Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 fnmtgmMMb STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEINING LANDSBANKA OG BÚNAÐARBANKA Akvörðun ríkisstjórnarinnar þess efnis að viðræður verði hafnar um sameiningu Lands- banka íslands og Búnaðarbanka ís- lands er eðlilegt næsta skref í fram- haldi af sameiningu íslandsbanka og FBA fyrr á árinu. Eins og menn muna höfðu farið fram töluverðar umræður um sameiningu Lands- banka og íslandsbanka og augljós vilji til þess hjá forsvarsmönnum beggja bankanna. íslandsbanki var hins vegar ekki tilbúinn til að bíða eftir því, að ríkisstjórnin tæki ákvörðun fyrir sitt leyti. Sameining íslandsbanka og FBA kom á óvart en var jafnframt til marks um að einka- fyrirtæki var ekki tilbúið til að bíða eftir ákvörðunum stjórnmálamanna. Sú ákvörðun, sem nú hefur verið tekin og var kynnt sl. föstudag hefði mátt koma fyrr. Framþróun viðskiptalífsins er hröð um þessar mundir. Það er álitamál úr því að þessi ákvörðun dróst svo mjög, hvort ekki hefði átt að fara þá leið, sem Valur Valsson, forstjóri Islands- banka-FBA nefndi í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag er hann sagði: „Ég held hins vegar að skyn- samlegra hefði verið að einkavæða ríkisbankana fyrst og láta bankana og markaðinn um sameiningu. Það gefur augaleið, að kostnaðarlækkun og hagræðing er erfiðari en ella ef ríkið á stóran hlut í bönkunum. Póli- tísk sjónarmið munu að mínu mati þvælast nokkuð fyrir mönnum í því starfi." Það er áreiðanlega mikið til í þess- um sjónarmiðum en ríkisstjórnin hef- ur tekið sína ákvörðun og framhaldið tekur mið af því. Það vekur hins vegar óneitanlega athygli, að í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar kemur hvergi fram, að hinn sameinaði banki verði einkavæddur í kjölfar sameiningar. Væntanlega eru það þó áform ríkisstjórnarinnar að selja hlutabréf ríkisins í hinum sam- einaða banka snemma á næsta ári ef sú áætlun gengur eftir að sameining verði um áramót. Það er nánast óhugsandi að stjórnarfiokkarnir hyggist haWa áfram rekstri ríkis- banka - eða hvað? I sameiningarviðræðum fulltrúa bankanna tveggja eiga ýmis við- fangsefni eftir að koma upp á yfir- borðið. Landsbankinn á t.d. helm- ingshlut í Vátryggingafélagi íslands. Er ætlunin að selja þann hlut? Hafi ríkisstjórnin áhyggjur af því, að sam- einaður Landsbanki-Búnaðarbanki standist ekki samkeppnislög hljóta þær áhyggjur að vera ennþá meiri ef um er að ræða svo stóra samsteypu fjármála- og tryggingafyrirtækja, sem bankarnir tveir ásamt stórum eignarhlut í Vátryggingafélagi ís- lands væri. Ef ætlunin er að selja hlut Lands- bankans í VÍS vaknar spurning um, hvernig sá hlutur yrði seldur. Vænt- anlega yrði hann boðinn út. Hags- munir annarra hluthafa en ríkisins í Landsbanka Islands hf. hljóta að krefjast þess. Ef annar háttur yrði á hafður mætti gera ráð fyrir að ein- stakir hluthafar í Landsbanka ís- lands hf. mundu gera alvarlegar at- hugasemdir. Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- ráðherra, hefur áhyggjur af því, að svo stór eining sem sameinaðir bank- ar yrðu standist ekki samkeppnislög. Um það sagði hún á blaðamannafundi sl. föstudag: „Mér finnst miklu meiri líkur á því að eitthvað þurfi að taka út úr þessum banka, þar sem hann verð- ur það stór, en hvað það verður get ég ekki svarað á þessari stundu." Ef til þess kemur að áhyggjur við- skiptaráðherra reynist á rökum reistar og nauðsynlegt verði að selja einhverjar einingar út úr sameinuð- um banka til þess að greiða fyrir sam- einingu verður að ganga út frá því sem vísu, að sú sala færi fram með sama hætti og áður var vikið að varð- andi hlut Landsbankans í VÍS, þ.e. að sú sala færi fram með opinberu út- boði en ekki beinum samningum við einhver önnur fjármálafyrirtæki. Um það á hið sama við og áður, að hags- munir almennra hluthafa í Lands- banka íslands hf. og Búnaðarbanka íslands hf. hljóta að krefjast þess. Ekki mundi ríkið vilja sitja uppi með málaferli af hálfu einstakra hluthafa á þeirri forsendu, að hlutur þeirra hefði verið fyrir borð borinn. Takist samningar um sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka munu forráðamenn hins sameinaða banka standa frammi fyrir allt að því risa- vöxnu verkefni. Markmiðið með sam- einingunni er að ná fram stóraukinni hagræðingu, miklu minni tilkostnaði og öðrum ábata, sem komi m.a. við- skiptavinum bankanna til góða. Það er einfaldlega óhugsandi að ná þess- um markmiðum án þess að teknar verði sársaukafullar ákvarðanir. Úti- búum hins sameinaða banka verði fækkað verulega og þar með starfs- mönnum. Afstaða bankamanna til þessa er skýr og ótvíræð. í samtali við Morg- unblaðið sl. laugardag sagði Friðbert Traustason, formaður Sambands ís- lenzkra bankamanna m.a. og vísaði þá til samtals við viðskiptaráðherra: „Þar lögðum við til, að starfsmanna- velta næstu þrjú ár yrði látin nægja til að ná þeirri fækkun starfa, sem stefnt er að með sameiningu bank- anna." Friðbert Traustason lýsir efa- semdum um að sameining banka skili þeim árangri sem að er stefnt og vís- ar þar til rannsókna hollenzks pró- fessors, sem nýlega voru kynntar. Þessa ábendingu formanns samtaka bankamanna verður að taka alvar- lega og hún verður að fá málefnalega umfjöllun. I Morgunblaðinu í dag er skýrt frá því, að samkvæmt heimildum blaðs- ins sé eignarhlutur Kaupþings hf. í Búnaðarbanka íslands kominn upp í 7,19%. I þeim eignarhlut liggur fjár- festing upp á hátt á annan milljarð króna. Er þessi fjárfesting vísbend- ing um áhuga eigenda Kaupþings, sparisjóðanna, á að blanda sér með einhverjum hætti í þessa þróun? En hvað sem þessum álitamálum líður er það fagnaðarefni að ríkis- stjórnin hefur tekið af skarið og markað ákveðna stefnu í málefnum ríkisbankanna. Það kemur svo í ljós í sameiningarviðræðum bankanna, hvort sú stefnumörkun gengur upp. _____________________________________ MORGUNBLAÐIÐ ' MORGUNBLAÐIÐ Bygging Náttúrufræðihúss Háskólans hefur til þessa kostað um 700 milljónir króna en 900 milljónir þarf til viðbótar á næstu árum ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 39 Byggíng Náttúru- fræðihúss Háskóla ís- lands hefur tekið lengri tíma og kostað meira en fyrstu áætlanir reiknuðu með. Endan- legur kostnaður gæti numið um 1.600 millj- ónum króna. Stjórn- endur og nemendur skólans vilja að ríkið komi frekar að málinu og menntamála- ráðherra útilokar það ekki. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér stöðu málsins. Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn íslenskra aðalverktaka, áður Ármannsfells, að störfum á þaki Náttúrufræðihússins í Vatnsmýr- inni. Bygging hússins hefur tekið lengri tíma sökum fjárskorts hjá Háskólanum og kostað meira en upp- haflega var talið. Munar þar hundruðum milljóna króna. Ráðherra útilokar ekki frekari aðkomu ríkisins FRAMKVÆMDIR við Náttúrufræðihús Háskóla íslands hafa staðið yfir í Vatnsmýrinni í Reykjavík í bráðum fimm ár, eða frá ársbyrjun 1996. Sökum skorts á fjármagni er verkið á eftir áætlun en til stendur að ljúka frágangi að utan fyrir 1. des- ember nk. Ovissa er um framhaldið en samkvæmt því sem fram kemur í nýlegu minnisblaði Páls Skúlasonar, rektors Háskóla íslands, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum, er sú hugmynd lögð fram að ljúka bygg- ingu hússins á næstu þremur árum. Kostnaður við Náttúrufræðihúsið til þessa er í kringum 700 milljónir króna en í minnisblaði rektors kem- ur fram að rúmar 900 milljónir króna þurfi til að Ijúka byggingunni á næstu þremur árum. Heildarkostn- aður gæti því numið um 1.600 millj- ónum króna, eða 400 milljónum meira en upphafieg áætlun upp á um 1.200 mwjónir. Happdrætti Háskóla íslands hef- ur fjármagnað byggingu Náttúru- fræðihússins með um 100 milljóna króna framlagi á ári, alls um 500 milljónir til þessa, auk þess sem 250 milljóna króna lán hvílir á Happ- drættinu vegna framvæmdanna. I fyrrnefndu minnisblaði rektors kem- ur fram sú hugmynd að fjármögnun að á næstu þremur árum nemi fram- lag Happdrættisins um 300 milljón- um króna, um 120 milljónir komi sem framlag innan ramma mennta- málaráðuneytisins, um 300 milljónir komi frá ríMsstjórninni, utan ramma ráðuneytisins, og með því að fella niður einkaleyfagjald, sem Happ- drætti Háskólans greiðir ríkissjóði, eitt happdrætta hér á landi fyrir að vera með peningahappdrætti, megi fá 210 milljónir, eða 70 milljónir á ári næstu þrjú árin. Stjórnendur Háskólans hafa einmitt rætt það oftar en einu sinni við stjórnvöld að fella þetta einkaleyfagjald niður. Málfiutningur Stúdentaráðs „áróðurskenndur" Stúdentaráð hefur nú beint sjón- um manna að Náttúrufræðihúsinu og stendur fyrir söfnun undirskrifta þar sem skorað er á menntamála- ráðherra að hann beiti sér fyrir aukafjárveitingu á Alþingi. í fjáríög- um fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir 30 mihjóna króna framlagi til Nátt- úrufræðihússins, en árin 1999 og 2000 lagði ríkið til 86 milljónir króna til framkvæmdanna. Það framlag kom til vegna samkomulags frá 1997 Aukinn þrýst- ingur á að Ijúka byggingunni milli menntamálaráðuneytisins, Þjóð- minjasafns íslands og Háskóla ís; lands um að Atvinnudeildarhús HÍ verði afhent Þjóðminjasafninu þegar starfsemin sem þar er flyst í Náttúru- fræðihúsið, gegn því að veitt verði alls 80 milljóna króna framlag úr ríkis- sjóði til framkvæmda við húsið. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið að ríkið væri nú búið að standa við sínar skuldbindingar, samkvæmt fyrrgreindu samkomulagi. „I viðræðum forráðamanna Há- skólans við mig kom fram að æsM- legt yrði að ríkið héldi áfram að styðja bygginguna, þar sem þeir sáu ekki fram á að ljúka málinu. Þá var það samþykkt við gerð fjárlaganna að halda áfram, þrátt fyrir að samn- ingar okkar eru útrunnir, og gera til- lögu um 30 milljónir. Mér finnst það furðulegt að það skuli vera notað af stúdentum sem árásarefni á mig að við séum að gera meira en okkar samningar mæla fyrir um. Látið er að því liggja að verið sé að skera eitt- hvað niður, þegar gengið er lengra en samningar gerðu ráð fyrir. Þetta er frekar áróðurskenndur málflutn- ingur af hálfu forystu stúdenta, sem hefði átt að kynna sér málin betur. Það kann ekki góðri lukku að stýra að setja málin fram á neikvæðan hátt, þegar menn víTja ná árangri," sagði Björn. Björn sagði að málið væri vaxið með þeim hætti að Háskóli íslands hefði sérstakar tekjur af Happ- drætti Háskólans til að standa undir sínum byggingarframkvæmdum. „Ef menn vilja taka þá skipan mála upp þá er það meira mál en svo að það verði gert án víðtækari við- ræðna en fram hafa farið, líkt og ég ________ boðaði í minni ræðu við upphaf Alþingis. Ég hef aldrei útilokað að kanna frekari aðkomu ríMs- sjóðs að þessari bygg- ingu en hef ekki einn vald á málinu og vUji Háskóla ís- lands þarf að vera skýr," sagði Björn. Líta má til fleiri en ríkisins Menntamálaráðherra benti á að það væri alfarið Háskóla íslands að ákvarða um byggingu Náttúru- fræðihússins, ákvarðanirnar væru ekki teknar innan menntamálaráðu- neytisins. Það hefði t.d. ekM fulltrúa í byggingarnefnd. Aðspurður hvort bygging Nátt- úrufræðihúss hefði ekki tekið full- langan tíma sagðist Björn ekM liggja á þeirri skoðun sinni að Háskóli Is- lands þurfi að taka til endurskoðun- ar hvernig hann stendur að sínum byggingarmálum. Nútímavæða þurfi ýmsa þætti, s.s. við fjármögnun framkvæmda. „Areiðanlega vill fjöldi aðila eiga samstarf við Háskólann um nýbygg- ingar á háskólasvæðinu. Háskólinn þarf að líta á fleiri þætti en þá hvað ríMð leggur miMð af mörkum, þegar ríMð veitir Háskólanum rétt til að reka eigið happdrætti til að standa undir byggingarframkvæmdum. Háskólinn hefur talið það miMls virði að hafa sjálfstæði á þessu sviði. Spyrja má hvort verið sé að boða að sú stefna hafi runnið sitt skeið og nálgast eigi málin með öðrum hætti. Mér finnst að frumkvæðið eigi þá að koma frá Háskólanum, hann hefur haft þessa sérstöðu," sagði Björn. Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, sagði við Morgunblaðið að hann gæti vel teMð undir orð menntamálaráðherra að Háskólinn endurskoði fjármögnun sinna bygg- inga, m.a. með samstarfi við einka- aðila. „Það hefur legið fyrir í nokkur ár að Háskólann skortir fé til að ljúka þessari byggingu sem fyrst. Þrýst- ingur á að ljúka þessu hefur vaxið á síðustu 2 til 3 árum, ekM síst vegna fjölgunar nemenda og þeirrar þró- unar sem orðíð hefur í Iíffræðí. MikiII vöxtur hefur verið í þessum grein- um. Á sama tíma hefur t.d. kostnað- ur okkar við viðhald á öðrum bygg- ingum skólans stórlega auMst. Viðhald hefur teMð meira af fram- kvæmdafénu en við hugðum," sagði Páll en bætti við að Happdrætti Há- skólans hefði samt sMlað því fé sem búist hefði verið við. Það hefði staðið sig vel í samkeppninni á happdrætt- ismarkaðnum og tekjur þess ekki minnkað. Páll sagði Háskólann hafa óskað formlega eft- ir því við stjórnvöld að ríMð legði byggingu Náttúrufræðihússins lið. Það væri þjóðhagslega afar miMlvægt að ýúka byggingunni sem fyrst. „Menntamálaráðherra hefur verið að skoða þetta og við höfum ekM fengið annað en jákvæðar undirtekt- ir. Þetta er spurning um hvaða leiðir verða farnar," sagði Páll. Varðandi áðurnefnt minnisblað lagði Páll á það áherslu að þar væri fyrst og fremst um hugmyndir að fjármögnun að ræða. Eftir væri að ákveða um endanlega útfærslu og kynna hugmyndina betur fyrir stjórnvöldum. Þá benti Páll á að Há- skólinn þyrfti á frekara húsnæði að halda en aðeins Náttúrufræðihúsinu. Sökum fjölgunar á nemendum í öðr- um greinum væri víðar skortur á kennsluaðstöðu. Brynjólfur Sigurðsson, formaður bygginganefndar Háskólans, sagði við Morgunblaðið að á undanförnum árum hefði drjúgur hluti fjármagns frá Happdrættinu farið í viðhald á byggingum skólans, sem alls eru um 30 á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju ári færu á annað hundrað milljónir eingöngu til viðhalds. Happdrættís- féð hefði einnig verið nýtt til tækja- kaupa og Brynjólfur bætti við að töluverðar skuldir lægju enn á skól- anum vegna bíósalanna í Háskóla- bíói. „Staðreyndin er sú að nemendum í Háskólanum hefur fjölgað töluvert. Því hefur þörf fyrir fjármögn til nýbygginga auMst, en við höfum því miður eMd getað auMð það nema að takmörkuðu leyti," sagði Brynjólfur. Brynjólfur benti á að þegar ákveð- ið var að ráðast í byggingu Náttúru- fræðihússins hefði sú ákvörðun verið teMn að fullklára húsið áður en það yrði teMð í notkun. Víða mætti sjá þess dæmi í byggingarsögu Háskól- ans að litlir áfangar hefðu verið tekn- ir í notkun, húsin byggð smátt og smátt, og vísaði Brynjólfur þar m.a. til Odda, sem byggður var í áfóng- um, og Læknagarðs, sem enn væri óMáraður. „Okkur fannst útilokað að sMlja eftir hálfHárað hús og opið sár á þessum viðkvæma stað í borgar- myndinni. Þess vegna var lögð áhersla á að reyna að Ijúka því að ut- an og innrétta húsið síðan eftir föng- um. Við vonum að þetta eigi eftir að fá farsælan endi," sagði Brynjólfur. Askorun stúdenta Happdættispen ingar látnir kosta viðhald Stúdentaráð hefur undanfarna viku staðið fyrir undirskriftasöfnun meðal nemenda Háskól- ans þar sem skorað er á menntamálaráðherra að hann beití sér fyrir því á Alþingi að aukafjár- veiting tii byggingaframkvæmda Háskólans verði samþykkt, með það að markmiði að Mára Náttúrufræði- húsið sem fyrst. Eiríkur Jónsson, formaður Stúdentaráðs, sagði við Morgunblaðið að stúdentar væru orðnir langeygir eftir því að bygg- ingin í Vatnsmýrinni verði tekin í notkun. „Það er alltaf verið að lofa öllu fógru en ekkert gerist. Á sama tíma fjölgar nemendum stöðugt í skólan- um," sagði Eiríkur. Stefnt er að því að Ijúka undirskriftasöfnun í kvöld. Samningur milli Tryggingastofnunar og Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn um líffæraílutninga endurnýjaður Þörfín fyrir líffæraflutn inga fer sífellt vaxandi ANÆSTU vikum verður endurnýjaður samningur milli Tryggingastofnunar ríMsins og RíMsspítalans í Kaupmannahöfn um líffærafiutn- inga. Samningur þessi var gerður árið 1996, til fjögurra ára og segir Sigurður Thorlacius tryggingayfir- læknir að samstarfið við RíMsspítal- ann hafi gengið vel og að aðeins hafi þurft að gera athugasemdir við örfá atriði við endurskoðun samningsins. Sigurður segir að eitt af því sem hafi verið teMð til endurskoðunar sé samvinna RíMsspítalans og sjúkra- húsanna hér við rannsóknir áður en aðgerðirnar sjálfar eru gerðar, en sjúklingar héðan hafi gjarnan verið kallaðir til Kaupmannahafnar í for- rannsóknir, jafnvel þótt íslenskir læknar hafi sagst geta framkvæmt þær hér á landi. „Sjónarmið þeirra á RíMsspít- alanum hafa verið tvö hvað þetta varðar, annars vegar hefur verið tal- ið að spítalarnir hér væru svo van- þróaðir að það væri ekM hægt að treysta þeim og hins vegar hefur verið talið hollt fyrir sjúklingana að koma á spítalann og sjá aðstæður áður en aðgerðin fer. fram," segir Sigurður. I kjölfar athugasemda lækna hér á landi komu læknar frá RíMsspítal- anum hingað og skoðuðu sjúkrahús- in hér. Sigurður segir að þeir hafi þá séð að Landspítalinn væri fullfær um að sinna þessari þjónustu. „Þetta mál er því leyst núna og hafa Danirnir falúst á að alla jafna geti þessar forrannsóknir ágætlega farið fram hér," segir Sigurður. Einnig hefur verið fundin leið til þess að sjúklingarnir fái að kynnast sjúMahúsinu í Kaupmannahöfn áð- ur en þeir fara þangað í aðgerðina. „Þetta má leysa með því útbúa kynningarmyndband um sjúkrahús- ið. Einnig má notast við fjarlækni- búnað, en hægt er að nota þennan búnað þannig að sjúklingurinn situr á Landspítalanum og talar við lækni eða hjúkrunarfræðing á Ríkisspítal- anum. Þannig getur hann fengið að sjá framan í fólMð og myndað tengsl," segir Sigurður og bætir því við að þegar samningurinn við Ríkis- spítalann hafi verið gerður á sínum tíma hafi verið rætt um að nýta slíka samMptatækni milli RíMsspítalans og Landspítalans. Bæði Landspítal- inn og Tryggingastofnun hafi lagt í kostnað til þess að það yrði hægt og segir hann að nú verði lögð áhersla á að nýta slíkan búnað enn frekar, ekM síst í samsMptum sjúMinga og Iækna. Tengsl milli lækna hér og í Kaupmannahöfn efld Sigurður segir að við endurskoð- un samningsins hafi samstarf lækn- anna í Kaupmannahöfn og lækn- anna hér almennt verið teMð til sérstaMar athugunar, með það í huga að efla tengsl milli þeirra þann- ig að samvinna þeirra gengi betur fyrir sig. Hingað til _________ lands hafi nýverið kom- ið sjö læknar og hjúM- unarfræðingur frá Rík- isspítalanum og áttu þeir fundi með íslensku fagfólM hér, en áður höfðu íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingur farið til Kaupmannahafnar þar sem áttu sér stað sams konar fundir. Sigurð- ur segir að læknarnir hafi rætt um að þessi auknu samsMpti verði án efa til þess að samstarf milli þeirra verði betra. Samningurinn við RíMsspítalann í Kaupmannahöfn er tvíþættur. , Annars vegar græða þeir líffæri í fólk héðan sem er illa statt vegna sjúkdóma og hins vegar koma þeir hingað og taka líffæri þegar þau bjóðast," segir Sigurður. Áður en samningurinn við Rík- Boðið upp á stuðning frá upphafi f erils Árlega gangast nokkrir íslendingar undir líffæraígræðslu og eins eru líffæragjafír hér nokkrar á ári hverju. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Sigurð Thorlacius tryggíngayflrlækni sem segir að eftir því sem fólk lifi lengur verði þörfín fyrir líf- _______færaflutninga sífellt meiri._______ isspítalann í Kaupmannahöfn var gerður var Tryggingastofnun með sambærilegan samning við Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gauta- borg. Sigurður segir að þó að Sahlgrenska-sjúkrahúsið sé ágætt sjúMahús og að samstarfið hafi að mörgu leyti gengið vel, hefði ýmis- legt mátt betur fara, einkum varð- andi sMpulag og því hefði verið ákveðið að segja samningum upp á árinu 1995. Brottnám líffæra hér með því mesta á Norðurlöndum Frá árinu 1993 hafa íslendingar gefið líffæri ásamt því að hafa þegið þau og árin 1993 til 1995 fóru líffæra- gjafir héðan í gegnum Sahlgrenska sjúMahúsið og írá 1996 hafa þær svo farið í gegnum RíMsspítalann. Sigurður segir að á þessum tíma hafi Islendingar haft tæMfæri til að gefa nokkuð mörg líffæri og er brottnám líffæra hér á landi með því mesta sem þekMst á Norðurlöndum miðað við höfðatölu. Árið 1993 komu til fjórir lífæragjafar, árin 1994,1995 og 1996 voru þeir fimm á hverju ári, árið 1997 voru þeir fjórir, árið 1998 kom til einn líffæragjafi, en árið 1999 enginn og það sem af er þessu ári eru þeir þrír. Sigurður segir að þeg- ar líffæri séu tekin úr líffæragjöfum sé leitast við að nýta þau líffæri sem mögulegt er. Yfirleitt sé hægt að nota kviðarholslíffærin, lifur og nýru, en sjaldnar hjarta og lungu. Á þessu tímabili hefur nokkur fjöldi íslendinga gengist undir líf- færaígræðslu. Arið 1993 voru gerðar sex slíkar aðgerðir á íslendingum, árin 1994 og 1995 voru þær fimm á hvoru ári, árið 1996 voru þær níu, en árið 1997 engin, árið 1998 var gerð ein slík aðgerð ein og árið 1999 voru þær tvær. Sigurður segir að í samningnum við Sahlgrenska sjúMahúsið hafi verið ákvæði þess efnis að það greiddi kostnaðinn við Iíffæratökur hér á landi, en að slflrt ákvæði hafi vantað í samninginn við RíMsspít- alann í Kaupmannahöfn. Við endur- skoðun samningsins verði hins veg- ar sett inn ákvæði um að RíMsspítalinn greiði þennan kostn- að. Bæði læknar og sjúklingar þurfa að vera í viðbragðsstöðu -------------- Þau sjúkrahús á Norðurlöndum sem framkvæma líffæra- fluninga eru í samstarfi sem kallast Scandia transplant og með Tryggingastofnunar við Kaupmannahöfn sammngi RíMsspítalann eru sjúkrahúsin hér einnig aðilar að þessu samstarfi. Ef sú staða kemur upp í einhverju landanna að til komi líffæragjöf sem ekki getur nýst þeim sem eru á biðlista í viðkomandi landi, hefur Scandia transplant milligöngu um að kanna hvort hún gæti nýst sjúklingi sem er á biðlista í einhverju hinna landanna. Þegar lífæraflutningur fer fram héðan koma læknar frá RíMsspít- alanum hingað, framkvæma aðgerð- ina og flytja líffærin til Kaupmanna- hafnar eins fljótt og auðið er. Slíkar Morgunblaðið/Golli Sigurður Thorlacius trygg- ingayfirlæknir. aðgerðir hafa farið fram á Land- spítalanum í Fossvogi og við Hring- braut og á FjórðungssjúMahúsinu á Akureyri. „Þegar sú staða kemur upp á sjúkrahúsunum hér að um hugsan- legan líffæragjafa er að ræða, hafa læknarnir hér samband við RíMs- spítalann og spyrja hvort einstaM- ingurinn henti til líffæragjafar. Þá er fyrst skoðað hvort einhver hér á landi eða í Danmörku bíði sem líf- færin gætu hentað og ef ekM er það skoðað á hinum Norðurlöndunum fyrir milligöngu Scandia trans- plant," segir Sigurður. Hann segir að þrátt fyrir að tím- inn geti oft verið naumur þegar bæði þarf að flytja sjúkling og líffæri með flugi milli landa, hafi hingað til ekM komið upp vandamál vegna tíma- skorts í aðgerðum sem þessum. En þar sem líffæragjafir komi gjarnan tíl með nær engum fyrirvara þurfi bæði Iæknar og sjúklingar sem eru á biðlista stöðugt að vera í viðbragðs- stöðu. Nýrnaaðgerðir þar sem nýrna- gjafi er skyldmenni eða annar að- standandi nýrnaþega, falla ekM sér- staMega undir samninginn við RíMsspítalann. Sigurður segir að hins vegar séu þær yfirleitt gerðar þar og að þá sé staðið svipað að sam- starfinu eins og þegar um aðrar að- gerðir, sem ekM fela í sér líffæraflutninga, eru gerðar. Þegar um börn er að ræða segir hann að þessi þjónusta sé yfirleitt sótt til Bandaríkjanna. Sigurður bendir á að miMar fram- farir hafi orðið í sambandi við nýrna- flutninga. ,Áður var það þannig að aðeins var hægt að fá nýra úr einhverjum sem var náskyldur erfðafræðilega. En í dag með bættri tækni, ekM síst hvað varðar ónæmisbælandi lyf, er mögulegt að vinir eða hjón geti gefið hvort öðru nýra," segir Sigurður. Sigurður segir að ekM hafi komið til tals að hægt yrði að sinna líffæra- flutningi alfarið hér á landi, en hins vegar sé í umræðunni að fara að framkvæma nýrnaflutninga hér því slíkar aðgerðir sé hægt að sMpu- leggja með fyrirvara. Þá yrðu gerð- ar ráðstafnir og fengnir læknar að utan sem ynnu með læknum hér. „Þá kæmu læknar sem sérhæfðir væru í slíkum aðgerðum hingað, jafnvel íslensMr læknar sem starfa erlendis og vinna við slíkar aðgerðir dagsdaglega. Þá kæmi hingað skurðlæknir og er ekM síður miMl- vægt að fá hingað lyflækni því lyf- læknismeðferðin á eftir, að stilla af ónæmisbælandi lyf, er jafnvel flókn- ari en sjálf aðgerðin. Þá myndi lyf- læknirinn sjá um að hefja ónæmis- bælinguna, en læknar hér eru ekM svo vanir að hefja þá meðferð þó að þeir séu þaulvanir að halda henni áfram," segir Sigurður. Sigurður segir miMlvægt að fylgja sjúklingum sem gengið hafa í gegnum líffæragjöf vel eftir, ekM síst andlega. Þegar samningurinn við RíMsspítalann var gerður 1996 var sr. Birgir Ásgeirsson ráðinn sjúMahúsprestur þar og annast hann bæði sjúklinga og aðstand- endur þeirra á meðan þeir dvelja í Kaupmannahöfn. Sigurður segir að sr. Birgir setji sig einnig í samband við þá sem eru á biðlista eftir líffær- um og þannig sé sjúMingum boðið upp á stuðning allt frá upphafi ferlis- ins. Á Landspítalanum er svo starf- andi göngudeild sem hugar að sjúM- ingum að loMnni eftirmeðferð, eins lengi og þörf Mefur. Ymsar siðfræði- og erfðafræði- legar spurningar vakna Með tækniframförum í læknavís- indum er sífellt verið að kanna ýmsa nýja möguleika á sviði líffæraflutn- inga. Sigurður segir að verið sé að gera ýmsar tílraunir á þessu sviði og nefnir hann sem dæmi að nú sé tæknilega mögulegt að foreldri gefi barni sínu hluta af lifur sinni sem getur þá vaxið með barninu og von- andi nýst því. Aðrar tílraunir sem gerðar eru vekja upp bæði siðfræðilegar og erfðafræðilegar spurningar sem hann segir að læknar telji almennt vert að velta fyrir sér áður en lengra er haldið. „Til dæmis hafa verið gerðar tíl- raunir með að nota líffæri úr dýrum, til dæmis svínum en af spendýrum eru þau eru ónæmisfræðilega líkust okkur. En þegar farið er svona á milli tegunda vakna að sjálfsögðu upp margar spurningar. Slíkt gæti haft ýmsar afleiðingar sem ekM eru fyrirséðar, til dæmis gætu blossað upp veirusýMngar sem annars lægju í leyni, jafnvel værí hægt að hugsa sér að ný plága eins_ og al- næmi gæti allt í einu komið upp," segir Sigurður. Gætum lifað miklu lengur „Svo er svo margt að gerast í erfðafræðinni að spurning er hve- nær hægt verði að fara að rækta líf- færi. Fyrst hægt er að rækta rollu er spurning hvort það sé ekM hægt að rækta að minnsta kosti hluta af manneskju. Tæknileg- ir möguleikar eru mikl- ir og þeir geta hka ver- ið nokkuð óhugnanlegir," segir Sigurður og bætir því við að það sé stór spurning hverjar afleiðingar þess yrðu ef farið yrði að rækta líf- færi sem eins konar varahluti í fólk. En Sigurður segir Ijóst að þörfin fyrir líffæraflutninga fari sífellt vax- andi. „Þörfin fyrir líffæraflutninga verður náttúrlega meiri og meiri eft- ir því sem við lifum lengur. Þegar lækning er komin við sífellt fleiri sjúkdómum kemur það sífellt oftar upp að ef einungis væri hægt sMpta um eitt og eitt líffæri gætum við lifað miMu lengur," segir Sigurður. Rætt um að f ram- kvæma nýma- f lutninga hér #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.