Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 54
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ langamma, HÓLMFRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, föstu- daginn 13. október. Jarðarförin fer fram frá Hólaneskirkju, Skaga- strönd, laugardaginn 21. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Indriði Hjaltason, Guðrún Angantýsdóttir, Guðrún Hjaltadóttir, Óskar Ingvason, Ragna Hjaltadóttir, Hlöðver Ingvarsson, Guðlaug Hjaltadóttir, Þorkell Hólm, barnabörn og langömmubörn. t Ástkær móðir okkar, FJÓLA ÓSK BENDER kennari, Sörlaskjóli 94, Reykjavík, lést föstudaginn 13. október. Kristján B. Edwards, Anna Tara Edwards. t Faðir okkar og tengdafaðir, OTTÓ SVAVAR JÓHANNESSON, Skjólbraut 1a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 20. október kl. 13.30. Björgvin B. Svavarsson, Sesselja H. Guðjónsdóttir, Elísabet Svavarsdóttir, Ólafur Guðmundsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARNÓR KARLSSON, Birkihlíð 16, Sauðárkróki, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. októ- ber, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 21. október kl. 11.00. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Arnórsson, Hugrún F. Vilhjálmsdóttir, Hugrún M. Magnúsdóttir og barnabörn. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri__________________útfararstjóri ÚTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www .utfararstofa .ehf .is SIGURÐUR EINARSSON + Sigurður Einars- son fæddist í Reykjavík 1. nóvem- ber 1950. Hann lést úr krabbameini í Vestmannaeyjum 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 14. október. Þessi hljóðláti, stað- fasti maður er látinn. Margar minningar koma upp í hugann um forstjórann, forystu- mann Sjálfstæðismanna í Eyjum og fjölskylduföðurinn Sigga Einars, eins og hann var ætíð nefndur hér í Eyjum. Eg ætla með örfáum orðum að minnast hans. í mörg ár hafa bæjar- búar treyst á þennan dugmikla, góð- hjarta mann, en nú er skarð fyrir skildi. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þess- um öndvegis manni sem Sigurður var. Fjölskyldan var honum kærust. Ekki fór mikið fyrir glensi og skemmtanalífi hjá þessum hljóðláta vini mínum. Heimilið var hans griða- staður og Guðbjörg og synimir dem- antar hans. Þegar synimir vom yngri lágu leiðir okkar saman í sunnudagaskólanum, þar sem ég starfaði í Landakirkju. Pabbarnir mættu hressir á sunnudagsmorgn- um í kirkju með Eyjapeyjana sína, beint úr sundi. Oft var fjör og ærsla- gangur, en ekkert haggaði þér. Þeg- ar í kirkjuna var komið voru flestir prúðir og stilltir og fylgdust með af athygli. Þessar stundir eru dýrmæt- ar og munu hjálpa okkur öllum, mér og fjölskyldu minni, að yfirstíga það skarð sem höggvið hefur verið í líf okkar. Það fór ekki framhjá neinum hve kært var á milli ykkar feðga. Söknuðurinn er mikill, að sjá á eftir pabba sínum aðeins 49 ára að aldri. En minningin um góðan föður og vin lifir. Síðustu dagana í veikindastríð- inu varst þú sterkur og skynsamur. Þú vildir deyja heima, leiða alla inn í sorgina strax, þetta var ekki hægt að flýja. Nokkmm dögum fyrir andlát þitt kom ég við hjá ykkur í Birkihlíð 17. Fjölskyldan og vinir vora þér við hlið. Guðbjörg hélt í hönd þína, Kristinn að læra og þú sast í hæg- indastól og horfðh- á sjónvarp. Helga vinkona ykkar var þama líka og átt- um við saman yndislega stund. Þú lagðir lítið til málanna, en fylgdist með. Ég kvaddi stuttu seinna sæl innra með mér, fannst englar svífa allt kring um þig. Blessuð sé minning þín, kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Svanhildur Gísladóttir og fjölskylda. Einn af bestu sonum Eyjanna er fallinn frá. Sigurður Einarsson útgerðarmað- ur lést miðvikudaginn 4. okt. sl. og með honum er genginn einn at- kvæðamesti framkvæmdamaður sem Eyjamar hafa alið. Ekki lét hann heldur sitt eftir liggja þegar fé- lagsmálin vora annars vegar, sér í lagi ef þau lutu að heill Eyjanna sem hann unni svo mjög. Sigurður starfaði um langt árabil mjög ötullega fyrir Sjálfstæðisflokk- inn hér og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Var formaður Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum um árabil, formað- ur Kjördæmisráðsins í Suðurlands- kjördæmi, þá var hann bæjarfulltrúi flokksins um árabil. Öllum þessum störfum sinnti Sigurður af mikilli kostgæfni og eins og honum var ein- um lagið. Hann lagði sig ávallt heilan og óskiptan í hvert það mál sem hann 3ÓLSTE1NAR vlð Nýb»la*eB, Kópavoel Siltlí 564 4566 kom að, enda bára allir sem með honum unnu fullt traust til hans. Þegar Sigurður lagði eitthvað til málanna var hlustað. Það var á þess- um vettvangi sem ég kynntist honum best og var hann mér hinn besti lærifaður. Sigurður vann alltaf mjög skipulega og undraðumst við öll sem með honum unnu hvað hann hafði alltaf tíma til að sinna málum þrátt fyrir að vera í for- svari fyrir sitt stóra og öfluga fyrir- tæki, sem flestum hefði þótt nóg um að hafa í sinni könnu. Sem dæmi um þá alúð og háttvísi sem Sigurður sýndi samstarfsfólki sínu, er að ef hann boðaði til fundar þá var það klárt og kvitt - hann var ávallt mætt- ur á réttum tíma og ætlaðist til þess sama af öðram, enda hófst fundurinn á réttum tíma og var lokið án óþarfa mass. Það væri hægt að skrifa langt mál um þennan ágæta son Eyjanna, Sig- urð Einarsson, en ég veit af kynnum mínum af honum, að það væri ekki að hans skapi að hlaða hann lofi. Ég og kona mín biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Guðbjörgu og synina í þeirra miklu sorg - en minn- ingin um góðan dreng lifir. Magnús Jónasson. Sigurður Einarsson útgerðarmað- ur var útnefndur ræðismaður Finn- lands í Vestmannaeyjum árið 1986. Hann vann ötullega að góðri sam- vinnu milli Finnlands og Islands og að koma á sem bestum samböndum milli landanna. Sigurður var ævin- lega mjög hjálpsamur og má þar sér- staklega nefna þegar verið var að skipuleggja heimsóknir til Vest- mannaeyja. Má þar til dæmis minn- ast óopinberrar heimsóknar Mauno Koivisto, forseta Finnlands (1982- 1994), og frú Tellervo Koivisto til Vestmannaeyja í ágústlok 1991. Einnig heimsóttu Martti Ahtisaari (1994-2000) og frú Eeva Ahtisaari Vestmannaeyjar 27. september 1995 þggar þau vora í opinberri heimsókn á Islandi. í október 1999 var sett á fót í Vest- mannaeyjum sýning á verkum Alvars Aalto arkitekts og á finnskri byggingarlist. Sendiráð Finnlands og ræðismenn þess á Islandi senda eiginkonu, son- um og fjölskyldu dýpstu samúðar- kveðjur um leið og þeir minnast Sig- urðar Einarssonar með djúpum söknuði og virðingu og heiðra minn- ingu hans. Timo Koponen, sendiherra, Haraldur Björnsson, aðal- ræðismaður, Jón Friðgeir Einarsson, ræðismaður, Theodór Blöndal, ræðismað- ur, Þórarinn B. Jónsson, ræð- ismaður. Það kom vissulega á óvart, að heyra um veikindi Sigurðar Einars- sonar sl. vetur. Sigurður lifði mjög heilbrigðu lífi. Mætti í sundlaugina og þreksalinn þegar hann var heima- við og skokkaði í mörg ár. Kynni mín af Sigurði vora mjög góð. Þegar hann byrjaði ungur að stjórna vinnslu i Hraðfrystistöðinni, við hlið foður síns, að sumri til á námsáram sínum, áttum við oft tal saman. Þá vann ég í fiskmatinu og hafði eftirlit með frystingu. Eftir að hann varð forstjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja, vora vinnustaðir okkar sitthvorum megin við Skólaveginn. Þá átti hann oft er- indi inn á afgreiðslu Flugleiða, vinnustað minn. Það var mikið lán fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Vestmannaeyjum, þegar Sigurður tók að sér formennsku í fulltrúaráðinu, sem síðan leiddi til þess, að hann tók virkan þátt í bæjar- málum. Við áttum sæti saman í bæjar- stjórn Vestmannaeyja frá 1986 til 1994. Á þeim vettvangi kom vel í ljós hve hann bar hag Vestmannaeyja fyrir bijósti. Öll hans framkoma og vinnubrögð vora tíl sóma. Sigurður var vandvirkur og heið- arlegur jafnt gagnvart samherjum sem og mótherjum. Það var honum víðsfjarri að kasta hnútum eða hnjóði til nokkurs manns. Á meirihluta- fundum voru málefni rædd ofan í kjölinn. Þegar niðurstaða var fengin mætti hópurinn sem ein heild á bæj- arstjórnarfundum. Ekkert mál var tekið fyrir, án þess að hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu. Sigurður kom á bættum vinnubrögðum í bæj- arráði. Hann kom alltaf að kjarna málsins og ræddi málin af kostgæfni. Umræður á bæjarstjórnarfundum gátu oft verið óvægnar og harðar. Sigurður hélt alltaf ró sinni og flutti mál sitt af festu og án málalengingar. Sigurður fylgdist vel með öllum málaflokkum. Vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Það átti ekki við hann þegar afgreiðsla mála, sem höfðu verið samþykkt, dróst á langinn. Sigurður var hrókur alls fagnaðar á mannamótum, meðal annars á skemmtunum á vegum sjálfstæðisfé- laganna. Hann hafði gaman af léttum sögum og var ófeiminn við að taka þátt í ýmsum uppákomum, svo sem leikþáttum og átti auðvelt með, að fá aðra með sér í glensið. Sigurður var mjög bamgóður maður, hann átti ekki langt að sækja það. Ég man að á þeim áram sem pabbi hans, Einar, gaf út blaðið Víði sem kom út vikulega í nokkur ár, klappaði hann oft á kollinn á okkur krökkunum, sem biðum í röð í stigan- um eftir að fá blöðin afhent til að selja þau. Okkur þótti mikið til um þegar hann afgreiddi okkur sjálfur með blöðin og spurði þá um leið hverra manna við væram. Ég mun sakna þess að heyra ekki í Sigurði á morgnana til að spyijast fyrir um flughorfur. Hann var mjög árrisull og fór yfirleitt milli fimm og sex á skrifstofuna til að sinna ýmsum málum áður en farið var í sund. Guðbjörg mín, við Laufey sendum þér, drengjunum og öðram ástvin- um, innilegar samúðarkveðjur. Eft- irsjá ykkar er mikil, við vissum hve fjölskyldan var Sigurði dýrmæt. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í • sorginni. Bragi f. Ólafsson. Látinn er langt fyrir aldur fram Sigurður Einarsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Kynni mín af Sigurði Einarssyni vora stutt en afar góð. Það var fyrir Sambandsþing ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum haustið 1999 að ég kynntist Sigurði heitnum fyrir milli- göngu sonar hans og vinar míns, Ein- ars Sigurðssonar, en saman höfðum við unnið að undirbúningi framboðs fyrir þingið. í þeim undirbúningi og á þinginu sjálfu reyndist Sigurður og öll fjölskylda hans mér afar vel. Ég var aufúsugestur á heimili fjölskyld- unnar og sótti ýmsa aðstoð til Sig- urðar sem ávallt reyndist auðfengin. Fyrir þessi kynni mín við Sigurð heitinn, fjölskyldu hans og aðstoð þeirra í minn garð verð ég ævinlega þakklátur. Sigurður Einarsson var alla tíð góður og gagnmerkur sjálfstæðis- maður og gegndi hann mörgum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Hann reyndist Sambandi ungra sjálfstæð- ismanna afar vel alla tíð. Bæði sýndi hann starfi sambandsins mikinn áhuga og lagði sig í líma við að að- stoða sambandið á hvem þann hátt sem mögulegt var. Með þessum fáu orðum langar mig að færa eftirlif- andi eiginkonu Sigurðar heitins, frú Guðbjörgu, Einari vini mínum Sig- urðssyni og bræðram hans þremur, Kristni, Magnúsi og Sigurði, mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls fjölskylduföðurins. Jafn- framt vil ég fyrir hönd Sambands ungra sjálfstæðismanna færa fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur sambandsins. Minningin um góðan mann lifir í hjörtum okkar allra og ég óska fjölskyldunni allra heilla í kom- andi framtíð. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.