Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Almenna vörusalan ehf. - MT-bflar, Ólafsfírði
Smíðar slökkvi-
bifreið fyrir
Akraneskaupstað
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur milli Almennu vörusöl-
unnar ehf. - MT-bfla í Ólafsfírði og
Akraneskaupstaðar um smíði á
stórum slökkvibíl fyrir bæjarfélag-
ið. Um verður að ræða yfírbygg-
ingu á fjórhjóladrifinni 18 tonna
Volvobifreið en hönnun á yfirbygg-
ingu og útfærsla bifreiðarinnar er í
höndum Almennu vörusölunnar
ehf.
Yfirbyggingin verður öll úr
trefjaplasti en fyrirtækið sérhæfir
sig í hönnun og smíði á trefja-
plastsyfirbyggingum bifreiða og
sér í lagi smíði og uppsetningu
slökkvi- og björgunarbifreiða hvers
konar. Slökkvibifreiðin er af gerð-
inni MT-3500 og verður búin öllum
besta búnaði sem þörf er á í öflug-
um slökkkvibíl.
Bifreiðin sjálf verður 380 hest-
afla FM-12-Volvobifreið og í yfir-
byggingu verður m.a. 3500 lítra
vatnstankur, froðutankur, rafdrifin
slönguhjól, öflugur dælubúnaður,
rafall og mikið skáparými fyrir
lausabúnað slökkviliðs. I áhafnar-
rými bifreiðarinnar verða sæti fyr-
ir sex slökkviliðsmenn. Komin á
götuna mun bifreiðin kosta tæplega
tæplega 15,6 milljónir króna. Miðað
er við að afhenda slökkvibifreiðina
hinn 15. ágúst næstkomandi.
Akranesbær efndi til útboðs á
smíði slökkvibifreiðar og var tilboð
Almennu vörusölunnar ehf. hag-
stæðast, en sérstök matsnefnd full-
trúa frá Eignarhaldsfélagi Bruna-
bótafélags íslands mat tilboðin sem
Akranesbæ bárust í smíðina. Sig-
urjón Magnússon, framkvæmda-
stjóri Almennu vörusölunnar ehf.,
sagði um að ræða gott verkefni fyr-
ir fyrirtækið og mikilsvert í upp-
byggingu þess.
Fyrr á árinu afhenti Almenna
vörusalan hf. slökkvibifreið í Fær-
eyjum og aðra til Brunavarna
Rangárvallasýslu og þessa stund-
ina eru í smíðum stórar bifreiðir
fyrir Grundarfjörð og Ólafsfjörð.
Morgunblaðið/Kristján
Lengsta bogabrú landsins
NÝJA brúin yfír Fnjóská, sem opn-
uð var formlega sl. fostudag, er
lengsta bogabrú landsins. Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
klippti á borða á brúnni að við-
stöddu fjölmenni. Um er að ræða
stálbogabrú með steyptri yfir-
byggingu, með 92 metra löngum
boga úr stáli og steypu. Heildar-
lengd brúarinnar 144 metrar og
breidd akbrautar 7 metrar. Nýja
brúin leysir af hólmi gamla ein-
breiða brú fyrir Fnjóská og með til-
komu hennar styttist leiðin til
Grenivíkur um 2 km. Áætlaður
verktakakostnaður við smíði brúar-
innar var 153 milljónir króna en
Arnarfell ehf. á Akureyri vann
verkið fyrir 134 milljónir króna.
Við sama tækifæri var nýr kafli
Grenivíkurvegar tekinn formlega í
notkun. Um er að ræða um 6 km
vegarkafla og var áætlaður verk-
takakostnaður við framkvæmdina
100 milljónir króna. Héraðsverk
ehf. á Egilsstöðum vann verkið fyr-
ir 60 milljónir króna.
Aðalfundur kjördæmafélags Vinstri-grænna á Norðurlandi eystra
Stjórnvöld tryg'gi reglu-
legar flugsamgöngur
Um 16.800 farþegar komu með
skemmtiferðaskipum í sumar
Tekjur hafnarinnar
jukust um 25% milli ára
AÐALFUNDUR kjördæmafélags
Vinstrihreyfingarinnar-græns
framboðs á Norðurlandi eystra var
haldinn á Akureyri um helgina. A
fundinum var skorað á stjórnvöld
að grípa þegar til aðgerða sem
bæta kjör öryrkja og aldraðra.
„Líta ber á það sem forgangs-
verkefni að bæta kjör þeirra sem
borið hafa skraðan hlut frá borði
eða sætt sérstaklega skertum
kjörum á undanförnum árum,“
segir í ályktun aðalfundarins.
Líflegar umræður urðu á fund-
inum, einkum um kjördæmabreyt-
inguna, byggðamál og almenn
stjórnmál.
Fundurinn lýsti þungum
^hyggjum af stöðu byggðamála og
krefst þess að gripið verði til
markvissra aðgerða til að koma á
jafnvægi í þróun byggðar í land-
inu í stað þess að láta sitja við
orðin tóm eins og núverandi og
síðustu ríkisstjórnir hafa gert.
Einnig skoraði fundurinn á
stjórnvöld að tryggja reglulegar
flugsamgöngur innanlands, enda
sé innanlandsflugið mikilvægur
liður í almenningssamgöngum.
„Öflugt innanlandsflug er sjálfsagt
öryggisatriði og samfélagsþjónusta
sem tengir byggðir og er mikil-
vægur þáttur í að efla ferðaþjón-
ustu og teysta byggð um allt
land,“ segir í ályktun frá aðal-
fundinum.
Loks er grimmúðleg valdbeiting
ísraelsmanna á heimastjórnar-
svæðum Palestínumanna fordæmd
og bent á að óháð rannsókn verði
að fara fram á því hver sé valdur
að upptökum átakanna. Tryggja
verði palestínskum borgurum al-
þjóðlega vernd ef ekki takist að
koma á vopnahléi og hefja friðar-
umleitanir á nýjan leik.
Valgerður Jónsdóttir garðyrkju-
tæknifræðingur, Akureyri, var
endurkjörin formaður félagsins, en
aðrir í stjórn eru Ásgrímur Ang-
antýsson, Þórshöfn, Anna Helga-
dóttir, Eyjafjarðarsveit, Stefán L.
Rögnvaldsson, Öxarfirði, Björgvin
R. Leifsson, Húsavík, Óli Þór Jó-
hannsson, Dalvík, og Bjarkey
Gunnarsdóttir, Ólafsfirði.
NÝTT kaffihús, Café Amour, hefur
verið opnað við Ráðhústorg á Ak-
ureyri. Eigendur þess eru Elís
Árnason, Þórhallur Arnórsson og
Greifinn, en Greifann eiga þeir El-
ís Árnason, Hlynur Jónsson, Páll
Jónsson, Sigurbjörn Sveinsson,
fvar Sigmundsson og Páll L. Sigur-
jónsson.
Kaffihúsið er á tveimur hæðum
og var hafist handa við breytingar
á húsnæðinu í byrjun sumars og
það tekið algerlega í gegn og inn-
réttað að nýju. Hlédís Sveinsdóttir
hjá Eon hönnun sá um hönnun veit-
ingastaðarins. Sigurður Bjarnason
TEKJUR Hafnasamlags Norður-
lands jukust um 25% milli áranna
1999 og 2000 vegna skemmtiferða-
skipa, en alls komu 33 skemmti-
ferðaskip til Akureyrar síðastliðið
sumar. Akureyri var síðasta höfn 18
skipanna af þessum 33 sem komu.
Þessar upplýsingar koma fram í
og Magnús Sigurbjörnsson sáu um
framkvæmdir við breytingar.
Elís sagði að um væri að ræða
rómantískt kaffihús og yrði það
fyrst um sinn opið frá kl. 15 til 1
virka daga, en til kl. 3 um helgar.
Ekki verður selt inn á staðinn. Þar
verður hægt að fá ýmsa smárétti
fram eftir nóttu og brauð og kökur
að deginum. Aldurstakmark á
kvöldin er 20 ár. „Við stefnum að
því að hafa þægilega og ljúfa
stemmningu á Café Amour, þar
verður enginn hávaði, þannig að
fólk á að geta spjallað saman í ró-
legheitum," sagði Elís.
yfirlit Hafnasamlags Norðurlands
vegna skemmtiferðaskipa árið 2000.
Þar kemur einnig fram að farþegar
með skipunum voru ríflega 16.800
talsins. Þjóðverjar voru fjölmennast-
ir, um 7.300 alls, þá komu rúmlega
5000 Bretar með þessum skipum og
tæplega 2000 Bandaríkjamenn.
Frakkar voru 1120 talsins og Belgar
um 300. Um 68% þessara farþegar
fóru í skipulagðar ferðir og þá kemur
fram að farþegar skipanna voru dug-
legir að nýte sér þjónustu leigubfla á
Akureyri, en alls var farið í 90 ferðir í
sumar á þeirra vegum, aðallega að
Goðafossi.
Loks kemur fram í yfirlitinu að
bókunarhlutfall fyrir næsta ár er til-
lölulega hátt, eða 84% sem gefi fyrir-
heit um að skipuleggjendur ferðanna
haldi þeim flestum inni í sinni áætlun
fyrir árið 2001.
Tónlistarfélag
Akureyrar
Sager
leikur
á píanó
FYRSTU tónleikar vetrarins
á vegum Tónlistarfélags Ak-
ureyrar verða haldnir mið-
vikudagskvöldið 18. október
kl. 20.30 í sal Verkmennta-
skólans á Akureyri.
Á tónleikunum flytur
bandaríski píanóleikarinn
Christoper Czaja Sager verk
eftir Bach, Debussy, Scriab-
ine og Chopin.
Sager er fæddur í New
York en hefur dvalið í Hol-
landi frá 1975. Hann hefur
numið píanóleik hjá mörgum
af merkari píanóleikunum
tónlistarsögunnar og komið
fram í öllu helstu tónleikasöl-
um Evrópu og unnið til fjölda
verðlauna. Aðalsmerki hans
er túlkun á hljómborðsverk-
um Bach.
Fjögur áhugaverð fyrirtæki
Alhliða málmlðnaðarþjónustufyrirtæki. Sér um blástur á járni,
sinki, stáli og áli ásamt málmhúðun og alla yfirborðsmeðhöndlun á
slíku. Mjög fullkomin tæki, þau bestu sem völ er á. Er í eigin hús-
næði sem einnig er til sölu. Sérhæfð starfsemi.
Skemmtistaður, sem er mjög þekktur. Er með matsölu, vínsölu og
veisluþjónustu. Tekur 250 manns í sæti og er mikið pantaður af
traustum aðilum. Er einnig með sölu á um 180 matarbökkum á
dag. Hefur mjög góða ímynd. Húsnæðið er einnig til sölu sem allt
er nýgegnumtekið.
3. Ný þjónustumiðstöð á frábærum stað. Er með skyndibita, sælgæti,
Is og myndbandaleigu. Ölll tæki ný ásamt innréttingum og allt það
dýrasta og fullkomnasta á þessari öld. Er í kallfæri við 400 ungl-
inga sem alltaf eru svangir. Strax mikil velta sem fer sífellt vax-
andi og skilar góðum hagnaði ólíkt skuldabréfamarkaðnum. Góð
fjárfesting og fallegur vinnustaður.
4. Myndbandaleiga úti á landi sem er að hætta og er til sölu og flutn-
ings hvert sem er. Þarft þú ekki að auka veltuna og bæta þessu
við hjá þér? Allar nýjustu spólurnar. Góðar innréttingar og öll tæki
og forrit sem til þarf.
Stöðugt ný fyrirtæki á skrá.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAN
SUÐURVE R I
SlMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Morgunblaðið/Kristján
Páll L. Sigurjónsson, Elís Árnason, Magnús Sigurbjörnsson, Páll Júns-
son, Þúrhallur Arnúrsson, Sigurður Bjarnason, Sigurbjöm Sveinsson
og Hlynur Júnsson, eigendur Café Amour við Ráðhústorg.
Café Amour opnar
við Ráðhústorg