Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 64
>4 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er þriðjudagur 17. október
291. dagur ársins 2000. Orð dagsins:
Sá sem er trúr í því smæsta, er einn-
ig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í
því smæsta, er og ótrúr í miklu.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Brúarfoss, Helgafell og
Maresk Biscay koma í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss kom í gær.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fímmtud. frá kl. 14-17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs. Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl. 16
og 18. í dag er flóamark-
aður og prúttmarkaður.
Áheit. Kaldrananes-
kirkja á Ströndum á 150
ára afmæli á næsta ári
og þarfnast kirkjan mik-
illa endurbóta. Þeir sem
vildu styrkja þetta mái-
efni geta lagt inn á
reikn. 1105-05-400744.
Mannamót
Árskógar 4. Ki. 9 búta-
saumur og handavinna,
kl. 13 opin smíðastofan,
kl. 9.30-10.30 íslands-
banki opinn, ki. 13.30 op-
ið hús spilað, teflt o.fl.,
kl. 9 hár- og fótsnyrti-
stofur opnar. Málverka-
sýning Eiríks Árna Sig-
tryggssonar og Júlíusar
Samúelssonar er opin
* alla daga og einnig laug-
ardaga frá kl. 14-16.
Aflagrandi 40. Bað kl. 8,
kl. 9 vinnustofa og ieir-
kerasmíði, kl. 10 enska,
kl. 10.15 bankaþjónusta
Búnaðarbankans, kl. 12
hádegismatur, kl. 13
vinnustofa og postulín,
ki. 15 kaffí. Flensu-
sptrauta á morgun á
Aflagranda 40 kl. 11-13.
Hjúkrunarfræðingar frá
Heilsugæslustöð Sel-
tjarnarness.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9-9.45 leikfimi, kl.
' 9-16 handavinna og
fótaaðgerð, kl. 9-12 tré-
skurður, kl. 10 sund, kl.
13 leirlist, kl. 14 dans.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
kaffí og dagblöð, böðun
og hárgreiðsiustofan op-
in, kl. 10 samverustund,
ki. 11.15 matur, kl. 14 fé-
lagsvist, kl. 15 kaffi.
Féiagsstarf aldraðra,
Lönguhiíð 3. Kl. 8 böð-
un, ki. 9.30 hjúkrunar-
fræðingur á staðnum, kl.
10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ, Opið hús -
spilað í Kirkjulundi kl.
13.30. Akstur sam-
kvæmt venju. Sími 565-
0952 og 565-7122. Málun
kl. 13.
Félag eldri borgara í
Hafnarfírði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Brids og saumar kl.
13:30. í dag þarf að
sækja miðana á „Vit-
-* leysingana" í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu. Á
fímmtudaginn fellur op-
(Lúk. 16,10.)
ið hús niður en verður
næsta fimmtudag, 26.
okt., í staðinn.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ.
Skák í dag kl. 13.30 og
alkort spilað kl. 13.30.
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Ásgarði,
Glæsibæ, ki. 10 á mið-
vikudagsmorgun.
Undanfarin ár hefur Fé-
lag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
staðið fyrir fræðslufund-
um undir yfirskriftinni,
„Heilsa og hamingja á
efri árum“ sem fjalla um
ýmsa sjúkdóma, sem
helst hrjá eldra fólk.
Fræðslufundimir verða
haldnir þrjá daga. Dag-
skrá fyrsta dagsins er
sem hér segir: Laugar-
daginn 21,október kl.
13.30. Gigtarsjúkdómar:
Fyrirlesarar eru Helgi
Jónsson og Arnór Vík-
ingsson. Fræðslufund-
irnir verða haldnir í Ás-
garði, Glæsibæ,
féiagsheimili Félags
eldri borgara. Allir eru
veikomnir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar m.a. gierskuður
og perlusaumur, ki. 13.
boccia. Mynd-
listarsýning Bjarna Þórs
Haraidssonar stendur
yfir. Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50
ogkl. 10.45, kl. 9.30
glerlist, handavinnu-
stofa opin, leiðbeinandi á
staðnum frá kl. 10-17,
kl. 14 boccia, þriðjudags-
ganga frá Gjábakka kl.
14. Enska kl. 15, mynd-
list kl. 17. Námskeið í
tréskurði hefst 18. okt.
Skráning stendur yfir í
sfma 554-3400.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Opið hús á
morgun kl. 14-16. Gest-
ur Bjöm Th. Björnsson
listfræðingur. Bílferð
fyrir þá sem þess óska.
Upplýsingar veitir Dag-
björt í síma 510-1034.
GuIIsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Matar-
þjónusta er á þriðjud. og
fóstud. Panta þarf fyrir
kl. 10 sömu daga. Fóta-
aðgerðastofan er opin
frá kl. 10. Postulínsmál-
unkl. 9,jógaki. 10,
handavinnustofan opin
kl, 13-16, línudans kl. 18.
Hvassaleiti 56-58. Ki. 9
böðun, fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna og hárgreiðsla.
Sviðaveisla verður hald-
in föstud. 27. okt. kl. 19.
Húsið opnað 18.30. Mat-
seðill: svið og rófu-
stappa, saltkjöt, kartöfl-
ur í jafningi, flatkökur,
kaffi og konfekt.
Skemmtiatriði Ómar
Ragnarsson með gam-
anmál og fleira, Ólafur
B. Ólafsson leikur á har-
monikku og píanó og
stjómar fjöldasöng.
Upplýsingar og skrán-
ing s. 588-9335 og 568-
2586.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 postulínsmálun, ki.
9-17 fótaaðgerðir, ki. 9-
12 glerskurður, 9.45
boccia, kl. 11 ieikfimi, ki.
12.15 verslunarferð Bón-
us, kl. 13-16.30 myndlist
og kl. 13-17 hárgreiðsla.
Hæðargarður 31. Kl. 9-
16.30 opin vinnustofa,
postulínsmálun, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 10 leik-
fimi, ki. 12.45 Bónusferð.
Norðurbrún 1. Kl. 9-16
fótaaðgerðastofan opin,
kl. 9-12.30 hárgreiðsla,
kl. 10 boccia, kl. 9-16.45
opin handavinnustofan,
tréskurður.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15-12 bútasaumur,
ki. 9.15-15.30 handa-
vinna, kl. 11 leikfimi, kl.
13 bútasaumur og fé-
lagsvist.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 glerskurður,
myndhst og morgun-
stund, ki. 10 ieikfimi, kl.
11 boccia, kl. 13 hand-
mennt og keramik, kl. 14
félagsvist.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað í kvöld ki.
19. Allir eldri borgarar
veikomnir.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Sheii-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikud. kl. 20, svarað í
síma 552-6644 á fundar-
tíma.
ÍAK, íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi ki. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum,
Laugardalshöll, kl. 12.
Sjálfsbjörg, félags-
heimili Hátúni 12.1 dag
bingó kl. 20.
Félag kennara á eftir-
launum, I dag kl. 14.30
skákæfing, fimmtudag-
inn kl. 14 bók-
menntahópur og kl. 18
söngæfing EKKÓ-
kórsins í kennarahúsinu
við Laufásveg.
ITC deildin Irpa er 15
ára um þessar mundir
og heldur í kvöld opinn
kynningar- og afmælis-
fund kl. 20. Fundarstað-
ur er í Hverafold 5 (fyrir
neðan Nóatún á2. hæð).
Upplýsingar hjá Önnu í
síma 863 3798.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfími, bakleikfimi
karia, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
5303600.
IVIinningarkort
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrifstofu-
tíma. Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
MS-félag íslands. Minn-
ingarkort MS-félagsins
eru afgreidd á Sléttu-
vegi 5, Rvk, og í síma
568-8620 og myndrita s.
568-8688.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, fþróttir 669 1166,
J* sérblöð 569 1222, augjýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjaid 1.900 kr. á mánuði innanlands. í iausasðlu 150 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Bjargvættir
í Kópavogi
ÉG hiýt að vera óvenjulega
óheppin, því að nú á
skömmum tíma hef ég
tvisvar orðið fyrir því að
það hefur sprungið hjól-
barði á bílnum mínum, ein-
mitt þegar ég hef verið í
mikilli tímaþröng og engan
tíma haft til að skipta um
dekk. Ég get það svo sem
vel, en er lengi að því.
En það er alltaf hægt að
finna Ijós í myrkrinu og í
mínu tilfelli er það Ijós
starfsmenn Bílkó í Kópa-
vogi. Ég hringdií þá í ör-
væntingu minni og þeir
brugðust við eins og englar.
I fyrra skiptið kom ungur
og sérlega almennilegur
maður og skipti um dekk
fyrir mig í einum hvelli, tók
svo dekkið og kvaddi. „Þú
borgar svo bara þegar þú
sækir dekkið," sagði hann
um leið og hann fór. í þess-
ari viku lenti ég aftur í þess-
um hremmingum og þá var
tímaþröngin shk að ég varð
að skilja farangursgeymsiu
bílsins eftir opna og rjúka
mína leið með leigubfl. En
áður hafði ég vitanlega
samband við bjargvættirn-
ar í Kópís. Þegar ég kom til
baka, rúmum 20 mínútum
síðar, stóð blessaður bfllinn
minn í stæðinu sínu á fjór-
um jafnfljótum. Égvar
stödd í Reykjavík í bæði
skiptin, enda Reykvíkingur,
þannig að þeir þurftu að
fara dágóðan spöl tfl að
koma mér til bjargar.
Ég vil nota þennan vett-
vang sem Morgunblaðið
býður upp á til að þakka
starfsmönnum Bflkó kær-
lega fyrir frábæra, snögga
og lipra þjónustu og benda
öðrum á að það þarf síður
en svo að leggjast í örvænt-
ingu þótt það springi á bfln-
um. Hjálpin er bara eitt
símtal í burtu.
Helga Magnúsdóttir,
Nökkvavogi 44.
Afnotagjöld
af fjölmiðli
ÉG hef alltaf borgað afnota-
gjöldin af Ríkissjónvarpinu
á réttum tíma. Ég gerði at-
hugasemd hjá Samkeppnis-
stofnun, vegna augiýsingar
frá Ríkissjónvarpinu, inn-
heimtudeild. Auglýsingin
hljóðaði þannig, að þeir sem
greiða afnotagjöldin með
greiðslukorti, fá að taka
þátt í leik, þar sem utan-
iandsferð er í boði. Þetta
finnst mér afar ósanngjarnt
og getur ekki talist eðlilegt.
Hvað með okkur hin, sem
alltaf borgum á réttum tíma
með peningum, af hverju fá-
um við ekki að taka þátt eða
okkur umbunað á annan
hátt, fyrst verið er að um-
buna á annað borð? Ég hef
ekki hugsað mér að greiða
afnotagjöldin á réttum tíma
framvegis.
Margrét Hansen.
Tapað/fundið
Lyklakippa
tapaðist
LYKLAKIPPA, með litlum
bangsa, tapaðist frá efra
Breiðholti á svæðinu við
Höfðabakkabrúna. Upplýs-
ingar í síma 898 9555.
Bronco Pro-Shock-
hjól hvarf
NÝLEGT Bronco Pro-
Shock-hjól, svart með gul-
um dempurum, hvarf úr
hjólageymslu við Engihjalla
25 í Kópavogi. Þess er sárt
saknað af tólf ára eiganda.
Ef einhver veit hvar hjólið
er niðurkomið er sá hinn
sami vinsamlegast beðinn
að hafa samband í síma
564 1157.
Karlmannsúr fannst
KARLMANNSÚR fannst
við Tjörnina í Reykjavík
föstudaginn 13. október sl.
Upplýsingar í síma
698 6448.
Nokia 5110 tapaðist
NOKIA 5110 tapaðist í mið-
bæ Reykjavíkur, laugar-
dagskvöldið 14. október sl.
Upplýsingar í sima
564 3131 eða 895 6666.
Tveir steindvergar
hurfuúrgarði
TVEIR steindvergar hurfu
úr garði við Brekkugerði
mánudaginn 16. október sl.
Upplýsingar í síma
894 2499.
Dýrahald
Hundar í óskilum
TVEIR hundar eru í óskil-
um á hundahótelinu Leir-
um. Annar er ljósbrúnn
terrier og hinn er border
collie tik með mjólk í spen-
um. Eigendur eru beðnir að
vitja þeirra strax. Upplýs-
ingar í síma 566 8366 og
698 4967.
Krossgáta
LÁRÉTT;
1 kýrin, 4 krús, 7 hreyf-
ingarlaust, 8 úrkomu, 9
kraftur, 11 vitlaus, 13
dugleg, 14 málgefið, 15
sáldra, 17 snaga, 20 snák,
22 orsakir, 23 gosefnið,
24 áma, 25 gefur fæði.
LÓÐRÉTT;
1 ávani, 2 mysan, 3 brúka,
4 maður, 5 sagt ósatt, 6
sleifin, 10 elur, 12 á litinn,
13 fag, 15 fugl, 16 illkvitt-
in, 18 svarar, 19 flanar,
20 grenja, 21 skaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 boðflenna, 8 kubbs, 9 gerpi, 10 ker, 11 liðna, 13
arinn, 15 hress, 18 efldi, 21 vol, 22 glata, 23 deyða, 24 vit-
firrta.
Lóðrétt: 2 ofboð, 3 fiska, 4 eigra, 5 nærri, 6 skál, 7 kinn,
12 nes, 14 ref, 15 hagl, 16 efaði, 17 svarf, 18 eldur, 19
leyft, 20 iðan.
Víkveiji skrifar...
AÐ kann að vera að bera í
bakkafullan lækinn að skrifa
um árangur íslenzka karlalandsliðs-
ins í knattspymu, árangur þess og
gagnrýni á þjálfarann og leikmenn
liðsins eftir leikinn sem tapaðist
stórt gegn Tékkum. Þegar litið er á
stöðu íslands á styrkleikalistanum
yfir landslið heimins þurfti ekkert að
koma á óvart að leikurinn ytra gegn
Tékkum tapaðist. Það er ekkert eðli-
legra en að menn greini á um árang-
ur liðsins og frammistöðuna í um-
ræddum leik. Vissulega var tapið
stórt, en hvort hefði verið hægt að
gera betur, skal hér ósagt látið. Hins
vegar finnst Víkverja það einkenni-
legt hve illa menn bregðast við sjálf-
sagðri gagnrýni. Það er allt of al-
gengt að menn þoli ekki gagnrýni og
telji sig yfir hana hafna. Allir sem
starfa í áberandi vinnu verða fyrir
gagnrýni og hana verða þeir að þola,
hvort sem hún er málefnaleg eða
ekki.
Víkverja finnst þó að tveir fjölmið-
lar, Stöð 2 og DV, hafi gengið full-
langt í því að magna upp óánægju
vegna leiksins við Tékka og gert of
mikið úr þeirri gagnrýni sem fram
kom. Hvað varðar svo leikinn við
Norður-íra var ekki nema sjálfsagt
að búast við sigri, enda ísland 40
sætum ofar en þeir á styrkleikalist-
anum. Þetta var skemmtilegur leik-
ur þó mörkin létu standa á sér og sig-
urinn verðskuldaður. Það hefði verið
slæmt að tapa stigum í þeim leik. ís-
lenzka landsliðið er gott og skipað
frábærum leikmönnum. Það á raun-
hæfa kosti á því að ná þriðja sæti í
riðlinum og það er eðlilegt markmið
og gengur vonandi eftir.
xxx
AD er mikið talað um bankamál
um þessar mundir enda sam-
eining Búnaðai-banka og Lands-
banka tfl umræðu. I þessu tilviki er
mikið talað um hagræðingu en hagn-
aður bankanna hefur verið umtals-
verður undanfarin misseri. Það er
engin furða að mati Víkverja að
bankamir skuli reknir með hagnaði
eins og vaxtaokrið er hér á landi.
Vaxtamunur er óvíða meiri en hér og
þrátt fyrir afla samkeppnina, sem
talað er um, eru vextir nánast sömu í
öllum bönkum og sparisjóðum. Sam-
keppnin kemur hvergi fram í lægri
vöxtum, heldur aðeins annarri þjón-
ustu sem reyndar þarf nánast í öllum
tilfellum að greiða sérstaklega fyrir.
Vonandi verður sameining ofan-
greindra banka og hagræðing sem
búast má við í kjölfarið til þess að
vaxtamunur í landinu lækkar. Á
þann veg gætu kjör fjölmargra, sem
orðið hafa að taka á sig talsverðar
skuldir af ýmsum orsökum, batnað
verulega.
AÐ er víðar en í bankamálunum
sem samráð virðist haft um
verðlagningu. Bensínið og olían
kostar alls staðar það sama og þar
ríkir engin samkeppni nema í sölu á
alls konar dóti og pylsum. Þrátt fyrir
verulegan hagnað olíufélaganna rík-
ir þar engin samkeppni og eldsneyt-
isverð er því óþarflega hátt.
Svipaða sögu er að segja af trygg-
ingafélögunum. Þar leiðir sam-
keppni ekki til lægra verðs á trygg-
ingum, sem félögin segjast tapa á en
engu að síður eru þau rekin með
verulegum hagnaði. Samkeppnin á
mOli félaganna kemur helzt fram í
því að þau fara ekki eftir eigin
reglum og ungir ökumenn borga allt
of lágar tryggingar í samræmi við
það tjón sem þeir valda. Félögin
virðast ekki þora að láta þá borga,
sem tjóninu valda og þegar ungur
ökumaður kaupir bíl er hann með
vitund og vilja tryggingafélaganna
skráður á foreldri hins unga öku-
manns svo þann þurfi ekki að borga
eins mikið fyrir tryggingamar. Sam-
trygging tryggingafélanna í þessum
málum er áberandi, en einhverra
hluta vegna virðist þetta ekki varða
samkeppnislög. Þess má geta að á
Italíu hafa tryggingafélögin verið
dæmd fyrir samráð af þessu tagi.
Hvenær skyldi koma að því hér. Allir
verða að tryggja, en raunhæfir val-
kostir eru-nánast engir.