Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kirkjumálaráðherra leitar umsagnar kirkjuþings um lagafrumvarp
V eitingarvald fyrir alla
presta verði hjá biskupi
SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumála-
ráðherra, sagði við setningu kirkjuþings í gær-
morgun að á þinginu yrði kynnt til umfjöllunar
frumvarp um breytingu á þjóðkirkjulögunum
varðandi skipan sóknarpresta. Felur breytingin í
sér að biskup skipi einnig sóknarpresta en til
þessa hafa þeir einir presta verið skipaðir af
kirkjumálaráðherra.
„Hér er um breytingu að ræða sem felur það í
sér í fyrsta lagi að sami háttur verði hafður á um
skipun og setningu sóknarpresta og annarra
presta, það er að veitingarvaldið verði hjá biskupi
Islands. Ekki virðast vera skynsamleg rök fyrir
því að kirkjumálaráðherra setji eða skipi sóknar-
presta en biskup Islands aðra presta,“ sagði ráð-
herra m.a. í ávarpi sínu og sagði þetta í samræmi
við þá stefnu að auka beri sjálfstæði þjóðkirkj-
unnar. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1.
janúar á næsta ári verði frumvarpið samþykkt.
í athugasemdum við lagafrumvarpið, sem ligg-
ur frammi á kirkjuþingi, er bent á að með nýjum
starfsreglum sem byggðar eru á grunni laga um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar hafi
orðið grundvallarbreyting á reglum um val og
veitingu prestsembætta. Svonefndar valnefndir
velji jafnt sóknarpresta sem presta og vegna
samræmis sé eðlilegast að sami háttur verði
hafður á um skipan sóknarpresta og annarra
presta.
Breytt skipunaraðferð Þingvallaprests
Þá boðaði kirkjumálaráðherra með frumvarp-
inu þá breytingu á skipan Þingvallaprests, þ.e. að
afnumin verði sú regla að Þingvallanefnd komi
við sögu skipunar Þingvallaprests. „Sú regla á
sér sögulegar skýringar sem ekki eiga lengur við
eftir að skilið var á milli þeirra tveggja starfa
sem áður var bundið í lög að Þingvallaprestur
skyldi gegna. Eru því engin haldbær rök fyrir því
að veiting prestsembættis á Þingvöllum fari fram
með öðrum hætti en gildir almennt,“ sagði ráð-
herra og tók fram að þessi breyting væri ekki í
tengslum við umræður um hvort sóknarprestur
skuli sitja á Þingvöllum heldur sé einungis verið
að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafí á
starfi Þingvallaprests.
í lok ávarps síns minntist kirkjumálaráðherra
á landsþing kirkjunnar sem boðað hefur verið á
Jónsmessu á næsta ári til að ræða framtíðarsýn
kirkjunnar. „Ég tel að hér sé þúsund ára afmæli
kristni í landinu fylgt eftir á verðugan hátt og
það er von mín að af þessu muni spretta frjóar og
framsýnar umræður um hlutverk þjóðkirkjunn-
ar, - umræður sem styrki kirkjuna og kristið
trúarlíf, umræður sem veki þjóðina til aukinnar
vitundar um það mikilvæga starf sem kirkjan
rækir.“
Yilja fleiri
konurá
kirkjuþing
VIÐ lok setningar kirkjuþings í gær
afhenti dr. Amfríður Guðmunds-
dóttir, formaður jafnréttisnefndar
kirkjunnar, Jóni Helgasyni, forseta
kirlq'uþings skýrslu nefndarinnar um
leið og hún minnti með nokkrum orð-
um á jafnréttisáætlun kirkjunnar.
í skýrslu jafnréttisnefndar er
kirkjuþing hvatt til að gera allt sem í
valdi þess stendur til að fá fleiri kon-
ur inn á kirkjuþing „og stuðla þannig
að því að jafnréttisáætlunin sem
þingið samþykkti íyrir tveimur árum
nái fram að ganga,“ segir meðal ann-
ars. Af 21 kirkjuþingsfulltrúa er ein
kona en næst verður kosið til kirkju-
þings eftir tæp tvö ár. Þá kemur fram
í skýrslu nefndarinnar að hlutur
karla og kvenna sé ekki jafn hvað
varði formenn sóknarnefnda. Er tek-
ið sem dæmi að í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra séu karlar 88,9%
sóknarnefndarformanna og yfir 80%
í sóknamefndum í því vestra.
■
i.
Prestaköll og prófastsdæmi
á landsbyggðinni sameinuð
Þrjár nýjar
sóknir á höfuð-
borgarsvæðinu
TILLÖGUR em uppi á kirkjuþingi
um breytta skipan nokkurra sókna,
prestakalla og prófastsdæma og er
lagt til að þær taki flestar gildi um
næstu áramót. Er meðal annars lagt
til að þrjár nýjar sóknir verði stofnað-
ar á höfuðborgarsvæðinu, að Barða-
strandarprófastsdæmi og ísafjarðar-
prófastsdæmi verði sameinuð, að
nokkur prestaköll á landsbyggðinni
verði sameinuð og nokkrar sóknir
færðar til.
Á kirkjuþingi fyrir ári vom lagðar
fram tillögur um ýmsar breytingar á
skipan sókna, prestakalla og prófasts-
dæma og vom nokkrar þeirra sam-
þykktar en öðram var vísað til bisk-
upafundar til kynningar fyrir réttum
kirkjustjómaraðilum. Margar tíl-
lagnanna koma aftur tíl umræðu á
kirkjuþingi nú en nokkrum er frestað,
einkum vegna athugasemda úr við-
komandi héraði.
Reykhólaprestakall fært undir
SnæfeUsnessprófastsdæmi
Á Vestfjörðum er lagt til að Barð-
astrandarprófastsdæmi og ísafjarð-
arprófastsdæmi verði sameinuð undir
nafninu Vestfjarðaprófastsdæmi. Er
einnig gert ráð fyrir að Reykhóla-
prestakall verði flutt undir Snæfells-
ness- og Dalaprófastsdæmi í ljósi
breyttra samgangna í héraðinu m.a.
með tilkomu Gilsíjarðarbrúar. Með
þeirri breytingu yrði Barðastrandar-
prófastsdæmi ekki nógu stór eining
og því er lögð til áðumefnd sameining
undir nafni Vestfjarðaprófastsdæmis.
Lagt er til að Bíldudals- og Tálkna-
fjarðarprestaköll verði sameinuð með
prestssetri á Bíldudal. Lagt er til að
Melgraseyrar- og Nauteyrarsóknir
færist undir Hólmavíkurprestakall.
Lagt er til að Ámesprestakall og
Hólmavíkurprestakal] verði samein-
uð og að prestssetrið verði á Hólma-
vík. Er miðað við að það gerist við
starfslok sóknarprests í Árnespresta-
kalli. Lagt er til að Bólstaðar-
hlíðarprestakall sameinist Skaga-
strandarprestakalli og að Miðgarða-
sókn í Grímsey verði færð undir
Dalvíkurprestakall en hún hefur til-
heyrt Akureyrarprestakalli.
Þá er lagt til að stofnaðar verði
þijár nýjar sóknir sem mynda ný
prestaköll: Vallasókn í Hafnarfirði,
Lindasókn í Kópavogi og Grafar-
holtssókn í Reykjavík.
Morgunblaðið/Asdís
Sólveig Pétursdóttir kirkjumálaráðherra flutti ávarp við setningu kirkjuþings í gær. Við hlið hennar er
Jón Helgason, forseti kirkjuþings.
Yfir 30 mál til umræðu á kirkjuþingi
BISKUP Islands, Karl Sigur-
björnsson, setti kirkjuþing í gær
og við setningarathöfnina fluttu
einnig ávörp Sólveig Pétursdótt-
ir, dóms- og kirkjumálaráðherra,
og Jón Helgason, forseti kirkju-
þings. Þingstörf standa þessa
viku og næstu og eru á dagskrá
þingsins fjölmörg mál er varða
starfsreglur hinna ýmsu greina
kirkjunnar, um fjármál og stjórn
og starfshætti kirkjunnnar. Gert
er ráð fyrir að kirkjuþing fjalli
alis um yfir 30 mál.
(
1
BðK»
í
Besti
ferðafélaginn
til London?
Allt sem forvitnir
ferðalangar
þurfa að vita
um London
- og meira til.
Mðl og mennlngl
malogmennlno.ls*
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500
Semja á um verkaskipt-
ing’u biskups og kirkj’uráðs
MEÐAL mála sem liggja fyrir
kirkjuþingi sem hófst í gær er til-
laga um starfsreglur kirkjuráðs
sem fela í sér að hlutverk þess er
afmarkað skýrar, en kirkjuráð fer
með framkvæmdavald í málefnum
þjóðkirkjunnar. Gert er ráð fyrir
að kirkjuráð ráði framkvæmda-
stjóra og ráðgert er að gera samn-
ing um skiptingu verkefna og
starfa milli biskups og kirkjuráðs
miðað við lögbundnar skyldur
hvors aðila um sig.
Fimm menn sitja í kirkjuráði;
biskup, sem er forseti ráðsins,
tveir guðfræðingar og tveir leik-
menn sem kirkjuþing kýs. í at-
hugasemdum við tillögurnar sem
lagðar eru fyrir kirkjuþing nú seg-
ir að með reglunum sé verkefnum
og skyldum kirkjuráðs skipað á
einn stað, svo og þeim reglum er
það vinnur eftir, en fyrirmæli „eru
fyrirmæli um störf kirkjuráðs á
víð og dreif í kirkjulöggjöfinni".
Gert er ráð fyrir að kirkjuráð ráði
framkvæmdastjóra en til þessa
hefur það verið hluti af embættis-
skyldum skrifstofustjóra biskups-
stofu að sinna framkvæmdastjórn
fyrir kirkjuráð. Kirkjuráð hafi því
ekki haft ráðningu framkvæmda-
stjórans með höndum heldur bisk-
up og þyki eðlilegt í ljósi nýrrar
stöðu og sjálfstæðis kirkjuráðs að
það hafi sjálft ákvörðunarvald um
það efni.
Sjálfstæði kirkjuráðs
undirstrikað
Biskupsstofa verður annars veg-
ar skrifstofa biskups íslands og
hins vegar aðsetur kirkjuráðs. „Er
það til að undirstrika sjálfstæða
stöðu kirkjuráðs sem fram-
kvæmdavalds kirkjuþings. Er fyr-
irhugað að gera samning um skipt-
ingu verkefna og starfa milli
biskups og kirkjuráðs miðað við
lögbundnar skyldur hvors um sig,“
segir m.a. í athugasemdunum.
Þá verður kirkjuráði falin aukin
fjárstjórn með því að fjalla um ár-
leg framlög í fjárlögum samkvæmt f
samningi ríkis og kirkju frá 1998
til greiðslu á launum 138 presta og
prófasta, tveggja vígslubiskupa,
biskups íslands og 18 starfsmanna
biskupsstofu. Einnig fer kirkjuráð
með stjórn kristnisjóðs, jöfnunar-
sjóðs sókna, kirkjumálasjóðs og
meðal verkefna kirkjuráðs er um-
sjón með Skálholti og Skálholts- |
skóla, starfsemi Löngumýrar og
skipan fulltrúa í ýmsar nefndir og
stjórnir.
r