Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 59
FRÉTTIR
I Fundur um skóg-
rækt og vinda
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf-
uðborgarsvæðinu halda opinn
fræðslufund þriðjudaginn 17. októ-
ber kl. 20.30 í sal Ferðafélags ís-
lands, Mörkinni 6. Þessi fundur er í
umsjón Skógræktarfélags Garða-
bæjar.
Þessi fræðslufundur er hluti af
fræðslusamstarfi skógræktarfélag-
anna og Búnaðarbanka íslands.
Aðalerindi kvöldsins flytur
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.
Fjallar erindið um samspil vinds og
skógræktar, einkum myndun skjóls
fyrir vindi og kallast það „Vindur og
viðnám af trjám“. Eitt aðalmarkmið
skóg- og trjáræktai- á íslandi er að
skapa skjól fyrir veðri og vindum. Þá
mun Haraldur einnig ræða almennt
um áhrif gróðurs á veðurfar.
Einnig verður gerð grein fyrir eðli
og einkennum staðbundinna vind-
strengja.
Aður en Haraldur flytur erindi
sitt, mun Hjörleifur Valsson fiðlu-
leikari leika nokkur lög. Allir eru vel-
komnir á meðan húsrými leyfir og
verður boðið upp á kaffi.
Ný reglugerð sett fyrir
Norræna húsið í Reykjavík
NÝLEGA samþykktu menningar-
málaráðherrar Norðurlanda nýja
reglugerð fyrir Norræna húsið í
Reykjavík og starfsemi þess.
Breytingin kemur í kjölfarið á
ákvörðun norrænu samstarfsráð-
herranna í lok september 1999 um
að gera lagfæringar á reglugerð-
um fyrir allar norrænar stofnanir,
sem norræna ráðherranefndin rek-
ur. Með reglugerðarbreytingunum
er leitast við að kveða skýrar á um
ábyrgð og hlutverk stjórna og
stjórnenda stofnananna.
Breytingarnar á reglugerð Nor-
ræna hússins eru þær helstar að
stjórnarmönnum hefur fækkað úr
7 í 5. Fimm manna stjórn er al-
gengasta stjórnarformið á norræn-
um stofnunum og tilnefna Norður-
löndin fimm hvert sinn fulltrúa í
stjórn. ísland hefur hingað til haft
þrjá fulltrúa í stjórn Norræna
hússins og hafa þeir verið tilnefnd-
ir af menntamálaráðherra, Há-
skóla Islands og Norræna félag-
inu. Með nýju reglugerðinni hefur
ísland einungis einn fulltrúa eins
og hin Norðurlöndin og er hann
tilnefndur af menntamálaráðherra.
Önnur mikilvæg breyting í
reglugerðinni er sú að nú eiga
sjálfstjórnarsvæðin, Grænland,
Færeyjar og Álandseyjar, rétt á
að senda áheyrnarfulltrúa á fundi
stjórnar Norræna hússins. Þetta
er gert til að undirstrika þá
áherslu sem lögð er á vaxandi
hlutverk þessara landa í norrænu
samstarfi og bæta tengsl þeirra
sérstaklega innan menningarsam-
starfsins.
Kynning á
stærð-
fræðiefni
STÆRÐFRÆÐIKENNURUM og
öðru áhugafólki um stærðfræði er í
dag, þriðjudaginn 17. október, boðið
til kynningar á stærðfræðiefni og
-gögnum í Skólavörðubúðinni ehf.,
Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kynningin
er á vegum Námsgagnastofnunar
og Skólavörubúðarinnar ehf.
Á dagskrá er sýning á námsefni
og kennslugögnum til stærðfræði-
kennslu sem stendur uppi allan dag-
inn, kynning á kennskufomtum í
stærðfræði. Starfsfólk Námsgagna-
stofnunar og Skólavörubúðar sýna
| ný og væntanleg stærðfræðiforrit,
kynning á Einingu, námsefni í
stærðfræði fyrir yngsta stig. Sigrún
> Ingimarsdóttir, annar þýðenda og
höfunda viðbótarefnis, segir frá efn-
inu og leyfir þátttakendum að
spreyta sig á spilum og þrautum og
kynning á verkefnum og námsmati í
stæðfræði á unglingastigi. Hafdís
Fjóla Ásgeirsdóttir, kennari í
Grundaskóla á Akranesi, kynnir
þróunarverkefnið Stærðfræði skipt-
j ir máli - breyttar áherslur í stærð-
fræðikennslu á unglingastigi.
-------------
Heims-
ganga gegn
örbirgð og
ofbeldi
í
KOFI Annan, aðalritari Samein-
uðu Þjóðanna, mun í dag, 17. októ-
ber, taka við undirskriftalitum í
New York frá 158 þjóðlöndum
undir yfirskriftinni: Gegn örbirgð
og ofbeldi. Islenskar konur stóðu
fyrir undirskriftasöfnun hér á
landi og sendu listann til New
York.
124. október nk. þegar 25 ár eru
liðin frá kvennafrídeginum munu
íslenskar konur leggja áherslu á
sömu kröfu og standa fyrir göngu
frá Hlemmi að Ingólfstorgi þar
sem haldinn verður útifundur.
-------------
Kvikmynda-
kvöld
Alliance
Francaise
KVIKMYNDAKVÖLD Allianee
Francaise, Austurstræti 3, verður
nk. miðvikudagskvöld kl. 20.
Sýnd verður myndina „Le diner
de con“, sem Francis Veber leik-
stýrði 1998. Myndin fékk César-
verðlaunin 1998 fyrir besta aðal-
leikarann. Myndin er sýnd með ís-
lenskum texta.
E
Þekkingarstjórnun
Markmið, leiðir og árangur
Fimmtudaginn 19. október 2000 stendur IMG fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu frá kl. 9-17
um það nýjasta og athyglisverðasta á sviði þekkingarstjórnunar í heiminum í dag.
Þekkingarstjórnun í samkeppnisumhverfi
Ávinningur skipulagðrar þekkingar
Þekkingarstjórnun hjá Nokia
Stjórnun þekkingar í smærri fyrirtækjum
Nýjungar á sviði þekkingarstjórnunar
og upplýsingatækni
8.30- 9.00
9.00-9.30
9.30- 9.45
9.45-10.15
10.15- 10.30
10.30-11.15
11.15- 12.00
12.00-13.00
13.00-13.30
13.30- 14.00
14.00-14.30
14.30- 14.45
14.45-15.15
15.15-16.00
16.00-16.20
16.20
16.30
Dagskrá
Skráning, afhending gagna
Setning
Deborah Swallow: „Scene setting and Overview of
Knowledge Management."
Michael Feltham: „The Value of this Knowledge Boom."
Kaffihlé
Leenamaija Otala: „How to develop a Learning and
Innovation Culture."
Riitta Weiste: „From Core Competence Strategy to
Managing Knowledge Creation. The Integration of
Core Competencies at Nokia."
Hádegismatur
Michael Feltham: „Knowledge Management - the
small company approach."
Deborah Swallow: „Accountlng for Knowledge."
Michael Feltham: „Knowledge Management and
Information Technology."
Kaffihlé
Leenamaija Otala: „The latest research - Development
Projects with Knowledge Management in Different
Types of Communities. How New Knowledge Is
Generated in Geographical Areas, Cities, University-
Company Networks and Other Communities."
Styttri fyrirlestrar og umræður.
Deborah Swallow: „Putting it all together - What
does it mean for you?"
Ráðstefnuslit
Léttar veitingar
Virtir fyrirlesarar á sviði þekkingarstjórnunar:
Leenamaija Otala. Alþjóðlegur ráðgjafi
á sviði þekkingarstjórnunar. Hún hefur
birt fjölda greina og gefið út margar
bækur á því sviði og talaði m.a. á
Microsoft-ráðstefnu um þekkingarstjórnun
í Bandaríkjunum síðastliðið vor.
Michael Feltham er alþjóðlegur ráðgjafi
á sviði þekkingarstjórnunar, upplýsinga-
tækni og rafrænna viðskipta. Hann
hefur gefið út fjölmargar bækur
Riitta Weiste. Vinnusálfræðingur og
yfirmaður starfsmannamála hjá Nokia.
Hún hefur reynslu af því að innleiða
þekkingarstjórnun innan Nokia.
Deborah Swallow. Stjórnunarráðgjafi
á sviði þekkingarstjórnunar hjá mörgum
fyrirtækjum, t.d. Finnish Telephone
Company. Hún hefur hlotið opinbera
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
fagmennsku og árangur sem ráðgjafi.
Skráning á ráðstefnuna fer fram í síma 540 1000.
Einnig er hægt að skrá sig á radstefna@img.is.
Frekari upplýsingar veitir Sigrún Sandra Ólafsdóttir í
síma 540 1000 eða sigrunsandra@img.is.
Þátttökugjald er 35.000 kr. Takmarkaður sætafjöldi.
IMG er stærsta rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæki á íslandi.
Fyrirtæki IMG eru m.a. Gallup, Ráðgarðurog Stjórnendaþjálfún
Gallup.
Laugavegi 170 Reykjavík, Sími:540 1000, Fax: 540 1001, img@img.is, www.img.is
I