveðni og ósjálfstæði. „Söguhetjurnar vilja gjarnan vera stoltar og sterkar en vilja ekki taka á sig ábyrgð og stutt er í kjarkleysið, viðkvæmni eða tilfinn- ingasemi," segir Dagný. „Þessir ungu óákveðnu karlmenn í bókmenntunum voru í uppreisn gegn eldri kynslóðum, einkum gegn feðrum sín- um," segir Dagný. Hún segir uppreisnina hins vegar hafa verið án málstaðar. „Flestir vissu ekki hvort þeir væru kommar eða kapítalistar og nenntu ekki að berjast fyrir nýmóralisma." Dagný segir tímabilið hafa einkennst af gerj- un og ólgu, eitthvað nýtt var að verða til. „Tíma- bilið var langt frá því að vera einhver menning- arleg ísöld." Tregða Þjóðleikhússins gagnvart yngri kynslóð leikskálda Arin sem kennd eru við kalt stríð voru við- burðarík á syiði íslenskrar leildistar. I fyrsta sinn bauðst íslendingum atvinnuleiklist og ís- lensk leikritun reis úr öskustó. I fyrirlestri sínum, sem bar heitið „Kalda stríðið í leikhúsinu", fjallaði Jón Viðar Jónsson um ung leikskáld og þrautagóngu þeirra, eink- um innan Þjóðleikhússins. „Fyrstu tvo áratugi Þjóðleikhússins völdust til sýningar fá íslensk leikrit og vöktu þau yfir- leitt litla hrifningu," segir Jón Viðar. Eini höf- undurinn úr hópi yngri kynslóðar skálda sem fékk verk sett á svið var Agnar Þórðarson. ,Aðrir höfundar sem síðar urðu í fararbroddi eins og Guðmundur Steinsson og Oddur Björnsson fengu aðeins örfá verk sýnd í stjórn- artíð Guðlaugs Rósinkrans og Jókull Jakobsson varð að leita til Leikfélags Reykjavíkur." Leik- félagið og tilraunaleikhúsið Gríma stuðluðu hins vegar að framgangi yngri skálda og gerðu þeim kleift að fá verk sín' sviðsett. Jón Viðar velti síðan upp hugsanlegum ástæðum tregðu Þjóðleikhússins gagnvart yngri leikskáldum. Hann benti meðal annars á að helstu forráðamenn stofnunarinnar hefðu verið miðaldra menn og ef til vill á annarri línu í listrænum efnum en ungu mennirnir. Einnig minnti Jón Viðar á að Guðlaugur Rósinkrans hefði haft takmarkaða þekkingu á faglegum vinnubrögðum á sviði leiklistar og sennilega fengið lítinn stuðning og aðhald frá föstum leik- stjórum leikhússins, þeim Indriða Waage, Har- aldi Björnssyni og Lárusi Pálssyni. Hugsjónirnar meiri þá en nú Jón Viðar kom einnig inn á leiklistargagnrýni kaldastríðsáranna sem hann telur hafa verið á mun hærra stigi og vandaðri en nú gerist. Helstu Ieiklistargagnrýnendur þessa tíma voru Asgeir Hjartarson og Agnar Bogason. Jón seg- ir báða hafa haft mikla kosti en telur þó Agnar hafa verið gleggri leikhúsmann en Ásgeir. Agn- ar hafi jafnan verið snarpur og beinskeyttur í skrifum sínum og hann hafi fylgst náið með þroska leikaranna og lagt sig eftir að gagnrýna vinnubrögð leikstjóranna. I lok máls síns gerði Jón Viðar samanburð á ástandi leikhúsmála á tímum kalda stríðsins og því sem nú ríkir og sagðist ekki telja að allt hefði breyst til batnaðar. Margt yngra leikhúsfólk hefði haft meiri hug- sjónir þá en nú. Það hefði ekki verið að hugsa um að græða peninga á einhvers konar „mark- aðsleikhúsi" eða að komast á síður glanstíma- rita heldur hefði það viljað gera leikhúsið öfl- ugra innan íslenskrar menningar. LEIKLIST Leikskólinn HÁTÍÐ MORÐINGJANNA Sýning byggð á tveimur verkum eftir Jean Genet, NáVígi íþýðingu leikstjóra og hóps og Vinnukonun- um í þýðingu Vigdísar Finnbogadóttur. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Sunnudagur 15.október2000 Fagurfræði minnipokans HÁTIÐ morðingjanna er sam- steypa leikstjórans og hópsins á tveimur fyrstu leikritum franska leikskáldsins og utangarðsmanns- ins Jean Genet, „Vinnukonunum" og „NáVígi", sem hópurinn kýs að kalla svo. Þó svo að gera megi ráð fyrir að sú ákvörðun að steypa þeim saman byggist á þörfum og stærð leikhópsins fyrst og fremst fer ekki hjá þv£ að þau varpi líka Ijósi hvort á annað og ekki síður hvílíkt stökk list höfundarins tek- ur frá því fyrra að því síðara. Viðfangsefni þeirra eru náskyld en umbúðirnar ólíkar. Ofugsnúinn heimur tugthúslimanna í NáVígi þar sem virðing ræðst af ódæðis- verkum á sér hliðstæðu í sjálfskip- aðri ánauð vinnukvennanna sem fá útrás fyrir hatur sitt á húsmóð- urinni með afskræmislegum hlut- verkaleikjum, undirferli og svik- um. I báðum verkum skoðar Genet hlutskipti minnipoka- mannsins og þá skammlífu sálu- hjálp sem leita má með speglun eigin eymdar í því sem gæti virst betra líf, en er oftar en ekki tálsýn, til orðin af þörfinni fyrir drauminn. Með NáVígi sýnir Genet vissu- lega þá einstæðu sýn og hæfileika sem hann bjó yfir, en það er í Vinnukonunum sem leikhúsformið er orðið honum eiginlegt sem tján- ingarmiðill. Þar sem tugthúslim- irnir þurfa að orða hugsun höf- undar til að hún komist til skila nægja honum aðstæður, persónur og atburðir til að ná ætlun sinni í Vinnukonunum. Það er því fróð- legt fyrir áhugamenn um leikbók- menntir að leggja leið sína til Leikskólans. Öðrum ætti að nægja sú ástæða að sýningin er sterk, áhrifarík og prýðilega leikin. Það er ekkert púður sparað í þessari sýningu. Leikurinn er drifinn áfram með hávaða og lát- um, stundum á kostnað blæbrigða en alltaf af óþvinguðum sannfær- ingarkrafti. Fangatríóið var vel samhæft en sérstaklega vil ég minnast á Önnu Svövu Knútsdótt- ur sem gerði undirlægjunni Maur- ice góð skil, afstaða og viðbrögð ævinlega skýr. Svo eru Önnu greinilega gefnir gamanleikara- hæfileikar sem gaman verður að sjá hvað verður úr. Hin yfir- dramatíska húsmóðir vinnukvenn- anna var líka góð hjá henni, þótt lögnin orki kannski tvímælis, er ekki hlutskipti þernanna enn nöt- urlegra ef gæði og mildi frúarinn- ar eru afdráttarlausari? En skemmtilegt var það. Agnar Jón hefur valið að fylgja fyrirmælum Genets og fela karl- mönnum hlutverk vinnukvenn- anna. Mörgum hefur þótt sem þetta spenni boga verksins um of, nóg sé af hlutverkaleikjum, blekk- ingum og feluleik þótt „dragspil" bætist ekki ofaná, en svona vildi Genet hafa það og gaman að sjá því hlýtt. Og þótt Arnar Steinn Þorsteinsson og Bjartmar Þórðar- son væru ef til vill ekki fullkom- lega óþvingaðir í vinnukonubún- ingunum sínum náðu þeir samt að sýna okkur inn í tættan veruleika þess sem lifir lífi sínu í skjóli og til dýrðar öðrum, af illri nauðsyn og þó af eigin hvötum. I heild er Hátíð morðingjanna grófslípuð sýning, yfirborðshrjúf en full af lífi og ástríðu. Þess má svo geta að í sönnum Genet-anda er eina leiðin til að nálgast miða á sýninguna að hafa samband við leikstjórann eða aðra aðstandend- ur hennar. Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.