Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Litli hrúturinn Veturliði með frúnni í Tunguseli, Bjarneyju Hermundarddttur, og sonarsyni hjónanna í Tunguseli, Marinó' Níelsi Ævarssyni. Sauðburður í október Þórshöfn. Morgunblaðið. VORIÐ er almennt tíminn sem tengdur er sauðburði en undan- tekningin sannar regluna því vetur- gömul ær eignaðist myndarlegan lambhrút fyrstu vikuna í október. Lambinu bar hún á heimatúninu við Tungusel öllum að óvörum og bar litli hrúturinn öll einkenni og litarhátt forustuhrútsins á bænum, svo lauslætisböndin bárust ótvírætt að honum, að sögn Tungusels- bænda. Forustuhrútur þessi fer sín- ar eigin leiðir iþessu sem öðru og fenginn frá „hobbýbónda" á Þórs- höfn. Lambhrúturinn fékk nafnið Vet- urliði og heilsast honum vel en hann er kominn í fjárhús í Tungu- seli til vetrardvalar ásamt móður mun vera kostaskepna, upphaflega sinni. Bilun í hreyfli hjá þotu Atlanta Tuttugu tíma seinkun á flugi HELDUR teygðist úr ferðalagi þeirra 430 farþega sem koma áttu heim til íslands með Boeing 747- 200 farþegaþotu Atlanta frá Búda- pest klukkan hálfellefu á sunnu- dagskvöld. Farþegarnir, sem staddir voru í Búdapest á vegum Samvinnuferða/ Landsýnar, sátu þar fastir vegna vandkvæða sem urðu í tengslum við hreyfilsskipti á þotunni sem flytja átti fólkið heim. Magnús Gylfi Thorstenn, forstjóri Atlanta, sagði Morgunblaðinu að farið hefði verið með vélina, sem flutti farþeg- ana út á föstudag, til Madrid á Spáni þar sem skipt var um hreyfil í vélinni. Nýi hreyfillinn hafði áður verið yflrfarinn og gerður upp af Rolls Royce-verksmiðjunum sem ábyrgðust hann. Þegar flugvélin fór svo frá Spáni á sunnudags- morgun til að sækja farþegana kom fram ofhitnum í þeim hreyfli sem skipt hafði verið um. Leikskólar óstarfhæfir Vélinni var samstundis snúið aft- ur til Madrid og reynt að gera við hreyfilinn en í annarri tilraun kom sama vandamál aftur fram. Þegar svo var komið var flugvélinni snúið í annað sinn til Spánar og farþeg- arnir í Búdapest skráðir inn á hótel yfir nóttina. Seinkunin olli m.a. því að tveir leikskólar á vegum Félagsstofnun- ar stúdenta voru nær óstarfhæfir í gær þar sem flestallir leikskóla- kennarar skólanna voru saman í Búdapest. Loks var gert við hreyfilinn og vélinni flogið áfallalaust frá Madrid til Búdapest. Farþegarnir lentu svo á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld eftir tuttugu klukkustunda seinkun. ---------?-?-?--------- Treg rjúpnaveiði víðast hvar RJÚPNAVEIÐI er frekar treg um allt land. Fyrsti veiðidagur var 15. október síðastliðinn. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, segir að slæmt veður hafi sett strik í reikn- inginn og víðast hvar hafi verið lítill snjór. Fuglinn virðist vera mjög dreifður. Fréttir hafi þó borist af þokkalegri veiði fyrir austan og fregnir höfðu einnig borist af veiði- mönnum á hálendinu sem höfðu veitt sæmilega. Sigmar segir að menn hafi víða séð töluvert af fuglum en rjúpan hafi verið stygg. Fundur bankaráðs Búnaðarbankans Afgreiðslu frestað þar til í dag BANKARÁÐ Búnaðarbanka íslands frestaði í gær af- greiðslu á tilmælum ríkisstjórn- arinnar um að Landsbanki Is- lands og Búnaðarbankinn hefji viðræður um samruna Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, varðist allra frétta en sagði að fréttatilkynning yrði gefin út eftir fund ráðsins fyrir hádegi í dag. Viðskiptaráðherra skilar skýrslu um siðareglur í viðskiptum á fjármagnsmarkaði Fjármálafyrirtæki telja sig uppfylla alþjóðlegar reglur DeCode undir 20 dali á hlut DECODE geneties, móðurfélag ís- lenskrar erfðagreiningar, fór í gær í fyrsta sinn frá útboði félagsins und- ir 20 dali á hlut á Nasdaq markaðn- um í Bandaríkjunum. Lokagengi var 19,625, sem er 6,55% lækkun frá fyrra degi er lokagengi var 21. Nasdaq-vísitalan lækkaði í gær um 0,80%, en Dow Jones og helstu evrópsku vísitölurnar hækkuðu. Útboðsgengi DeCode var 18 dalir á hlut, en hæst fóru bréfin í 31,5. FJARMALAFYRIRTÆKI telja almennt að þau uppfylli siðareglur um heiðarlega og eðli- lega viðskiptahætti að því er kemur fram í skýrslu, sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Alþingi samþykkti í maí þingsályktun þar sem viðskiptaráðherra var falið að kanna hvort stofnanir og fyrirtæki á fjármálamarkaði hefðu sett sér siðareglur í samræmi við tilmæli fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 1977 um siðareglur Evrópubandalaganna um við- skipti með framseljanleg verðbréf og almennt viðurkenndar meginreglur Alþjóðasambands kauphalla um viðskiptahætti með verðbréf frá 1992 og var svars krafist í upphafi haustþings. í skýrslu ráðherra segir að fjármálafyrir- tækjunum hafi verið sent bréf þar sem sérstak- lega eru tiltekin sex helstu atriði tilmæla ESB. I svörum þeirra hafi komið fram að þau telji að þau uppfylli bæði tilmæli ESB og Alþjóðasam- bands kauphalla. Fyrirkomulag siðareglna með ýmsum hætti I svari Búnaðarbanka íslands segir að hann hafi ekki sett sér sérstakar siðareglur eða aðrar reglur um heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti, en hafi á hinn bóginn haft að leiðarljósi að starfa í samræmi við þær siðareglur, sem Verð- bréfaþing íslands hafi sent þingaðilum. I bréfi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis segir að það sé mat sparisjóðsins að verklags- reglur Verðbréfaþingsins samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti auk sérstakra reglna SPRON frá því í febrúar á þessu ári auk ann- arra starfs- og áhættureglna SPRON nái yfir efni tilmæla ESB og meginreglna Alþjóðasam- bands kauphalla. Landsbréf svöruðu þvi til að fyrirtækið hefði ekki sérstakar siðareglur en starfsmenn undir- rituðu verklagsreglur þar sem væru ákvæði, sem féllu undir siðareglur. Landsbanki íslands sagði að siðareglur hefðu um langt skeið gilt fyrir allt starfsfólk og hefðu þær síðast verið endurskoðaðar 1999. Þar væri brýnt fyrir fólki að fara að lögum og reglum og bera ávallt hag viðskiptavinarins fyrir brjósti. Segir í skýrslunni að í svari Landsbankans hafi komið fram að reglur bankans væru ekki samd- ar beinlínis með tilmæli framkvæmdastjórnar ESB og Alþjóðasambands kauphalla í huga, en við samanburð yrði ekki annað séð en að í reglum bankans væri tekið á öllum þeim atrið- um, sem kveðið væri á um í tilmælunum. I svarbréfi Íslandsbanka-FBA sagði að í siða- reglum Islandsbanka væri fjallað um samskipti starfsmanna bankans við viðskiptamenn al- mennt, meðferð trúnaðarupplýsinga, gjafir til starfsmanna, boðsferðir, vinnu utan bankans og fleira þess háttar. Innan FBA væru í gildi ýms- ar starfsreglur efnislega sambærilegar við siða- reglur Islandsbanka og væri nú langt komið að samræma reglur bankanna tveggja eftir sam- einingu þeirra. Ekki bárust svör frá öllum I bréfi frá Kaupþingi segir að í þeim reglum, sem fyrirtækið hafi sett sér, sé vikið að ýmsum siðferðilegum markmiðum þar sem leitast sé við að tryggja jafnræði, góða viðskiptahætti, upp- lýsingagjöf, viðskipti með verðbréf fyrir eigin reikning, viðskipti starfsmanna og fleira. Þá séu í lögum, reglugerðum og reglum, sem gildi um verðbréfaviðskipti, ýmis ákvæði, sem feli í sér siðareglur eða vísi til siðferðilegra mælikvarða. Svör bárust einnig frá Sparisjóði Hafnar- fjarðar, Sparisjóðabanka íslands, MP-Verðbréf- um og Burnham International. Svör bárust ekki frá Sparisjóði vélstjóra, Frjálsa fjárfestingarbankanum, íslenskum verðbréfum og Verðbréfastofunni. Sérblöð í dag 'HWfJÖP ISHIiBffi -10 IÐJUDOGUM 50 ára liðstjóri var með leikþátt í Smáranum / B5 •••••••••••••••••••»••••••••••< Flensuhrjáð lið Islands á EM í Póllandi / Bl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.