Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fortíðar- þráog draumar MorgunblaðicVJim Smart „Vinna þessara litháensku listamanna er sem fyrr fáguð og ber djúpum skilningi þeirra á leikhúslistinni glöggft vitni. Undirrituð lét þó hcillast meira af fyrri sýningum hópsins en þeirri sem hér um ræðir.“ LEIKLIST Þ j 6 ð I e i k li il s i d KIRSUBERJA- GARÐURINN Höfundur: Anton Tsjekhov. Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Rimas Tuminas. Aðstoð- arleikstjóri og túlkur: Ásdís Þórhallsdóttir. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Edda Amljótsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Randver Þorláksson, Róbert Amfinnsson, Sigurður Skúlason, Stefán Karl Stefánsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdimar Orn Flygenring og Vigdís Gunnarsdóttir. Leikmynd: Adomas Jacovskis. Búningar: Vytautas Narbutas. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Faustas Latenas. Stóra sviðið, laugardaginn 14. október. ÞEGAR draumar Tsjekhovs eru lluttir inn á leiksviðið verður bein- línis að gera af þeim rismyndir. Grunntónn listaverksins verður sí- fellt að óma gegnum allt, sem fram fer.“ Þessi orð er að finna í sjálfs- ævisögu hins fræga rússneska leik- húslistamanns Stanislavskís, og hann heldur áfram: „Því miður er það margfalt örðugra að túlka þessa drauma á leiksviðinu en að sýna þar líf þeirra tíma. Þess vegna er það, að grunntónn leikritsins slævist oft, en því meir ber á hvers- dagslegum hlutum og viðburðum." Litháenski leikstjórinn Rimas Tum- inas virðist sama sinnis og Stanisl- avskí og honum tekst farsællega að láta „grunntón“ listaverksins hljóma í gegnum allt sem fram fer og hversdagsleikinn nær ekki að slæva þá drauma sem verkið hverf- ist um, en það er einmitt á sviði draumanna, andstæðra drauma ólíkra persóna, sem hin eiginlegu „átök“ verksins fara fram. Óðalsfrúin Ranevskaja (Edda Heiðrún Backman) snýr aftur á óðalssetur sitt, ásamt dóttur sinni Önju (Brynhildur Guðjónsdóttir), bróður sínum Leoníd Andiæjevítsj (Sigurður Skúlason), kennslukon- unni Charlottu (Tinna Gunnlaugs- dóttir) og þjóninum Jasha (Valdi- mar Örn Flygenring). Ranevskaja hefur dvalið um árabil í Frakklandi eftir að hún „flúði“ heimaland sitt þegar ungur sonur hennar drukkn- aði stuttu eftir að eiginmaður henn- ar dó. Sorgina hefur Ranevskaja þó ekki getað flúið og söknuðm-inn og missirinn geisar innra með henni við heimkomuna og tengist hinum óhjákvæmilega missi óðalsins sem vofir yfir. I fjarveru Ranevskaju hafa fósturdóttir hennar, Varja (Edda Arnljótsdóttir), vinnukonan Dúnjasha (Vigdís Gunnarsdóttir) og gamall trúr þjónn, Firs (Róbert Arnfinnsson) beðið heimkomu hennar með eftirvæntingu, og á móti henni taka líka kaupsýslumað- urinn Lopakhín (Ingvar E. Sigurðs- son), skrifstofumaðurinn Jepík- hodov (Stefán Karl Stefánsson), stúdentinn Trofímov (Baldur Trausti Hreinsson) og óðalsbóndinn Símeonov-Pístsjík (Randver Þor- láksson). Hver þessara persóna á sér sína sögu sem við fáum innsýn í í rás leiksins. Innri tími verksins spannar eitt sumai'; síðasta sumrið á óðali fjöl- skyldunnar sem státar af fegursta kirsuberjagarði sem sögur fara af. Eins og Melkorka Tekla, leiklistar- ráðunautur Þjóðleikhússins, getur um í leikskrá er í verkum Tsjek- hovs sjaldnast um að ræða viðburð- aríka atburðarás og - svo vísað sé aftur til orða Stanislavskís hér í upphafi - þá er hann fremur að vinna með drauma mannsins, og bæta má við: vonir hans, væntingar, vonbrigði og þrár. Það er úr þess- um efnivið sem grunntónn sýning- arinnar verður að rísa og hljóma frá upphafi til enda. Þær forsendur sem höfundur setur fram í verkinu eru þær að fjölskyldan er að missa ættaróðalið og kirsuberjagarðinn fagra þar sem hún er komin í fjár- þrot, ef til vill vegna ógrundaðra lifnaðarhátta, eins og gefið er í skyn. Hin eiginlegu átök verksins felast fyrst og fremst í mismunandi viðhorftim og draumum, annars vegar Ranevskaju og bróður henn- ar, sem lifa í fortíðinni, halda dauðahaldi í von um að fortíðin komi til baka og óðalinu verði bjargað fyrir tilstilli annarra og gæfunnar. Hins vegar hverfast draumar kaupsýslumannsins Lop- akhíns og (síðar einnig) dótturinnar Önju um framtíðina, nýjar og breyttar leiðir sem gætu bjargað óðalinu ef skynsemin og fjármála- vitið væru látin ráða ferðinni. En þetta eru ósamrýmanlegir draumar, systkinin hlusta ekki á tillögur Lopakhíns, skilja þær ekki og hljóta að tapa. Sá grunntónn sem Rimas Tum- inas velur að láta hljóma sýninguna út í gegn er hinn tregablandni, dökki tónn sem ríkir í hugum Ran- evskaju og Leoníds Andrejevítsj. Þetta er undirstrikað rækilega bæði með tónlist Faustas Latenas og sviðsmynd Adomas Jacovskis. Dökkir tónar eru ríkjandi, leik- myndin sýnir reisuleg húsakynni sem hafa látið á sjá og allt húsið riðar til falls líkt og skápurinn gamli, táknmynd fjölskyldunnar, sem opnast og ryður úr sér bóka- stöflunum. Lýsing Björns Berg- steins Guðmundssonar vinnur að sama marki, er hvarvetna stillt í hóf. Edda Heiðrún Backman túlkaði Ranevskaju af öryggi og þeirri list sem henni er lagið og átti óskipta samúð jafnt á sviði sem í sal. Sig- urður Skúlason fór mjög vel með hlutverk bróðurins og náði að túlka tragí-kómíska vídd persónunnar á frábæran hátt. Leoníd Andrejevitsj er kátur og kokhraustur í byijun og sver við líf sitt og heiður að hann muni bjarga málunum. Veikleikar persónunnar eru þó ljósar frá byrj- un. Þegar hin óhjákvæmilega ógæfa hefur dunið yfir sveiflast persóna hans alveg yfir á hinn vænginn og Sigurður túlkaði niðurbrot hans á afar sannfærandi máta. Ingvar E. Sigurðsson var verðugur mótleikari systkinanna og hinnar vonlausu nostalgíu þein-a; kraftmikill, hæð- inn og hæfilega kuldalegur og lok- aður. Rimas Tuminas leggur mikla áherslu á innlifun einstaklinganna jafnt sem sterkan samleik og í flest- um tilvikum gekk þetta hvort tveggja vel upp. Stefáni Karii Stef- ánssyni, Valdimari Erni Flygen- ring, Randver Þorlákssyni, Tinnu Gunnlaugsdóttur, Vigdísi Gunnars- dóttur, Róbert Arnfinnssyni og Baldri Trausta Hreinssyni tókst öll- um að gæða persónur sínar lífi með sterkum karaktereinkennum. Þó var ég ekki alls kostar sátt við hvernig persóna stúdentsins er lögð upp frá hendi leikstjóra, afkárahátt- ur hans er á ýkjunótum sem gera það erfitt að trúa á að hinn sautján ára Anja falli fyrir honum. En Bald- ur Trausti var sjálfum sér mjög samkvæmur. Ekki var ég heldur sátt við túlkun þeiira Eddu Arn- ljótsdóttur og Brynhildar Guðjóns- dóttur á fóstursystrunum tveimur. Sú fyrrnefnda túlkaði þó örvænt- ingarfullt vonleysi Vörju ágætlega en brussulegur framgangur pers- ónunnar vann þó á móti þeirri túlk- un að mínu mati. Brynhildur leikur á ýktum tónum bæði í glaðværð og depurð og hefði mátt dempa túlkun sína nokkuð; Anja verður of barna- leg og óþroskuð í túlkun hennar. Kirsubeijagarðurinn er þriðja leikrit Tsjekhovs sem Tuminas set- ur upp á stóra sviði Þjóðleikhússins. Aður hefur hann leikstýrt Mávinum (1993) og Þremur systrum (1997) og í millitíðinni setti hann upp Don Juan eftir Moliére (1995). Túminas og samstarfsmenn hans Vytautas Narbutas, sem hér hannar búning- ana af listfengi eins og hans var von og vísa, og Faustas Latenas eru ís- lenskum leikhúsgestum að góðu kunnii’ og hafa aðferðir þeirra og samvinna vakið mikla athygli - og að sjálfsögðu skiptar skoðanir, eins og gengur og gerist. Nú hefur fjórði landi þeirra slegist í hópinn, Adom- as Jocovskis, sem hannar leikmynd- ina eins og áður er getið. Vinna þessara litháensku listamanna er sem fyrr fáguð og ber djúpum skilningi þeirra á leikhúslistinni glöggt vitni. Undirrituð lét þó heill- ast meira af íyni sýningum hópsins en þeirri sem hér um ræðir. Vera kann að sama nýmælið sé ekki leng- ur fyrir hendi, vinnubrögðin orðin kunnugleg. Það breytir þó ekki því að hér er um vandaða uppsetningu á verkinu að ræða og gaman er að bera hana í huganum saman við ól- íka - ekki síður vandaða - upp- færslu Frú Emilíu í Loftkastalanum fyrir nokkrum árum. Sá gi’unntónn sem þar ríkti var mun léttari þótt treginn væri vissulega með í för. Það leiðir hugann að þeim orðum Melkorku Teklu í grein sinni í leik- skrá að Tsjekhov hafi fundist að I uppfærslum á verkum sínum hafi skort nokkuð „á þann léttleika og þá gamansemi sem hann taldi vera til staðar í verkunum“. Ef til vill hefði mátt skerpa þann tón dálítið hér. Ég saknaði þess að fyrri upp- setninga á Kirsuberjagarðinum er ekki getið í leikskrá. Soffía Auður Birgisdóttir Sælustund fynr sælkera LEIKLIST Kaffileikhúsið QUASI UNA FANTASIA Höfundur: Jóhanna Sveinsdóttir. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Sunnudagur 15. október 2000. EINÞÁTTUNGURINN Quasi una fantasia eftir Jóhönnu Sveins- dóttur mun vera einn af þremur ein- þáttungum sem höfundurinn skrifaði fyrir Kaffileikhúsið skömmu áður en hún lést af slysförum árið 1995. Þættina nefndi Jóhanna „Til vonar og vara“ og kallaði þríleik. Þeir hafa ekki verið færðir á svið áður og sá þeirra sem frumsýndur var í Kaffi- leikhúsinu síðastliðið sunnudags- kvöld var sviðsettur sem hluti af dagskrá sem hönnuð er í tilefni af út- komu nýrrar bókar sem Jóhanna lét eftir sig í handriti þegar hún lést. Bókin „Hratt og bítandi" er „mat- reiðslubók og margt íleira“, eins og segir í undirtitli hennar. Dagskráin í heild nefnist „Hratt og bítandi - skemmtikvöld fyrir sælkera" og samanstendur hún af tónlist (píanó- leikari var Oddný Sturludóttir), ein- söng (Álfheiður Hanna Friðriksdótt- ir), uppistandi kokksins (með hlutverk hans fer Vilhjálmur Goði Friðriksson), upplestri Þrastar Leós og Arndísar Hrannar á texta eftir Jóhönnu Sveinsdóttur þar sem fjall- að er á bráðskemmtilegan hátt um tengsl mataræðis og ástarsamband, auk fyrrnefnds einþáttungs. í raun þyrfti leiklistar-, bók- mennta-, tónlistar- og veitingahúsa- gagnrýnanda til þess að gera allri dagskránni skil því auk þeirra list- greina sem þegar hafa verið nefndar, er áhorfendum boðið upp á fjögurra rétta máltíð sem elduð er upp úr bók Jóhönnu. Um matinn leyfi ég mér að segja að hann gladdi bæði sál og lík- ama, og söngur Álfheiðar Hönnu ylj- aði manni um hjartarætur, líkt og hennar einlæga og hispurslausa framkoma bæði í tali og tónum. Ekki er heldur annað hægt en að minnast á sjálft tilefnið, bókina Hratt og bít- andi. Hún er í stóru, fallegu broti, tæplega þrjú hundruð blaðsíður og einstaklega vel úr garði gerð frá hendi bókaforlagsins Ormstungu. Bókina prýðir fjöldi óviðjafnanlegra Ijósmynda Áslaugar Snorradóttur og undirrituð hefur ekki séð fallegri hannaða matreiðslubók, en heiður- inn af útlitshönnun á Ólöf Birna Garðarsdóttir. En snúum okkur að því sem að leiklist og bókmenntum snýr. Jóhanna Sveinsdóttir fékkst við ritstörf um árabil og eftir hana liggja bækur af ýmsu tagi. Hún var þó að- eins að hefja feril sinn á sviði fagur- bókmennta þegar hún lést svo svip- lega 43 ára gömul. Fyrsta ljóðabók hennar, Guð og mamma hans, kom út 1994, árið áður en hún lést. Ljóða- bókin Spegill undir fjögur augu kom síðan út ári eftir fráfall hennar, 1996. Þegar ljóðabækurnar tvær eru lesn- ar er ljóst að Jóhanna bjó yfir ótví- ræðri skáldskapargáfu, ríku ímynd- unarafli og meðferð hennar á íslenskri tungu er að mörgu leyti ein- stæð. Ljóðrænn leikur með tungu- málið einkennir texta Jóhönnu, orða- leikir og óvæntar tengingar setja sérstæðan og kankvísan blæ á ljóð hennar og húmorinn er aldrei langt undan. Einþáttungurinn Quasi una fantasia ber öll þessi höfundarein- kenni Jóhönnu. Segja má að hann skiptist í tvennt; í fyrri hluta fylgj- umst við með konu (Arndísi Hrönn) pakka niður í ferðatösku og fara að heiman; í síðari hluta kemur eigin- maður hennar (Þröstur Leó) heim í fylgd (uppstoppaðs) Færeyings, spjallar við hann og sjálfan sig og bregður tónlist á fóninn. Inn í verkið er skotið texta sem lesendur ijóða Jóhönnu þekkja þar síðasta ijóða- bálkinn úr ljóðabókinni Guð og mamma hans, „Ráðist að rótum raunsæðishefðar". Ekki er um eigin- legan samleik leikaranna tveggja að ræða þar sem konan er farin af svið- inu þegar karlmaðurinn kemur heim. Hér er því fremur um tvö ein- töl að ræða; eintöl sem einkennast að ijóðrænum leik með tungumálið, líkt og í fyrrnefndum ljóðabókum höf- undar. Eintölin tvö mynda saman eina heild þar sem brugðið er upp grátbroslegri mynd af samskiptum nútímahjóna. Þau Arndís Hrönn og Þröstur Leó fóm bæði frábærlega vel með textann og gæddu hann lífi undir dyggri leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Þröstur átti skemmtilegan „samleik“ við hinn uppstoppaða (og að öllum líkindum dauðadrukkna) Færeying, Þránd, og ekki má gleyma píanóleikaranum Oddnýju Sturludóttur, sem var í „hlutverki“ grammófónsins. Þröstur Leó og Arndís Hrönn fluttu einnig, eins og áður er getið, glettinn texta Jóhönnu sem kallast „(Fjöl)ómettandi ást“, og var sam- lestur þeirra frábær. Uppistand kokksins í flutningi Vilhjálms Goða Friðrikssonar var fjörugt og viðeig- andi innlegg í dagskrána og Vil- hjálmur stóð sig með piýði. Þessi dagskrá er í heild ljómandi skemmtileg, listræn og lystaukandi og óhætt að mæla með henni fyrir alla þá sem telja sig sælkera á mat og list. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.